Morgunblaðið - 26.09.1995, Síða 17

Morgunblaðið - 26.09.1995, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 1995 17 VIÐSKIPTI VI safnar Skýrsluvélum ríkisins og Reykjavíkurborgar breytt í hlutafélag um næstu áramót upplýsing- um um samkeppn- ishömlur VERSLUNARRÁÐ íslands hefur auglýst eftir upplýsingum um sam- keppnishömlur, sem eiga rætur að rekja til ójafnrar stöðu einkaaðila í samkeppni við opinber fyrirtæki eða fyrirtæki, sem njóta opinberrar vemdar. Ráðið hyggst koma þeim upplýsingum sem safnast á fram- færi við stjórnvöld ásamt tillögum til úrbóta. Jónas Fr. Jónsson, lögfræðingur Verslunarráðs, segir að því berist reglulega kvartanir frá aðilum í einkarekstri, sem telji að þeir keppi í ójafnri stöðu við opinber fyrirtæki eða fyrirtæki, sem njóti óeðlilegrar verndar hins opinbera. Aðstöðu- munurinn geti t.d. falist í í mismun- andi skattlagningu, ábyrgðum, að- gangi að lánsfé og lánskjörum. Mikið um kvartanir Jónas segir kvartanir félags- manna hafa færst mjög í aukana. „Svo rammt hefur kveðið að kvört- unum að undanförnu að við teljum rétt að hvetja félagsmenn Verslun- arráðsins og aðra aðila í einka- rekstri til að koma upplýsingum um slíkar samkeppnishömlur og í hvaða mynd þær birtast til okkar. Við munum síðan taka málið upp í heild sinni við stjórnvöld og koma með tillögur til úrbóta.“ Finnur Ingólfsson, viðskiptaráð- herra, skipaði í síðasta mánuði nefnd, sem ætlað er að kanna hvaða opinber fyrirtæki eða fyrir- tæki, sem njóta opinberrar vernd- ar, séu í samkeppni við einkaaðiia. Jónas segir að auglýsing Verslun- arráðsins tengist nefndinni ekki en viðkomandi upplýsingum verði komið á framfæri við hana. -----♦—♦—4---- Reuters semja við Ráðgjöf og efnahagsspár RÁÐGJÖF og efnahagsspár hf. hafa undirritað samning við frétta- og upplýsingasamsteypuna Reut- ers um að verða markaðsfulltrúi fjármálaþjónustu Reuters hér á landi. Starfsfólk söludeildar og þjónustufulltrúar Reuters í Osló mun þó áfram veita þjónustu frá Noregi. Reuters er stærsta fyrirtæki í fréttaþjónustu og dreifingu fjár- málaupplýsinga í heiminum en 310.000 notendur hafa beinan að- gang að upplýsingakerfum fyrir- tækisins. Á Islandi eru yfir 20 áskrifendur. Ráðgjöf og efnahagsspár er sjálfstætt fyrirtæki í eigu Yngva Harðarsonar og Sverrir Sverrisson- ar. Fyrirtækið sérhæfir sig í fjár- málaráðgjöf og ráðgefandi upplýs- ingaþjónustu við fyrirtæki og fjár- málastofnanir á íslandi. SEMENTSBUNDIN FLOTEFNI Mest seldu flotefni í Evrópu ö h/f. IÐNAÐARQÓLF1 Smiöjuvegur 70, 200 Kópavogur Simar: 564 1740, 892 4170, Fax: 654 1769 Ekki einkíi- vætt í bráð NÝTT hlutafélag, Skýrr hf., tekur um næstu áramót við eignum og skuldbindingum sameignarfélagsins Skýrsluvéla ríkisins og Reykjavíkur- borgar og verður sameignarfélagið þá lagt niður. Eigendur Skýrr hf. hafa lýst því yfir að öllum núver- andi starfsmönnum sameignarfé- lagsins verði boðin störf hjá hinu nýja félagi. Pjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og borgarstjóri f.h. borgarsjóðs og Rafmagnsveitu Reykjavíkur undir- rituðu samning um stofnun nýja hlutafélagsins meðan á fundi borg- arstjórnar stóð á fimmtudag. Til- gangur félagsins er hvers konar starfsemi á sviði upplýsingaiðnaðar og annar skyldur rekstur. Hlutafé félagsins er 172 milljónir króna og skiptist að jöfnu milli ríkis og Reykj avíkurborgar. Eigendur hlutafélagsins hafa skuldbundið sig til að eiga meiri- hluta í félaginu a.m.k. þrjú fyrstu starfsár þess, og er meginástæða þess sú að hjá Skýrsluvélum hafa ríki og borg haldið veigamestu uppiýsingaskrár þjóðarinnar, svo sem þjóðskrá og fyrirtækjaskrá, skatt-og álagningaskrár, skrár al- mannatrygginga og fasteigna- skrár. Á stofnfundi félagsins voru eftir- taldir kjörnir í stjórn þess fram til fyrsta aðalfundar: Brynja Halldórs- dóttir, viðskiptafræðingur, Hallgrím- ur Snorrason, hagstofustjóri, Haukur Pálmason, aðstoðarrafmagnsstjóri, Magnús Pétursson, ráðuneytisstjóri og Óskar G. Óskarsson, borgarbók- ari. Samkeppnisstaðajöfnuð í ræðu borgarstjóra á fundi borg- arstjórnar kom fram að hún teidi rétt að selja hlutabréf borgarinnar í Skýrr hf, en ekki hefði verið tekin ákvörðun um hversu stór hluti af þeim yrði seldur. í samtali við Morgunblaðið sagði Þór Sigfússon ráðgjafi fjármálaráð- herra að ráðherra hafi fullan hug á því að selja hlutabréf ríkisins í Skýrr, en fylgi að sjálfsögðu þeim samning- um sem gerðir hafi verið við borgina í þeim efnum: „Með sölu hlutabréf- anna verður samkeppnisstaða fyrir- tækja í upplýsingaiðnaði á Islandi helst jöfnuð enn frekar.“ Aukin þjónusta við Þýskaland með beinum siglingum til Bremerhaven Samskip sigla nú beint til Bremerhaven og er þá megin flutningaleib félagsins inn í Þýskaland í gegnum Bremerhaven. Þar meb auka Samskip mjög viö flutningaþjónustu sína fyrir íslenska inn- og útflytjendur til og frá Þýskalandi. Eftir sem áöur er viöskiptavinum boöin vörumóttaka og afgreiðsla í Hamborg. Bremerhaven er í dag miöstöö sjávarafuröa í Þýskalandi og þar eru stærstu fyrirtækin í þeim iðnaði staðsett með framleibslufyrirtæki sín og dreifikerfi. Höfnin í Bremerhaven er ein sú stærsta í Evrópu með á fjórba þúsund starfsmenn og lengsta viblegukant í heimi. Meb stöbugri stækkun Evrópumarkaöarins er Bremerhaven mjög vel staðsett fyrir íslensk fyrirtæki sem leita nýrra markaötækifæra á meginlandi Evrópu. Þú færb allar nánari upplýsingar hjá Samskipum í síma 569 8B00. SAMSKIP Holtabakka við Holtaveg, 104 Reykjavík Sími 569 8300 - Fax 569 8327

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.