Morgunblaðið - 05.10.1995, Side 12
12 FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Sænskur bæklunarskurðlæknir á Landspítalanum vegna meðfæddrar hryggskekkju barna
Morgunblaðið/Rax
HALLDOR Jónsson, yfirlæknir bæklunarskurðdeildar Landspítalans, og Stig Aaro, sænski skurð-
læknirinn sem framkvæmdi aðgerðirnar á Alexander og Sonju Rut.
Nauðsynleg þjálfun
fæst aðeins í
stórum samfélögum
Stig Aaro, sænskur sér-
fræðingur í aðgerðum á
hrygg, segir að læknar
á sínu sviði þurfi að búa
í milljónasamfélagi til
að halda sér í þjálfun.
Gunnar Hersveinn
ræddi við Stig Aaro, ís-
lenska lækna og for-
eldra barna sem Aaro
gerði hryggaðgerðir á í
síðustu viku.
SÆNSKI skurðlæknirinn Stig
Aaro, framkvæmdi skurðað-
gerðir á Landspítalanum í síð-
usu viku og er talið að þær hafi tek-
ist vel. í fyrri aðgerðinni rétti hann
hryggskekkju barns, en tilgangur
seinni aðgerðarinnar var að stoppa
ofvöxt í hrygg öðrum megin.
Stig Aaro, sem er heimsþekktur
bæklunarskurðlæknir og einn sá
reyndasti á Norðurlöndunum í bækl-
unaraðgerðum, gerði fjórar aðgerðir
á tveimur bömum núna, en þetta er
í annað sinn sem hann kemur hing-
að. í vor framkvæmdi hann aðgerðir
á þremur bömum.
Vinnur erfiðustu tilfellin á
Norðurlöndum
Stig Aaro segir að hann fái mörg
erfiðustu tilfelli á Norðurlöndunum
í sínar hendur. Hann hefur 21 árs
reynslu og gerir um 80 erfiðar að-
gerðir á ári, þrjá daga vikunnar.
Hver aðgerð tekur 3 til 12 tíma.
Hann gerir einnig fjölda annarra
bakaðgerða, eins og ti Idæmis vegna
brota og verkja.
Hann starfar við Háskólasjúkra-
húsið í Linköping í Svíþjóð og ann-
aðhvort koma sjúklingarnir til hans
eða hann fer á milli landa. Hann
vinnur líka aðgerðir fyrir sjúkrahúsið
i Varsjá í Póllandi og fyrir ríkin á
Balkanskaga.
ísland of fámennt fyrir lækna
eins og Stig Aaro
Bæklunardeilð Borgarspítalans
sendi frá sér athugasemd vegna
fréttar í Morgunblaðinu um komu
Stigs Aaro til landsins. í athuga-
semdinni kemur fram undran á því
að leitað skuli út fyrir landsteinanna
eftir bæklunarskurðlækni til að gera
aðgerðir á sjúklingum_ með með-
fædda hryggskekkju. Ástæðan var
samkvæmt athugasemdinni, sem
birtist hér í blaðinu, að bæklunarað-
gerðir vegna meðfæddrar hrygg-
skekkju hefðu verið gerðar á Borgar-
spítalanum frá 1992. Álit þeirra var
að ekki þyrfti að leita til útlanda
eftir þekkingu til að framkvæma
þær.
Hvernig svara Stig Aaro og Hall-
dór Jónsson, yfírlæknir bæklunar-
skurðdeildar Landspítalans sem fékk
Stig hingað, þessu?
„ísland er of fámennt til að bækl-
unarskurðlæknir geti fengið næga
reynslu," segir Stig Aaro, „Hér eru
aðeins 250 þúsund íbúar, en skurð-
læknir á þessu sviði þarf að minnsta
kosti 4-5 milljóna samfélag til að
geta haldið sér í þjálfun. Islenskur
læknir gerir varla meira en 5 svona
aðgerðir á ári, en þær þyrftu að vera
5 á viku til að hann geti talist þraut-
reyndur. Enginn íslenskur skurð-
iæknir á þessu sviði getur fengið
næga reynslu í svo fámennu landi.
Halldór Jónsson læknir segir að
það sé einfaldlega enginn á Islandi
með næga reynslu til að ráða við þær
aðgerðir sem Stig Aaro var að gera.
„Ég leitaði til þess besta sem ég
þekki og það var Stig. Mér finnst
athugasemdin frá bæklunardeild
Borgarspítans orðuð eins og að þeir
hefðu ekki kynnt sér hvað var að
þessum sjúklingum sem hann var
fenginn til að gera aðgerð á,“ segir
Halldór og tekur undir að læknar
þurfí að vera í mjög góðri og stöð-
ugri æfíngu til að geta framkvæmt
svona aðgerðir.
Stig Aaro gerir fastlega ráð fyrir
því að koma aftur til íslands ti! að
framkvæma bakaðgerðir. „Skurð-
stofan á Landspítalanum er sú besta
sem ég hef starfað í. Ég var mjög
hissa þegar ég sá hana vegna þess
að hún er svo nútímaleg, en tækja-
búnaðurinn er náttúrlega sá sami og
alls staðar annars staðar.“
Var óþarfi að fá Stig Aaro
hingað?
Dr. Brynjólfur Mogensen, yfír-
læknir bæklunarlækningardeildar
Borgarspítalans telur að fjármun-
unum sem ætlað er til heilbrigðis-
mála sé betur varið með því að leita
fyrst til þeirra sem kunni umrædd
læknisverk hér á landi.
;,Ragnar Jónsson er eini læknirinn
á Islandi sem kann þessa tegund af
skurðlækningum og hefur náð góð-
um árangri," segir Brynjólfur. „Það
er sjálfsagt að leita til hans áður en
farið er að leita út fyrir landstein-
anna, sérstaklega ef það kostar
aukafjármuni að gera það.“
Brynjólfur telur að það hefðu ver-
ið eðlileg vinnubrögð að láta Ragnar
Jónsson meta hvort leita þyrfti til
erlendra sérfræðinga eða hvort hægt
væri að gera aðgerðirnar hér heima.
Halldór Jónsson, sem einnig er
sérhæfður í hryggjaskurðlækning-
um, segist hinsvegar hafa metið
hryggskekkjur barnanna svo, að rétt
væri að leita til Stigs Aaro.
Morgunblaðið/Kristinn
SONJU Rut Rögnvaldsdóttur leið vel í gær. En hún var átta tíma
á skurðarborðinu.
RÖGNVALDUR Einarsson
við rúm dóttur sinnar.
, , Morgunblaðið/Ásdls
„MER LIÐUR VEL,“ sagði Alexander Ríkharðsson, 4 ára gamall,
hjá mömmu sinni Hrafnhildi Siguijónsdóttur.
Galdramenn í
okkar augum
BÖRNIN sem sænski læknirinn Stig Aaro
gerði aðgerðir á heita Alexander Ríkharðs-
son, sem er 4 ára gamall og Sonja Rut
Rögnvaldsdóttir, 8 ára. Þeim líður vel og
verða fljót að komast á fætur, að sögn for-
eldra þeirra. Ef allt gengur vel ættu þau
að komast heim eftir eina til tvær vikur.
Alexander og Sonja liggja á Landspítal-
anum, barnaspítala Hringsins, og heimsótti
blaðamaður þau þangað. Hrafnhildur Sig-
uijónsdóttir, móðir Alexanders, og amma
hans, Anna Bjarnadóttir, voru hjá honum.
Hrafnhildur sagði að hún hefði fengið að
vita að eitthvað væri að barninu sem hún
bæri á 17 viku meðgöngunnar en það var
ekki fyrr en eftir fæðingu sem hægt var
að segja til um hvað það var.
„Það var fylgst með drengnum á 6 mán-
aða fresti og röntgenmyndir, blóð-og þvag-
sýni send reglulega til Svíþjóðar til grein-
ingar,“ segir Hrafnhildur. „Sérfræðingur
hér sagði okkur að ekki væri hægt að gera
aðgerð á honum fyrr en eftir kynþroskaald-
ur,“ segir hún.
„Við áttum erfitt með að sætta okkur
við þessa niðurstöðu, og svo fréttum við
af Halldóri Jónssyni lækni og að hann hefði
fengið Stig Aaro til að gera aðgerðir á
þremur börnum vegna meðfæddrar hrygg-
skekkju," segir Hrafnhildur.
„Við settum okkur í samband við Halldór
og hann sagði að það yrði að gera aðgerð
á honum strax og að enginn væri færari
til þess en Stig Aaro. Og nú er hann búinn
að gera það. Hann skar á tveimur stöðum,
á öðrum til að ná rifbeini og hinum til að
nota rifbeinið til að stöðva skekkjuna.
Drengurinn mun ekki bogna meira og
þroskast eðlilega í framtíðinni ef allt geng-
ur að óskum.
Okkur finnst sem Halldór og Stig Aaro
hafi gefið honum lífið aftur. Læknarnir eru
galdramenn í okkar augum," segir Hrafn-
hildur en hún og maður hennar Ríkharður
Reynisson búa í Vogum á Vatnsleysuströnd
og eiga annan son, sem er eins árs. „Við
viljum koma þakklæti til starfsmanna
Landspítalans sem hafa verið okkur frá-
bærlega góðir.“
Sagt að Stig Aaro væri sá besti í
heiminum
Stig Aaro læknir spengdi saman hrygg-
jarliði í baki Sonju Rutar Rögnvaldsdóttur.
Foreldrar hennar eru Rögnvaldur Einars-
son og Elísabet Jónasdóttir. Rögnvaldur
segir að þau hafi vitað frá því hún var 2
ára að hún væri með meðfædda hrygg-
skekkju. Sjúkdómurinn hafði samt ekki
þjakað hana mikið fyrr en í vetur.
„Við bjuggum lengi í Danmörku en þar
fékk hún ekki lækningu," segir Rögnvald-
ur. „Við búum núna i Reykjavík og hittum
Halldór Jónsson í vor. Hann benti strax á
Stig Aaro. Ég vildi samt leita víðar og fór
til Bandaríkjanna. Þar hitti ég dr. John
Hall viðurkenndan sérfræðing á þessu sviði
við Children Hospital ofBoston. Hann var
tilbúinn til að framkvæma aðgerðina á
Sonju en þegar ég sagði honum að við hefð-
um völ á Stig Aaro, sagði hann strax að
Stig væri sá besti í heiminum og við skyld-
um ekki hika við að láta hann gera aðgerð-
ina.“
Rögnvaldur segist vera nyög ánægður
núna. Aðgerðin hafi tekið átta klukkustund-
ir og verið hættuleg vegna þess að unnið
er nálægt mænunni. „Þetta lítur mjög vel
út núna,“ segir hann.
Sonja er í 3. bekk í Hvaleyrarskóla í
Hafnarfirði, Rögnvaldur og Elísabet eiga
einnig sex ára dreng. Rögnvaldur segir að
lokum, að það hafi verið mjög gott að vera
á Landspítalanum.
Sonja sagðist hlakka til að byija aftur í
skólanum. Hún er að ná sér á strik. Alex-
ander litli sagði áður en að hann sofnaði
að honum liði vel. Þau hafa bæði staðið sig
einstaklega vel og miklu betur en margur
fullorðinn, að sögn foreldra þeirra. Það
þarf ekki lítið hugrekki til að takast á við
svona erfiðar skurðaðgerðir.
r
I
>
\
i
\
t
L
I
I
(
i
I
t
s
(