Morgunblaðið - 06.10.1995, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 06.10.1995, Qupperneq 4
| r.QPÍ flStíd'l'XO HUÍUitVJ’fa&Í 4 FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 1995_____________________________________ FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ Tillögur starfshóps á vegum borgarsljóra um úrbætur í miðbæ Reykjavíkur BORGAKYFIRVÖLD hafa skipað framkvæmda- nefnd um málefni mið- bæjarins sem hafi víð- tækt umboð til þess að hrinda í framkvæmd ákvörðunum sem tekn- ar verða til úrbóta á ástandinu i miðbænum að næturlagi um helg- ar. Meðal tillagna sem starfshópur skipaður af borgarstjóra hefur skil- að í samnefndri skýrslu og fram- kvæmdanefndinni er ætlað að hrinda í framkvæmd er að sjálfræð- isaldur verði hækkaður úr 16 árum í 18 ár, reglum um opnunartíma vínveitingahúsa verði breytt, settar verði upp eftirlitsmyndavélar í mið- bænum og löggæsla aukin. Framkvæmdanefndin er skipuð til tveggja ára og er ætlað að sam- ræma aðgerðir einstakra aðila, fylgja eftir samþykktum borgarráðs og fylgjast með ástandi mála í mið- borginni. Nefndin er skipuð félags- málastjóra Reykjavíkurborgar, fsamkvæmdastjóra íþrótta- og tóm- stundaráðs, framkvæmdastjóra Þróunarfélags Reykjavíkur og lög- reglustjóranum í Reykjavík. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segir að búið sé að kortleggja vandann og nú þurfi að samhæfa krafta og samræma að- gerðir margra aðila. Sumar af þeim — aðgerðum sem grípa þurfi til séu á vald- og verksviði borgarinnar en annað á sviði dómsmálaráðuneytis og enn annað á sviði löggjafarvalds- ins. „Þar er ég ekki síst að tala um löggjöf varðandi áfengismál og reglugerðir um vínveitingaleyfi og sjálfræðisaldur,“ sagði Ingibjörg Sólrún. Lágur sjálfsræðisaldur veldur vanda Unglingar á íslandi öðlast sjálf- ræði 16 ára gamlir og lögræði 18 ára. Ingibjörg Sólrún segir að þessi staðreynd skapi mikinn vanda fyrir yfirvöld og foreldra. Hún segir að allir sem að gerð skýrslunnar komi leggi áherslu á það að það þurfi að hækka sjálfræðisaldurinn úr 16 árum í 18 ár. ísland sé líklega eina land Norður-Evrópu þar sem því er svo háttað að unglingar öðlist sjálfræði 16 ára gamlir. Meðal forgangsmála í tillögum nefndarinnar er að settar verði upp eftirlitsmyndavélar í Austurstræti, Lækjartorgi og Lækjargötu, en áætlun um slíka uppsetningu liggur fyrir hjá lögreglunni. Aðgerðum Morgunblaðið/Júlíus tiM helgar flykkjast unglingar þúsundum saman í miðborg Reykjavíkur, Sjálfræðisaldur hækki í átján ár löggæslu, félagsmálayfirvalda og íþrótta- og tómstundaráðs til að halda börnum 15 ára og yngri frá miðborginni verði haldið áfram og markvisst verði stefnt að því að fækka ungu fólki 16-19 ára frá miðborginni um helgar, t.d. með skipulagningu unglingadansleikja og lengri opnunartíma félagsmið- stöðva. 84 vínveitingastaðir í miðborginni Samtals er 91 veitingastaður starfræktur í miðborginni og af þeim hafa 84 vínveitingaleyfi. Nefndin telur það forgangsmál að opnunartíma vínveitingahúsa verði breytt. Tvær leiðir eru nefndir. Annars vegar að vínveitingastaðir loki á miðnætti eða kl. 1 og veitt verði leyfi fyrir 4-5 næturklúbba á mismunandi stöðum í Reykjavík til að hafa opið til kl. 4 eða 5 á morgn- ana. Hin leiðin er sú að opnunartími vínveitingastaða verði frjáls en sett mun strangara skilyrði um stað- setningu, hávaða, aðkomu og rekst- ur. Starfshópurinn leggur til að veit- ingamönnum verði gert skylt að hafa á áberandi stað í anddyri skilti þar sem greint er frá hámarksfjölda gesta. Reglum um leyfi til vínveit- inga verði breytt þannig að í þeim verði ströng skilyrði varðandi stað- setningu vínveitingastaða. Skilyrði til reksturs vínveitingastaða verði hert með tilliti til búsetu, ábyrgðar og sakaskrá leyfishafa og reglur um hávaða frá vínveitingastöðum verði hertar. Starfshópnum þykir eðlilegt að skoðað verði hvort út- gáfa vínveitingaleyfa eigi að vera í höndum sveitarfélga en ekki lög- reglu eins og nú er. Reykjavíkur- borg gefi út vínveitingaleyfi en lög- reglan verði umsagnaraðili. Eftirlit með vínveitingahúsum verði á veg- um sveitarfélaga. Lagt er til að borgaryfirvöld og lögregla taki höndum saman um að beina því til ríkisvaldsins að viðurlög við fram- leiðslu og dreifingu á landa verði hert og aðgangur unglinga að skemmtistöðum þar sem áfengi er selt verði hert. Aukin löggæsla Lögreglan í Reykjavík leggur til að sérstakir lögreglumenn verði ráðnir til þessara sérstæðu eftirlits- starfa og komi þeir m.a. í stað núverandi vínhúsaeftirlitsmanna. Nauðsynlegt er talið að eftirlits- menn hafi lögregluvald til þess að 1 hægt verði á markvissari hátt að | halda uppi lögum og reglu hvað j þennan þátt löggæslustarfans varð- ar og lögreglunni gert kleift að grípa fyrr inn í mál sem þurfa skjótra úrlausna við. Starfshópurinn leggur til að Austurstræti verði haldið opnu fyrir bílaumferð eins lengi og kostur er að kvöld- og næturlagi. í skýrslu starfshópsins kemur fram að , fimmtungur af fjárveitingu lög- * reglustjóraembættisins í Reykjavík | vegna yfirvinnu sé varið til að halda k uppi gæslu í miðborginni um helg- ar. Lagt er til að löggæsla verði aukin í miðborginni og að lög- gæsluáætlun frá 1991 verði fylgt eftir. í þeirri áætlun lagði lögreglan til að tvær lögreglubifreiðar, hvor mönnuð 3 lögreglumönnum, yrðu staðsettar á Lækjartorgi og í Aust- urstræti við Pósthússtræti. Jafn- i framt sé nauðsynlegt að fjölga óein- kennisklæddum lögreglumönnum á ) vakt í miðborginni um helgar. | Starfshópurinn gerir tillögur um að öll þjónusta við almenning í mið- borginni verði bætt, t.a.m. síma- þjónusta, næturakstur strætis- vagna úr miðborginni, skipulag á akstri leigubíla, komið verði upp viðunandi hreinlætisaðstöðu, snyrt- ingum fjölgað og öll umgengni í miðborginni verði bætt. | Borgarráð samþykkti jafnframt w í byrjun vikunnar tillögur að stefnu Reykjavíkurborgar i vímuvörnum | og hefur verið skipuð framkvæmda- nefnd um vímuvarnir sem í eiga sæti fulltrúar Reykjavíkurborgar og forvarnardeildar lögreglunnar í Reykjavík. Nefndin leggur til að ítrekuð verði nauðsyn þess að farið sé eftir útivistarreglum unglinga. Að mati starfshóps sem vann tillögurnar fc hefur vímuefnanotkun aukist meðal | ungs fólks og umburðarlyndi al- w mennings gagnvart þeirri þróun ■ virðist einnig hafa aukist. Starfs- hópurinn telur að þessu verði ein- ungis snúið við með samstilltu átaki allra sem tengjast og starfa með ungu fólki. Morgunblaðið/Þorkell BÁTASMIÐIRNIR með framleiðslu sína, frá vinstri: Gunnar Finnur Gunnarsson, Steini Orri Steingrimsson og Aron Þór Leifsson. Æ, íslandsmet í bréfbátagerð ÞRÍR ungir menn tóku sig til fyrir skemmstu og bjuggu til hvorki meira né minna en 123 bréfbáta á einni kiukkustund. Þessir ungu menn heita Steini Orri Steingrímsson 11 ára, Aron Þór Leifsson 10 ára og Gunnar Finnur Gunnarsson 11 ára og eru allir úr Kópavoginum. í samtali við Morgunblaðið segir Steini að Aron hafi búið yfir nauðsynlegri kunnáttu til að búa til bréfbáta. Hann hafi kennt félögum sínum vinnubrögðin. „Svo fórum við að gera þetta í skólanum og stofnuðum félag um starfsemina. Það lognaðist þó strax út af, en við fengum þá tessa hugmynd að reyna að setja slandsmet í greininni,“ segir Steini. Meðfylgjandi mynd er tekin í stofunni hjá Steina. Aðspúrður sagði hann að sennilega væru þeir ekki hættir í bréfbátagerð og væru að hugsa um að reyna að bæta metið í framtíðinni. Óseldar íbúðir í félagslega kerfinu á Vestfjörðum að sliga sveitarféiögin Andvirði íbúð-' annahundruð milljóna króna > ísafirði. Morgunblaöið. SVEITARFÉLÖG á norðanverðum Vestfjörðum eiga við gríðarlegan vanda að etja varðandi óseldar ibúð- ir í félagslega húsnæðiskerfinu. Sölu- andvirði þeirra hleypur á hundruðum milljóna króna og er ljóst að til viða- mikilla aðgerðaþarf að grípa af hálfu löggjafans og Byggingasjóðs verka- manna til að leysa vandann sem safn- ast hefur upp á undanförnum árum. Eftir áralangar tilraunir sveitar- stjórans á svæðinu til að fá félags- málaráðuneytið til að grípa til að- gerða, hefur nú verið skipuð þriggja manna nefnd sem fínna á framtíðar- lausn á þessum málum. íbúðir hafa ekki elst í 3 ár ísafjarðarkaupstaður hefur um 200 félagslegar íbúðir á sínum snær- um, af þeim eru 19 óseldar og hafa verið lengi, eða allt frá árinu 1992. Verðmæti íbúðanna er um 168 millj- ónir króna og þyrfti að afskrifa nokkrar þeirra verulega til að þær seldust, en sem dæmi má nefna að 3ja herbergja íbúð er seld á 8—12 milljónir króna í dag. Stærstur hluti þeirra er í dag á svæði sem hefur verið lýst sem hættusvæði vegna snjóflóða. Þingeyrarhreppur er með 10 íbúðir óseldar af þeim 24 sem eru | í félagslega íbúðakerfinu og er verð 1 þeirra talið um 60 milljónir króna. Reynt hefur verið að nýta óseldar íbúðir þar fyrir kennara og hjúkrun- arfólk. Sömu sögu er að segja af öðrum sveitarfélögum á Vestfjörðum, víða eru íbúðir óseldar í félagslega kerfinu vegna of hás verðlags. Nefnd þeirri sem sett hefur verið á laggirnar til að finna lausn á þessum vanda hafa ekki verið sett nein tímamörk og er S því ekki ljóst hvenær raunhæfar til- I lögur til úrbóta líta dagsins ljós.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.