Morgunblaðið - 05.10.1995, Page 36
36 FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSEIMDAR GREINAR
Fáein orð um kven-
’frelsið og forsetann
ALDAGAMLAR þjóðir heims
hafa ýmsar siðvenjur sem aðeins
heimsvant fólk kann að fara eftir.
íslendingar eru svo heppnir að eiga
þjóðhöfðingja sem er vel að sér í
tungumálum og ólíkum siðum ann-
arra þjóða. í nýlokinni ferð sinni
til Kína og sem ætíð fyrr í opinber-
jgn heimsóknum var frú Vigdís for-
seti sómi íslensku þjóðarinnar og
sú gagnrýni, sem forsetinn situr
undir frá kvenfrelsiskonum, á eng-
án rétt á sér og sýnir aðeins grunn-
hyggni þeirra. Þær höfðu líka á
orði, að forsetinn ætti ekki að vera
yfir alla gagnrýni hafinn og þeim
fyndist sjálfsagt að gagnrýna hann.
Kvenfrelsiskonur hafa aldrei síðan
ég byrjaði að skrifa greinar geta
tekið gagnrýni og gaman verður
að sjá viðbrögð þeirra nú.
„Frelsi og mannréttindi geta
aldrei verið afstætt," sagði Jóhanna
K. Eyjólfsdóttir í hádegisútvarpi
Ríkisútvarpsins á föstudag, en hún
sagði ennfremur „og eiga aldrei að
fera það,“ og þar með gerir hún
rðin „geta aldrei" óvirk, þar sem
hún kemur með fullyrðingu um að
svo geti verið. Þetta er leikur að
orðum, alveg eins og fjölmiðlar léku
sér að orðum Vigdísar forseta um
frelsið. Hjá sumum konum er
kvennabaráttan komin út í öfgar
og sjaldan tala þær af skynsemi eða
rökhyggju. — Allir menn eiga rétt
til lífs, segir í mannréttindasátt-
mála Sameinuðu þjóðanna og þar
með öll börn rétt til lífs. Mér fannst
#ð kaldhæðnislegt að um leið og
við mótmælum að Kínverar neyði
konur í fóstureyðingu, komu fréttir
um að framkvæmdar hefði verið
800 fóstureyðingar hér á landi árið
1993. Vissulega er þarna stór mun-
ur á, þar sem í Kína er um ofbeldi
að ræða. En öfugsnúinn er sá rétt-
ur til frelsis og mannhelgis eins og
stendur jafnframt í sáttmála Sam-
einuðu þjóðannna því hvemig er sá
réttur varinn, þegar j Kína er of-
fjölgunarvandamál og í Bandaríkj-
unum þar sem konur eru taldar á
að eyða fóstri, eru vandamálin eit-
urlyf eða félagsleg.
Hér á landi er aftur á
móti beinlínis skortur á
börnum og þeirra
barna bíður svo sann-
arlega „frelsi og mann-
helgi“. Ég get séð fyrir
mér spamaðinn við
glasafrjóvgunardeild-
ina.
Ættu karlar ekki að
sækja harðar rétt sinna
afkvæma? Ég er sann-
færð um að náttúran
skrifar jafnháan rétt
beggja aðila sem
leggja til frá eigin lík-
' ama það sem til þarf
að kveikja nýtt líf. Ef
konan átti að hafa all-
an rétt til að ráða ein yfir lífsneista
fijóvgunarinnar, þá hefði náttúruan
gert hana þannig úr garði að ekki
væri þörf á sæði karlmanns. Ennþá
þarf tvo til og fóstureyðingar eiga
að vera á ábyrgð beggja.
Svo gömul er ég orðin að ég man
vel eftir þeirri heimsfrétt að Kín-
veijar ógnuðu heiminum ef þeim
héldi áfram að fjölga sem þeir þá
gerðu. Reiknað var út hvað þeim
mundi fjölga til aldamóta, plássið
sem þeir mundu taka af jarðar-
kringlunni og matinn sem þeir
mundu innbyrgða. Ég man líka að
þjóðir heims önduðu léttara þegar
kínversk stjórnvöld settu þjóð sinni
takmörk í bameignum. Enginn sá
fyrir, að aldagamlar hefðir settu
þarna strik í reikninginn. I dag
gagnrýna kvenfrelsiskonur kín-
versk stjórnvöld fyrir að setja þjóð-
inni þessi takmörk og eru með því
að segja að þær vilji að Kínveijar
margfaldist? Hillary Clinton sagði
á kvennaráðstefnunni, við mikinn
fögnuð fundargesta, að foreldrar
ættu að hafa fullt frelsi til að ráða
sinni ijölskyldustærð.
Ég heyrði .hana hins
vegar ekki minnast
neitt á það að því frelsi
fylgdi ábyrgð. Auð-
veldara er að mótmæla
en koma með úrlausn
en það er líka ábyrgð-
arlaust því ofjölgunar-
vandamálið í Kína er
heimsvandamál. Eitt
er víst að ekki hefði
það fallið í góðan jarð-
veg hjá þjóðinni ef for-
seti vor hefði boðið
Kínveijum að setjast
að hér á landi - eða
hvað? Það eru heldur
ekki stjórnvöldin í Kína
sem bera stúlkubömin
út heldur eru það foreldrarnir sjálf-
ir. Hvað með mæðumar sem fæða
þessi börn, vitum við hvort þær eru
þessum útburði ósammála eða
fylgja þær sem aðrir fjölskyldumið-
limir hefðinni af því að þær eru
aldar upp við hana? Það voru konur
sem gættu kínversku barnanna á
barnaheimilunum við • hryllilegan
aðbúnað í ófagurri mynd sem sýnd
var í sjóvarpinu. Ég get ekki ímynd-
að mér að ekki hefði verið gerður
skurkur í því að breyta því sem
hægt var að breyta á þeim heimilum
ef íslensk fóstra hefði verið þar við
stjórnvöl.
Geta konur breytt heiminum
hefðu þær þar öll völd? Geta konur
þyrmt öllu lífí og eytt öllu ófrelsi?
Konur eru menn og þær gera sömu
mistök og menn. Við höfum aldrei
haft eins margar konur við stjórn-
völ æðstu embætta og nú í heimin-
um. Ég get ekki séð að vinnubrögð
þeirra séu frábrugðin vinnubrögð-
um karlanna og ekki heldur að þær
hafi gert neitt átak í átt til friðar.
Við vildum flest að heimurinn væri
eins og Paradís, öllum góður. En
heiminn byggir mannfólk misjafnt
að gæðum. Fólk sem býr við ýmsar
venjur og aldagamlar hefðir, mis-
góðar, en samt eru konur og ekki
síður konur en menn sem vilja við-
halda þeim hefðum, - þótt aðrir
vilji þeim breyta. Ég álít að ef heim-
inum verði breytt, til jafnréttis fyr-
ir alla, þá verði það gott fólk sem
gerir það í sameiningu og aðeins
með því að sannfæra alla trúarhópa
(trúarbrögð) um að við trúum öll á
sama guð, að aðeins sé til einn guð
og honum sé aðeins eitt þóknanlegt
- að mannkynið sýni hvert öðru
kærleika og virðingu, og öllu því
sem lifir. Aðeins með þvi er hægt
að bijóta þá hlekki sem hlekkja
Enginn nær langt í
starfi eða á öðrum vett-
vangi, segir Margrét
Sölvadóttir, nema með
stuðningi, guðs eða
manna.
konur í ánauð vegna rangtúlkaðra
trúarbragða, því þaðan eru flestar
hefðir og höft komin. Þær konur
sem búa við slíkt í dag eiga samúð
okkar allra, þótt deila megi um
aðferðir þeirra sem komu á óháðu
kvennaráðstefnuna við að vekja á
sér athygli. Þeir ná fram bestu
samningum sem samningsvilja
sýna, þótt um stund hafi þolinmæði
kvennanna þrotið og þær sýnst í
vígahug (af fréttamyndum að
dæma).
Vigís forseti er ráðvönd kona og
hún veit hvað hún segir. Ég er
henni hjartanlega sammála um það
að árangur náist best með því að
láta engan bilbug á sér finna, held-
ur með því að halda reisn sinni og
sæmd með óþijótandi þolinmæði og
ábyrgu tali. Það er oftast betur
Margrét
Sölvadóttir
Skóli - til hvers?
_ 4. grein
EINS OG fram kom í tveimur síð-
ustu greinum mínum í þessum
greinaflokki er gömul sú hugmynd
að reyna að nota skólann til að
breyta heiminum og bæta hann.
Comenius á 16. öld vildi með aðstoð
skólans skapa nýjan mann, friðsam-
an mann, sáttan við sjálfan sig og
guð. Rousseau hafði tröllatrú á ríkis-
forsjá, ríkið væri algóður faðir sem
hefði vit fyrir fáfróðum bömum sín-
um, þ.e.a.s. almenningi. Hann gekk
svo langt að reyna hugmyndir sínar
á eigin bömum og neyddi barnsmóð-
ur sína til að láta börnin á munaðar-
leysingjahæli. Sum lifðu vistina ekki
í£ eins og Paul Johnson segir frá í
grein sinni um Rousseau, „An Inter-
esting Madman“, í bókinni Int-
ellectuals. (1990: 1-27).
Margir hafa lengi verið þess fýs-
andi að hefðbundinn skóli Vestur-
landa breyttist í uppeldisskóla í anda
áðurnefndra uppeldisfrömuða, eink-
um ýmsir sérfræðingar á sviði upp-
eldis- og félagsfræði. Færri hafa
gerst talsmenn Montessori- kennslu-
aðferðarinnar þar sem skilvirk
kennsla og góður námsárangur er
efstur á blaði. Á þessari öld hafa
margar tilraunir verið gerðar með
Tllíka skóla, t.d. svokallaða fram-
sækna skóla. Þó að skólamir hafí
verið mismunandi hefur þeim öllum
verið það sameiginlegt að uppeldi
eða viðhorfamótun skyldi vera æðsta
takmarkið. Fæstir þessara skóla
hafa orðið langlífir, en nú er svo að
sjá sem einhvers konar uppeldis-
skóli hafí náð fótfestu í mörgum
^estrænum löndum, s.s. á Bretlandi,
Norðurlöndum og víða í
Bandaríkjunum. Skóla-
gerð þessi virðist vera
komin til að vera, m.a.
hér á landi. Hvers
vegna? í næstu grein
mun ég leita svara við
þeirri spurningu en gera
hér á eftir grein fyrir
reynslu konu nokkurrar
af uppeldisskólanum og
kenningum hennar.
Raunir eldhugans
Hún er bresk, heitir
Valerie Walkerdine og
er prófessor í sálfræði
við háskóla í heimalandi
sínu. Fyrir 25 árum var
hún ungur bamakennari, nýkomin
til starfa í skóla þar sem mörg lág-
stéttarbörn vom. Hún var sjálf úr
lágstétt og þekkti af eigin raun erf-
itt líf margra þessara bama. Hún
var full eldmóðs, búin að sökkva sér
ofan í ritverk róttækra skólamanna,
s.s. bækumar How Children Fail
eftir John Holt og Thirty Six Chil-
dren eftir Herbert Kohl. Hún skyldi
forðast mistök gömlu kennaranna,
hún skyldi láta börnunum líða vel
og síst af öllu skyldi hún beita
kennsluaðferðum sem bældu bömin
og þögguðu niður í þeim. Börnin
hennar skyldu verða fijáls börn og
óþvinguð. En árangur varð ekki í
samræmi við erfiði og oftar en ekki
var hún gráti nær að skóladegi lokn-
um, einmana og vansæl. Nýju að-
ferðirnar virkuðu nefnilega ekki.
Þrátt fyrir þær voru börnin ekki
hamingjusamari en áður, þeim leið
ekkert betur en áður, frelsið og aga-
leysið virtist jafnvel auka á vansæld
þeirra og síðast en ekki
síst skilaði sjálf
kennslan ekki góðum
árangri. Var nema von
að unga eldhuganum
féllust hendur?
Valerie hætti
kennslu, lærði sálfræði
og er nú að fara ofan
í saumana á nýju upp-
eldisfræðinni eða rót-
tækri (progressiv)
uppeldisfræði sem
varð stefna íslenska
grunnskólans 1974. í
bók sinni Schoolgirl
fiction (1990) segir
m.a. í lauslegri þýð-
ingu: „Á sjöunda ára-
tugnum dreymdi róttæka frelsisunn-
endur um eitthvað annað fyrir börn-
in, persónulegt frelsi þeim til handa,
en slagorðið þá var: „Persónulegt
er pólitískt". Skólinn tók það til
greina og kom á margvíslegum fé-
lagslegum hjálparaðgerðum fyrir þá
minnimáttar í skólanum. En kjarn-
inn í öllu saman var krafan um að
frelsa börnin undan valdi kúgarans,
undan valdi kennarans sem olli bæl-
ingu barnanna. Persónulegt frelsi
nemenda var því aðeins inögulegt
að létt yrði af þeim oki bælingarinn-
ar“. (bls. 18).
Hér var mikið í húfi enda hafa
kennarar fengið að súpa seyðið af
þessari hugmyndafræði sem byggist
á misskilningi. Vald kennarans er
ekki vald í eiginlegum skilningi.
Vald kennarans felst { frelsi hans
til sjálfstæðrar hugsunar, athafna
og frumkvæðis. Þetta vald er and-
stæða kúgunarvalds, en sá sem beit-
ir því reynir að troða öðrum niður
Helga
Sigurjónsdóttir
fyrir sig. Kennarinn aftur á móti
leitast við koma nemandanum þang-
að sem hann er sjálfur. Hann beitir
valdi sínu — eða notar frelsi sitt öllu
heldur — á skapandi hátt. Ekki til
þess að bæla, heldur til að byggja
upp. Ég áttaði mig ekki fyllilega á
þessum tvenns konar skilningi á
hugtakinu vald fyrr en ég las bókina
Beyond Power eftir Marilyn French
fyrir tíu árum. Nú setur Valerie
Walkerdine fram svipaðar hugmynd-
ir í áðurnefndri bók sinni mér til
mikillar gleði.
En heyrum nú hvað hún segir
frekar um reynsluna af þessari hug-
myndafræði í breskum skólum:
„Menn bjuggust við vísindalegri þró-
un í skólastofunni, þróun sem menn
Margir hafa verið þess
fysandi, segir Helga
Siguijónsdóttir, að
hefðbundinn skóli
Vesturlanda breyttist
í uppeldisskóla.
gætu fylgst með og rétt af ef út af
bæri, alveg eins og í hverri annarri
vísindarannsókn á rannsóknarstofu.
Þess vegna var engin þörf fyrir
námsgreinar eða ytri aga. Með nátt-
úrulegum uppeldisaðferðum í nátt-
úrulegu umhverfí yxi úr grasi frið-
samt fólk og byltingar heyrðu sög-
unni til. Fijáls börn og óþvinguð
fínna ekki hjá sér hvöt til uppreisn-
ar, sem fullorðið fólk hefur það held-
ur ekki neina þörf fyrir að kúga
aðra.“ (Bls. 21). Sem sagt; þegar
nýi skólinn hefur unnið verk sitt til
fullnustu verður kúgun úr sögunni
og jafnrétti ríkir meðal manna.
Vissulega háleitt takmark, en því
miður aðeins „útópísk" draumsýn,
hlustað á þá sem tala hljóðlega því
þá þarf að leggja við hlustir en þá
sem tala svo hátt að taka þurfi
fyrir eyrun.
Lesinn var pistill í þætti í Ríkisút-
varpinu, í Vikulokin, laugardaginn
9. september. Því miður tók ég
ekki eftir nafni kvenfrelsiskonunnar
sem las og biðst velvirðingar á því.
En hún sagði m.a. „að það að baki
hveijum karlmanni stæði kona,
væri gamalt kjaftæði sem hún virti
einskis lengur“. Kona góð, oft þarf
um langan veg til að sjá hvað manni
yfírsást, ég er þessu algjörlega ós-
ammála. Sá maður sem nær langt
í starfi eða íþróttum hefur gert það
vegna þess að að baki honum/henni
stóð góður maki eða sterk trú, eng-
inn kemst langt án stuðnings, guðs
eða manna. Einnig sagði sama kona
í þessum pistli að „Vigdís forseti
hafí gert forsetaembættið að
kvennastarfi, með því að hjala við
tré og börn“. Um þetta verð ég að
segja að mér þykir það undarlegt,
sérstaklega komið frá kvenfrelsis-
konu, að það sé miður að forseta-
embættið sé orðið að kvennastarfi
og mikil er sú fátækt að þekkja
ekki mátt kærleikans sem auðsýna
á öllu sem grær, jafnt tijágróðri
sem mannfólki.
Eitt sinn fyrir langa löngu birtist
grein í þessu sama blaði undir fýrir-
sögninni „Gerum ekki Bessastaði
að einstaklingsbæli“ og beindi
greinarhöfundur orðum sínum að
þáverandi forsetaframbjóðanda,
Vigdísi Finnbogadóttur, sem var
eini einhleypi frambjóðandinn. Ég
svaraði þessari grein þá og get með
stolti sagt nú að Vigdís forseti hef-
ur svo sannarlega farið fram úr
öllum vonum okkar sem að baki
henni stóðum þá til forsetakjörs.
Hún hefur sannað það fyrir aftur-
haldssömum körlum (konum), að
kona, þótt einstæð sé, getur með
visku sinni, reisn og persónutöfrum,
gert veg þessa æðsta embættis
þjóðarinnar sem mestan, bæði er-
lendis sem. hér heima. Þar hefur
hún rutt brautina fýrir kvenfrelsi
og ættu konur að þakka henni og
læra af henni, í stað þess að vega
að henni.
Höfundur er kona og móðir.
sem getur aldrei orðið að veruleika,
segir Valerie Walkerdine. Reynslan
sýnir allt annan veruleika en draum-
inn fagra. (Bls. 19 - 21). En kennar-
ar sitja í súpunni.
Betri skóli?
Ég leyfi mér að halda því fram
að jafnréttisaðgerðir nýja skólans,
s.s. blöndun í bekki, leitarnám, hóp-
vinna, samþætting námsgreina og
samvinnunám hafi engu skilað þeim
sem minnst mega sín í skólanum og
sérkennslan sáralitlu. Samt hafa
fjölmargir kennarar lagt á sig ómælt
erfiði á þeim árum sem hér um ræð-
ir, og gera enn, til að bæta skólann,
oftast að áeggjan og undir umsjón
„sérfræðinga", sem vilja ólmir prófa
kenningar sínar. Séu kennarar treg-
ir til eru þeir gjarnan spurðir hvort
þeir vilji ekki betri skóla. Og hver
vill það ekki og svo er farið af stað
með enn eina nýjungahrinuna. Oftar
en ekki situr kennarinn uppi að henni
lokinni með meiri vinnu en áður,
verri vinnuáðstæður en áður og
vonda samvisku þegar árangur verð-
ur lítill. Hann hefur brugðist, hann
er ekki nógu góður kennari. Allir
sérfræðingar á bak og burt og auka-
fjárveiting sömuleiðis, hún var bara
veitt meðan tilraunin stóð yfir.
Ég ætla að enda þessa grein með
þvi að vitna í nýlegar umræður í
dönskum blöðum, en þar kemur fram
svipuð gagnrýni og ég hef haft í
frammi um allmörg ár. Þar segir að
lestrarkunnáttu bama hafi hrakað,
kennarar fái litla sem enga æfíngu
í að kenna lestur, í hóp- og þema-
vinnu velji slöku börnin sér of létt
verkefni og að námserfiðleikar upp-
götvist oft ekki fyrr en seint og um
síðir, meðal annars vegna aga- og
aðhaldsleysis. (Weekendavisen 24.
febrúar - 2. mars 1995).
Höfundur er kennari og námsráð-
gjafi.