Morgunblaðið - 05.10.1995, Side 42
42 FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 1995
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
t
Ástkær móðir okkar,
INGIBJÖRG JÓHANNESDÓTTIR,
Kleppsuegi 28,
Reykjavík,
iést í Borgarspítalanum 3. september sl.
Jóhannes Þórðarson,
Hulda Þórðardóttir,
Jóna Þórðardóttir.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
FRIÐRIK HÖJGAARD,
lést á heimili sfnu 3, október,
Útförin verður auglýst síðar.
Ellý Höjgaard,
Elvar Höjgaard, Vlgdfs Agnarsdóttlr,
Friðrik Óli og EljýAgnes.
t
Faðír okkar, tengdafaðlr, afi og langafi,
SVANURLÁRUSSON,
Barónsstíg 30,
er látinn.
Sonja E. Svansdóttir, Þórir H. Óskarsson,
Lárus Svansson, Rangheiður Egilsdóttir,
Halldór Örn Svansson, Elsa E. Drageide,
Hulda Svansdóttir, Þorsteinn Jónsson,
Lára S. Svansdóttir, Geirlaugur Sigfússon,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
JÚLÍA GUÐMUNDSDÓTTIR,
Hlévangl,
Faxabraut 13,
Keflavík,
andaðist í Landspítalanum þriðjudaginn
3. október.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Guðfinnur Sigurvinsson, Gíslina Jóhannesdóttir,
Agnar Br. Sigurvinsson, Helga Walsh,
Bergljót Sigurvinsdóttir, Sigurþór Hjartarson,
Ævar Þór Sigurvinsson, Bára Hauksdóttir,
Ástríður H. Sigurvinsdóttir, Júlíus Gunnarsson,
Páll Br. Sigurvinsson,
Gróa Hávarðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginkona, móðir okkar, tengda-
móðir og amma,
GUÐRÚN SIGRÍÐUR
OTTÓSDÓTTIR,
Skógarlöndum,
Houston,
Texas,
lést á heimili sínu 4. október.
Ólafur Árni Ásgeirsson, Guðrún Ólafsdóttir,
Ottó Ólafsson, Virginia DeBruyne,
Ásgeir Ólafsson, Diana Ramos
og barnabörn.
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
GUÐNÝ EINARSDÓTTIR,
Smáraflöt 9,
Garðabæ,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju
föstudaginn 6. október kl. 13.30.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakk-
aðir, en þeim, sem vilja minnast henn-
ar, er bent á Félag nýrnasjúkra.
Jóhanna Greta Möller, Gunnlaugur Yngvi Sigfússon,
Sigríður Kristín Pálsdóttir, Snæbjörn Ólafsson,
Einar Kristján Pálsson, Árdís Bjarnþórsdóttir,
Ásgeir Heiðar Pálsson, Ingiriður Olgeirsdóttir,
Jóhann Georg Pálsson, Auður Laila Jónasdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
GUÐLAUG
JÓNSDÓTTIR OG
MICHAEL ANKER
INGEMANN HANSEN
+ Guðlaug Jóns-
dóttir fæddist á
Brekkum í Holtum
hinn 8. júní 1914.
Hún lést í Kaup-
mannahöfn 19. ág-
úst 1994. Guðlaug
var þriðja barn
hjónanna Jóns
Jónssonar frá Hár-
laugsstöðum, og
Jóninu Þorsteins-
dóttur frá Beru-
stöðum, sem lengst
af bjuggu á Neðri
Sumaríiðabæ. Guð-
laug fluttist til
Kaupmannahafnar árið 1989
og giftist Michael Anker Inge-
mann Hansen 22. apríl 1944.
Michael fæddist í Kaup-
mannahöfn 20. april 1917 og
iést þar á 78. aidursári sínu
2. apríl 1995. Guðlaug og Mic-
hael settust að á íslands-
bryggju og bjuggu til dauða-
dags á ísafjarðargötu 7. Þau
eignuðust tvo syni. Eldri son-
ur þeirra er Thorsten Inge-
mann Hansen, jfirlæknir á
sjúkrahúsinu í Arósum, f. 8.
ágúst 1944. Kona hans er Ulla
Holm Hansen og sonur þeirra
er Ole Christian Ingemann
læknanemi, f. 1. maí 1972.
Yngri sonur Guðlaugar og
Michaels er Anker Jón Hansen
sem einnig er læknir, f. 14.
janúar 1948. Hann starfar við
rannsóknir 'njá íyfjafyrirtæk-
inu Novo Nordisk. Kona hans
er María Elskær. Dóttir þeirra
er Lærke, f. 14. maí 1993.
Börn Ankers með Annette
Værling Andersen eru Thom-
as, f. 29. mars 1974, og Nina,
f. 19. júní 1979.
Guðlaug og Michael voru
bæði jarðsungin frá kirkju
Hans Tausen á íslandsbryggju
í Kaupmannahöfn.
RÚMT ár er nú liðið frá því mér
barst sú sorgarfregn að hún Lauga
frænka mín væri látin. Hún hafði
orðið bráðkvödd á heimili sínu á
íslandsbryggju í Kaupmannahöfn á
81. aldursári.
Það er nokkuð síðbúið að koma
kveðjuorðum fyrst nú á framfæri,
en endurminningin um þessa
frænku mína er tær og eilífðin á
sér heldur engin tímamörk.
Amstur hennar í mína þágu hófst
snemma, eða á fyrsta eða öðru ald-
ursári mínu þegar hún tímabundið
var til aðstoðar á heimili foreldra
minna. Þeir dagar tóku enda og hún
hélt til Kaupmannahafnar til náms
í fataiðnaði.
Fréttir af henni bárust helst þeg-
ar foreldrar hennar komu í heim-
sókn, en þau voru Jón bóndi í Neðri
Sumarliðabæ og kona hans Jónína
föðursystir mín. Ég minnist
bemskudaga þegar von var á Sum-
arliðabæjarhjónunum. Ég sat uppi
í heygarði og beið eftir því að sjá
þau koma fram Þórarinsstaðaholtið.
Þau voru alltaf á svo eftirtektar-
verðum hestum. Þá var spurt um
Laugu. Þau höfðu stundum fengið
bréf frá henni, um símtöl var ekki
að ræða á þessum tima.
Eitt sinn var umræðan hjá full-
orðna fólkinu venju fremur
Blómakrossar,
Utfarakransar &
Kjstuskreytingar
B lómaskreytingar
og afskorin blóm
við öll tækifæri
áhyggjufull. Stríðið var skollið á,
en Lauga hafði afþakkað að slást
í hópinn með öðrum Islendingum
sem komust heim með Petsamó.
Hún hafði hitt sinn lífsförunaut og
með honum kaus hún að deila kjör-
um hver sem þau yrðu.
Næstu en ekki síðustu_ fundir
okkar urðu svo árið 1954. Á hrím-
köldum vetrarmorgni fetaði ég nið-
ur landganginn á Gullfossi. Að baki
var viðburðarík sjóferð, afspyrnu
hvassviðri fyrri hluta leiðarinnar og
síðan samfelldur lagnaðarís á sigl-
ingarleiðinni meðfram Danmörku.
Skipið var sólarhring á eftir áætl-
un. Þarna úti á ísaðri bryggjunni í
nístandi frosti var frænka að bíða
eftir mér. Ég áttaði mig ekki á því
fyrr en síðar þvílík þrekraun þetta
var því þrátt fyrir kulda og kvef
var ekki hóað í leigubíl fyrr en
ferðalangurinn birtist.
Á íslandsbryggju áttu þau Lauga
og Michael maður hennar notalegt
heimili og tvo tápmikla drengi. Það
var eins og að koma heim, gestrisn-
in var þeim svo eðlislæg. Þegar við
Michael kvöddumst á jámbrautar-
stöðinni daginn eftir var handtakið
hlýtt og þannig hélst viðmótið
óbreytt í þau skipti sem við áttum
eftir að hittast. Þau voru alla tíð
svo nálæg þótt þau byggju í fjar-
lægð. Það er bjart yfir minningunni
um þau Laugu og Michael og þótt
Lauga væri Islendingur að innstu
rótum varð hún einnig góður þegn
þess lands sem hún flutti til. Sam-
hent gengu þau Michael ævibraut-
ina og náðu að halda upp á gull-
brúðkaupsafmælið. Það var góð
stund og það hreinlega geislaði af
þeim. Engan grunaði þá hye
skammt var að leiðarlokum. Ég
sendi þeirra nánustu mínar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Steinþór Runólfsson.
LlFS-FBLDiyi
/ / s t i n a ð s k r e y t a
Hlíðasmára 8 • Miðjan • Kópavogi
Símii 564 4406
Opið frá kl.\0 til 21
Lauga frænka mín og maðurinn
hennar eru horfin á braut. Okkar
kynni urðu styttri en ég vildi, en
minningin um þau er mér kær og
ég verð alla tíð mjög þakklátur fyr-
ir þ_ær stundir sem við áttum saman.
Ég hafði oft heyrt sagt frá
frændfólki mínu í Danmörku og
einu sinni heilsað upp á Laugu þeg-
ar hún var í heimsókn hér heima,
en ég kynntist þeim hjónum þó
ekki fyrr en ég fór til Danmerkur
í nám árið 1987. Ég og fjölskylda
mín höfðum ekki búið lengi þar í
landi þegar við fengum að njóta
umhyggju þeirra. Ég minnist með
miklu þakklæti heimsókna þeirra
til okkar og ekki síst til eldri sonar
míns í tilefni afa- og ömmudaganna
sem haldnir voru í leikskólanum
hans í Birkerod.
Þau voru einnig ófá skiptin sem
við fengum að njóta gestrisni þeirra
hjóna á heimili þeirra á íslands-
bryggju. Ég naut þess að spjalla
við þau bæði og spurði Laugu m.a.
um uppvaxtarár hennar og sam-
band hennar við ömmu mína. Hún
sagði mér þá eitt sinn frá þvf að
hún hefði passað hann pabba minn
rétt eins og nafna hans á afa- og
ömmudaginn. Ég hafði gaman af
því.
Lauga og Michael bárust aldrei
á og þau hafa alla tíð gefið sam-
ferðafólki sínu mikið af sér. Lauga
menntaði sig í fatasaumi og klæð-
skeraiðn. Hún vann að saumaskap
heima og margir nutu góðs af.
Heimili þeirra hjóna bar einnig
órækan vott um hæfni hennar í
handavinnu.
Að lokinni skólagöngu sinni var
Michael f siglingum. Hann gegndi
síðan herþjónustu sem liðþjálfi árin
1939 og 1940. Michael sagði mér
eitt sinn frá því að hann hefði ver-
ið á vakt í Værloselejren hinn 9.
apríl 1940 þegar Þjóðveijar her-
námu Danmörku. Hinn 8. apríl var
lýst yfir hættuástandi og það kom
í hlut Michaels og félaga hans að
undirbúa loftvarnarbyssurnar.
Þjóðverjarnir birtust eldsnemma
næsta morgun og Danir vörðust,
en þeir urðu að játa sig sigraða og
Michael fékk það erfiða hlutverk
að draga niður danska fánann. Að
lokinni herþjónustu hóf Michael
störf hjá Peerless hojtalerfabrik og
starfaði. þar lengst af sem verk-
stjóri. Michael var einnig virkur
félagi í róðrarklúbbi Kaupmanna-
hafnar um áratugaskeið.
Heimili Laugu og Michaels var
vinsæll viðkomustaður vina og
vandamanna. Þar komu margir í
heimsókn og því vissi Lauga oft
meira um það sem var að gerast
hér heima, en skyldfólk hennar. Hin
síðari ár kom Lauga einnig reglu-
lega til íslands. Ég var gestur
Laugu og Michaels í áttræðisaf-
mæli hennar að kvöldi 8. júní 1994.
Þá voru þau hjónin í góðum fjöl-
skyldu- og vinahópi. Þau voru hvort
um sig og saman hrókur alls fagn-
aðar. Það var mikið spjallað og við
fengum m.a. að sjá myndir frá
gullbrúðkaupi þeirra. í afmælinu
voru einnig systur Laugu, þær Þor-
gerður og Jóhanna, og það var fast-
mælum bundið að ég yrði samferða
þeim til íslands síðar í mánuðinum.
Ég hitti Laugu síðast þennan dag
sem heimferðin var farin. Ég kom
að heimili þeirra á ísafjarðargötu
og leit að venju upp á svalimar til
að sjá hvort frænka mín væri ekki
þar. Hún veifaði til mín og bauð
mig velkominn. Lauga og Michael
urðu síðan samferða okkur til Kas-
trup. Lauga borgaði bflinn þrátt
fyrir mótmæli okkar hinna, hún
sagðist hafa lagt til hliðar það sem
farið kostaði. Síðan buðu hjónin
okkur ferðalöngunum upp á öl. Þau
voru alltaf jafnhress og kát og töldu
það ekki eftir sér að fylgja okkur
á leið. Þegar við kvöddumst var
handtakið þétt og kveðjunni fylgdi
eins og alltaf áður mikill hlýleiki,
styrkur og hvatning.
Nokkrum vikum seinna var ég
aftur á ferðinni í Kaupmannahöfn.
Þegar ég gekk inn ísafjarðargötuna
var enginn á svölunum. Ég náði þó
að kveðja Laugu í kirkju Hans
Tausen og heimsækja Michael tví-
vegis. Mikil var sorg hans. Hann
var beygður en ekki bugaður. Mér
er það minnisstætt hve erfitt það
var þegar við kvöddumst hinsta
sinni, sérstaklega þegar ég var
kominn út og horfði upp á svalirn-
ar. Þar stóð hann og sagði „farvel
min dreng“. Lauga og Michael eru
horfin á braut, en minningin um
þau mun lifa. Blessuð sé minning
þeirra hjóna.
Runólfur Smári Steinþórsson.