Morgunblaðið - 05.10.1995, Page 30

Morgunblaðið - 05.10.1995, Page 30
30 FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 1995 3.1 STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. UMRÆÐUR UM STEFNURÆÐU Umræður á Alþingi í gærkvöldi um stefnuræðu forsætis- ráðherra gáfu enga vísbendingu um, að sérstakra átaka sé að vænta á vettvangi stjórnmálanna á næstu mán- uðum. Ríkisstjórnin heldur sínu striki að nýta batnandi efna- hag til þess að draga úr hallarekstri ríkissjóðs en boðar engin stórátök hvorki í atvinnumálum né á öðrum sviðum þjóðlífsins. Talsmönnum stjórnarandstöðunnar hefur enn ekki tekizt að skapa sér nýja vígstöðu í stjórnmálabarátt- unni. Athyglisvert er, að órói á vinnumarkaði og hörð gagn- rýni verkalýðsforystu og að sumu leyti vinnuveitenda á Alþingi og ríkisstjórn vegna kjaramála stjórnmálamanna og æðstu embættismanna endurspeglaðist að sára litlu leyti í þessum umræðum. Það voru fyrst og fremst talsmenn Þjóðvaka og að nokkru leyti Kvennalista, sem gerðu þau mál að umtalsefni. Davíð Oddsson forsætisráðherra lagði í stefnuræðu sinni áherzlu á batnandi efnahag þjóðarinnar og sagði m.a.:„Hag- vöxtur á íslandi verður um eða yfir 3% á þessu ári, annað árið í röð- Sá vöxtur er sambærilegur við það, sem þekkist frá iðnríkjunum og mestu máli skiptir, að við höfum forsend- ur til að tryggja áframhaldandi hagvöxt og þar með að efla og treysta atvinnulífið í landinu og bæta lífskjör allrar þjóðarinnar. En þótt efnahagsástandið sé þannig jákvætt eru forsendurnar brothættar og við verðum öll að gæta að okkur. Efnahagslegur stöðugleiki og varfærni í ríkisfjármál- um eru forsendur framfara, lágra vaxta, öflugs atvinnulífs og þar með atvinnuöryggis. Þau markmið, sem ríkisstjórnin hefur sett sér í gengismálum, peningamálum og ríkisfjármál- um miða öli að því að treysta þennan grundvöll." Allar efnahagsstærðir benda til þess, að þetta sé rétt mat. Og það er skynsamiegt hjá ríkisstjórninni að fara sér hægt, nýta efnahagsbatann til þess að treysta grundvöllinn og búa þannig í haginn fyrir framtíðina. Hins vegar er ljóst, að kröfur um að efnahagsbatinn skili sér út í þjóðfélagið -verða stöðugt háværari. Að einhveiju leyti endurspegla umræður á vinnumarkaðnum slíkar kröfur en að öðru leyti má búast við, að til þess komi fyrr en síðar að þeir, sem borið hafa þunga aukinnar skattbyrði á undanförnum kreppuárum geri kröfu til þess að úr henni verði dregið eftir því, sem hagur þjóðarbúsins batnar. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra kvaðst í ræðu sinni viðurkenna, að á ýmsan hátt hefði verið staðið klaufalega að kjaramálum þingmanna, ráðherra og æðstu embættis- manna og lýsti vilja til að setjast niður með fulltrúum vinnu- veitenda og verkalýðshreyfingar til þess að ræða hinar sið- ferðilegu hliðar kjaramála og þá m.a. hvers vegna launamun- ur í landinu væri svo mikill, sem raun ber vitni. Þessi afstaða utanríkisráðherra er skynsamleg. Sannleik- urinn er auðvitað sá, að launamunur er sennilega meiri á íslandi nú en hann hefur nokkru sinni verið á lýðveldistíman- um. Líklega verður að hverfa aftur til fyrstu áratuga þessar- ar aldar til þess að finna svo mikinn launamun. Launajöfnuð- ur var áreiðanlega einna mestur á Viðreisnarárunum. Frá því að óðaverðbólgan hófst eftir 1970 hefur launa- og efnam- unur farið stöðugt vaxandi. Hann er nú kominn á það stig, að veldur verulegri óánægju enda návígið mikið í svo fá- mennu samfélagi og samanburður við náungann að sama skapi algengur. Jóhanna Sigurðardóttir, leiðtogi Þjóðvaka, leitaðist mjög við að færa sér þessa óánægju i nyt í umræð- unum í gærkvöldi. Umræður um kjaramál beinast nú annars vegar að mikl- um launamun heima fyrir og hins vegar að mismun á kjör- um manna hér og í nálægum löndum. Sá samanburður er tiltölulega nýtt fyrirbæri en skiljanlegur í ljósi vaxandi sam- skipta við aðrar þjóðir og almennrar kröfugerðar um, að atvinnulífið búi við áþekk rekstrarskilyrði og fyrirtæki í nálægum löndum. Þá er líka skiljanlegt, að launþegar geri kröfu til svipaðra kjara og launafólk býr við í nágrannalönd- um. Ef þau samtöl, sem utanríkisráðherra vill efna til á milli ríkisstjórnar og aðila vinnumarkaðar leiða til þess, að menn átti sig betur á ástæðum launamunar innanlands og kjara- munar á milli landa geta þau þjónað ákveðnum tilgangi og stuðla að auknum skilningi á milli stétta og starfshópa. Ráðherrum og þingmönnum varð í gærkvöldi tíðrætt um nýja skýrslu, sem flokkar íslendinga með ríkustu þjóðum heims. Við þurfum að finna leiðir til þess að sem flestir landsmenn njóti góðs af þeim auði. Það er forsenda fyrir því, að sæmilegur friður geti haldist með þjóðinni. ÞRÁTT FYRIR yfirlýsingu evrópskra fjármálaráð- herra um að staðið verði við áformin um að taka upp sameiginlegan gjaldmiðil, sem líklega verður kallaður „Euro“, árið 1999 hefur sjaldan ríkt jafnmikil óvissa um framtíð hins efnahagslega og pen- ingalega samruna Evrópuríkja (EMU) frá því að ákveðið var að taka upp sameiginlegan gjaldmiðil með sam- þykkt Maastricht-sáttmálans í desem- ber 1991. Deiiurnar hófust þegar Theodor Waigel, fjármálaráðherra Þýskalands, sagði ekki koma til greina að hvika frá þeim ströngu skilyrðum sem þar voru sett fyrir aðild að EMU og gaf í skyn að ítalir og Belgar myndu ekki ná að uppfyila þau skil- yrði fyrir aldamót. ítalir lögðu á hinn bóginn til að gildistöku EMU yrði frestað til að fleiri ríki gæti öðlast aðild. Eftir vikulanga deilu og óvissu var loks ákveðið á fundi evrópskra fjármálaráðherra í Valencia um síð- ustu helgi að hvika hvergi frá fyrri áformum. Samkvæmt Maastricht-sáttmál- anum átti að taka upp sameiginlega mynt árið 1997 og eigi síðar en 1999. Fyrir nokkru var ákveðið að styðjast við síðari dagsetninguna og er nú stefnt að 1. janúar 1999. Þau ríki geta tekið þátt í EMU er standast ströng skilyrði um ástand ríkisfjár- mála og efnahagsmála. Verðbólga verður t.d. að vera undir ákveðnu marki, íjárlagahalli má ekki vera meiri en 3% af vergri þjóðarfram- leiðslu og heildarskuldsetning hins opinbera ekki vera yfir 60% af vergri þjóðarframleiðslu. I næsta mánuði hyggst Evrópska peningamálastofnunin (EMI) leggja fram drög að því hvernig hún telur að standa eigi að upptöku sameigin- legs gjaldmiðils. Byggt verður á hag- tölum ársins 1997 en þær munu ekki liggja fyrir fyrr en í byijun ársins 1998. Þá verða Bretar í forsæti ráð- herraráðsins. Treysta ekki Frökkum Ef farið verður mjög strangt eftir reglum Maastricht er hætta á að þátt- tökuríkin verði ekki mörg. Einungis Þýskaland og Lúxemborg uppfylla nú skilyrðin og óvíst er að öðrum af stærri ríkjum sambandsins muni tak- ast að ná þessum markmiðum fyrir 1997. Flestir líta til Frakklands í því sambandi og hafa margir Þjóðveijar efasemdir um að Frökkum takist að ná nægilega góðum tökum á sínum málum. „Maður treystir Frökkunum aldrei fylíilega þegar kemur að ríkis- Qármálum," sagði framkvæmdastjóri hjá þýska seðlabankanum er ég ræddi við á dögunum. Aðrir segja vel koma til greina að ríki fái aðild að EMU ef þau sýna viðleitni í þá átt að koma til móts við skilyrði Maastricht. Ef Belgum tækist til að mynda að lækka skuldahlutfall sitt úr 130% af þjóðar- framleiðslu í 110% væri hugsanlegt að þeir fengju aðild. Mjög erfitt verður að útiloka Ítalíu frá EMU, stærðar ríkisins vegna og sökum þeirrar staðreyndar að ríkið er stofnaðili að ESB. Hagfræðingar hjá þýska seðla- bankanum bentu raunar á að_ menn ættu ekki að vanmeta Ítalíu. í norð- urhluta landsins væri framleiðnin jafnvel meiri en í Þýskalandi. En ef slakað verður á kröfunum verður það ekki gert fyrr en á síðustu stundu. Maastricht-skilyrðin eru talin veita ríkisstjórnum gott aðhald og hvar- vetna er miðað við þau er teknar eru ákvarðanir um ríkisfjármál. Það er líka ljóst að Euro-gjaldmiðillinn verð- ur að vera traustur, ella streyma pen- ingarnir annað. Að lokum verður nið- urstaðan eflaust málamiðlun. Þýski seðlabankinn, sem á sínum tima iagð- ist raunar gegn þátttöku í ERM og einnig þýska myntsamrunanum, mun væntanlega standa fast á þeirri kröfu að skilyrðunum verði fylgt til hins ítr- asta. En gætu Þjóðveijar staðið einir gegn öllum öðrum þegar ákveða á öríög Itala, Belga eða íra? Hugsanlega yrði EMU frestað í einhvern tíma til að ná inn fleiri ríkjum en slíkt yrði væntanlega ekki ákveðið fyrr en á síðustu stundu. í raun veit enginn hvernig EMU mun líta út. Hversu mörg aðildarríkin verða eða hvort EMU muni nokkurn tímann ná til allra ríkja Evrópusam- bandsins. Jafnvel hörðustu Evrópu- „Evró“ fyrir aldamót? Ríki Evrópusambandsins stefna að því að taka upp sameig inlegan gjaldmiðil eftir rúm þijú ár. Steingrímur Sigur- geirsson segir pólitískar ekki síður en efnahagslegar ástæður liggja að baki áformunum. ÞÝSKA markið sem ógnvaldur Evrópu? Á þennan hátt myndskreytti Zeit grein Helmuts Schmidts um evrópsk peningamál. sinnar sjá ekki fyrir sér aðild grísku drökmunnar að EMU.- Framtíð hins peningalega samruna er samt það mál sem mestu mun ráða um framtíðarþróun Evrópusambands- ins. Afdrif EMU eða kannski frekar væntingar um afdrif EMU munu að mati flestra í Brussel ráða mestu um framgang ríkjaráðstefnunnar sem á að hefjast á næsta ári. Ef flest bend- ir til að EMU verði að veruleika á tilsettum tíma má búast við að ekki síst Þjóðveijar ieggi ríka áherslu á að ná fram umfangsmeiri breytingum en ella á ríkjaráðstefnunni. Bendi flest til að EMU-áformin verði ekki strax að veruleika er allt eins líklegt að á ríkjaráðstefnunni verði einungis gerð- ar nauðsynlegustu breytingar á stofn- anakerfi sambandsins og flóknustu deilumálunum skotið á frest til síðari ríkjaráðstefnu. Verði af hinum peningalega sam- runa er búið að varða leiðina að pólit- ískum samruna Evrópusambandsríkj- anna, sem Frakkar og Þjóðveijar beij- ast fyrir. Peningalegur samruni kallar á samræmingu efnahagsstefnu ríkj- anna, sem kallar á pólitíska samræm- ingu. Verði peningalega samrunanum frestað eru jafnvel líkur á að af honum verði ekki og að ESB verði áfram „einungis" fríverslunarsvæði, en tak- markaður áhugi er fyrir slíku utan Bretlands. Gömul áform Samstarf Evrópuþjóða á sviði pen- ingamála má rekja til ársins 1979 með Evrópska myntsamstarfinu (EMS), sem þá hófst í þeim tilgangi að treysta gengi gjaldmiðlanna. Gengi flestra evrópskra gjaldmiðla hafði verið fljótandi frá árinu 1973 en það kerfi leiddi að mati flestra til of mik- illa gengissveiflna gagnvart dollar. EMS kvað á um fast innbyrðis gengi mynta aðildarríkjanna og sameigin- legt flot gagnvart öðrum myntum. Þetta gekk þó ekki sem skyldi því margsinnis varð að breyta hinni sam- ræmdu gengisskráningu inijan Geng- issamstarfs Evrópu (ERM) á fyrstu árum samstarfsins. Það vakti þó ekki einungis fyrir mönnum að tryggja efnahagslegan stöðugleika með EMS/ERM. „Ákvörðunin um EMU er tekin út frá pólitískum forsendum þó svo að einn- ig séu efnahagsleg rök fyrir henni. Það var hætta á að samstarfsríki Þjóð- veija yrðu gripin ótta vegna samein- ingar Þýskalands. Sjálfur er ég þeirr- ar skoðunar að slíkur hugsunarháttur sé úreltur nítjándu aldar hugsunar- háttur þegar vald var metið_ í stærð Iands, fjölda íbúa og herafla. Á tuttug- ustu öldinni er það efnahagsmátturinn sem ræður úrslitum og sameining Þýskalands hefur fært okkur áratugi aftur í tímann hvað samkeppnisstöðu varðar,“ segir framkvæmdastjórinn hjá þýska seðlabankanum. Nánara samstarf Evrópusam- bandsríkjanna á sviði peningamála hefur ávallt verið talið helsta forsenda nánara pólitísks samstarfs og var það ekki síst þess vegna sem Helmut Schmidt, kanslari Þýskalands, og Valéry Giscard d’Estaing Frakklands- forseti börðu hugmyndina um Gengis- samstarf Evrópu (ERM) í gegn árið 1978. Rúmum áratug síðar voru það arftakar þeirra í embætti, þeir Helmut Kohl og Francois Mitterrand, sem knúðu í gegn ákvæði Maastricht um peningalegan samruna. Efnahags- og myntbandalag var raunar opinbert markmið Evrópusambandsins allt frá 1972. Ekki síður pólitísk markmið Það flækir málið verulega að þegar upp er staðið snýst baráttan um EMU ekki fyrst og fremst um efnahagsleg markmið heldur ekki síður pólitísk. Með efnahagslegum samruna væri verið að tengja Evrópuríkin óijúfan- legum böndum og þá ekki síst Frakk- land og Þýskaland. Þetta var það sem vakti fyrir Robert Schumann og Jean Monnet á sínum tíma og síðar þeim Giscard og Smith og Kohl og Mitterr- and. Þýski kanslarinn er enn helsti baráttumaður evrópsks samruna og mun að mati margra ekki hætta af- skiptum af stjórnmálum fyrr en hann sér þann draum sinn verða að veru- leika. í grein í vikuritinu Die Zeit í síð- ustu viku segir Helmut Schmidt, fyrr- um kanslari, að einungis Þjóðveijar og Frakkar geti komið í veg fyrir efnahagslegan samruna ESB. Slíkt gæti hins vegar haft hættulegar af- leiðingar og leitt til að í þriðja skipti á þessari öld myndu önnur ríkj sam- einast gegn þýsku ógninni. „Áfram- hald hins evrópska samruna byggist ekki á þýskum ídealisma heldur eru það lífsnauðsynlegir langtímahags- munir Þýskalands sem byggjast á friði — til að koma megi í veg fyrir að andþýsk fylking myndist í þriðja skipti. Á þessu hafa allir kanslarar frá Adenauer til Kohl byggt stefnu sína. Frá þessu megum við ekki hvika,“ segir Schmidt í grein sinni. Hann gagnrýnir þýska seðlabankann harðlega fyrir efasemdir í garð EMU og varar menn sérstaklega við að falla í þá gryfju, fimm árum eftir sameiningu Þýskalands, að ætla að setja sig á háan hest og virða gerða samninga að vettugi. Slíkt sé ekki þágu hagsmuna Þýskalands. Myntsamstarfið hefur farið í gegn- um margar kreppur, síðast 1993 er breska pundið og ítalska líran voru dregin út úr ERM og viðmiðunar- mörkin víkkuð, en ávallt náð sér á strik á ný. Það sem gerir þá kreppu sem EMU á við að stríða í dag alvar- legri en þær fyrri er að nú gætir í fyrsta skipti alvarlegra efasemda um pólitísku markmiðin á bak við sameig- inlegu myntina. Vegur þar kannski þyngst að Evr- ópusambandið hefur tekið grundvall- arbreytingum á þeim árum sem liðin eru frá undirritun Maastricht. Margir þeir sem gagnrýnt hafa sáttmálann segja hann byggja á veruleika, sem ekki er til staðar lengur. Eftir að Berlínarmúrinn féll hafi Evrópa breyst. Aðildarríki ESB eru nú fimmt- án og gætu verið orðin vel á þriðja tug eftir áratug. Þetta gerir það að verkum að þær raddir sem vilja laus- beislaðra samstarf fá aukinn hljóm- grunn. Andstaða meðal almennings Stóra vandamálið er hin mikla and- staða sem er að finna meðal almenn- ings, ekki síst í Þýskalandi. Þrátt fyr- ir stöðuga baráttu stjómvalda í þijú ár eykst stöðugt hlutfall þeirra sem eru á móti sameiginlegum gjaldmiðli. í Frakklandi er vandinn sá að þjóðin er orðin langþreytt á afleiðingum þess að halda í við þýska markið (háir vextir, mikið atvinnuleysi) og flestir Frakkar eru að auki andvígir þeim hugmyndum um „sambandsríki" er liggja að baki áformunum um pólitísk- an samruna. Sambandsríkjasinna er helst að finna í þeim ríkjum sem búa við slíkt kerfi, þ.e. í Þýskalandi, Belg- íu og Austurríki. Það má því segja að þrátt fyrir ailar yfirlýsingar nú sé kreppa EMU alvarlegri en oft áður — ekki fyrst og fremst vegna efnahagslegra að- stæðna heldur sökum þess að aukinna efasemda gætir um hin póiitísku markmið að baki peningalega sam- runans. í bók breska hagfræðingsins Bern- ard Connolly „Hinn rotni kjarni Evr- ópu: Hin óprúttnu átök um gjaldmiðla Evrópu" (The Rotten Heart of Europe: The Dirty War for Europe’s Money) er að finna röksemdafærslu sem er í algjörri andstöðu við þá hugmynda- fræði sem Schmidt byggir á í sinni grein. Connolly líkir Evrópu er byggði á sameiginlegri mynt við ríki á jarð- skjálftasvæði. Hann segir EMU- áformin runnin undan rifjum franskra embættismanna sem telji einu leiðina til að auka völd Frakka á kostnað Þjóðveija vera að leggja niður þýska markið. Hann telur einnig að það dugi skammt að byggja upp evrópsk- an seðlabanka í anda hins þýska þar sem þær sögulegu forsendur er liggi að baki sérstöðu hans sé ekki að finna í öðrum ríkjum. Breski blaðamaðurinn David Marsh benti raunar á það í bók sinni um þýska seðlabankann „The Bund- esbank“, fyrir þremur árum, að það væri misskilningur að með EMU hygðust Þjóðveijar leggja undir sig Evrópu. Þvert á móti væri EMU áætl- un nokkurra ríkja í Evrópu til að leggja undir sig Bundesbankann. Ótti Connollys Connolly kemst í stuttu máli að þeirri niðurstöðu að draumurinn um „Evrópu" sé fjarstæðukenndur og að peningalegur samruni gæti haft hættulegar afleiðingar í för með sér. Þar sem „Evrópa“ byggist ekki á sam- eiginlegum hagsmunum heldur ólík- um hagsmunum ólíkra ríkja geti evr- ópskur seðlabanki ekki fylgt stefnu er byggi á hagsmunum Evrópu. Ann- aðhvort verði það hagsmunir Þýska- lands eða Frakklands er ráði ferðinni og verði það hagsmunir Frakklands muni Þjóðveijar tortíma bankanum. Raunar segir hann áformin um pen- ingalegan samruna ekki til þess fallin að draga úr þeirri hættu er kynni að stafa af Þýskalandi heldur þvert á móti geta orðið til að magna upp gamla drauga á ný með því að bijóta upp þann stöðugleika og það skipulag sem þar ríkir nú. EMU verði ekki til að sameina Frakka og Þjóðverja heldur leiða til togstreitu þeirra á milli um völdin í Evrópu er gæti endað með styijöld. Umbrot síðustu daga sýna að 23 árum eftir að EMU var sett á blað sem langtímamarkmið er ákvörðunin farin að færast ógnvænlega nærri ríkjum ESB. Ganga má út frá því sem vísu að á næstu misserum muni tauga- veiklunin fara vaxandi meðal aðildar- ríkjanna, yfirlýsingar sumra verða stórkarlalegri en annarra móðursýkis- legri með tilheyrandi óróleika á pen- ingamörkuðum. Flest bendir hins veg- ar til að ákvörðunin um EMU sé ekki bara að færast nær og nær heldur einnig að menn séu að nálgast þann punkt að ekki verði aftur snúið. STJÓRNUN FISKVEIÐA Veiðikvótahafar eru á rOdsstyrk Hugmyndir bandaríska hagfræðingsins og Nóbelsverðlaunahafans Gaiy Beckers um fískveiðistjómun hafa vakið mikla athygli. Kristján Jónsson ræddi við Becker og spurði hann m.a. álits á íslenska kvótakerfinu. GARY Becker hlaut Nóbels- verðlaunin í hagfræði árið 1992 og þykir afar frum- legur fræðimaður á sínu sviði. Hann er nú prófessor við há- skólann í Chicago. Fyrir skömmu birti hann grein í tímaritinu Business Week og lýsti þar hugmyndum sínum um að draga úr ofveiði með því að skattleggja eftir ákveðnum reglum afla sem bærist á land. Væri of mik- ið veitt mætti einfaldlega hækka gjaldið þar til jafnvægi næðist og lækka það síðan þegar aðstæður gerðu það kleift. í símaviðtali við Becker var hann spurður hvort hann teldi þessa tilhög- un henta á íslandi ogjafnframt hvaða galla og kosti hann sæi við núver- andi kvótakerfi okkar sem hann hef- ur kynnt sér nokkuð. „I grein minni setti ég fram tillögu um skatt á afla hvers skips sem byggðist á föstum reglum, nota mætti þyngdina á fiskinum sem viðmiðun eða eitthvað annað,“ sagði Becker. „En grundvallarhugmyndin er sú að skattleggja aflann, tekjumar yrðu innheimtar af stjórnvöldum og hægt að nota þær til fyrirfram ákveð- inna verkefna, hver sem þau væru. Mér sýnist að í núverandi kerfi ykkar fái þeir tekjurnar sem hafa verið svo heppnir að fá veiðikvóta. Þetta skiptir miklu máli vegna ákvæðisins um að auðlindin sé sam- eign þjóðarinnar. Útgerðir sem upp- fylltu þau skilyrði er sett voru, þ.e. um veiðireynslu 1981-1983, fá af- hent verðmæti. Þetta held ég að sé helsti gallinn við kerfið sé það borið saman við mínar hugmyndir. Öll þjóðin fái tekjurnar Ég legg til að öll þjóðin fái tekjurn- ar. I íslenska kerfinu fá útgerðirnar tekjurnar, að nokkru leyti með geð- þóttaákvörðunum. Kvótahafarnir þurfa aðeins að greiða smávægilegt gjald fyrir veiðiréttinn sem síðan er framseljanlegur á markaðsverði. Ég held að mín hugmynd sé betri en sú sem notuð er á Islandi. Það væri auðvelt að nota hana, jafn auð- velt og kvótakerfið. Það yrði jafnvel auðveldara þvi að ekki yrði nauðsyn- legt að tilgreina nákvæmlega hvert skip. Aðeins þyrfti að ákveða viðmið- unargjald sem ætti við öll veiðiskip og þau myndu borga í samræmi við aflann. -Þeir sem verja. núverandi kerfi benda á að fyrirtækin eigi mörg við fjárhagsvanda að stríða og þetta yrði einfaidlega meirí skattlagning. Þeir spyrja hvort ný skattheimta ríkisins sé lausnarorðið núna. „Já þetta er aukin skattlagning. Hins vegar er um sam- eiginlega eign að ræða sem verið er að deila milli manna. Hvers vegna ætti að gefa sjó- mönnum andvirði þess- arar auðlindar? Geðþóttaákvarðanir Ég tel að þessu tvennu ætti að halda aðskildu, eignaréttinum að auðlindinni og réttin- um til að veiða. Ef ís- lendingar vilja greiða ríkisstyrki til að fleiri stundi fiskveiðar en nauðsyn krefur, séu efnahagslegar aðstæður hafðar í huga, þá geta þeir það. Það er á hinn bóginn ekki nauðsynlegt að vera með kvótakerfi til þess. Við vitum að það er innbyggt í kvótakerfi að. úthlutun kvóta hlýtur alltaf að vera að nokkru leyti háð geðþótta. Þetta er vandinn þegar ekki er notast við fijáls markaðsöfl og skattlagningu." -Kvótahafarnir greiða hver Öðr- um fyrir þá kvóta sem þeir kaupa aukaíega en þá er fjármagnið að sjálfsögðu áfram innan atvinnu- greinarínnar. . . „Einmitt, það er innan greinarinn- ar svo að þeir sem upprunalega fengu kvótann fá peningana. Þeir sem reyna að komast inn í greinina verða að greiða fyrir kvótann, færa þeim fé sem í upphafi fengu hann afhent- an frítt. Nýir menn í atvinnugrein- inni borga fyrir réttinn, þeir sem fengu kvótann í upphafi eru þeir einu sem hlutu ríkisstyrk." -Sumir segja að öllu skipti að búa til einhvers konar eignarrétt á veiðistofnunum ogþað gerist að vissu leyti með kvótakerfmu. 5 „Það er rétt en það gerist einnig með skattinum. Bæði kerfin hafa þessi áhrif en á mismunandi hátt. Bæði hafa í reynd það markmið að takmarka veiðamar og veita mönn- um ákveðin réttindi. Með skatti á auðlindina er hins vegar sveigjanleik- inn meiri, þá er leyft að veiða að vild að því tilskildu að greitt sé ákveð- ið gjald fyrir fiskinn. Með því að hafa kvótann framselj- anlegan er auðvitað hægt að kaupa sér meiri veiðirétt, það er miklu betra en að banna kvótasölu, ég er sam- mála því.“ Réttlátara kerfi Háværasta gagnrýnin hér er%ý til vill sú að versti galli kvótakerfis- ins sé óréttlæti, þeir ein- ir fá kvóta sem fyrir til- viljun stunduðu veiðar á viðmiðunarárun um. Hvað segirðu um þá gagnrýni? „Já það er rétt og til þeirra sem hafa mesta þyngd pólitískt séð. Þetta er venjulega vand- inn við kvótakerfi, þetta á ekki aðeins við í fisk- veiðum, gildir ekki ein- göngu á Islandi heldur er þetta vandamál um allan heim. Með auðlindaskatti er komist hjá þessum vanda því að tekjurnar renna til ríkisins og það er hægt að láta þær koma í stað annarra tekju- stofna, það er hægt að lækka aðra skatta. Þetta er réttlátara kerfi því að allir sem veiða fisk eru í sömu að- stöðu, engum er hyglað sérstaklega. Þetta er auðvitað ástæðan fyrir því að stundum er erfitt að koma slíku kerfi á. Sjómenn og útgerðir sem geta beitt öflugum pólitískum þrýst- ingi vilja fá stærri hlut af kökunbi. Þetta er það sem mér mislíkar við öll kvótakerfi. Tökum dæmi af sjónvarpsrásum og réttindum til kapalsendinga, þessu þarf að skipta milli manna. Ættum við að selja þessi réttindi eða einfald- lega gefa vinum stjórnmálamanna þau? Eg tel að við ættum að selja þau.“ Gary Becker

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.