Morgunblaðið - 05.10.1995, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
NordSol 1995
AÐ LOKNUM sin-
f • í fóníutónleikum í
Háskólabíói í kvöld,
þar sem allir fimm
keppendur í tónlistarkeppni Norður-
landa, NordSol 1995 koma fram með
Sinfóníuhljómsveit íslands, verður
þegar í stað tilkynnt hvaða tveir
tónlistarmenn keppa til úrslita á tón-
leikum hljómsveitarinnar kl. 13 á
laugardag. Hér er dómnefnd Nord-
Sol samankomin. Frá vinstri: Guð-
mundur Emilsson, formaður dóm-
nefndar, Svein Björky, fulltrúi Nor-
egs, Tutter Givskov, fulltrúi Dan-
merkur, Hans Palsson og Eggert
Pálsson. Kaija Saarikettu frá Finn-
landi forfallaðist á síðustu stundu,
og fól því tónlistarháskólaráð Norð-
urlanda Gumundi Emilssyni, for-
manni undirbúningsnefndar keppn-
innar, að taka sæti Sarikettu.
Nýjar bækur
Þekktasta ljóð-
skáld Eistlands
ÚT er komin ljóðabókin Við
höfum ekki sést lengi eftir
eistneska skáldið Jaan
Kaplinski í þýðingu Hjartar
Pálssonar.
Þetta er í fyrsta skipti
sem ljóðabók eftir eistneskt
skáld kemur út í íslenskri
þýðingu. Jaan Kaplinski er
þekktasta ljóðskáld Eist-
lendinga og jafnframt í
fremstu röð höfunda í hei-
malandi sínu fyrir ritgerðir og þátt-
töku í umræðum um þjóðfélags- og
menningarmál.
í kynningu segir: „Viðhorf og
skáldskapur Kaplinskis hafa mótast
af eigin reynslu og hlutskipti Eist-
lendinga á mörkum austurs og vest-
urs. Líðandi stund og liðinn tími
Jaan
Kaplinski
renna saman í verkum
hans. Heimur hans er í senn
heimur baráttu og kyrrðar
og gagnrýnin greining hans
á samtímanum fær sögu-
lega vídd vegna áhuga hans
og þekkingar á mörgum
fræðigreinum."
Jaan Kaplinski kom
hingað fyrir þremur árum
vegna baltneskra menning-
ardaga á Kjarvalsstöðum á
Menningarmálanefndar
Reykjavíkur, sem styrkir þessa út-
gáfu. Þá voru ijóð Kaplinskis lesin
við hrifningu tilheyrenda.
Útgefandi er Urta. Oddi prentaði.
Bókin er 63 bls. og kostar 1.140 kr
■ Kveðja, Viðvörun/26
vegum
LISTIR
Bíódagar
hljóta
fyrstu
verðlaun í
Atlanta
BÍÓDAGAR, kvikmynd Frið-
riks Þórs Friðrikssonar, hlaut
fyrstu verðlaun á alþjóðlegu
kvikmyndahátíðinni í Atlanta á
þriðjudag, ásamt hollenskri
kvikmynd. Tveimur dögum
áður hafði önnur kvikmynd
leikstjórans, Cold Fever, eða Á
köldum klaka, unnið til fyrstu
verðlauna á alþjóðlegu kvik-
myndahátíðinni í Rimini.
Friðrik Þór segir að of
snemmt sé að gera sér grein
fyrir því hvaða þýðingu verð-
launin í Atlanta hafi fyrir
myndina en haldið verður aftur
af dreifingu á Bíódögum um
sinn meðan Cold Fever er í
brennidepli. „Hátíðin er reynd-
ar ekki mjög stór en þetta kom
engu að síður skemmtilega á
óvart.“
Hátíðin í Rimini er á hinn
bóginn virt og rótgróin enda
haldin á fæðingarstað Fellinis.
Að sögn Friðriks Þórs munu
þau verðlaun án efa ýta undir
dreifingu á Cold Fever á Ítalíu
en hún mun senn hefjast. Að
auki komu 15 miiyónir líra í
hlut Friðriks Þórs sem leik-
stjóra og segir hann það hafa
verið ágæta búbót.
Cold Fever hefur að auki
fengið góðar viðtökur lyá kvik-
myndahúsagestum og gagnrýn-
endum í London en hún var
tekin til sýninga þar um síðustu
helgi.
Góð aðsókn í London
„Viðtökurnar eru miklu betri
en ég bjóst við,“ segir Friðrik
Þór. „Það er búið að fjalla um
myndina í þijátíu fjölmiðlum og
dómarnir eru alls staðar já-
kvæðir. Það er furðulegt því
jafnvel þótt myndir séu góðar,
eins og ég tel þessa vera, falla
þær yfirleitt ekki öllum í geð.“
Að sögn Friðriks Þórs eru
þessar viðtökur gott veganesti
fyrir Cold Fever enda sé tekið
mark á blöðum á borð við The
Times og The Guardian. Derek
Malcolm gagnrýnandi síðar-
nefnda blaðsins sé til að mynda
einn virtasti kvikmyndagagn-
rýnandi heims i dag.
Friðrik Þór segir að aðsóknin
hafi komið sér á óvart. Þessar
ánægjulegu viðtökur breskra
kvikmyndahúsagesta bendi hins
vegar til þess að dreifiaðilinn
hafi verið starfi sínu vaxinn.
„Myndin verður sýnd á fjórum
eða fimm tjöldum í London um
næstu helgi. Þetta er algjör
bomba og mun vafalaust hafa
áhrif á heimsdreifinguna."
Morgunblaðið/Kristinn
FRIÐRIK Þór Friðriksson gerir það gott á erlendum
kvikmyndahátíðum um þessar mundir.
TONUST
Islcnska ópcran
TÓNLISTARKEPPNI
Christina Bjorkae, píanóleikari frá
Danmörku, lék verk eftir Englund,
D. Scarlatti, Schubert og Nielsen
og Markus Leoson, slagverksleikari
frá Sviþjóð, lék verk eftir Fukushi,
Sivelöv og Xenakis. Þriðjudagurinn
3. óktóber, 1995.
OFT hafa verið
f # ^ gerðar atlögur að
—ggggg— keppnum á sviði
lista. Jafnvel Pla-
tón og Aristóteles töldu þær t.d.
spilla karaktermótandi og upp-
eldislegu hlutverki tónlistar, leiða
menn inn á brautir innihaldslausr-
ar sýndarmennsku. Þá ber að hafa
í huga, að sigurvegarinn er aðeins
einn en þrátt fyrir það, er sú mikla
vinna sem aðrir keppendur hafa
lagt til verksins ekki til einskis,
því væntanlega hafa þeir lært mik-
ið af erfiði sínu. Fróðlegt væri að
rannsaka hversu verðlaunahafar í
helstu tónlistarkeppnum hafa dug-
að í listbaráttunni, á móti þeim sem
náðu ekki að vinna til verðlauna
og einnig þeim sem ekki freistuðu
gæfunnar í eltingarleiknum við
verðlaun og vinninga. Nú stendur
yfir þessa dagana keppni ungra
tónlistarmanna frá Norðurlöndun-
um, en keppendur voru valdir úr
stórum hópi, svo að aðeins einn frá
hverju Norurlandanna keppir til
verðlauna. Keppendurnir eru því
fímm, tveir píanóleikarar, einn
fiðluleikari, einn slagverksmaður
og einn söngvari.
Á fyrstu tónleikunum léku
Christina Bjorkoe, píanóleikari frá
Danmörku, og Markus Leoson,
slagverksmaður frá Svíþjóð.
Bjorkoe (fædd 1970) á að baki 20
ára tónlistarnám, fyrst hjá móður
sinni, 12 ár hjá Theresu Koppel í
Píanó o g slagverk
á Nord-Sol
Danmörku, 2 ár hjá Seymour Lipk-
in við Julliard skólann í New York
og síðan 1992 við Konunglega tón-
listarháskólann í Danmörku, hjá
Anne 01and. Hún er því vel mennt-
uð tónlistarkona og meira en efni-
legur píanóleikari. Bjorkoe hóf leik
sinn með sérlega skemmtilegu
verki eftir sænska tónskáldið Sven
Englund (fæddur 1916 á Got-
landi). Hann hefur skilað sínum
starfsdegi sem píanóleikari, tón-
skáld, kennari og gagnrýnandi í
Helsinki. Inngangur og tokkata
eftir Englund er sérlega vel samið
fyrir píanóið og var leikur Bjorkae
kraftmikill og skýr. Næstu tvö við-
fangsefni voru tvær æfingar (Són-
ötur) eftir Dominico Scarlatti. Þar
sýndi Bjorkoe að 'henni lætur vel
að leika sér með létt og viðkvæmt
tónmál Scarlatti og í c-moll Im-
promtu, eftir Schubert op. 90, nr.
1, var túlkun hennar mjög fallega
mótuð. Leikur hennar reis hvað
hæst í þriggja þátta píanóverki
eftir Carl Nielsen. Christina
Bjorkoe er listagóður píanóleikari,
kraftmikil, nákvæm og teknísk og
er leikur hennar einnig mótaður
af sterkri tilfinningu og listfengi.
Slagverksleikarinn Markus Leo-
son (fæddur 1974) er reyndur tón-
listarmaður, starfar sem 1. páku-
leikari við Konunglegu óperuna í
Stokkhólmi. Hann hóf lék sinn með
verki eftir japanska tónskáldið
Norio Fukushi, en hann lærði m.a.
hjá Olivier Messiaen. Verkið er
samið 1976, fyrir blandaða skipan
slaghljóðfæra og ber nafnið
„Ground" og segist tónskáldið hafa
haft brothljóð steina í huga er
hann vann að gerð verksins. Það
mátti strax heyra að Leoson er
frábær slagverksleikari. Og þá var
leikur hans ekki síðri í næsta við-
fangsefni, sem var skemmtileg
svíta fyrir Marimbu, eftir sænska
tónskáldið Niklas Sivelöv. Lokavið-
fangsefni Leosons var trommu-
verk, eftir Iannis Xenakis, sem
hann nefnir Rebonds, er merkir
„að hrökkva". Leoson lék Rebonds
frábærlega vel. Það eina sem trufl-
aði var samsláttur sleglanna á
stundum og var ekki annað að sjá
en að hann missti hald á öðrum
sleglinum augnablik, slæi hann úr
höndum sér. Allt slíkt er smálegt
ef leikið er af ástríðu og stefnt út
á ögurbrún þess mögulega, eins
og Leoson gerði með frábærum
leik sínum.
Píanó,
fiðla og
söngur
íslcnska ópcran
TÓNLISTARKEPPNI
Finnski píanóleikarinn Henri
Sigfridsson flutti verk eftjr Eng-
lund, Schubert og Chopin. íslenska
sópransöngkonan Guðrún María
Finnbogadóttir söng lög eftir Jór-
unni Viðar, Faure, Pergolesi, Marc-
ello, Arne, Handel og Mozart. Und-
irleikari Iwona Jagla. Norski fiðlu-
leikarinn Katrine Buvarp flutti
verk eftir Sommerfeldt og Prokof-
iev. Undirleikari Helge Kjekshus.
Þriðjudagurinn 3. október, 1995.
SEINNI tónleikar í fyrri hluta
einleikarakeppninnar Nord-Sol
hófust með leik finnska píanóleik-
arans Henri Sigfridsson (fæddur
1974). Á efnisskrá hans voru þrjú
verk, fyrst Pavane og toccata eftir
Englund, þá fysti þáttur sónötu í
c-moll, eftir Schubert, og síðast
Scherso nr. 4 í E-dúr, op. 54, eftir
Chopin. Pavane kaflinn hjá Eng-
lund er fallega unnin tónsmíð og
svo virðist, að sem píanóleikari
hafí Englund sérlega unun að því
að leika sér með hraðar tónfléttur
og þar á tokkatan vel við. Sigfrids-
son lé verk Englunds sérlega vel
og sama má segja um sónötuþátt-
inn eftir Schubert. Það var hins
vegar í Schersóinu eftir Chopin,
sem leikur Sigfridsson var hreint
út sagt glæsilegur og er slíkur
flutningur fullgildur á tónleikapöll-
um heimsins.
Guðrún María Finnbogadóttir
(fædd 1970) hefur lokið við 8. stig
í Söngskólanum og hýggur á fram-
haldsnám erlendis og er því
skemmst komin í námi og starfí,
af þeim sem koma fram í Nord-
Sol keppninni að þessu sinni. Hún
hefur glæsilega rödd og þó hana
vanti nokkuð í túlkun og músík-
alskri mótun, var margt vel gert
hjá henni, t.d. þrjú lög eftir Jór-
unni Viðar, Vorljóð á Ýli, Júní-
morgunn og Tónsnillingurinn, sem
var best flutt af Guðrúnu. Lögin
eftir Faure, Pergolesi, Marcello og
Arne voru þokkalega sungin og
sama má segja um aríu úr Jósua,
eftir Handel, „0, had I Jubal’s
Lyre“, en það vantaði nokkuð á
reisn og glæsileikann í Alleluja
þáttinn úr Exultate jubilate, eftir
Mozart. Undirleikari var Iwona
Jagla og var samleikur hennar
öruggur og ákveðinn.
Síðasti keppandinn var norski
fíðluleikarinn Katrine Buvarp
(fædd 1970) en samleikari hennar
var Helge Kjekshus. Buvarp lék
fyrst einleiksverk fyrir fíðlu, „Són-
ata saxifraga" eftir 0istein Som-
merfeldt. Saxifraga cotyleon er
fræðinafnið á blómi sem annars
ber nafnið klettafrú og er í miklu
uppáhaldi hjá Norðmönnum. Verk-
ið er nokkuð laust í formi en var
sérlega vel flutt af Katrine Buvarp
og ljóst að þar fer efnilegur fiðlu-
leikari. Fyrsta fíðlusónata Prokofí-
evs var í raun viðamesta verkið í
þessari keppni og þar mátti heyra
áhrifamikil tilþrif bæði hjá Buvarp
og samleikara hennar Kjekshus. í
verkinu eru margvísleg tækniatriði
og miklir möguleikar til túlkunar,
sem báðir flytjendur nýttu sér vel
og má segja að flutningur þessa
erfíða verks hafí verið hápunktur
keppninnar.
Leiknum er ekki lokið og í kvöld
(fímmtudag) reyna keppendur sig
við undirleik hljómsveitar og mun
Osmo Vánská stjórna Sinfóníu-
hljómsveit fslands, en flutt verða
verk eftir Brahms, Verdi, Mozart,
Puccini, Gounod, Prokofíev, Rac-
hmaninov og Milhaud.
Jón Ásgeirsson