Morgunblaðið - 05.10.1995, Qupperneq 22
22 FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Reynt að bjarga sjón Gligorovs Makedóníuforseta
Grikkir óttast af-
leiðingar tilræðis
Skopje, Aþenu. Reuter.
FORSETI þings Makedóníu, Stojan
Andonov, gegnir nú embætti for-
seta landsins í kjölfar sprengjutil-
ræðisins við kjörinn forseta, Kiro
Gligorov, á þriðjudag. í gær gekkst
Gligorov undir aðgerð til að reyna
að bjarga sjóninni en hann slasaðist
mikið á höfði í tilræðinu og er talið
ótrúlegt að hann skyldi lifa það af.
Hefur tilræðið ýtt mjög undir ótta
Grikkja um óstöðugleika í Makedó-
níu þegar svo virtist sem samskipti
ríkjanna væru að batna og hafa
Grikkir styrkt varnir sínar við
landamærin í kjölfarið.
Andonov er leiðtogi Fijálslynda
flokksins í Makedóníu sem hallast
mjög að markaðshyggju. Fordæmdi
hann árásina á forsetann, sem er
78 ára, og sagði að hún mætti ekki
verða til þess að raska jafnvæginu
í landinu. Samkvæmt fréttum í gær
bar ekki á neinni ólgu en landsmenn
voru slegnir vegna tilræðisins.
Enginn lýst ábyrgð
Yfirvöld í Makedóníu báðu á
þriðjudag um aðstoð lækna frá
Frakklandi, Grikklandi og Serbíu
vegna hinna miklu höfuðáverka sem
Gligorov hlaut í sprengingunni, sem
var 20 kg. Var sagt í gær að brugð-
Segja ljóst að ein-
hver vilji spilla fyrir
samskiptum ríkjanna
ið gæti til beggja vona með ástand
hans á næstu dögum.
Enginn hefur lýst tilræðinu á
hendur sér en lögregla yfirheyrir nú
tvo menn sem sáust hlaupa frá
sprengingunni. Dagblað í Makedóníu
sagði að miðum með áletrun þar sem
Gligorov var óskað dauða, hefði ver-
ið dreift í bænum Kicecvo sem er
skammt frá landamærunum að Alb-
aníu og eru fjölmargir Albanir bú-
settir þar.
Gligorov leiddi land sitt til sjálf-
stæðis árið 1991. Með stjórnmála-
kænsku sinni hefur honum tekist
að halda landinu fyrir utan átökin á
Balkanskaga, þrátt fyrir að grunnt
hafi verið á því góða hjá Makedóníu-
mönnum og Grikkjum. Hinir síðar-
nefndu óttast að þjóðernissinnar í
Makedóníu muni gera kröfu til að
samnefnt hérað í Grikklandi verði
sameinað landinu.
Gligorov hefur hins vegar tekist
að reita þjóðernissinna til reiði með
stefnu sinni gagnvart albanska
minnihlutanum en hann hefur staðið
fyrir umbótum á kosningarétti þeirra
og stöðu albönskunnar. Auk Albana
eru Serbar og Búlgarir hluti hinna
2 milljóna íbúa.
Óttast margir að til átaka kunni
að koma vegna þjóðernissinna og
deilna Makedóníumanna við ná-
grannaríki. Gerist það, sé afar hætt
við að önnur ríki muni dragast inn
í átökin til að vemda fólk af sínu
þjóðerni.
Tímasetning engiií tilviljun
Grikkir lýstu í gær áhyggjum sín-
um vegna þess að dagar Gligorovs
í stjórn landsins kynnu að vera tald-
ir og kváðust óttast uppgang þjóð-
ernissinna, sem hafa gagnrýnt Glig-
orov mjög vegna undanlátssemi hans
við Albani. „Ég óttast að alvarleg
breyting verði á þróun mála ef Glig-
orov verður þvingaður til að segja
af sér,“ sagði Yannis Kapsis, aðstoð-
arutanríkisráðherra Grikklands, í
útvarpsviðtali í gær. „Þegar stjórn-
málaleiðtogar hverfa frá völdum
vegna ofbeldis, getur enginn séð
fyrir hvað gerist. Hættulegustu,
glæpsamlegustu og óábyrgustu öflin
kunna að komast til valda... og valda
mikium skaða jafnvel þó að þeim
verði komið frá.“
Reuter
LÖGREGLUMAÐUR skoðar Iík bílstjóra Gligorovs Makedóníuforseta. Bílstjórinn fórst í banatilræðinu
við forsetann. Læknar reyna nú að bjarga sjón forsetans sem slasaðist mikið á höfði.
Reuter
Var eitt
sinn líf
á Mars?
London. Reuter.
BANDARÍSKIR vísindamenn
sögðust í gær hafa fundið
sannanir þess að eitt sinn
hafi verið andrúmsloft á reiki-
stjörnunni Mars sem hafi
svipað til andrúmslofts jarðar.
Því sé ekki útilokað að líf
hafi verið á Mars.
Everett Shock við Wash-
ington háskólann í St. Louis
og starfsfélagar hans könn-
uðu brot úr kletti frá Mars
sem féll til jarðar 'sem loft-
steinn. Segir Shock það benda
til þess þess að steinninn hafi
dregið til sín einhveijar af
þeim Iofttegundum sem voru
í lofthjúpi stjörnunnar endur
fyrir löngu.
Aðrar rannsóknir sem
gerðar hafa verið benda til
þess að eitt sinn hafi verið
andrúmsloft á Mars en ekki
hefur tekist að færa á það
sönnur, sökum þess að ekki
hefur fundist nægilegt magn
koltvísýrings í ísnum á plánet-
unni eða þeim leifum af loft-
hjúpi sem þar eru nú.
Við rannsóknir á brotunum
tóku Shock og félagar hans
mið af steintegundum á Is-
landi, þar sem töluvert magn
koltvíoxíðs hefur losnað úr
læðingi neðanjarðar vegna
jarðhita og eldvirkni. Komust
þeir að þeirri niðurstöðu að
töluvert magn kolefna, hefði
getað skilist að neðanjarðar
vegna mikils jarðhita, að því
er segir í Nature.
Bókasafn á
einum diski
FRANSKA tölvufyrirtækið Cyg-
net hefur sett á markað harðan
disk, þann stærsta í heimi, og
skotið um leið keppinautum sín-
um í Bandaríkjunum og Japan
ref fyrir rass. Geymslurými
disksins er 16 gigabæti en það
svarar til 8.000 bóka, sem eru
hver 500 blaðsíður.
------» » ♦----
Banna mót-
mæli kvenna
í Papeete
Papeete. Reuter.
FRAKKAR bönnuðu í gær hópi
kvenna frá löndum í Suður-Kyrra-
hafi að efna til mótmælafundar í
Papeete á Tahítí gegn kjarnorkutil-
raunum þeirra.
Fulltrúi Frakka á Tahítí sagði
að bann væri lagt við mótmæla-
fundi kvenna í kvöld, fimmtudag,
af ótta við ofbeldisverk. Talin er
hætta á, að stjórnmálamenn reyni
að notfæra sér þau til framdráttar
vegna sveitarstjórnarkosninga sem
fram fara í mars á næsta ári.
Franska dagblaðið Le Monde
birti á forsíðu sinni í gær kort sem
það sagði sýna sprungumyndun í
berginu við Mururoa, þar sem
Frakkar framkvæma kjarnorkutil-
raunir sínar. Sagði blaðið kortið
hafa verið gert af franska hernum
árið 1980.
Hervé de Charette, utanríkisráð-
herra Frakka, sagði á þinginu í gær
að kortið væri fölsun og að aldrei
hefðu fundist neinar sprungur.
Sagði ráðherrann stjórnina íhuga
málshöfðun á hendur blaðinu fyrir
að dreifa röngum upplýsingum.
Tony Blair hefur töglin og hagldirnar á ársþingi breska Verkamannaflokksins
Fjölmiðlarnir líkja
honum við Kennedy
Brighton. Reuter.
RÆÐA Tony Blairs, leiðtoga
Verkamannaflokksins, á ársfundi
flokksins í fyrradag fékk mikið lof
í breskum fjölmiðlum í gær. Var
honum víða líkt við John Kennedy
heitinn Bandaríkjaforseta en í ræð-
unni boðaði Blair endurnýjun í
bresku þjóðlífi með tæknibyltingu
og nýjar siðferðikröfur að vopni.
Raddir þeirra vinstrimanna í Verka-
mannaflokknum, sem væna Biair
um að hafa brugðist sósíalismanum,
virðast nú vera hljóðnaðar.
Blair segist nú viss um, að flokk-
urinn standi sameinaður að baki
hugsjónum og stefnumálum „Hins
nýja Verkamannaflokks" og sé þess
albúinn að taka við völdum eftir
kosningar, sem verða í síðasta lagi
um mitt ár 1997.
Ríkisstjórnin gagnrýnd
„Þetta þing hefur ekki aðeins
sýnt okkur agaðan og sameinaðan
flokk, heldur flokk, sem á sér mark-
mið. íhaldsmenn haga sér nú eins
og þeir væru í stjórnarandstöðu,“
sagði Blair í viðtali við BBC, breska
ríkisútvarpið.
I ræðu sinni á þinginu sakaði
Blair ríkisstjórnina um að hafa
grafið undan homsteinum samfé-
lagsins á 16 ára valdatíma sínum.
Vísaði hann á bug ásökurium um,
að barátta sín hefði fremur byggst
á ákveðinni ímynd en málefnum og
lofaði dagheimilisplássi fyrir öil
þriggja og fjögurra ára gömul börn
og færri nemendum í hvetjum
skólabekk.
Miklu skipti fyrir Blair, að hon-
um tækist vel upp á flokksþinginu
því að sumarið hefur verið honum
TONY Blair, leiðtogi breska
Verkamannaflokksins, ásamt
konu sinni, Cherie.
dálítið erfitt. Mikið forskot á
íhaldsflokkinn í skoðanakönnunum
hefur minnkað og vinstrimenn í
flokknum voru í uppreisnarhug
vegna „hægristefnu" Blairs, sem
þeir kalla svo.
Bresku dagblöðin luku öll lofs-
orði á Blair í gær og líka þau, sem
ávallt hafa stutt íhaldsflokkinn.
„Enginn stjórnmálamaður frá því
John F. Kennedy leið hefur komið
með jafn innblásið ákall til ungu
kynslóðarinnar, sem er framtíðin,“
ságði í Sun, sem studdi John Major
forsætisráðherra 1992, og Daily
Mirror, sem styður Verkamanna-
flokkinn, kallaði ræðuna „herhvöt“.
Daily Mail, sem styður íhaldsflokk-
inn, sagði ræðuna „afar kraftmikla"
og flutningnn „næstum gallalaus-
an“.
Farinn að sljórna
Eitt meginatriðið í ræðu Blairs
var tilkynning um, að hann hefði
samið um það við BT, eitt stærsta
fjarskiptafyrirtæki í Bretlandi, að
það kapalvæddi hvern einasta
skóla, sjúkrahús og bókasafn ! land-
inu ókeypis gegn aðgangi að beinl-
'ínumarkaðinum. Dálkahöfundurinn
Andrew Marr sagði í Independent,
að tilkynningin hefði ekki aðeins
dregið upp þá mynd, að Verka-
mannaflokkurinn væri „tilbúinn til
að stjórna, heldur væri farinn að
gera það“.
Kunnir vinstrimenn og gagnrýn-
endur Blairs, til dæmis Bill Morris,
formaður í félagi flutningaverka-
manna, hétu því í gær að vinna
með Blair að sigri í næstu kosning-
um.