Morgunblaðið - 05.10.1995, Síða 9

Morgunblaðið - 05.10.1995, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÍMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 1995 9 FRÉTTIR Sýnd veiði, en ekki gefin í HAUST hafa skotveiðimenn fengið að reyna að það er ekki á vísan að róa þegar um gæsaveiði er að ræða. Mönnum ber saman um að mikið sé af fugli, en gæsin hefur fremur kos- ið beijamóinn og mýrargróður en grösug tún. Haustið hefur verið gott víðast hvar og ber ósprungin lengi frameft- ir. Veiði hefur því almennt verið dræm, en mun nú vera að glæðast. Það er ekki seinna vænna því hvað úr hveiju fara gæsaflotarnir að svífa til Bretlands. Aflaskýrsla forsenda nýs veiðikorts Að sögn Ásbjörns Dagbjartssonar veiðistjóra er nú búið að gefa út 9.500 veiðikort. Ekki hefur orðið vart neinnar skriðu umsókna vegna ijúpnaveiðitímans sem að óbreyttu hefst 15. október og stendur til 22. desember. Ásbjörn átti ekki von á neinum breytingum á veiðitímabilinu að þessu sinni. I lok ársins fá handhafar veiði- korta sent eyðublað þar sem þeir verða beðnir að skila upplýsingum um heildarveiði sína á þessu ári. Ásbjörn veiðistjóri sagði að nánari upplýsingar, t.d. um veiðistað og veiðitíma, yrðu vel þegnar. Jafnframt verður spurt hvort veiðmaðurinn ósk- ar eftir að fá veiðikort endurútgefíð. Það er skilyrði fyrir nýju veiðikorti að rnenn skili aflaskýrslu. Ásbjörn sagði jafnframt að á næsta ári verði veiðimönnum send handbók með ýmsum hagnýtum upp- lýsingum er íúta að veiðum villtra dýra og veiðidagbók. Þá verður kraf- ist nákvæmari upplýsinga um veiðar en í ár. Vængir óskast Þess hefur verið farið á leit við veiðimenn að þeir sendi hægri væng af öndum og gæsum til Náttúru- fræðistofnunar. Arnór Sigfússon fuglafræðingur notar vængina til aldursgreiningar. Arnór sagði að það sem af er hausti hefði lítið borist af sýnum, en hann vissi um nokkra veiðimenn sem hafa safnað vængjum og ætla að senda síðar. Arnór byijaði á þessum rannsóknum í hitteðfyrra og vængj- unum hefur flölgað ár frá ári. Til- gangur rannsóknanna er að greina hlutfall unga frá sumrinu í veiðinni. Af því má ráða hvemig varpið hefur heppnast og hvort ársbundnar sveifl- ur í viðkomu hafa áhrif á stofnstærð. SKOTVEIÐIFÉLAG íslands hefur hafið útgáfu á fagriti um skotveiðar og útivist. Stofnar í hámarki Þegar gæsirnar koma til vetrar- dvalar í Bretlandi eru þær taldar og hlutfall ungfugla greint. Með saman- burði á hlutfalli ungfugla hér og í Bretlandi má finna dánartölur ung- fugla og fullorðinna. Eftir nokkurra ára rannsóknir má segja fyrir um breytingar á stofnstærð á grundvelli ungahlutfallsins. Að sögn Arnórs fjölgaði gæsum mjög frá 1950 að talningar hófust í Bretlandi og allt fram yfir 1980. Grágæsastofninn hefur verið í há- marki og talið um 100 þúsund fugla undanfarin haust. Heiðargæsastofn- inn hefur haldið áfram að stækka og tvöfaldaðist á síðasta áratug. í fyrrahaust taldi stofninn um 260 þúsund fugla. Veiðimenn eru beðnir að koma hægri væng af gæsum og öndum tii Náttúrufræðistofnunar, Hlemmi 3, Pósthólf 5320, 125 Reykjavík. Ef veiðimenn á höfuðborgarsvæðinu eru með 50 fugla eða fleiri er Arnór fús að heimsækja þá og aldursgreina fuglana á staðnum. Nýtt fagrit um skotveiðar SkotVís er heitið á nýju tímariti um skotveiðar .og útivist. í 1. tölu- blaði er m.a. íjallað um vor- og sum- arveiði á ijúpu, andaveiðar, siðfræði sportveiði, matreiðslu á villibráð, veiðihunda og meðferð skotvopna. Ritið er 72 síður, litprentað í A4 broti. Ritstjórar eru Sigmar B. Hauksson og Einar Kr. Haraldsson, útgefandi er Skotveiðifélag íslands. Ný, stór og glæsileg sending Hverfisgötu 78, sími 552-8980. NÝ SENDING Dragtir, peysur, blússur, buxur og bolir. U (LL Skólavörðustíg 4A Sími 551 3069 STRETCHBUXUR • STRETCHBUXUR • STRETCHBUXUR • 3 3 i co X C 7> éardeur Qhimu n i 03 _ c STRETCHBUXUR • STRETCHBUXUR • STRETCHBUXUR^* tískuvcrslun Seltjarnarnesi, sími 561 1680. ÞORPSTILBOÐ <o o ’fici eúuvi cficUvi <z á*. 1.490 oy fa&icL acUtan, áúxw Kynningartilboð á snyrtivörum frc í bri° daga fimmtudag, föstudag og laugardag. Allar vörur á veröi frá kr. 250 til kr. 400 (heildsöluverð) veröa seldar á kr. 189 é ÞORPII) BORGARKRINGLUNNI Fimmtud.— föstud. —laugard. >2 U l^^a^9re^slu' afsláttur af öllum bajrnafafnaði Glæsilegur 3 benelíon ítalskur vetrarfctnaður í miklu Úrvali Laugavegi 97, sími 552 2555 Luxembourg — ísland Fyrirtæki í Luxembourg, þekkr í EU fyrir vöruúrval í hágæða silkiblómum og trjám með ekta viðarstofni, býður íslensku fyrirtæki að gerast einkaumboðsaðili. Rekum eigin framleiðslufyrirtæki í Austurlöndum. Framleiðsla með nýjustu leysi-ljósmyndunartækni tryggir einstaklega góða eftirlíkingu lifandi plantna á mjög samkeppnishæfu verði. Fleildsölum býðst að skoða sýningarsal okkar, sem tengist „tilrauna“-smásöluverslun, þar sem hægt er að skoða hvernig selja má vöruna á árangursríkan hátt. Eftir samkomulagi er einnig hægt að skoða um helgar. Meðmæli óskast. Umsóknir sendist: ARTFLORA International SA Zone Industrielle L-8399 WINDHOFF (GDL), sími 00 352 397 475, símbréf 00 352 397 497. GRAM gerð Rými Itr. Kwst Hæð x Dýpt xBreidd Afb. verð Staðgr. HF-234 kista. 234 1,14 850 x 695 x 800, 47.360,- 44.990,- HF-348 kista 348 1,44 850 x 695 x 1100 54.680,- 51.950,- HF-462 kista 462 1,70 850 x 695 x 1400 62.980,- 59.830,- HF-576 kista 576 1,79 850 x 695 x 1700 68.400,- 64.990,- FS-100 skápur 102 0,79 715 x 601 x 550 42.090,- 39.990,- FS-133 skápur 129 0,96 865 x 601 x 550 48.400,- 45.980,- FS-175 skápur 176 1,01 1065 x 601 x 550 54.700,- 51.960,- FS-150 skápur 145 0,97 865 x 601 x 595 49.990,- 47.490,- FS-250 skápur 237 1,17 1342 x 601 x 595 68.400,- 64.980,- FS-290 skápur 284 1,44 1542 x 601 x 595 79.830,- 75.980,- FS-340 skápur 330 1,49 1742 x 601 x 595 86.300,- 81.990,- Gefðu gæðunum gaum! fyrsta JOiaÉHb ClinAJkÆ flokks /rUniA frá III#. HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI 552 4420

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.