Morgunblaðið - 05.10.1995, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 1995 43
Skemmtilegasta skákin
skAk
World Tradc Ccntcr,
Ncw York:
HEIMSMEISTARAEIN-
VÍGI ATVINNUMANNA
11. sept.-13. október 1995
ÚRSLITIN eru ráðin í heimsmeist-
araeinvígi atvinnumanna í New York.
Kasparov vann enn einn sigur í fyrra-
kvöld þegar hann sneri á Anand í
tímahraki og sneri erfiðri stöðu í fjórt-
ándu skákinni sér í vil. Staðan er þá
orðin 8 'A-5 ‘A og Kasparov þarf
aðeins þijú jafntefli í sex skákum til
að halda titlinum. Síðustu skákir hef-
ur hann náð að tefla af fullum styrk-
Ieika, en Anand gefíð eftir. Það eru
því hverfandi horfur á að Indveijinn
nái að snúa dæminu við.
En skákáhugamenn fögnuðu æsi-
spennandi baráttuskák í fyrrakvöld.
Anand fékk gott tækifæri til að
minnka muninn er hann náði að koma
Kasparov á óvart með því að beita
skandinavískri vöm. Áskoratidinn var
kominn með ívið betri stöðu með
svörtu eftir 15 leiki og hafnaði síðan
jafntefiisboði heimsmeistarans.
En Kasparov varðist af hugkvæmni
og í 28. leik kom hann öllum á óvart
með því að blása til gagnsóknar. Það
reyndist vendipunktur skákarinnar og
kom Anand úr jafnvægi. Indveijinn
hugsaði lengi um 29. leik sinn, komst
að rangri niðurstöðu og var þar að
auki kominn með lakari tíma. Lokin
tefldi Kasparov afar vel, en grófur
afleikur Anands í 40. leik kom í veg
fyrir að skákin yrði lengri. Mikil og
skemmtileg baráttuskák.
14. einvígisskákin:
Hvítt: Kasparov
Svart: Anand >
Skandinavísk vörn
1. e4 - d5 2. exd5 - Dxd5 3. Rc3
- Da5 4. d4 - Rf6 5. Rf3
Skandinavíska vömin hefur ekki
verið hátt skrifuð innan fræðanna
vegna þess að það brýtur gegn kenni-
setningum að svartur fer út með
drottninguna í upphafi tafls. Eini
kosturinn er sá að hvíti riddarinn á
c3 stendur í vegi fyrir hvíta c peðinu
og kemur í veg fyrir að hvítur geti
leikið c2-c4 og aukið þrýsting sinn á
miðborðið. Anand tekst sérlega vel
að nýta sér þetta.
5. - c6 6. Re5 - Be6 7. Bd3 -
Rbd7 8. f4!?
Hér hefur áður verið leikið 8. Rxd7
eða 8.”Bf4, en Kasparov vill tefla
hvassar.
8. - g6 9. 0-0 - Bg7 10. Khl -
Bf5! 11. Bc4 - e6 12. Be2 - h5 13.
Be3 - Hd8 14. Bgl
Eftir fjóra vandræðalega biskups-
leiki í röð hefur hvítur glatað frum-
kvæðinu.
14. - 0-0 15. Bf3 - Rd5!
Svartur stendur nú ívið betur vegna
veikleika hvíts á e4. Heimsmeistaran-
um er ekki sérlega lagið að koma
með áætlanir í miðtaflinu frá eigin
bijósti og það hefur sýnt sig í þess-
ari skák.
16. Rxd5 - exd5
Hér kom ekki síður til greina að
leika 16. - cxd5.
17. Bf2 - Dc7 18. Hcl - f6 19.
VIÐ upphaf einvígisins.
Rd3 - Hfe8 20. b3 - Rb6 21. a4!?
Kasparov gerir sér grein fyrir því
að baráttan um e4 reitinn er töpuð
og reynir að skapa sér mótspil á öðr-
um vígstöðvum.
21. - Rc8 22. c4 - Df7 23. a5 -
Bf8 24. cxd5 - cxd5 25. Bh4 - Rd6
26. a6 - b6!
ur Kasparov að freista þess að grugga
vatnið:
27. Re5!? - De6?!
Leikið að bragði og Anand átti nú
22 mínútur eftir. En hann hefði ein-
faldlega átt að taka riddarann. Sú
óljósa staða sem þá kemur upp er
án efa hagstæðari svarti. Kasparov
hugsaði sig nú um þangað til hann
átti aðeins 12 mínútur, en fann snjalla
leið til gagnsóknar.
28. g4! - hxg4 29. Rxg4 - Bg7?
Betra var 29. - Re4 strax.
30. Hc7! - Re4 31. Re3 -Bh3 32.
Hgl - g5!
I2IOMIEGA
vítamín og kalk
fæst í apótekinu
Eini leikurinn. 32. - f5? 33. Bh5!
leiðir til vinningsstöðu á hvítt. Báðir
teflendur áttu nú innan við 10 mínút-
ur eftir og Anand var með nokkru
iakari tíma.
33. Bg4 - Bxg4 34. Dxg4 - Dxg4
35. Hxg4 - Rd6 36. Bf2 - Rb5 37.
Hb7 - He4 38. f5! - Hxg4 39.
Rxg4 - Rc8 40. Hd7
a t> c d • f B h
40. - Hc2??
Óskiljanlegur afleikur í síðasta leik
fyrir tímamörkin. Það liggur í augum
uppi að 40. - Hc3 er eini möguleik-
inn til að halda baráttunni áfram.
Hvítur stendur að vísu betur, en úr-
slitin eru ekki ráðin.
41. Hxd5 Anand hefur misst peð og
er ennþá með slæma stöðu. Hann
kaus því að gefast upp.
Margeir Pétursson
KJÖTVÖRUR
+
Móðir mín og fósturmóðir,
JÓRUNN GUÐMUNDSDÓTTIR
frá Urriðakoti,
Kleppsvegi 124,
verður jarðsungin frá Áskirkju föstudaginn 6. október kl. 15.00.
Ragnar Júliusson,
Hildur Jónsdóttir.
t
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
HANSÍNA HANNIBALSDÓTTIR,
Þinghólsbraut 28,
Kópavogi,
sem lést 27. september, verður jarð-
sungin fró Bústaðakirkju í dag, fimmtu-
daginn 5. október, kl. 13.30.
Óskar Jensen,
Aðalheiður Óskarsdóttir,
Gústaf Óskarsson, Kristbjörg Markúsdóttir,
Málfriður G. Óskarsdóttir,
Anna Júlia Óskarsdóttir, Guðmundur Vestmann,
Ómar Óskarsson, Ólafía K. Sigurgarðsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
JÓN ÖRNINGVARSSON
vélstjóri,
Njörvasundi 18,
verður jarðsunginn frá Langholtskirkju
föstudaginn 6. október kl. 10.30.
Guðbjörg Guðmundsdóttir,
Kristín Jónsdóttir,
Guðmundur Jónsson, Birna Garðarsdóttir,
Ingvar S. Jónsson, Hjördís Sigurbergsdóttir,
Þór Örn Jónsson, Bjarnf riður Vilhjálmsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Ástkær faðir okkar og tengdafaðir,
SIGURKARL STEFÁNSSON
stærðfræðingur,
verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju
föstudaginn 6. október nk. kl. 15.00.
Anna Sigurkarlsdóttir,
Stefán Sigurkarlsson,
Guðjón Sigurkarlsson,
Sigurður Karl Sigurkarlsson,
Gísli Kristinn Sigurkarlsson,
Sveinn Sigurkarlsson,
Magnús Guðjónsson,
Anna Guðleifsdóttir,
Unnur Baldvinsdóttir,
Amalía Svala Jónsdóttir,
Arnheiður Ingólfsdóttir,
Ragnhildur Jóhannesdóttir.
/
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð
og vinarhug við fráfall og útför bróður
okkar og mágs,
STEFÁNS GÍSLA
GUÐMUNDSSONAR.
Sérstakar þakkir viljum við færa starfs-
fólki á endurhæfingardeild Landspítal-
ans, Kópavogi.
Brynhildur Guðmundsdóttir,
Ingvi B. Guðmundsson,
Agnes Kjartansdóttir,
Pétur Guðmundsson,
Björn J. Guðmundsson.
ATVINNUA UGL YSINGAR
Hafrannsókna-
stofnunin
Staða rannsóknamanns á nytjastofnasviði
er laus til umsóknar. Starfið er einkum fólgið
í innslætti, umsjón og frumúrvinnslu gagna.
Leitað er eftir starfskrafti með reynslu og
góða skipulagshæfileika.
Umsóknir, er tilgreini menntun og fyrri störf,
sendist stofnuninni fyrir 20. október nk.
Nánari upplýsingar um starfið veita Sigfús
A. Schopka og Björn Ævar Steinarsson.
Hafrannsóknastofnunin,
Skúlagötu 4, 101 Reykjavík,
sími 552-0240.
REYKJALUNDUR
Þroskaþjálfar/
hjúkrunarfræðingar
Deildarstjóra vantar að Hlein, sem er sam-
býli fyrir fatlaða á Reykjalundi.
Ennfremur vantar hjúkrunarfræðinga á hinar
ýmsu deildir.
Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri
í síma 566 6200.
Hársnyrtisveinn
Óskum eftir hársnyrtisveinum hálfan eða
allan daginn.
Upplýsingar í síma 554 6097 eftir kl. 19.00.
Salon Bezt,
Laugavegi 45A, 2. hæð.
Vélstjóri
Vélstjóra vantar á togara frá Vestfjörðum.
Upplýsingar í síma 456 3870.