Morgunblaðið - 05.10.1995, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 1995 37
AÐSENDAR GREINAR
Dagdeild Tinda
Urræði fyrir unglinga í
vímuefnavanda
OPNUÐ verður í dag
dagdeild fyrir unga
vímuefnaneytendur í
miðbæ Reykjavíkur, að
Hverfisgötu 4a. Þar
verður boðið upp á með-
ferð fyrir unglinga sem
eru í vandræðum vegna
áfengis- og vímuefna-
neyslu.
Eins og komið hefur
fram í fréttum var með-
ferðarheimilinu Tindum
á Kjalamesi lokað
vegna lélegrar nýting-
ar. Hin dræma aðsókn
að Tindum felur þó ekki
í sér að vandamál tengd
neyslu áfengis og ann-
arra vímuefna sé ekki
til staðar og að ekki sé þörf á að
bregðast við þeim vanda. Lokunin
endurspeglar einungis þá staðreynd
að aðrir aðilar, einkum SAA, hafa í
auknum mæli boðið fram þjónustu
fyrir unga vímuefnaneytendur á aldr-
Dagdeild Tinda og fjöl-
kvillaskor Landspítala
munu eiga náið sam-
starf, segir Sigrún Hv.
Magnúsdóttir, um
meðferð ungra vímu-
efnaneytenda.
inum 16 - 18 ára. Eftir stendur þó
að unglingar yngri en 16 ára og fjöl-
skyldur þeirra þurfa að eiga greiðan
aðgang að viðeigandi hjálp þegar
vandi steðjar að.
Um það er ekki deilt að sú sér-
staka unglingameðferð sem Tindar
á Kjalamesi buðu upp á hefur skilað
miklum árangri. Því er mikilvægt að
áfram verði boðið upp á þá meðferð
og að dýrmæt reynsla starfsfólksins
á Tindum nýtist þeim unglingum sem
á þurfa að halda. Opnun dagdeildar
Tinda hefur þetta markmið. Tindar
sérhæfðu sig í meðferð áfengis- og
vímuefnavanda unglinga á aldrinum
13-18 ára. Dagdeild Tinda mun sinna
því verkefni áfram og leggja mikla
áherslu á samstarf og vinnu með fy'öl-
skyldu unglingsins. Barnaverndar-
stofa og fjölkvillaskor Landspítalans
hafa gert samstarfssamning um
meðferð unglinga á aldrinum 16 -
18 ára. Dagdeild Tinda og fjölkvilla-
skor Landspítalans munu eiga náið
samstarf er varðar meðferð fyrir
unga vímuefnaneytendur og fjöl-
skyldur þeirra. Tilboð þessi eru ólík
og eru hugsuð til að mæta ólíkum
þörfum. Sérstaða Tinda heldur áfram
að vera sérhæfð unglingameðferð,
langtíma eftirmeðferð og öflug fjöl-
skyldumeðferð.
Foreldrar eiga eðlilega erfítt með
að senda ungling burt af heimilinu
í 6-12 vikur og tel ég það oft vera
ástæðu fyrir að fólk leitar ekki hjálp-
ar fyrr en ástandið er orðið svo til
óbærilegt. Með dagdeildinni vonumst
við til að fólk leiti fyrr eftir hjálp.
Reynslan frá Tindum sýnir að ungl-
ingurinn var byijaður í drykkju að
meðaltali tveimur árum áður en for-
eldrar vissu um það. Oft var fyrsta
fylliríið um 11-13 ára aldurinn. Skróp
í skóla er fastur fylgifiskur vímuefna-
neyslu, þannig að þegar ungling er
farið að vanta oft i skólann er líklegt
að vímuefnaneysla sé
meðal orsakanna. Marg-
ir hafa haft það að orði
við mig að það þýði lítið
að senda ungling á dag-
deild því þá geti hann
bara dottið í það á kvöld-
in og um helgar eins og
áður. Rétt er að geta
þess að ef unglingurinn
er stjómlaus í neyslu og
þarf að stoppa hann af
er mögulegt að vista
hann og mun starfsfólk
dagdeildar leiðbeina
fólki þar um. En munum
að það er sameiginlegt
með þessum krökkum
að þeim líður mjög illa.
Þeir em einangraðir frá
fj'ölskyldunni, gamlir vinir eru fjar-
lægir og þeim fínnst þeir vera „tapar-
ar“. Þegar þeim er sýnt fram á nýja
möguleika til að ráða fram úr lífi sínu
og aðstæðum, fá þeir fiestir áhuga á
að taka sig á í skóla, breyta hegðun
sinni gagnvart fjölskyldunni og þau
uppgötva möguleika á heilbrigðum
tómstundum.
Við viljum hvetja foreldra til að
leita sér hjálpar fyrr en síðar. Jafnvel
þótt foreldrar séu ekki vissir um að
unglingurinn sé kominn út í vímu-
efnaneyslu, er grunur um það nægileg
ástæða til að leita sér hjálpar. Við á
dagdeild Tinda erum fljót að sjá hvort
grunurinn á við rök að styðjast og
bjóðum foreldrum að koma til okkar
og ræða áhyggjur sínar. Eins munum
við verða með fræðslu fyrir fólk sem
er óöruggt eða vill læra árangursrík-
ari aðferðir til að bregðast við erfið-
leikum á heimilinu.
Það er miklvægt að taka sem fyrst
á vímuefnaneyslu unglingsins til að
hann missi ekki af skólanámi og
venjist ekki á að lifa á flótta undan
foreldrum og öðrum sem vilja honum
vel. Ef ákveðið er eftir viðtal, að
unglingurinn fari á dagdeild Tinda
mun hann fá skólakennslu á deild-
inni í samráði við eigin skóla. Kenn-
arar Einholtsskóla munu sjá um
kennsluna en Einholtsskóli er sér-
skóli fyrir unglinga sem eiga í erfið-
leikum í námi.
í könnun sem gerð var á fjöl-
skylduvinnu á Tindum kom fram að
foreldrar voru mjög ánægðir með
fjölskyldumeðferðina. 80% þeirra
sem tóku þátt í fjölskylduviku sögðu
að samskiptin í fjölskyldunni hefðu
orðið nánari. Við munum halda
áfram með fjölskyldumeðferð því það
þýðir ekki að taka einn fjölkyldumeð-
lim í meðferð, hinir þurfa að fylgjast
með og átta sig á hvernig málin
hafa þróast. í öllum fjölskyldum þar
sem vímuefnavandi er til staðar
verða foreldrar óöruggir um hvemig
taka skal á vandanum. Þess vegna
prófa þeir sífellt nýjar leiðir sem oft
verður til þess að unglingurinn fær
mismunandi skilaboð, eitt er bannað
í dag en leyft á morgun. Þannig
hættir unglingurinn að taka mark á
því sem sagt er og vítahringurinn
stækkar. Við eram reiðubúin að
hjálpa foreldrum að breyta áherslum
í uppeldinu og gleymum ekki að hver
einasti unglingur á alla möguleika á
að breyta um lífsstíl.
Síminn á dagdeild Tinda er
552-8600. Verum á varðbergi, tökum
höndum saman gegn vímuefnaneyslu
unglinga!
Höfundur er félugsráðgjufi og
forstöðumaður dagdeildar Tinda.
Sigrún Hv.
Magnúsdóttir
Ráðgjöf fyrir aðstandendur alkóhólista,
óvlrka alkóhólista og aðra meðvirka einstaklinga
Hef flutt stofu mína í: Skipholt 50c - sími 561 5035.
Viðtöl, stuðningshópar, tilfinningavinna, fræðsla.
Stuðningur fyrir fólk sem hefur orðið fyrir
kynferðislegu ofbeldi.
Ragnheiður Óhidóttir, ráðgjofi.
=o
TIL SÖLU ER ÁRMÚL118
425 FM EFRI HÆÐ
TIL SÖLU er um 425 fm full innrétt-
uð og vönduð skrifstofu hæð (efri
hæð) í Ármúlo 18. Skiptist hæöin
m.a. í 14 skrifstofuherbergi,
afgreiðslu, lítinn sal, tölvuherbergi,
2 geymsluherbergi, eldhús, tvö
salerni og sér stigahús. Hluti af
útgófustarfsemi Fróða
og starfsemi Frjóls
framtaks voru í
húsnæðinu í fjölda-
mörg undanfarin ár. - Útborgun
getur verið lítil ef um traustan
kaupanda er að ræða.
Frjálstframtak
Héðinshúsinu, Seljavegi 2, 101 Reykjavik
Sími 515 5500 - Telefax 515 5599.
FASTEIGNASTARFSEMI - LANDVINNSLA
NordSoll995
Tónlistarkeppni Norðurlanda
Christina
Bjprk^e
Danmörku
Guðrún María
Finnbogadóttir
íslandi
Henri
Sigfridsson
Finnlandi
Katrine
Buvarp
Noregi
Markus
Leoson
Svíþjóð
Sinfóníutónleikar í Háskólabíói
Fimmtudaginn 5. október kl. 20:00
Laugardaginn 7. október kl. 14:00
Stjórnandi
Osmo Vanská
Konsertþœttir og aríur eftir
Brahms • Verdi • Mozart • Puccini • Gounod
Prokofjev • Rakhmanínov • Milhaud
Miðasala frá mánudegi 2..október í anddyri Hótel Sögu
Miðapantanir í síma 552 9924 • Símsvari um kvöld og helgar