Morgunblaðið - 26.09.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.09.1995, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÆHÐ FRÉTTIR Forseti Aiþjóðasambands blaðamanna Norðlenskir bændur heimta hross úr afréttinum Sænskir kjúklingar komu í verslanir Bónuss í gær Söguleg stund hjá Jóhannesi „ÞETTA er söguleg stund,u sagði Jóhannes Jónsson í Bón- us, þegar hann fékk afhent hálft ' tonn af frosnum, ósoðnum kjúklingum frá Svíþjóð HROSSASMÖLUN á Laxárdal í A-Húnavatnssýslu. Morgunbiaðið/jón Sigurðsson Oryggi og sjálf- stæði blaðamanna víða ógnað Meginmarkmið Alþjóðasambands blaðamanna er að vetja rétt blaðamanna, starf þeirra og öryggi um heim allan. Athyglin beinist nú fyrst og fremst að öryggis- málunum, að sögn Jens Linde forseta Alþjóðasam- bandsins og fréttastjóra sjónvarpsstöðvarinnar TV2 í Kaupmannahöfn, en hann tók um helgina þátt í ráð- stefnu hér á landi um Norð- urlönd í flölmiðlum. Hver eru helstu verkefni Alþjóðasambands blaða- manna um þessar mundir? „Sambandið er myndað af aðildarfélögum um allan heim. Nú eru 150 blaða- mannafélög í Alþjóðasam- bandinu frá um það bil 92 löndum, meðlimirnir eru samtals um 450 þúsund. Alþjóðasamband blaðamanna berst fyrir frelsi blaðamanna, sjálf- stæði fjölmiðla og rétti til að stofna óháð verkalýðsfélög. Þessi barátta beinist gegn stjórnarfari í einræð- isríkjum þar sem ríkið reynir að stjórna öllu til að tryggja áhrif sín. Nú beinist athyglin fyrst og fremst að öryggi blaðamanna. A síðasta ári létu meira en 115 blaða- menn lífið við skyldustörf eða í tengslum við starf sitt. Aðstæður blaðamanna eru mjög slæmar í löndum gömlu Júgó- slavíu. Margir blaðamenn hafa lát- ið lífið í Tyrklandi en verst er ástandið í Alsír þar sem blaðamenn hafa orðið skotmörk í átökum rík- isstjórnar Alsír og bókstafstrúaðra múslima. Þá hafa vandamálin verið gífur- leg í Suður-Ameríku þar sem eit- urlyfjahringar gera blaðamönnum mjög erfitt að starfa. Og í nýju lýðveldunum í Austur- Evrópu glíma blaðamenn ekki ein- ungis við stjórmálamenn heldur einnig nýja glæpahringi sem virða engar reglur og myrða einfaldlega blaðamenn ef þeir gerast of nær- göngulir. Við beijumst fyrir öryggi blaða- manna í samstarfi við önnur al- þjóðasamtök, svö sem Amnesty International. Þá höfum við mynd- að samskiptanet sem við getum sent út neyðarkall á ef blaðamenn eru í hættu. Þeir 115 blaðamenn sem létust á síðasta ári eru aðeins toppurinn á ísjakanum. Undir yfirborðinu eru þúsundir tilfella þar sem blaða- mönnum er hótað eða þeir sæta ofsóknum, fangelsun og pynting- um. Við vekjum athygli umheims- ins á þessu og með því greiðum við fyrir að viðkomandi blaðamenn fái frelsi. Og það er __________ mjög mikilvægt að þeir geti hafið störf að nýju því annars hefur við- komandi stjórnvöldum tekist það ætlunarverk sitt að þagga niður í gagnrýnum, sjálfstæðum blaðamönnum. Alþjóðasamband blaðamanna berst einnig fyrir höfundarrétti blaðamanna í alþjóðlegu sam- starfi, fyrir mannsæmandi launum og starfsaðstöðu í tengslum við nýja Qölmiðlatækni. Og við tökum virkan þátt í umræðu um upplýs- ingaþjóðfélagið og hvort það þjóni betur almenningi eða sérhagsmun- um fyrirtækja.“ Hefur dregið úr sjálfstæði blaðamanna og fjölmiðla með upp- lýsingabyltingunni? „Sjálfstæði blaðamanna og fjöl- Jens Linde ► Jens Linde hefur verið for- seti Alþjóðasambands blaða- manna síðan 1992 en var áður varaforseti samtakanna um tveggja ára skeið. Hann hefur nýlega verið endurkjörinn for- seti sambandsins til næstu þriggja ára. Linde er 47 ára gamall og starfar sem frétta- stjóri TV2 í Kaupmannahöfn. Hann lauk prófi frá danska blaðamannaháskólanum 1970 og hefur síðan starfað sem blaða- og fréttamaður hjá ýms- um Ijölmiðlum víðs vegar um Danmörku. Linde er giftur og á tvo uppkomna syni. 115 blaða- menn fórust árið 1994 miðla á víða undir högg að sækja og ástæðurnar eru yfirleitt þær sömu. Forsenda sjálfstæðrar blaðamennsku er viðunandi laun og vinnuaðstaða. Og vandinn er að blaðamenn fá almennt ekki nægilega há laun. Þeir geta því ekki framfleytt sér og fjölskyldum sínum á blaðamannalaununum einum og verða að stunda eitt eða fleiri störf með blaðamennskunni. Þetta dregur úr sjálfstæði blaða- mennskunnar því blaðamenn verða ekki aðeins háðir hinum vinnuveit- andanum heldur eykur þetta hættu á að utanaðkomandi aðilar geti keypt blaðamenn til að koma vill- andi og hlutdrægum upplýsingum inn í Ij'ölmiðla. Það er einnig nauðsynlegt að tryggja ritstjórnarlegt sjálfstæði fjölmiðla þannig að eigendur dag- blaða, tímarita og sjónvarps- og útvarpsstöðva geti ekki beitt þeim í eigin þágu. Þess vegna er samþjöppun _________ fjölmiðlavaldsins um þessar mundir hættu- leg. Fjölmiðlaveldi Murdocks og ný fyrir- tækjasamsteypa Time- Warner og CNN, eru ekki mynduð í þeim tilgangi að þjóna almenningi. Þetta eru ein- faldlega alþjóðleg viðskipti af gríð- arlegri stærð með það að mark- miði að skapa mönnum ágóða. Þessi fyrirtæki eru svo sterk að þau geta haft áhrif á ákvarðanir ríkisstjórna og jafnvel sett sín eig- in Iög. Því allir stjórnmálamenn vita að ef þeir rísa gegn þessum fjölmiðl afyrirtækjum eiga þeir sér ekki viðreisnar von. Þetta er mjög hættuleg þróun fyrir lýðræðið og þjónustu fjöl- miðla við almenning og réttláta stjórnarhætti.“ Svona nú góði einn kjúklingabita íyrir Jóhannes sinn, einn fyrir Framsóknarflokkinn og svo einn fyrir toliinn. . . með haustið á hælunum Blönduósi. Morgunhlaðið. HAUSTANNIR eru hjá bænd- um og að mörgu er að hyggja. Þessa dagana heimta menn sauðfé og hross úr afréttin- um. Mannskepnan er við það að missa sjónar á sumrinu og er með haustið á hælunum og vetur í nánd. Þáttaskil verða víðast í samfélaginu, sam- bland kvíða og eftirvæntingar fyrir komandi vetri setja mark sitt á mannlífið. Þetta skynjar sérhver í misjöfnum mæli og á misjafnan hátt. Sumum fínnst hrossasmöl- un vera hápunktur tilverunn- ar. Þegar þróttmikil greið- geng hrossin með kröftugum hófadyn stefna til byggða undir öruggri forustu manns- ins, leysist úr læðingi tilfinn- ing sem á sér engan líka. Menn verða örari, opnari og hafi einhver uppsöfnuð spenna dvalið í sálinni þá ligg- ur hún eftir í slóð stóðsins. Morgunblaðið/Anna G. Ólafsdöttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.