Morgunblaðið - 05.10.1995, Page 48
48 FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
\ LSÐA &l
(Fyesr /t& 'Mé/z r )
Grettir
Tommi og Jenni
Ferdinand
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Krínglan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 5691329
Norræni
kórinn
Frá Tryggva V. Líndal:
KÓRAR eru merkilegt félagslegt
fyrirbæri: Varla finnst sá íslend-
ingur sem hefur ekki tekið þátt í
kórstarfi, hvort sem um er að
ræða í skólakór, kirkjukór eða
blönduðum kór.
Kórar eru jafnframt sá vettvang-
ur þar sem flestir íslendingar koma
saman til að rækta sameiginlega
sköpunarþörf sína. Hljóta þar því
fleiri starfsstéttir að blanda saman
geði en á öðrum vettvöngum.
Einnig eru kórar mikilvirkir al-
menningstenglar, milli byggðar-
laga sem og milli landa. Þannig
hafa til dæmis fjölmennustu heim-
sóknirnar milli okkar og hins ný-
fijálsa Lettlands verið í formi kór-
ferða. Eystrasaltsþjóðirnar eru nú
að viðurkenna gildi kóraheim-
sókna með því að bjóða sem flest-
um erlendum kórum á hinar árlegu
kórahátíðir sínar, til að ijúfa ein-
angrun sína.
Merkilegt fyrirbæri í kóraflóru
íslands er Norræni kórinn. Sá
hópur hefur komið saman í tvö
ár undir þessu nafni í tónlistarsal
Norræna hússins. Hefur hann
einkum sungið þjóðlög frá Evrópu-
löndunum; Norðurlöndum, Eystra-
saltslöndum og Grikklandi. Þetta
hefur leitt til samvinnu hans við
ýmis félög hérlendis auk norrænu
félaganna, svosem Vináttufélag
íslands og Lettlands, Grikkland-
svinafélagið og Vináttufélag ís-
lands og Kanada.
Sungið hefur verið mikið á
frummálunum og þá gjarnan með
þátttöku fólks frá viðkomandi
löndum.
Fjölraddaður söngur og
undirspil
Hópurinn hefur keppst við að
syngja fjölraddað, og reynt að
hvetja meðlimi sem spila einnig á
hljóðfæri til að finna þeim stað í
söngnum, t.d. píanó, gítar,
harmonikku, þverflautu, trompet,
blokkflautu og trommur.
Það merkilegasta er kannski að
hópurinn hefur ekki haft neinn
einn stjórnanda, heldur hafa hljóð-
færaleikararnir skipst á um að ljá
lið sitt. Öll starfsemi hefur verið
ókeypis, enda höfum við fengið frí
afnot af hljómleikasal og píanói
Norræna hússins utan annatíma,
einkum á sunnudagsmorgnum.
Ekki hefur hópurinn því verið
stór; að jafnaði hafa mætt sjö til
fjortán manns. Mæting hefur og
verið frjáls. Hefur þetta leitt til
virkis, hugljúfs og heimilislegs fé-
lagsanda, í anda félagsstarfs Nor-
ræna hússins.
Þátttakendur hafa verið á
ýmsum aldri. Flestir hafa þó ver-
ið á þrítugsaldri, þ.e. háskóla-
nemar og au-pair stúlkur, frá
ýmsum Norðurlandanna, en einn-
ig nýbúar þaðan og aðrir Islend-
ingar.
Kórinn hefur og tekið þátt í
Luciuhátíð Norræna hússins, og
kórfélagar hafa gjaman komið frá
ýmsum kórum og tónlistarhópum
síns nágrennis.
Kórstarf almennt er stærsti
menningarvettvangur okkar ís-
lendinga, og í skjóli þess þrífst
ýmis önnur menningarstarfsemi,
svosem bókmenntasamkomur,
trúmál og leiklist, að ógleymdri
landkynningu og annarri fræðslu.
Því er vonandi að kórar megi verða
sem fjölskrúðugastir og fjölþjóð-
legastir, til að geta sem best gegnt
þessu almenna menningarhlut-
verki sínu.
TRYGGVIV. LÍNDAL,
þjóðfélagsfræðingur,
Skeggjagötu 3, Reykjavik.
1 JUST (4EARP some
PEOPLE OVER AT THE
CHURCH 5IN6IN6 ‘'0RIN6IN6
ME NEITHER,BUT IF I EVER
? 5EE0NE,I'LLBRIN6ITIN..
S
Ég heyrði fólk í kirkjunni
syngja „Berið inn korn-
bundin".
Ég veit ekki einu sinni
hvað kornbundin er...
Ekki ég heldur, en ef ég
skyldi sjá eitt slíkt ætla ég
að bera það inn...
Stuðningsyfirlýsing
VIÐ undirrituð styðjum Margréti
Frímannsdóttur til formanns í Al-
þýðubandalaginu og teljum að með
kjöri hennar eflist á ný samskipti
verkalýðshreyfingarinnar og Al-
þýðubandalagsins.
ARI SKÚLASON,
framkvæmdastjóri Alþýðusambands
Islands,
ÁGÚSTÞORLÁKSSON,
trúnaðarmaður,
ÁRMANN ÆGIR MAGNÚSSON,
formaður Sunniðnar,
BJÖRN GRÉTAR SVEINSSON,
formaður Verkamannasambands
íslands,
BRYNJAR VIBORG,
kennari,
ELÍAS BJÖRNSSON,
formaður Sjómannafélagsins Jötuns,
ELÍNBORG JÓNSDÓTTIR,
formaður Félags opinberra starfs-
manna á Suðurlandi,
FINNUR GUÐSTEINSSON,
uppeldisfulltrúi,
GUÐRÚN KR. ÓLADÓTTIR,
varaformaður Starfsmannafélagsins
Sóknar,
HALLDÓR BJÖRNSSON,
varaformaður Verkamannafélagsins
Dagsbrúnar,
HELGIHELGASON,
trúnaðarmaður.
HJÁLMFRÍÐUR ÞÓRÐARDÓTTIR,
ritari Verkamannafélagsins
Dagsbrúnar,
KRISTÍN Á. GUÐMUNDSDÓTTIR,
formaður Sjúkraliðafélags íslands,
LEIFUR GUÐJÓNSSON,
stjómarmaður í Verkamannafélaginu
Dagsbrún,
SIGRÍÐUR ÓLAFSDOTTIR,
trúnaðarmaður,
SIGURÐUR BESSASON,
starfsmaður Verkamannafélagsins
Dagsbrúnar,
SIGURÐUR T. SIGURÐSSON,
formaður Verkamannafélagsins
Hlífar,
SNORRI ÁRSÆLSSON,
trúnaðarmaður.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í
upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt tii að ráðstafa efninu það-
an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu
efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.