Morgunblaðið - 05.10.1995, Síða 6

Morgunblaðið - 05.10.1995, Síða 6
6 FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Nýtt vinnufyrirkomulag hjá skurð- og svæfingahjúkrunarfræðingum Samið um Meira öryggi og vinnuvernd SKURÐ- og svæfíngahjúkrunar- fræðingar á Landspítala og Borgar- spítala eru almennt ánægðir með nýgerðan ráðningarsamning við sjúkrahúsin og telja nýja vinnufyrir- komulagið til mikilla bóta með tilliti til öryggis og vinnuvemdar. Sé tekið dæmi um hvemig starf hjúkrunarfræðinga á Borgarspítal- anum breytist þarf að koma fram að jafnan eru tiltæk tvö teymi tveggja skurðhjúkrunarfræðinga og eins svæfingahjúkrunarfræðings til að sinna skurðaðgerðum. Þegar hægt er að anna öllum aðgerðum með einni skurðstofu annar A-vakt bráðavakt og ef sinna þarf tveimur aðgerðum í einu bætist B-vaktin við. Vaktabyrðin getur verið mis- munandi eftir því hve margir hjúkr- unarfræðingar eru í starfí hveiju sinni. Með nýju vinnufýrirkomulagi er , vinnuskylda A-vaktar á kvöldvakt frá kl. 15 til 23 og bundin vakt á spítalanum til kl. 8 næsta rhorgun. Dagvinna tekur við til hádegis hafí vaktin fengið tilskilda hvíld. Með gamla laginu tóku svokallaðar gæsluvaktir við af dagvinnu kl. 16 til 8 næsta morgun. Með auknu álagi var allteins víst að unnið væri sam- fellt í 24 klukkustundir, þ.e. dag- vinna í 8 klukkustundir og yfírvinna á gæsluvakt í 16 klukkustundir. Nú ætti samfelld vinna hins vegar ekki að vara lengur en 17 klst., þ.e. frá kl. 15 til 8 að morgni. Dagvaktir eru frá kl. 8 til 16 virka daga. Vaktirnar eru óbreyttar um helg- Morgunblaðið/Ásdís Bra-bra gefið í blíðunni VEÐURGUÐIRNIR hafa leik- ið við íbúa suð-vesturhoms landsins undanfarna daga. í blíðunni er alltaf gaman að rölta niður að Tjörn og gefa sísvöngum fuglunum þar brauð. Það gerði þessi ungi Reykvíkingur, með dyggri aðstoð mömmu, en fulltrúi eldri kynslóðarinnar lét sér nægja að fylgjast með því sem fram fór. Vaktafyrirkomulag hjúkrunarfræðinga á skurdstofum Til 1. október 1995 A-vakt B-vakt Vinnutími vaktadaga ki. 08-16 Gæsiuvakt virka daga kl. 16-08 Gæsluvakt um helgar kl. 08-08 Vinnutími vaktadaga kl. 08-16 Gæsluvakt virka daga kl. 16-08 Gæsluvakt um helgar kl. 08-08 Frá 1. október 1995 A-vakt B-vakt Vinnutími vaktadaga kl. 15-23 Gæsluvakt virka daga kl. 23-08 Gæsluvakt um helgar kl. 08-08 Vinnutími vaktadaga kl. 08-16 Gæsluvakt virka daga kl. 16-08 Gæsluvakt um helgar kl. 08-08 Á hverri Tveir skurðhjúkrunarlræðingar vakt eru: Einn svæfingahjúkrunarfræOingur ar og á helgidögum. B-vaktir eru óbreyttar enda gerólíkar vaktir með tilliti til vinnuálags. Skurðhjúkrun- arfræðingur í 100% starfi tekur að jafnaði 4 A-vaktir á virkum dögum í mánuði og 3-4 A-vaktir í 80% starfi. Svæfingahjúkrunarfræðing- ur í 100% starfi tekur að jafnaði 3 A-vaktir á virkum dögum í mánuði og 2-3 vaktir í 80% starfi. Nágrannar afhentu fimmtíu og fimm hross HÉRAÐSDÓMUR Vesturlands úr- skurðaði að 24 hross, sem ábúendur á Narfeyri í Skógarstrandarhreppi í Snæfellsnesi tóku í sína vörslu í síð- asta mánuði, skyldu afhendast eig- anda þeirra, Siguijóni Helgasyni á Stóra-Langdal. Hrossin sluppu úr girðingu við bæinn Stóra-Langadal og tók bónd- inn á Narfeyri þau í sína vörslu, 22 hross 9. september sl. og tvö hross sex dögum síðar. Neituðu ábúendur að afhenda þau nema gegn gjaldi. Jafnframt var vís- að til laga um afréttarmálefni og fjallskil þar sem er að finna ákvæði er fjalia um hvernig með skuli fara ef ágangur verður af búpeningi, en þá er ábúanda heimilt að setja búpen- ing inn, sé um endurtekinn ágang sama búpenings að ræða og krefja eiganda um uslagjald. Siguijón kærði töku hrossanna hins vegar til lögreglu og krafðist þess að málið yrði rannsakað og hrossunum skilað. í úrskurði Héraðsdóms Vestur- lands segir að hross Siguijóns hafí verið fýrir ofan tún ábúenda á Narf- eyri, en vörslutaka ábúenda sé ein- ungis heimil ef búpeningur kemst í afgirt svæði að uppfylltum vissum skilyrðum. Því hafí ábúendum á Nar- feyri verið óheimilt að taka hrossin. Með hliðsjón af forsögu málsins skuli málskostnaður hins vegar falla niður. Pétur Kristinsson, lögmaður Sig- uijóns, segist afar sáttur við niður- stöðu Héraðsdóms Vestfjarða. Úr- skurðurinn varðar 24 hross Siguijóns og í kjölfar hans náðist samkomulag við ábúendur á Haukabrekku um að skila 31 hrossi í hans eigu ,en þeir tóku þau í sína vörslu fyrir rúmri viku á sömu forsendum og ábúendur á Narfeyri. sjúkraflutn- inga næstu tíuár Selfossi, Morgunblaðið Unnið er að gerð nýs samnings lög- reglunnar við heilsugæslustöðvarn- ar í Árnessýslu og heilbrigðisráðu- neytið um að lögreglan annist sjúkraflutninga í sýslunni áfram og rekstur bifreiðanna sem notaðar eru. Samningurinn verður til tíu ára. 28. september síðastliðinn var lögreglunni afhentur nýr sjúkrabíll til afnota við sjúkraflutningana. Með tilkomu nýja sjúkrabílsins hefur lögreglan nú tvo sérútbúna bíla til sjúkraflutninga. Það er heil- brigðisráðuneytið sem leggur til bílana sem eru í eigu heilsugæslu- stöðvanna í Árnessýslu. Fram tii þessa hefur lögreglan haft einn sérútbúinn bíl til afnota við sjúkra- flutninga og hefur brúað bilið með sjúkrabílaþörfina með lögreglubif- reiðum sem jafnframt hafa verið búnar sem sjúkrabílar en lögreglan hefur um árabil annast sjúkraflutn- inga í Árnessýslu. Með tilkomu nýja bílsins verður unnt að sinna nánast öllum sjúkraflutningum í sérútbúnum bílum. Nýi bíllinn er af gerðinni Econo- line 350 turbo, fjórhjóladrifínn og sérstaklega styrktur sem sjúkrabif- reið. Það er Rauðakrossdeildin í Árnessýslu sem leggur til búnað í nýja sjúkrabílinn en deildin hefur reynst ómetanlegur bakhjarl við framkvæmd sjúkraflutninga í sýsl- unni undanfarin ár. Nýi sjúkrabíll- inn verður til sýnis almenningi næstkomandi laugardag, 7. október klukan 10-12 við lögreglustöðina á Selfossi. Morgunblaðið/Sig. Jóns. Alþýðusambandið og Vinnuveitendasambandið gagnrýna búvörusamninginn harðlega Verri samningur fyrir bændur og neytendur FULLTRÚAR ASÍ og VSÍ gagnrýna nýja búvörusamninginn harðlega. Guðmundur Gylfi Guðmundsson, hagfræðingur ASÍ, seg- ist telja að staða bænda komi til með að versna á samningstímanum. Hann segir að samningurinn kosti nærri tveimur milljörðum meira en ef gamli samningurinn hefði verið framlengdur. Guðmundur Gylfi sagðist vera sannfærður um að neysla á kindakjöti myndi halda áfram að minnka og vitnaði í því sambandi í fram- leiðsluspá Framleiðsluráðs landbúnaðarins, sem gerir ráð fyrir 200 tonna lækkun á ári fram til aldamóta. Guðmundur Gylfi sagði að þess vegna hefði verið eðlilegt að gera ráð fyrir því að lykiltölur í samningnum lækk- uðu. Svo væri ekki því að beingreiðslur, ull- arniðurgreiðslur, vaxta- og geymslugjöld og lífeyrissjóðsgreiðslur yrðu óbreyttar allan samningstímann nema hvað vaxta- og geymslugjöld myndu lækka lítillega fyrstu tvö árin í samræmi við minni birgðir. 2.000 miiyónum hærri greiðslur Guðmundur Gylfi sagði að sér sýndist samningurinn þýddi að útgjöld ríkissjóðs vegna búvöruframleiðslunnar yrðu tveimur milljörðum króna hærri en þau hefðu orðið ef gildandi samningur hefði verið framlengd- ur óbreyttur. Hann sagðist í því sambandi ganga út frá því að spá Framleiðsluráðs um að sala á kindakjöti myndi minnka um 1.000 tonn á samningstímanum gengi eftir. „Það má deila um hvað ríkið á að setja mikla peninga til þessa málaflokks. Því verð- ur ekki mótmælt að þetta eru mjög miklar fjárhæðir. Það væri ekki eins sárt að sjá þær fara í þetta ef það væri sýnilegt að menn væru að nota fjármunina til þess að aðlaga sig breyttum aðstæðum. Að mínu mati er verið að setja mikla peninga í að fresta vand- anum.“ Guðmundur Gylfí sagði að tillögur ASÍ hefðu verið gagnrýndar og á það bent að ekki væri betra fyrir ríkissjóð að bændur færu á atvinnuleysisbætur. „Okkur sýnist að greiðslurnar úr ríkissjóði á ársverk séu mun hærri en greitt er úr Átvinnuleysistrygginga- sjóði. Það væri því spamaður fyrir ríkið að lækka beingreiðslur og greiða frekar atvinnu- leysisbætur. Við erum samt ekki að mæla með því að sú leið verði farin. Þegar verið er að skoða hvað er verið að gera fyrir þennan hóp verður að líta á það í samhengi að það eru 6.000 manns atvinnu- lausir í landinu. Hvað á að gera fyrir þann hóp?“ spurði Guðmundur Gylfi. Of miklir styrkir Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmda- stjóri VSÍ, sagðist telja að samningurinn fæli í sér frestun á vandanum. Hann sagðist hafa viljað fara þá leið sem hópur bænda af Suður- landi talaði fyrir, að viðurkenna að stuðning- ur við bændur væri framfærslustyrkur. Slíta ætti öll tengsl á milli framleiðslu og styrkja. Þórarinn sagði að samningurinn fæli í sér gríðarlega mikla styrki til bænda. Meðalbúið fengi u.þ.b. 100 þúsund krónur á mánuði. Hann sagði samninginn ganga út frá alltof mikilli framleiðslu. Enn ætti að gera út á fullkomlega óraunhæfar hugmyndir um út- flutning á kindakjöti. Með sameiginlegri ábyrgð á útflutningi væri verið að ýta undir aukna framleiðslu. Þórarinn sagði gersamlega óskiljanlegt að fjármálaráðherra skuli undirrita búvöru- samning sem gerir ráð fyrir verðtryggingu á sama tíma og hann leggur fram fjárlaga- frumvarp sem markar þá stefnu að horfíð sé frá öllum tengingum milli vísitölu og verð- lags. „Við höfum lagt höfuðáherslu á að land- búnaðarframleiðslan yrði sett undir sömu lögmál og aðrar atvinnugreinar í landinu. Við vildum alls ekki að búið yrði til kerfi sem skrúfaði upp framleiðslu til útflutnings. Við kröfðumst þess að það yrði dregið úr stuðn- ingi við þessa framleiðslu. Mér virðist að ekkert af okkar áhersluatriðum hafi náð fram að ganga í þessu efni og að bændaforystan hafi farið með sigur. Ég óttast hins vegar að þetta snúist upp í Pyrrhosarsigur og að staða bænda versni." Þórarinn sagði jákvætt að sláturleyfishafar skyldu hafa verið leystir undan staðgreiðslu afurðanna. Tengsl við markaðinn yrðu af þeim sökum meiri. Skilningur bænda á sam- hengi sölu og markaðar myndi aukast. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neyt- endasamtakanna, sagði jákvætt að með samningnum væri loksins fallist á kröfur Neytendasamtakanna um að verðlagning á kindakjöti yrði gefin fijáls og dregið yrði úr framleiðslustýringu. Hann sagði hins vegar athyglisvert að á sama tíma og verið væri að draga saman í opinberum rekstri, t.d. í heilsugæslu og rekstri sjúkrahúsa, skuli vera hægt að leggja fram 11 milljarða í að halda uppi óarðbærri kindakjötsframleiðslu um allt land. Hann sagði að öllum ætti að vera ljóst að það væri ekki hægt að byggja uppi velferðarþjóð- félag á íslandi og jafnframt halda öllu land- inu í byggð. Jóhannes sagðist einnig gagnrýna fyrir- komulag á útflutningi kindakjöts. Með því að hafa sameiginlega ábyrgð á útflutningnum væri verið að draga úr hvata bænda til að draga úr framleiðslu. Hann sagði það og vekja furðu að sjá ákvæði um verðtryggingu í búvörusamningnum. Jóhannes sagði allt benda til að neysla landsmanna á kindakjöti ætti eftir að halda áfram að minnka. Jaftiframt mætti gera ráð fyrir að svínakjöt og kjúklingar ættu eftir að auka markaðshlutdeild sína á kostnað lambakjötsins. Ríkisstjórnin samþykkti búvörusamning- inn fyrir sitt leyti á ríkisstjórnarfundi í gær. Breyta þarf búvörulögum og samþykkja aukafjárveitingu fyrir yfirstandandi ár til að hann öðlist gildi. Rétt er að taka fram að vegna fréttar á baksíðu Morgunblaðsins í fyrradag, að rang- lega var haft eftir fjármálaráðherra að fram- lög ríkissjóðs til sauðfjárræktarinnar hefðu numið 17,6 milljörðum á sex árum. Hið rétta er að þetta greiddi ríkið á fimm árum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.