Morgunblaðið - 06.10.1995, Page 27

Morgunblaðið - 06.10.1995, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 1995 27 011 ævintýri enda vel Möguleikhúsið frumsýnir Ævintýrabókina, nýtt bamaleikrit, á morgun, laugardag. Þröstur Helgason fylgdist með æfíngu og ræddi við höfund og leikstjóra verksins. Morgunblaðið/Jón Svavarsson FRÁ æfingu á Ævintýrabókinni. Grimmileg Hefnd sýnd í MÍR „GRIMMILEG hefnd Stakhs konungs" nefnist kvikmynd sem sýnd verður í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, næstkomandi sunnudag kl. 16. Myndin var gerð í Hvíta- Rússlandi um 1980 undir leik- stjóm Valeríjs Rúbintsiks og fjallar um dularfulla atburði sem gerðust í skógarhéruðum Hvíta-Rússlands í lok 19. ald- ar. Kvikmyndin hlaut aðal- verðlaunin á alþjóðlegri hátíð kvikmynda um dularfulla at- burði á Ítalíu 1980, verðlaun dómnefndar á hátíð í Montre- al á sama ári og sérstaka viðurkenningu á tíundu al- þjóðlegu kvikmyndahátíðinni í París. Skýringar með myndinni eru á ensku, aðgangur er ókeypis og öllum heimill. ÓLAFUR Liljurós. Olía á striga. 1995. Fyrir fjörð VIGNIR Jóhannsson opnar sýningu í Listasetrinu Kirkju- hvoli, Akranesi á morgun laugardag kl. 14. •A sýningunni verða skúlp- túrar (uppstillingar) og mál- verk, þar sem meginþemað er rómantísk hugleiðing - fyrir ijörð -. Verkin eru öll ný og unnin á þessu ári. Þetta er fyrsta sýning Vignis eftir sýninguna sem haldin var á Gallerí Borg síð- astliðinn vetur. Við opnun munu Steinunn Birna Ragnarsdóttir og Auður Hafsteinsdóttir leika á píanó og fiðlu. Þá mun Jakob Þór Einarsson leikari lesa upp. Sýningin stendur til 22. október. Listasetrið er opið virka daga frá kl. 16-18 og um helgar frá kl. 15-18. Fagleg ráðgjöf UM helgina mun Davíð Art Sigurðsson verða unnendum sígildrar tónlistar til ráðgjafar og leiðbeiningar í verslunum Skífunnar. Davíð hefur með höndum umsjón með Lista- manni mánaðarins í verslun- um Skífunnar. Viðvera Davíðs verður sem hér segir; Stórverslun Skíf- unnar Laugavegi 26, laugar- daginn 7. október kl. 13-16, Verslun Skífunnar í Kringl- unni, sunnudaginn 8. október kl. 14-17. Árni sýnir í Galleríi Sævars Karls ÁRNI Ingólfsson opnar sýn- ingu í Galleríi Sævars Karls í dag, föstudag. Árni hefur tekið þátt í fjöl- mörgum samsýningum bæði erlendis og hérlendis og má nefna að þetta er 13. einka- sýning hans. HVAR LIGGJA mörkin á milli veru- leika og ævintýris? Er veruleikinn kannski bara ævintýri? Eða er ævin- týrið veruleiki? Leikritið Ævintýra- bókin svarar ef til vill ekki þessum spurningum en það gefur bömum (og fullorðnum) tækifæri til að upp- lifa sig á mörkum þessara heima, hverfa úr vemleikanum inn í ævin- týrið án nokkurra vandkvæða. Úlfur eltur í leikritinu segir frá stelpuhnát- unni Dóru sem hefur lesið stóru ævintýrabókina sína svo oft að hún kann hana utanað. Dag einn þegar hún situr og les bregður hins vegar svo við að ævintýrin breytast og taka á sig óvænta mynd. Úlfurinn neitar að taka þátt í sögunni um Rauðhettu, hann vill upplifa ný ævintýri og fer á flakk um bókina hennar Dóru. Þessi ævintýra- mennska úlfsins setur auðvitað allt á annan endann í bókinni; þið get- ið rétt ímyndað ykkur að Prinsess- unni á bauninni þykir ekki skemmtilegt að fá úlf í heimsókn. Dóra ákveður því að fara sjálf inn í bókina og leita úlfinn uppi og koma honum á sinn stað. Úr þessu verður æsispennandi eltingarleikur þar sem við sögu koma Mjallhvít, Óskubuska, Stígvélaði kötturinn, Prinsessan á bauninni og fleiri góð- kunnar ævintýrapersónur. Pétur Eggerz, höfundur og leik- stjóri verksins, segir að fólk gangi iðulega út frá því að ævintýri endi alltaf á sama hátt. „Við vitum að úlfurinn gleypir ömmuna í ævintýr- inu um Rauðhettu en svo kemur veiðimaðurinn og allt endar vel. En í þessu leikriti setjum við spurn- ingarmerki við þetta, hvort ævin- týrið fari eins og það á að fara. Vandinn sem verkið snýst um er sem sé sá hvort úlfurinn fer aftur á sinn stað svo að sögunni um hann og Rauðhettu vindi fram eins TÓNLEIKARÖÐ Leikfélags Reykjavíkur verður hleypt af stokk- unum þann 10. október næstkom- andi. Þá hefst dagskrá sem verður í leikhúsinu hvert þriðjudagskvöld kl. 20.30. Tónleikaröðin mun standa í allan vetur fram á vor. Flestir tónleikarnir munu fara fram á Stóra sviði leikhússins en nokkrir verða á því litla. Tónleikarir eru af öllu tagi og spannar þannig allt litróf tónlistar, allt frá klassík yfir i popp með öllu þar á milli. Lögð hefur verið áhersla á að hafa metnað og fjölbreytni í öndvegi. Dagskrá Tónleikaraðar fram að áramótum: 10. október 3-5 hópurinn. Níu góðkunnir tónlistarmenn flytja kvintetta og eitt tríó. Litla svið. 17. október Sniglabandið. 10 ára afmælistónleikar. Popptónleikar á Stóra sviði. 24. október Rannveig Fríða Braga- dóttir, Pétur Grétarsson og Chal- umeaux tríóið. Nútímatónlist á Stóra sviði. SALA á bók með myndum af listaverkum impressjónista sem sýnd hafa verið að undanförnu í Pétursborg, hefur farið fram úr björtustu vonum. Um er að ræða um 74 listaverk sem sovéski her- inn hafði á brott með sér frá Þýskalandi í lok hcimsstyrjaldar- innar síðari og hafa verið hulin sjónum almennings þar til nú. Nú þegar hafa um 170.000 eintök verið prentuð og 50.000 eintök bætast fljótlega við. Sýningin, sem átti að renna sitt skeið í næsta mánuði, hefur verið fram- lengd um fjóra mánuði vegna mikillar aðsóknar. og henni ber að gera. En auðvitað fer þetta allt vel að lokum. Öll ævintýri enda vel. Þetta er kannski frekar spurning um það hvernig ævintýrið fer að því að enda ems og það endar.“ Pétur segir að einfaldleiki ein- kenni stílinn á uppfærslu leikrits- 31. október Kristinn Sigmundsson og Jónas Ingimundarson. Svana- söngurinn á Stóra sviði. 7. nóvember Caput-hópurinn. Skandinavísk nútímaverk flutt af 20 manna hljómsveit. 14. nóvember Mezzoforte ásamt Kombóinu á Stóra sviði. 21. nóvember Skref - tónleikar ungra listamanna í tilefni af útkomu 9 geisladiska með nýjum upptökum þeirra. Klassísk tónlist á Stóra sviði. 28. nóvember Bubbi Mortens ásamt hljómsveit. Popptónleikar á Stóra sviði. 5. desember Jazzía. Meðal hljóð- færaleikara eru Ragnar Bjarnason, Egill Ólafsson, Sigurður Flosason og Stórsveit Reykjavíkur. Á Stóra sviði. 12. desember Trio Nordica. Tríóið hefur haslað sér völl á innlendum sem og erlendum vettvngi á undan- förnum misserum. 19. desember Páll Óskar og Kósí. Jólastemnming í Borgarleikhúsi. Dagskrá seinni hluta tónleika- raðar verður kynnt síðar en meðal þátttakenda eftir áramót verða: Signý Sæmundsdóttir, Söngsveitin Fílharmónía, Stórsveit Reykjavíkur, Gunnar Guðbjörnsson, Ingveldur Ýr Jónsdóttir, Blásarakvintett Reykjavíkur, Pétur Grétarsson og margir fleiri. Miðaverði á alla tónleikana verð- ur stillt í hóf. Dagskrá Tónleikaraðarinnar var valin þannig að snemmsumars var öllu tónlistarfólki gefinn kostur á , að sækja um þátttöku. Mikill fjöldi umsókna barst, sem svo var valið úr. Ráðgjafarnefnd, skipuð tónlist- arfólki, mat umsóknirnar. Tónleika- röðin er ákvörðuð og skipulögð af Leikfélagi Reykjavíkur með sér- stökum fjárstuðningi Reykjavíkur- borgar. ins. „Við byggjum mikið á lýsingu og litskyggnum. Við vörpum mynd- um af skóg og öðru á vegg til að nota sem bakgrunn á sviðinu. Við höfum líka lagt mikið í búninga og liti í búningunum. Við reynum hins vegar að hafa sem fæsta hluti á sviðinu. Þetta reynir auðvitað meira á leikarana, þeir hafa lítið til að styðja sig við. Það reynir því mikið á látbragð þeirra og tækni en ég er með úrvalsleikara, heil- steyptan hóp sem hefur gert mjög heilsteypta sýningu." Sex Ieikarar eru í sýningunni, Erla Ruth Harðardóttir, Ingrid Jónsdóttir, Alda Arnardóttir, Stef- án Sturla Siguijónsson, Bjami Ing- varsson og Guðni Franzson. Tónlist og dansar eru stór þáttur í sýning- unni. Guðni Franzson hefur samið tónlistina en hann sér einnig um flutning hennar ásamt því að fara með tvö lítil hlutverk í sýningunni. Lára Stefánsdóttir hefur samið 'dansa. Leikmynd og búninga hann- ar Messíana Tómasdóttir og um Iýsingu sér David Walters. Fj ölskyldusýning Leikritið er frumsamið og segir Pétur að síðan Möguleikhúsið tók til starfa fyrir fimm árum hafi það lagt metnað sinn í að sýna ný leik- rit. „Við værum ekki að gera börn- unum mikin greiða með því að sýna alltaf gömul verk en við höfum orðið vör við að foreldrar vilja helst fara með börnin sín á verk sem þau sáu sjálf þegar þau voru krakkar. Ég býst hins vegar við að það sé eins hjá börnum og fullorðnum að þau vilja sjá eitthvað nýtt, upplifa nýja sögu.“ Að sögn Péturs er sýningin ætl- uð börnum frá þriggja til tíu ára aldurs. „Ég hugsa þó að leikritið höfði jafnt til fullorðinna og barna og geti því talist til fjölskyldusýn- inga. Þetta er spennandi leikrit enda vilja börnin hafa þau þannig, það verður alltaf að vera eitthvað að gerast." Ævintýrabókin er viðamesta sýning Möguleikhússins til þessa en sýnt verður í húsnæði þess. Sýningar verða á laugardögum kl. 16 og á virkum dögum kl. 10 og 14. FRÚ Vigdís Finnbogadóttir, Tumi Magnússon og Jens Olesen ísland í tvíæringi 22. ALÞJÓÐLEGI tvíæringiir- inn var haldinn í Sao Paulo í Brasilíu í október til desember á síðastliðnu ári. Fulltrúi Is- lands var Tumi Magnússon myndlistarmaður og fengu verk hans góðar viðtökur. Ein milljón manns skoðaði þær sýningar sem settar voru upp. Þátttakendur voru frá 70 löndum og voru sýnd yfir 2.000 verk eftir 206 listamenn. Sljórn tvíæringsins fyrir árið 1994 veitti þremur alþjóð- legum listamönnum sérstaka viðurkenningu fyrir framlag þeirra til tvíærings. Tumi Magnússon var einn þessara þriggja listamanna. Jens Oles- en, sem situr í stjórn tvíær- ingsins, kom sérstaklega til landsins af þessu tilefni til ad afhenda honum viðurkenning- una. Um leið afhenti Olesen forseta Islands heiðurspening stjórnarinnar en slikan heiður hafa einungis tveir þjóðhöfð- ingjar hlotið áður og var ann- ar þeirra fyrrverandi forseti Frakklands, Fran^ois Mitter- and. Jens Olesen afhenti einn- ig forsetanum boðsbréf á næsta tvíæting í Sao Paulo sem opnaður verður haustið 1996. Island verður meðal þátt- takenda á næsta tvíæringi að ári. Fyrir utan framlag þátt- tökuþjóðanna verða á þessum tvíæringi stórar alþjóðlegar sérsýningar á verkum Picass- os, Klees, Edvards Munch, Louise Bourgoise, Bruce Neu- mann, Cy Towmbly svo að ein- hverjir séu nefndir. Sýningarnefnd um íslenska myndlist erlendis, sem starfar á vegum menntamálaráðu- neytisins, sér um þátttöku ís- lands. í nefndinni sitja Bera Nordal formaður, Halldór Ás- geirsson myndlistarmaður og Þorgeir Ólafsson deildarsér- • fræðingur. Tónleikaröð í Borgarleikhúsi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.