Morgunblaðið - 06.10.1995, Síða 23

Morgunblaðið - 06.10.1995, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 1995l 23 Trausts- yfirlýsing samþykkt ÍTALSKA stjórnin hlaut mik- inn meirihluta er þingmenn í öldungadeildinni greiddu at- kvæði um tvær traustsyfirlýs- ingar við stjórnina í gær. At- kvæðagreiðslurnar voru til- komnar vegna frumvarps stjórnar Lambertos Dinis um einkavæðingu ríkisfyrirtækja en marxistar hafa tafið málið svo mánuðum skiptir. Málið fer nú til fulltrúadeildarinnar. Bretar afsaki hungursneyð LEIÐTOGI stærsta stjórnar- andstöðuflokks írlands krafðist þess í gær að bresk yfirvöld bæðust afsökunar á hung- ursneyðinni sem varð um einni milljón íra að aldurtila fyrir réttum 150 árum. Hungurs- neyðin var vegna uppskeru- brests á kartöflum og vegna afskiptaleysis breskra stjórn- valda að mati sagnfræðinga. Vinsældir Chiracs dala VINSÆLDIR Jacques Ciracs Frakklandsforseta dala enn, samkvæmt tveimur skoðana- könnunum sem birtar voru í gær. Er almenningur ósáttur við kjarnorkutilraunir í Suður- Kyrrahafi og skattahækkanir. Samkvæmt annarri könnunni nýtur 41% stuðnings kjósenda en fylgi hans var 54% fyrir mánuði. Samkvæmt hinni könnuninni voru 54% ósáttir • við stefnu forsetans, en voru 44% í síðasta mánuði. * Irösk olía á markað? MIKILL sjálfti fór um olíu- markaðinn í gær er fréttist _að Saddam Hussein, leiðtogi ír- aks, hygðist leyfa sölu á olíu að nýju. Samkvæmt ályktun Sameinuðu þjóðanna mega ír- akar selja takmarkað magn af olíu til að kaupa mat og hjálp- argögn fyrir. Aður en við- skiptabann SÞ var sett á, voru írakar næststærsti olíufram- leiðandi heims. Styðja ekki einhliða af- vopnun BRESKI Verkamannaflokkur- inn felldi í gær á flokksþingi sínu úr gildi ákvæði um að flokkurinn væri fylgjandi ein- hliða afvopnun. Sagði leiðtogi hans, Tony Blair að þetta væri enn eitt merki þess að Verka- mannaflokkurinn væri nútíma- legur vinstrifiokkur, sem gerði sér grein fyrir hagsmunum bresks almennings. Listaverkasala aldarinnar BÚIST er við að allt að 1,3 milljarðar ísl. kr fáist fyrir lista- verkasafn þýsks aðalsmanns en uppboð á munum úr því hófust í gær. Um er að ræða 25.000 listmuni, þar af 750 málverk eftir gömlu meistar- ana og frá síðustu öld. Sögðu uppboðshaldararnir hjá Sothe- by’s að um listaverkasölu ald- arinnar væri að ræða. Stækkun NATO til austurs Rússar sefaðir með frestun? Wasliington, Williamsburg. Reuter. RÁÐAMENN Atlantshafsbanda- lagsins, NATO, íhuga að fresta í reynd fram til 1997 öllum ákvörð- unum um stækkun bandalagsins til austurs. Heimildarmenn segja að þetta verði samþykkt á tveggja daga fundi varnarmálaráðherra NATO sem hófst í Williamsburg í Banda- ríkjunum í gær. Rússar hafa lýst mikilli andstöðu við að fyrrverandi leppríki Sovétríkjanna gömlu fái aðild að bandalaginu og segja tals- menn Moskvustjórnarinnar að af- leiðingin gæti orðið nýr klofningur í Evrópu milli austurs og vesturs. Nýlega var samin skýrsla á vegum NATO um þau skilyrði sem ný aðild- arríki yrðu að uppfylla og jafnframt var þar farið í saumana á því sem þyrfti að huga að vegna væntanlegr- ar stækkunar. Vestrænir ráðamenn hafa lagt áherslu á að reyna að sefa Rússa en jafnframt sagt að Moskvustjórnin megi ekki hafa neitunarvald hvað snerti stækkun bandaiagsins. Nýju löndin sem einkum er rætt um eru Pólland, Tékkland, Slóvakía og Ungveijaland. Heimildarmenn hjá NATO sögðu að einhver þessara ríkja myndu fá aðild ekki síðar en 1999. Reynt yrði að koma til móts við áhyggjur Eystrasaltsríkjanna þriggja með því að efla svonefnt friðarsamstarf NATO en ólíklegt er talið að fyrrverandi Sovétlýðveldi fái aðild fyrr en síðar þar sem Rússar eru enn viðkvæmari gagnvart þeim en leppríkjunum fyrrverandi. Willy Claes, framkvæmdastjóri NATO, sagði á blaðamannafundi ,í Washington á miðvikudag að banda- lagið legði mikla áherslu á að sann- færa Rússa um að NATO hefði ekk- ert illt í hyggju gagnvart þeim. Það væri hins vegar friði síst til fram- dráttar að fyrrverandi kommúnista- ríki á vesturjaðri Rússlands yrðu á eínhvers konar gráu svæði í öryggis- málum Evrópu. Öfug áhrif Claes sagði að þjóðirnar væru fijálsar og hefðu lýðræðislegan rétt á að ganga í bandalagið ef þau teldu það þjóna hagsmunum sínum. Hörð andstaða Rússa við stækkun hefði allt önnut- áhrif en þeir ætluðust til, hún yki enn frekar áhuga nýfijálsra ríkja í Mið- og Austur-Evrópu á aðild. Pavel Gratsjov, varnarmálaráð- herra Rússlands, hefur gengið svo langt að segja að hætta á vopnuðum átökum myndi stóraukast ef af stækkuninni yrði. Ákafir þjóðernis- sinnar og kommúnistar í stjórnar- andstöðu í Rússlandi reyna mjög að höfða til almennings með því að leika á strengi ótta við NATO og meint samsæri Vesturveldanna gegn Rúss- um. Þingkosningar verða í Rússlandi í desember og forsetakosningar á næsta ári. Gorbatsjov íhugar framboð New York. Reuter. MÍKHAÍL Gorbatsjov, síðasti forseti Sovét- ríkjanna, íhugár enn að hefla aftur þátttöku í stjórnmálum og bjóða sig fram til forseta í Rússlandi á næsta ári. Gorbatsjov er 64 ára gamall. Hann segist ekki geta hætt að vinna og vera ófær um að setjast í helgan stein strax. Forsetinn fyrrver- andi er á fyrirlestraferð í Bandaríkjunum og fyrir skömmu var hann í forsæti ásamt George Bush, fyrrverandi Bandaríkjafor- seta, og Margaret Thatcher, fyrrver- andi forsætisráðherra Bretlands, á ráðstefnu um alþjóðamál í San Francisco. Gorbatsjov hefur miklar tekjur af fyrirlestrum sínum og ráðt- efnuhaldi erlendis en eftirlaun hans í Rússlandi eru aðeins sem svarar um 30.000 krónum á mánuði. „Ég verð að segja að því meir sem ég ferðast um Rússland þeim mun meiri áhuga fæ ég á því að bjóða mig fram til forseta því að mér finnst að almenningur hvetji mig til þess,“ sagði Gorbatsjov í New York. Stjórnmálaskýrend- ur eru þó á öðru máli og skoðanakannanir gefa til kynna að fylgi Gorbatsjovs sé sáralit- ið. Flestir Rússar virð- ast kenna honum um félagslega upplausn og slæmt efnahagsástand, kommúnistar segja skyndilegt hrun Sovétríkjanna honum að kenna. Fáir landar hans virðast telja að endalok kalda stríðsins og aukið frelsi og mannréttindi heima fyrir séu Gorb- atsjov að þakka. Míkhaíl Gorbatsjov VINSÆLASTI SÖNGLEIKUR ALLRA TÍMA ATRIÐI ÚR ROCKY HORROR BRIMBORG KL13:00 OG 10-11 GLÆSIBÆ KL 15:00 Knorr pasta lasagnette 274 g IMirist poki 200 g_ I Á. kr. _1 8íl kr. Þykkar Leggings sokkabuxur (stretch-lycra) svartar og bláar. 998 kr. Opal negrakossar 6 stk__39 kr. Kraft dressing Creamy Italian (2 fyrir 1) . 2stk. 98 kr. Rautt og hvítt grape ferskt____________________ _84 kr. Uncle Ben's Bolognese-sósa og Barilla-spaghetti 500 gr. saman í pakka 199 kr. Munið heita matinn hádeginu alla daga og á föstudagskvöldum! VöttakJil . Kaungarður L f MJÓDD llet 1 .098Ar./v<s’ balæri 799 kr./kg -innanlæri ____1 .298 Svínarifjasteik 398 kr./kg Rauóvínsleginn lambahryggur __________669 kr./kg Bayonneskinka 998 kr./kg KJúklingar 598 kr./kg

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.