Morgunblaðið - 05.10.1995, Side 26
26 FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ -
LISTIR
Ný rússnesk
Tosca
NÝ Tosca hefur stigið í fótspor
Mariu Callas, að mati Financial
Times sem segir arftakann vera
rússnesku sópransöngkonuna
Galinu Gortsjakovu. Allt frá því
að Konunglega óp-
eran hafi sett
Toscu Puccinis á
svið árið 1964, hafi
sópransöngkonur
sungið hlutverkið í
skugga Callas. Sú
tíð sé Iiðin með
frammistöðu Gort-
sjakovu í sama
óperuhúsi. Gort-
sjakova mun
syngja á Listahátíð
á næsta ári.
„Til að byrja
með, skyldu bún-
ingarnir passa,“
segir í upphafi
dóms FT. „ Galína
Gortsjakova, sú
síðasta í röð þeirra
sem prófa rauða
flauelskvöldkjól-
inn, ber hann frá-
bærlega, grönn,
ungleg, dökkhærð,
lifleg og ákveðin,
hún ber kjólinn
stolt eins og hann
hafi verið gerður
fyrir hana eina.
Þessi rússneska söngkona er ein
stærsta von framtíðarinnar. Hlúð
hefur verið að rödd hennar hjá
Kírov-óperunni í Pétursborg og
er hún ein af hinni makalausu
kynslóð söngvara sem litið hefur
dagsins ljós hjá Kírov á síðastliðn-
um áratug.
Fyrir skömmu hefði maður ef
til vill ekki hikað við að segja
rödd hennar þá bestu en óstyrk
framkoma hennar á nýliðinni
Edinborgarhátíð breytti þar
nokkru um. í Tosca söng hún
varlega í byijun en frábærlega
undir lokin. I sópranrödd hennar
er hin dæmigerða
dökka rússkneska
sál, sérstaklega á
lægstu tónunum en
í háu tónunum
skiptir hún alveg
um. Þegar Tosca
fer um tvær átt-
undir niður af háa
C, gerir hún það
af eins mikiu ör-
yggi og hægt er.“
Gortsjakova er
ekki fyrsta rúss-
neska söngkonan
sem syngur Toscu
í Lundúnum frá
þvi að Callas sló í
gegn. Nefna má
Galfnu
Visjnevskaju, sem
að mati FTtúlkaði
Toscu af þvílíkum
krafti og dramatík
að mörgum þótti
nóg um. Túlkun
Gortsjakovu sé á
allt öðrum og
hófstilltari nótum,
að frátöldum
fyrsta kaflanum,
þar sem allar hreyfingar séu held-
ur ýktar.
Aðrir aðalsöngvarar í sýning-
unni, Justín Díaz, Johan Botha fá
ágæta dóma fyrir frammistöðuna
og ná á engan hátt að skyggja á
Gortsjakovu. Stjórnandinn, Sim-
one Young, fær hins vegar á bauk-
inn og er sagður ósannfærandi.
Sýningum Konunglegu óperunn-
ar á Toscu Iýkur 20. október.
Kveðja,
viðvörun
ákall
BÓKMENNTIR
Ljóöaþýöing
VIÐ HÖFUM EKKI SÉST
ÉENGI
eftir Jaan Kaplinski. Hjörtur Pálsson
íslenskaði. Oddi prentaði. Urta 1995
— 63 síður. 1.140 kr.
EYSTRASALTSLÖND geta stát-
að af góðum skáldum og bókmenn-
talífi. Við höfum lengi vitað að eitt
helsta skáld Eistlendinga heitir Jaan
Kaplinski. Hann hefur náð frama
víða. Það eru því talsverð tíðindi að
heilt ljóðasafn eftir hann liggur nú
fyrir á íslensku. Þýðandinn er Hjört-
ur Pálsson og safnið er í hinum
smekklega Urtuflokki.
Kaplinski er 54 ára, alinn upp í
Tartu þar sem hann hefur lengst
búið og starfað. Hann er pólskur í
föðurætt. Ljóðheimur hans er í senn
eistneskur og alþjóðlegur og hefur
hann meðal annars orðið fyrir aust-
urienskum áhrifum. Hann reynir til
dæmis ekki að dylja hneigð sína til
búddisma.
Einfaldar hversdagsmyndir og
flóknari skáldskapur
Ljóð Kaplinskis eru ekki öll eins.
Hann er ekki eitt þeirra skálda sem
eru alltaf að yrkja sama ljóðið. Ljóð
hans geta verið stutt og hnitmiðuð
og líka mælsk. Hann dregur upp
einfaldar hversdagsmyndir en iðkar
einnig flóknari skáldskap með sögu-
legum og menningarlegum skírskot-
unum. Samt er ekki hægt að segja
að ljóð hans birti ólík viðhorf.
Jaan Kaplinski
Grundvöllurinn er sá sami.
Það er óhugsandi að sá sem hér
ritar geti dæmt þýðingarnar með
hliðsjón af eistneska frumtextanum,
en ljóðin eru þýdd úr skandinavísk-
um málum og stuðst við ensku.
Miðað við það sem ég hef lesið eft-
ir Kaplinski í öðrum þýðingum má
vel una við íslensku þýðingarnar,
einkum styttri ijóðin. í lengri Ijóðun-
um er stundum snúið upp á text-
ann, hátíðlegt Ijóðmál tekur við af
venjulegu og öfugt. Hér er fyrst og
fremst verið að tala um smekk,
enda Hjörtur Pálsson þrautþjálfaður
þýðandi.
Litlir vængir
og stórir
í örstuttum ljóðum eins og Lján-
um stingurðu undir sperru er meira
fólgið í orðunum en þau gefa til
kynna í fljótu bragði:
Ljánum stingurðu undir
sperru. Lætur hrífuna út í skemmu.
Heyið í hlöðu.
En grasið vex á ný og
man ekki neitt.
Kaplinski yrkir oft um heima-
byggð sína, Tartu, eða gerir hana
að vettvangi ljóðanna. Þetta gildir
til dæmis um Spörvana í Tartu:
GALlNA Gortsjakova
og Justin Díaz í hlut-
verkum sínum í Toscu í
uppfærslu Konunglegu
óperunnarí Lundúnum.
Nýbók
eftir
Murdoch
Lundúnum. Reuter.
ÍRSKI rithöfundurinn Iris Murdoch
er lítt hrifin af nútímaþjóðfélaginu
og telur að tæknivæðing þess sé
fjandsamleg listum. Hún hefur
megnustu
skömm á sjón-
varpi, veitir
sjaldan viðtöl og
leyfir enn sjaldn-
ar myndatökur
enda hefur sama
myndin af henni
prýtt bókarkáp-
ur hennar sl.
áratug. í dag,
fimmtudag, bætist enn ein bókin
við þann lista en hún nefnist „Jack-
son’s Dilemma" og flallar um hóp
gesta sem mætir í brúðkaup sem
ekkert verður af.
„Jackson’s Dilemma" er 26. bók
Murdoch og eins og margar fyrri
bækur hennar, fjallar hún um sam-
skipti mannanna og leit hinna best
settu að hamingju.
Aðalpersónurnar eru flestar auð-
ugar og þekkja lítið til daglegs
brauðstrits almúgans; svo sem
vinnu, innkaupa og afborgana hús-
næðislána. Þær aka hraðskreiðum
bílum á milli fínustu hverfa Lund-
úna og sveitasetra án þess að lenda
í umferðarhnút.
Murdoch, sem hefur unnið til
fjölda bókmenntaverðlauna, hefur
ekki orðið fyrir áhrifum ríkjandi
bókmenntastefna. „Jackson’s dil-
emma“ er þar engin undantekning,
hlaðin bókmenntalegum tilvísunum
og kunnuglegum yrkisefnum á borð
við heimspeki, trúmál og dulspeki,
að því er segir í skeyti Reuter-
fréttastofunnar.
ÍSLENSKI dansflokkurinn hefur
tekið til starfa á ný eftir sumar-
leyfi sem tekið var eftir að flokk-
urinn hafði farið á menningarhá-
tíð í Þýskalandi í ág-
úst síðastliðinn. Þar
voru sýnd verkin „Af
mönnum“ eftir Hlíf
Svavarsdóttur, „Sól-
ardansar" eftir Lam-
bros Lambrou og
„Adagietto" eftir
Charles Czarny.
Dansflokkurinn
hefur hafið æfingar
fyrir sýningu sem
frumsýnd verður í
Borgarleikhúsinu
þann 9. nóvember.
Sýndar verða perlur
úr gömlum og nýjum
sígildum verkum.
Náðst hafa samn-
ingar við hinn kunna
aðaldansara og dans-
höfund hjá New York
City Ballet, Robert
LaFosse og mun
hann setja upp verk sitt „Rags“
við tónlist Scott Joplin. Verk Ro-
berts hafa verið flutt víða um
heim við góðar undirtektir. Þá
verða fluttir tvfdansar úr verkun-
um „Blómahátíðin í Genzano" og
„La Sylphide" eftir Bournonville
og stutt brot úr verkinu Rauðar
rósir eftir Stephen
Mills við söngva Ed-
ith Piaf. Einnig verð-
ur flutt hið vinsæla
Grand pas de dus úr
Hnotubijótnum. Þá
frumflytur dans-
flokkurinn verkið
„Næsti viðkomustað-
ur: Álfasteinn" eftir
Ingibjörgu Björns-
dóttur. Utsetningu og
undirleik annast
Szymon Kuran.
Samkvæmt frétta-
tilkynningu frá ís-
lenska dansflokknum
verður frumflutt nýtt
íslenskt, myndrænt
dansverk í apríl nk.
um æfi Guðmundar
góða, eftir Nönnu
Olafsdóttur og Sigur-
jón Jóhannsson.
LAUREN Hauser, María Gísladóttir, Guðmundur Helga-
son, David Greenall, Lára Stefánsdóttir, Schristy
Dunlap, Eldar Valiev, Svala Norðdahl, Vilborg Gunnars-
dóttir, Birgitte Heide, Sigrún Guðmundsdóttir, Júlía
Gold, Lilia Valieva og Jóhann Freyr Björgvinsson.
Dansperlur í Borgarleikhúsinu
VÍSNASÖNGKONAN Anna Pál-
ína Árnadóttir, píanóleikarinn
Gunnar Gunnarsson og kontra-
bassaleikarinn Jón Rafnsson efna
til tónleika í Kaffileikhúsinu í
Hlaðvarpanum á sunnudaginn
kemur, undir yfirskriftinni Haust-
vísa í Hlaðvarpanum.
Á efnisskránni verður frönsk,
norræn og íslensk ljóð og lög sem
eiga það sameiginlegt að fjalla um
ástina, haustið og lífið sjálft í allri
sinni dýrð, eins og segir í kynn-
ingu.
Anna Pálína hefur á undanförn-
um árum getið sér gott orð fyrir
flutning á vísnatónlist bæði hér-
lendis og á Norðurlöndum. Hún
Haustvísa í
Hlaðvarp-
anum
JÓN, Anna Pálína og Gunnar
stundaði söngnám í Tónlistarskóla
FÍH og hjá einkakennurum. Fyrr
á þessu ári hlaut hún styrk sem
veittur er ungum norrænum lista-
mönnum til að stunda nám í söng
og túlkun hjá sænska kennaranum
Torsten Föllinger. Anna Pálína
hefur sent frá sér tvær geislaplöt-
ur.
Gunnar Gunnarsson og Jón
Rafnsson hafa starfað saman um
árabil í djasstríóinu „Skipað þeim“
frá Akureyri, en báðir hafa þeir
leikið jöfnum höndum djass og sí-
gilda tónlist.
„Haustvísa í Hlaðvarpanum"
verður aðeins flutt í þetta eina
skipti og hefjast tónleikarnir kl.
21, en húsið verður opnað kl. 20.
Miðaverð er kr. 700.
Spörvamir í Tartu spörvamir
til ykkar verður mér hugsað þegar ég kem
eða fer
yfir ána - í okkur er sama hjartað
sama forvitnin
annar hefur litla hinn stóra vængi
annar ímyndaða hinn ekki ímyndaða
sömu reykháfar
gera okkur alia borgargráa af sóti röddin ein
er ekki grá - röddin kveðja viðvömn ákall
skrifað eða í snjónum fyrir utan gluggann
á hvítt blað
bókstafa-spor línur ljóð
kveðja viðvömn ákall hjartansrödd fuglanna
Viðvörunin í ljóðinu getur beinst
að umhverfinu, staðnum þar sem
maður og fugl eiga að lifa iífinu.
Það er aftur á móti beinskeyttari
viðvörun í Vercingetorix mælti, sem
hefst svona: „Vercingetorix mælti:
Sesar, þú getur/ svipt okkur landinu
þar sem við eigum heima,/ en land-
inu þar sem við deyjum, getur þú
ekki svipt okkur.“
Þótt skáldið þykist yrkja um
Rómaveldi er það statt í heimaiandi
sínu og í samtímanum meðal þeirra
sem eftir eru („ég sé að þeir eru
þegar farnir að læra mál herraþjóð-
arinnar og gleyma tungu feðra
sinna“). Þótt skáldið verði barið til
bana fær enginn drepið ást þess og
hatur,
Þetta ljóð hefur verið enn áhrifa-
meira þegar það var órt, en heldur
enn gildi sínu, ekki síst vegna klass-
ísks yfirbragðs. '
Samfélagsefni eru sjaldan langt
undan hjá Kaplinski, en náttúran og
tilvist mannsins í heiminum er það
sem skáldið yrkir oftast um, klæðir
í Ijóðrænan búning með góðum ár-
angri, stundum meistaralega.
Opnu og orðmörgu ljóðin (Móður-
systir mín þekkti þá vel, Einhvers
staðar miili Tartu og Tallinn, Eins
og maðurinn skapar bókmenntir,
Hvílíkt kvennaval) birta gamansemi
Kaplinskis og tvísæi, en vissuiega
alvöru líka. Sem fyrr segir veit ég
ekki hvernig þessi ijóð eru á frum-
málinu, en líf þeirra er fólgið í hisp-
ursleysi skáldsins og því að rabb-
tónninn glatist ekki.
Jóhann Hjálmarsson
Ljóða-
upplest-
ur og
tónlist
UÓÐAUPPLESTUR og tónlist
verður á Kaffi List í kvöld, fimmtu-
dagskvöid, kl. 20.30-23.
Fram koma Haraldur Jónsson,
myndlistarmaður, sem hefur nýver-
ið gefið út ljóðabókina Stundum
alltaf hjá bókaútgáfunni Bjarti;
Didda, sem hefur vakið mikla at-
hygli fyrir fyrstu ljóðabók sína,
Lastafans og lausar skrúfur, sem
kom út nýlega hjá Forlaginu; Magn-
úx Gezzon, ljóðskáld. Nýjasta bók
hans, Syngjandi sólkerfi, leit dags-
ins ljós fyrir nokkrum dögum; Ólaf-
ur Stefánsson, sem um þessar
mundir er að gefa út sína fyrstu
ljóðabók; Michael D. Pollock, ljóð-
skáld og tónlistarmaður sem hefur
verið búsettur lengi á íslandi. Gaf
út sína fyrstu bók, The Martial
Arts of Pagan Diaries, fyrir nokkr-
um mánuðum. Hann mun lesa á
ensku; Ingunn V. Snædal, ljóðskáld,
sem fyrir stuttu gaf út sína fyrstu
bók, Á heitu malbiki; Bragi Olafs-
son, ljóðskáid, sem innan skamms
gefur út fjórðu ljóðabók sína, Klink,
hjá bókaforlaginu Bjarti; Gímaldin,
ljóðskáld og tónlistarmaður. Hann
mun syngja lög við eigin undirleik;
Sigfús Bjartmarsson, ljóðskáld og
rithöfundur. Frá honum er væntan-
leg ný ljóðabók sem Bjartur gefur
út; Arnar Gunnar, ungur tenór sem
er á leiðinni í nám erlendis. Hann
mun syngja nokkur lög við undir-
leik; Elísabet Jökulsdóttir, rithöf-
undur. Síðasta bók hennar heitir
Galdrabók Ellu Stínu. Aðgangur
ókeypis!