Morgunblaðið - 05.10.1995, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 1995 41
+ Jón Ingi Jó-
hannesson húsa-
smíðameistari
fæddist í Hafnar-
firði 21. maí 1912.
Hann lést á Sólvangi
í Hafnarfirði 28.
september síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru hjónin Jóhann-
es Vilhelm Pétur
Einarsson bryggju-
vörður í Hafnar-
firði, f. 5. desember
1870 í Hafnarfirði,
d. 10. apríl 1942 í
Hafnarfirði, og
Steinunn Pálma-
dóttir, f. 3. mars 1882 á Skinna-
stöðum, Torfulækjarhreppi í
A-Hún., d. 4. apríl 1946 í Hafnar-
firði. Jóhannes var sonur Einars
Jóhannessonar Hansen, f. 2.
október 1845 í Hafnarfirði, d.
16. febrúar 1921, og konu hans
Jensínu Árnadóttur Mathiesen,
f. 28. maí 1852 í Hafnarfirði,
d. 28. júní 1925. Foreldrar Stein-
unnar voru Pálmi Pálmason,
kennari í Reykjavík, f. 2. ágúst
1848 í Miðgili í Langadal í A-
Hún., d. 2. ágúst 1920, og Guð-
finna Sigurðardóttir, f. 27. maí
1855 í Reykjavík, d. 12. mars
1931. Systkini Jóns eru: Jón
Ingi, f. 31. janúar 1909 í Hafnar-
firði, d. 24. febrúar 1912, Einar,
f. 24. júlí 1915 í Hafnarfirði, d.
19. nóvember 1992, skipstjóri
og útgerðarmaður, og Guðfinna,
f. 3. apríl 1922 í Hafnarfirði,
foringi í Hjálpræðishernum í
MEÐ nokkrum orðum langar okkur
systkinin að minnast pabba okkar
sem er látinn 83 ára að aldri. Það
er undarleg tilfinning að pabbi skuli
ekki lengur vera á meðal okkar. Það
er eins og hluti af okkur hafi verið
tekinn burt. Eftir sitja minningar
um góðan pabba.
Pabbi var óvenju tilfinninganæm-
Noregi.
Jón Ingi kvæntist
19. desember 1936
eftirlifandi eigin-
konu sinni, Kristj-
önu Elíasdóttur, f.
26.6. 1914 á Vaðli,
Barðastrandar-
hreppi í V-Barð.
Bjuggu þau allan
sinn búskap í Hafn-
arfirði, síðustu árin
á Hjallabraut 33.
Börn þeirra eru: 1)
Birgir, f. 26. desem-
ber 1936 í Reykja-
vík, skipstjóri og
útgerðarmaður,
kona hans er Margrét Arnbjörg
Vilhjálmsdóttir og eiga þau sjö
börn og 17 barnabörn. 2) Jó-
hannes, f. 8. ágúst 1941 í Hafn-
arfirði, skipstjóri og útgerðar-
maður, kona hans var Margrét
Þorláksdóttir, hún er látin. Þau
áttu fjögur börn og átta bama-
börn. Seinni kona Jóhannesar
er Þórunn Gísladóttir. 3) Stein-
unn, f. 27. maí 1951 í Reykjavík,
hjúkrunarfræðingur, var gift
Ragnari Danielsen og eiga þau
eitt barn.
Jón Ingi stundaði nám í tré-
smíði við Iðnskólann í Reykjavík
og starfaði ávallt við húsa- og
skipasmíðar. Hann lærði á píanó
og söng í kirkjukór í Hafnar-
firði.
Útför Jóns Inga Jóhannesson-
ar fer fram frá Fíladelfíukirkj-
unni, Hátúni 4, í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30*
ur maður og átti mjög auðvelt mað
að tjá tilfinningar sínar. Hann fór
aldrei dult með það hversu vænt
honum þótti um okkur systkinin.
Hann átti svo auðvelt með að taka
utan um okkur og láta okkur virki-
lega finna hlýju og kærleika. Pabbi
bar hag okkar alltaf fyrir bijósti og
allar hans ákvarðanir varðandi okk-
ur sem börn og unglinga miðuðu að
því að vernda okkur og að við kæm-
umst heil til manns.
Sem unglingar fannst okkur hann
helst til strangur í sambandi við
útvistartíma og ákveðin boð og bönn
voru í gildi. Pabbi átti auðvelt með
að setja okkur mörk og setja skýrar
línur í sambandi við áfengi og reyk-
ingar. Það voru hlutir sem við áttum
að forðast. Allir þeir sem ala upp
unglinga vita að þetta er ekki auð-
velt verk, en pabbi var góð fyrir-
mynd, því hvorki reykti hann né
drakk áfengi. Hann lagði mikið upp
úr heilbrigðum lífsháttum.
Pabbi var mjög músíkalskur og
var næmur fyrir fallegri klassískri
tónlist. Hann spilaði á píanó og gerði
það af svo mikilli innlifun og næmi
að unun var að hlusta á. Hann
kenndi okkur að hlusta á tónlist og
vakti athygli okkar á því, sem honum
fannst sérstaklega hrífandi. Það var
aldrei nein lognmolla í kringum
pabba. Hann hafði ákveðnar skoðan-
ir á öllum hlutum og hafði sérstak-
lega gaman af að ræða stjórnmál
hvort heldur voru innlend málefni
eða utanríkismál. Oft hafði hann
þungar áhyggjur af því sem var að
gerast í heimspólitíkinni og tengdi
það við hvaða áhrif það gæti haft á
Island eða heiminn í heild. Eldheit-
ari sjálfstæðismann var vart hægt
að hugsa sér enda flokksbundinn
sjálfstæðismaður í tugi ára.
Pabbi var mjög trúaður maður og
mjög einlægur í sinni trú. Hann var
í hvítasunnusöfnuðinum og eignaðist
marga trausta og góða vini þar í
gegnum árin. Þar ríkti gagnkvæm
virðing milli þeirra.
Við systkinin þökkum þér, elsku
pabbi, fyrir alla umhyggjuna og
kærleikann sem þú sýndir okkur.
Guð blessi minningu þína.
Birgir, Jóhannes og Steinunn.
Mér er ljúft að minnast með
nokkrum fáum orðum míns kæra
bróður, Jóns Inga Jóhannessonar.
A unga aldri misstum við systkin-
in þijú, foreldra okkar með stuttu
millibili. Eðlilega urðu sérsaklega
náin tengsl milli okkar systkinanna
sem héldust allt okkar líf.
Ég mun ávallt minnast hve hug-
ljúfur og fórnfús bróðir Nonni var.
Þar sem ég dvalið árum saman er-
lendis hefí ég notið góðs af gestrisni
hjónanna, Kristjönu og Nonna bróð-
ur, ekki hvað síst mörgu skemmti-
legu ferðanna sem var farið í er ég
kom heim í sumarleyfi frá Noregi.
Ég minnist með innilegu þakklæti
allra góðra stundanna sem við áttum
saman. Margar og góðar eru minn-
ingarnar frá bernskuárum okkar.
Það er ríkt í huga mér hve söngur
og hljómlist áttu ríkan þátt í fjöl-
skyldu okkar.
Nonni bróðir sýndi mikla hæfi-
leika er hann byijaði í píanónámi.
Hann fékk sérstaka viðurkenningu
frá kennara sínum er beindi athygli
að, að æskilegt væri að Nonni lyki
framhaidsnámi og fullnumaði sig í
píanóleik. Ekki varð úr að Nonni
héldi áfram á iistabrautinni. Eins
og mörgu ungmenninu á þeim árum
fannst honum brýn nauðsyn að koma
sér sem fyrst út í atvinnulífið. Allan
sinn aldur átti tónlistin ríkan þátt í
lífi hans.
Nonni var mörgum gáfum gædd-
ur. Vandvirkni og samviskusemi
voru einkenni í öllum hans störfum.
Hann var mjög vel látinn í atvinnu-
grein sinni, trésmíðinni.
Einnig má nefna hans heilsteypta
persónuleika. Nonni var í sannleika
vinur vina sinna. Áhrifin frá trúuð-
um foreldrum voru grundvöllur, sem
setti svip á líf hans. Nonni eignaðist
persónulega trú á Jesúm Krist sem
sinn frelsara. Hann varð virkur með-
limur í Hvítasunnusöfnuðinum. Síð-
ustu ár átti Nonni við mikla van-
heilsu að stríða, trúin var styrkur í
hans veikindum.
Er ég í dag kveð góðan bróður
er það með þakklæti fyrir indælar
og ógleymanlegar endurminningar.
Guð blessi minningu þína.
Guðfinna Jóhannesdóttir.
Nú hefur elsku, besti afi minn
kvatt þennan heim og alla þá er
þótti svo vænt um hann. Það eina
sem er eftir eru allar góðu minning-
arnar er hann skildi eftir í hugum
og hjörtum allra er voru svo lánsam-
ir að fá að kynnast honum.
Helstu minningar mínar um hann
eru hvað hann var alltaf góður við
mig þegar ég var lítil. Hann var allt-
af að sýna mér eitt og annað
JONINGI
JÓHANNESSON
+ Hansína Hanni-
balsdóttir fædd-
ist á Flateyri við
Önundarfjörð 22.
október 1905. Hún
lést á hjúkrunar-
heimilinu Sunnuhlíð
í Kópavogi 27. sept-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Hannibal Hálf-
dánarson, f. 2. ágúst
1880 á Gelti við Súg-
andafjörð, og Guð-
rún Sveinsdóttir, f.
1. janúar 1874 á Víf-
ilsmýrum í Mo-
svallahreppi I Ön-
undarfirði. Systkini Hansínu
voru Helga Soffía, f. 5. sept-
ember 1901, d. 5. desember
1901, Hálfdán, f. 30. nóvember
1903, d. 9. júni 1981, Kristín
Lilja, f. 17. ágúst 1907, Áðalheið-
ur, f. 10. nóvember 1909, d. 18.
júlí 1994, Bóas, f. 7. apríl 1912,
d. 10. febrúar 1977, Sveinfríður
Guðrún, f. 3. október 1913,
Brynjólfur, f. 29. maí 1915, d.
14. mars 1963, Sólrún, f. 2. apríl
1917, Óskar, f. 6. maí 1919, d.
25. nóvember 1985.
Hansína átti heima á Flateyri
til ársins 1911 er hún flutti með
fjölskyldu sinni að Kotum í Mos-
vallahreppi. Innan við tvítugs-
Kveðja
Úti er þetta ævintýr.
Yfir skuggum kvöldið býr.
Vorsins glóð á dagsins vöngum dvín.
Þögnin verður þung og löng
aldur var hún farin
að vinna fyrir sér í
kaupavinnu og fisk-
vinnu. Árið 1930
kynnist hún eftirlif-
andi manni sínum,
Óskari Jensen, f. 18.
ágúst 1906, á
ísafirði. Stofnuðu
þau fyrst heimili á
Isafirði og bjuggu
þar til 1946 er þau
tóku á leigu jörðina
að Kotum er for-
eldrar Hansínu
fluttu til Reykjavík-
ur og var heimili
íjölskyldunnar þar
til vorsins 1952. Eftir það
bjuggu þau eitt ár í Reykjavík,
fluttu þá til Danmerkur og voru
þar í þrjú ár. Komu aftur til
Islands sumarið 1956 og settust
að í Kópavogi. Þar hefur verið
heimili þeirra síðan. Börn þeirra
eru Aðalheiður, f. 24. nóvember
1931, búsett í Bandaríkjunum,
Gústaf, f. 3.júlí 1933, býr á
ísafirði, Málfríður, f. 5. febrúar
1936, búsett í Danmörku, Anna
Júlía, f. 28. mars 1940, býr í
Kópavogi, Ómar, f. 25. júlí 1949,
býr í Kópavogi.
Útför Hansínu fer fram frá
Bústaðakirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
þeim, sem unnu glöðum söng
og trúað hafa sumarlangt á sól og vín.
Ó, hve heitt ég unni þér -
Allt hið besta i hjarta mér
vaktir þú og vermdir þinni ást.
Æskubjart um öll mín spor
aftur glóði sól og vor,
og traust þitt var það athvarf, sem mér
aldrei brást.
Óska ég þess, að angur mitt
aldrei snerti hjarta þitt.
Til þess ertu alltof ljúf og góð. -
En ég vil þú vitir það,
vina mín, þó hausti að,
að þú varst mín sumarþrá, mitt sólskinsljóð.
(Tómas Guðm.)
Guð varðveiti ömmu. Við munum
ætíð geyma minningu hennar í hjört-
um okkar.
Ingibjörg Lilja, Ninja
og Sóley.
Mig langar til að kveðja hana
Hansínu ömmu með nokkrum orð-
um, en hún lést í síðustu viku tæp-
lega níræð að aldri. Ég hef alla tíð
dáðst af því fólki sem þraukaði af
hér á íslandi í byijun tuttugustu
aldarinnar, kom börnum sínum til
manns og skilaði ómetanlegu dags-
verki til þessa þjóðfélags. Hún amma
var ein af þessu fólki. Hún tilheyrir
þeirri kynslóð íslendinga sem er
fædd og uppalin við kröpp kjör en
um leið verður hún vitni að einhveij-
um þeim mestu breytingum sem
gengið hafa yfír eitt þjóðfélag. Sem
dæmi um þær breytingar má taka
að Óskar afi, maðurinn hennar, sem
var setjari á unga aldri í prent-
smiðju á ísafirði, handraðaði í stokk
þeim stöfum sem hann var að setja,
en í dag vinnur sonur þeirra, sem
er einnig menntaður setjari, með
tölvu þar sem velta má textanum
fram og til baka á alla kanta og
gera hluti á örskotsstundu, sem afi
hefði verið daga að framkvæma með
þeim tólum sem hann hafði. Þessum
breytingum hefur líka i'ylgt mikil
velmegun og ég er ansi hræddur um
að hún amma mín hafi átt erfítt
með að skiija krepputal það sem
töllriðið hefur íslenskum fjölmiðlum
á undanförnum misserum. Hún var
í blóma lífs síns í kreppunni miklu
í kringum 1930. Þá kom jafnvel fyr-
ir að fólk svalt hér á íslandi. Allan
þann tíma sem okkar leiðir lágu
saman varð maður vitni að því að
hennar gildismat var annað en okkar
sem yngir erum. Hún fór alla tíð
ákaflega vel með það sem hún átti
og bruðlaði ekki með neitt. Þó var
hún aldrei nísk heldur þvert á móti,
ákaflega örlát og gjafmild. Það var
ákaflega gott að koma til hennar
því hennar heimili stóð manni alltai
opið og hún tók manni alltaf opnum
örmum. Það er mér því mikill heiðui
að hafa fengið að kynnast henni.
Þó ég syrgi þig, amma mín, þá
er ég einnig glaður yfir öllum þeim
góðu minningum sem ég á um þig.
Það er mér ákaflega mikils virði að
nú í sumar þegar ég gifti mig, gast
þú komið og glaðst með mér. Og
gleði þín þá var tær og falleg og
þannig vil ég líka sjá þig fyrir mér
í minningunni. Þegar haustaði var
ljóst að komið var að leiðarlokum,
þú varst hvíldar þurfi. Er það mér
til mikillar huggunar að ég kom í
mína síðustu heimsókn til þín aðeins
fáum dögum áður en þú lést. Það
er mér einnig til huggunar að þú
naust síðustu daga ævi þinnar
umönnunar frábærra starfsmanna á
hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í
Kópavogi. Ég veit að líf þitt var oft
á tíðum erfitt og þú ert núna hvíld-
inni fegin. Ég vona því og bið þess
að þínar kringumstæður verði þér
góðar í næsta lífi. Ég veit að ég
mæli fyrir munn allra barnabarn-
anna þinna um leið og ég kveð þig,
elsku amma mín, og vil ég því fyrir
okkar hönd senda öllum ættingjum
þínum okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
' - Þinn sonarsonur,
Hans Gústafsson.
HANSÍNA
HANNIBALSDÓTTIR
skemmtilegt og man ég þá sérstak-
lega eftir fallegri styttu af fugli er
var geymd í stórum skáp er afi hafði
smíðað sjálfur. Á hveijum degi er
ég dvaldi hjá ömmu og afa bað ég
full eftirvæntingar um að fá að sjá
fuglinn fallega og tók afi hann þá
alltaf út úr skápnum og leyfði mér,
fullri hrifningar, að sjá hann. En
minningarnar eru svo margar og
fjölbreyttar, enda er ekki við öðru
að búast þegar maður svo einstakur
sem hann afi var á í hlut.
Á stundu sem þessari streyma
allar minningar fram og hvert atvik,
hvert orð og hver tilfinning öðlast
nýja merkingu. Ég á svo sannarlega
eftir að sakna afa en veit þó að
hann var hamingjusamur í lifanda
lífí og vil ég minnast hans þannig.
Arnbjörg.
Við andlát vinar míns Jóns Jó-
hannessonar, langar mig að festa á
blað örfá kveðjuorð.
Vissulega er hvíldin kær þeim er
farið hefír langan veg, og farinn er
að heilsu og kröftum.
Þegar Steinunn dóttir hans
hringdi og sagði mér andlát hans,
fann ég til þess að langt var síðan
ég hafði heimsótt hana, en til þess
lágu ástæður, þ.á m. mín eigin veik-
indi. í huga mínum er innilegt þakk-
læti fyrir áratuga vináttu. Margar
minningar lifa í hjarta mínu og fjöl-
skyldu minnar, allt frá þeim tíma-
er heimili mitt stóð við Strandgötu,
en heimili Jóns og Kristjönu við
Austurgötu. Steinunn dóttir þeirra
og telpurnar mínar léku sér alltaf
saman eins og systrahópur, og voru
þá „heimagangar" á báðum heimil-
unum. Synirnir Birgir, sem býr á
Akranesi, og Jóhannes, sem býr í
Grindavík, voru eldri og fóru fyrr
að heiman.
Þegar við fluttum úr miðbænum
í Hafnarfirði upp á Hringbraut fund-
um við fljótt að sú íbúð hentaði okk-
ur ekki, og fluttum suður á Móabarð
í hálfbyggt hús. Bjuggum við þar
um okkur í kjallara hússins í þremur
litlum herbergjum. Þar bjuggum við
í ár, en þar var þó nokkuð þröngt
fyrir sjö manna fjölskyldu.
Aldrei mun ég gleyma hjálpsemi
þeirra hjónanna er við vorum að
gera það hús íbúðarhæft. Jón var
húsasmiður að mennt og Kristjana
einn sá mesti dugnaðarforkur, sem
ég hefi kynnst. Ég var aðflutt í
Hafnaríjörð. Flest af mínu fólki bjó
þá enn vestur í Barðastrandarsýslu.
Því varð það að ráði er systur mína
Guðbjörgu Karlsdóttur og mág minn
Emil Hallfreðsson, er byggðu nýbýl-
ið Stekkjarholt, vantaði smið við
byggingu íbúðarhússins að Jón heit-
inn var fenginn til verksins ásamt
Guðna heitnum Markússyni frá
Kirkjulækjarkoti. Guðni lést um ald-
ur fram öllum harmdauði er hann
þekktu. Hann var mikill áhuga- og
dugnaðarmaður og mun frekar hafa
beðið Jón að vinna þau verk, þar sem
þurfti nákvæmni og nostur. Þeirra
samvinna var góð, og húsið á Stekkj-
arholti var byggt á mettíma.
Við hjónin áttum vissulega marga
góða að hér í Hafnarfirði og vil ég
þar að sjálfsögðu nefna tengdafólkið
mitt, en ,þó síðast en ekki síst vil
ég nefna samfélagshópinn okkar.
Það sem tengdi okkur saman var
trúin á Drottin Jesú Krist. í þeim
hópi voru Jón heitinn og Kristjana.
Margt af þessu fólki er farið heim
til Drottins, en minningarnar lifa.
Ég minnist góðra stunda á heimili
Jóns og Kristjönu, en þau voru einn-
ig nágrannar okkar á Móabarðinu.
Jón var mjög „músíkalskur" og spil-
aði á píanó. Var undravert hvað hans
hijúfu smiðshendur gátu framkallað
ljúfa tónlist. I hópnum var margt
mjög gott söngfólk og þá var sungið
og glaðst. Ekki spillti hlaðborðið
hennar Kristjönu ánægjunni. Að síð-
ustu langar mig að nefna og þakka
hjálp þeirra og samhug er ég missti
manninn minn. Slíkt gleymist aldrei.
Nú er komið að kveðjustund:
Syng þú svanur í friði,
syng með englanna liði,
(Ingibj. Sumarl.)
Kristjana mín, ég votta þér og fjöl-
skyldu þinni samúð sem og öðrum
vinum og vandamönnum Jóns heitins.
Jóhanna Karlsdóttir.