Morgunblaðið - 06.10.1995, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 06.10.1995, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 1995 31 Morgunblaðið/RAX ent vænt? Forsætisráðherra um frumvarp til laga um breytingu á gildistöku ákvæða lyfjalaga Allir vissu að gildistökunni yrði frestað • Heilbrigðisráðherra lagði í gær fram á Al- þingi frumvarp um breytingu á lyfjalögum þar sem kveðið er á um frestun gildistöku tveggja kafla. Sætti ráðherra harðri gagnrýni þriggja þingmanna Alþýðuflokksins. íefur færst í vöxt hér á irtan Magnússon kann- irinnar og komst að því im gildi lífræns búskap- r um framkvæmdina. Morgunblaðið/Kjartan Magnússon cu á móti vottorðum um lífrænar rtofunni Soil Association fyrir iigurjónsson og Siguijón Eyjólfs- , Grétar og Guðni Einarssynir, tursson, fulltrúi Neytendasamtak- ar Túns, sem afhenti vottorðin. "amleiðslu nautgripa- og sauðfjárrækt og garðyrkju- og gróðurhúsaframleiðsla. Hið helsta, sem kemur í veg fyrir að hún teljist vera lífræn, er notkun tilbúins áburðar við hana. Hefðbundin Undir þessa skilgreiningu heyrir stór hluti landbúnaðar í Evrópu og hluti íslensks landbúnaðar. Við hann er notað mikið af tilbúnum áburði, lyfjum og ýmsum öðrum efn- um. Verksmiðja Við svokallaða verksmiðju- framleiðslu eru ýmis hjálparefni notuð á flestum stigum framleiðslunnar, svo sem lyf og hormónar, en þó ekki hér á landi. Þröngt er um búféð, einkum í alifugla- og svínarækt, og það nýtur engrar útivistar. Slíkur landbúnaður er lengst frá því að teljast sjálfbær. máli, enda er hún staðfesting þess að um ósvikna vöru sé að ræða. Fyrr á þessu ári gaf landbúnaðar- ráðuneytið út reglugerð um lífræna landbúnaðarframleiðslu í samræmi við lög um sama efni sem samþykkt voru um áramót. Samkvæmt henni er gert ráð fyrir að einkareknar skoð- unarstofur annist vottunina. Hingað til hafa lífrænir bændur farið þá leið að verða sér úti um vottun frá breskri skoðunarstofu, Soil Association og hefur Vottunarstofan Tún annast milligöngu. Gunnar Á. Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Túns, segir það ástand vera tímabundið enda sé stofan nú að búa sig undir að sækja um fag- gildingu og starfsleyfi til ráðuneytis- ins. „Um leið og slíkt leyfi hefur fengist væntum við þess að ekki þurfi lengur að skipta við Soil Assoc- iation. íslensk vottunarstofa er mikil- vægur liður í því að lífrænn landbún- aður geti eflst og dafnað hér á landi.“ Ágreiningur og samstarfsörðugleikar Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hefur verið um nokkrar deil- ur að ræða á milli ýmissa forráða- manna lífrænu hreyfingarinnar ann- ars vegar og þeirra aðila hjá land- búnaðarráðuneytinu og Bændasam- tökunum sem fjalla um lífrænan landbúnað. Að nokkru leyti virðist vera um persónulegan ágreining að ræða en deiluefnin snúast helst um stefnu og starfshætti varðandi framgang líf- ræns landbúnaðar. Þá virðist sú leið nokkurra lífrænna bænda, að láta breska vottunarfyrirtækið Soil Association votta framleiðsluna, hafa vakið litla hrifningu hjá Bændasamtökunum, sem telja að einungis eigi að votta samkvæmt ís- lenskum lögum og reglu- gerðum. Þessir örðugleikar komu meðal annars í ljós í tengslum við heimsókn stjórnarmanna IFOAM hingað til lands. Var ákveðið að hin- ir erlendu gestir myndu skoða lífræn bændabýli á Suðurlandi að loknum aðalfundi og ráðstefnu samtakanna á Hótel Sögu. Bændasamtökin og landbúnaðarráðuneytið voru gest- gjafar fundarins og ráðstefnunnar en Fagráðið stóð að skoðunarferð- inni. Landbúnaðarráðuneytið og Bændasamtökin óskuðu eftir að fá að hafa þijá fulltrúa sína með í ferð- inni en var synjað um það rneð bréfi, sem undirritað var af Úlfi Óskars- syni, formanni Fagráðsins. Úlfur staðfesti þetta í samtali við Morgunblaðið en tók skýrt fram að umræddir samstarfsörðugleikar ættu rót sína að rekja til þeirra starfsaðferða, sem gætt hefði hjá ákveðnum einstaklingum innan stjórnkerfisins, sem um lífrænan landbúnað hafi fjallað. „Ákveðnir einstaklingar í stjórn- kerfinu vilja ráðskast með lífrænan landbúnað og koma stefnumótun, stjórnun, vottun og eftirliti þar að lútandi undir ríkisvaldið eða stjórn- kerfi hins hefðbundna landbúnaðar. Ég tel hins vegar að frumkvæðið eigi að koma frá bændunum sjálfum,“ segir Úlfur. _ Gunnar Á. Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Vottunarstofunnar Túns hf., telur einnig að afskipti stjómkerfis landbúnaðarins hafi farið í rangan farveg. í því sambandi nefn- ir hann sérstaklega stefnu og starfs- hætti átaksverkefnisins Áforms og ráðunautar Bændasamtakanna. „Lífrænn landbúnaður á ekki að snúast um meira skrifræði og aukna valdstjórn, heldur um aukna ábyrgð einstaklinganna á eigin umhverfi og tilveru. Til þessa hefur frumkvæðið að meginhluta verið hjá bændunum sjálfum. Samtök þessara bænda völdu sjálf þá leið að efna til sam- starfs við neytendur, verslun og sveit- arfélög um stofnun óháðrar vottunar- stofu með aðstoð virtrar skoðunar- stofu í Bretlandi. En á meðan við erum að byggja upp, hægt og örugg- lega, framleiðslu, eftirlit, vottun og markaðsmál lífrænna vara, virðast þessir aðilar ætla að bregða fæti fyr- ir uppbyggingarstarf lífræna geirans með því að koma upp öðru kerfi í samkeppni við okkur og það með tilstyrk almannaijár. Jafnvel má sjá merki þess að ýmsir vilji koma á ríkiseinokun í vottunarmálum. Nær væri að nota ljármuni átaksverkefnisins Áforma til að stofna sjálfstæðan sjóð, sem einstakir aðilar gætu sótt í á fagleg- um grunni. Hins vegar ber að fagna því að landbúnaðarráðuneytið hefur nú sett lög og reglugerð um lífræna landbúnaðarframleiðslu," segir Gunnar. „Nauðsynlegt að leysa hnútinn“ Jón Erlingur Jónasson, aðstoðar- maður landbúnaðarráðherra, segir að ráðuneytið kannist ekki við að stjórnvöld séu að reyna að ná frum- kvæðinu í lífrænum landbúnaði af bændum. „Ráðuneytið hefur tvímælalaust hvatt til þess að einkaframtakið fái að njóta sín á þessu sviði. í reglu- gerð um lífræna landbúnaðarfram- leiðslu er til dæmis gert ráð fyrir því að einkareknar skoðunarstofur með löggildingu og starfsleyfi frá landbúnaðarráðuneytinu annist vott- un afurðanna. Enn hefur engin stofa sótt um slík leyfi en við teljum brýnt að af því verði sem fyrst.“ Jón Erlingur segir að ráðuneytinu hafi þótt það mjög miður að fá ekki að senda fulltrúa með í skoðunarferð erlendu gestanna um lífræn býli á Suðurlandi. „Þetta er ekkert stórmál í sjálfu sér en okkur kom þó á óvart hve harkalegt svar við fengum við sjálfsagðri og saklausri beiðni um slíkt frá Fagráði í lífrænni fram- leiðslu. Það er nauðsynlegt að leysa þennan hnút sem málið er komið í svo það skaði ekki framtíð lífræns búskapar á íslandi og ráðuneytið er tilbúið að leggja sitt af mörkum svo af því megi verða.“ Ólafur R. Dýrmundsson ráðunautur kannast ekki við að aðilar í stjórnkerfi landbúnaðarins vilji ráðsk- ast með lífrænan landbún- að. „Lífrænn búskapur er enn sem komið er merkilegt þróunarverkefni, sem nauðsynlegt er að hlúa að. Við hjá Bændasamtökunum teljum okk- ur vera að gera það enda er mikið um að bændur hafi samband til að fá upplýsingar og ráðleggingar um lífrænan búskap. Starf frumkvöðl- anna er merkilegt en ég minni á að þessi þróun má aldrei verða einka- mál fáeinna manna heldur er grund- vallaratriði að unnið verði að henni í góðu samráði allra bænda og sam- taka þeirra.“ VIÐ setningu lyfjalaga í júní 1994 var ákveðið að fresta gildistöku kafla laganna um stofnun lyfjabúða og lyfsöluleyfi og um lyfjaverð til 1. nóvember næstkom- andi, en samkvæmt frumvarpi heil- brigðisráðherra, sem lagt var fram í gær, frestast gildistakan til 1. júlí á næsta ári. Ingibjörg Pálmadóttir, heil- brigðisráðherra, sagði m.a. þegar hún fylgdi frumvarpinu úr hlaði að lyfjalög væru í grundvallaratriðum byggð á skuldbindingum sem ís- lendingar hefðu undirgengist með aðild að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Við setningu lag- anna hafi verið ákveðið að fresta gildistöku umræddra kafla til 1. nóvember 1995, en markmiðið með frestun hafi verið að skapa svigrúm til að meta áhrif laganna að öðru leyti á lyfjaneyslu og lyfjadreifingu í landinu. í þeim tilgangi hafi heil- brigðisráðherra skipað nefnd 29. júlí 1994, sem í eiga sæti fulltrúar allra þingflokka, en nefndinni var ætlað að skila ráðherra skýrslu fyr- ir 1. september 1995. Ingibjörg sagðist hafa beðið nefndina 26. apríl að hraða störfum og skila skýrslu um stöðu mála fyrir 1. júlí sl., en meirihluti nefnd- arinnar hafi þá sagt að áhrifa lyfja- laganna væri ekki enn farið að gæta í þeim mæli að hægt væri að meta áhrif þeirra. Ástæðan væri m.a. sú að dregist hefði að setja ýmsar reglugerðir sem fylgja ættu lögunum um nánari útfærslu og framkvæmdir. Það væri því mat nefndarinnar að áhrifa nýrra lyfja- laga og EES-samningsins á lyfja- notkun og lyfjakostnað almennings og hins opinbera hér á landi fari fyrst að gæta að einhveiju marki á næsta ári. Sagði Ingibjörg að af þessum sökum hefði hún lagt fram frum- varp til laga sl. vor þar sem gerð var tillaga úm að gildistöku um- ræddra kafla laganna yrði frestað til 1. júlí 1996, en samkomulag hafi orðið um að fresta afgreiðslu frumvarpsins nú til haustþings, og þvi væri það nú lagt fram að nýju. Duttlungar heilbrigðiráðherra Þrír þingmenn Alþýðuflokksins, þeir Sighvatur Björgvinsson, Guð- mundur Árni Stefánsson og Össur Skarphéðinsson, gerðu harða hríð að heilbrigðisráðherra vegna frum- varpsins, sem þeir sögðu ekki byggjast á rökum heldur væri það tilefnislaust og byggðist á duttlung- um heilbrigðisráðherra. Gerðu þeir m.a. að umtalsefni yfirlýsingar heilbrigðisráðherra í fjölmiðlum um breytingar sem hún teldi að gera þyrfti á lyfjalögunum, og einnig létu þeir að því liggja að ríkið gæti verið skaðabótaskylt gagnvart þeim sem lagt hefðu í fjár- festingar á þeim grundvelli að gildi- staka umræddra kafla laganna yrði 1. nóvember næstkomandi. Lýstu þeir eftir afstöðu þingmanna Sjálf- stæðisflokksins í þessu máli og þá sérstaklega afstöðu Árna M. Mathi- esen, en þeir sögðu málið vera próf- stein á afstöðu hans til frjálsrar verslunar. Tilkynnt um frestunina síðastliðið vor Davíð Oddsson, forsætisráð- herra, sagði að síðastliðið vor hefði legið fyrir að meirihluti væri fyrir því að samþykkja umrædda frestun á gildistöku lagaákvæðanna og þá .. hefði verið tilkynnt að þessu yrði breytt. Heilbrigðisráðherra væri því ekki að segja neitt annað en til- kynnt hefði verið bæði þingi og þjóð síðastliðið vor. Vakti forsætis- ráðherra sérstaka athygli á því að frumvarpið væri ekki um efni máls heldur tímasetningar og um það bæri að ræða, og ítrekaði hann að allir hefðu vitað að gildistökunni yrði frestað og heilbrigðisráðherra væri að vinna að málinu með ná- kvæmlega sama hætti og henni bæri að gera. Árni M. Mathiesen sagði að hann hefði áhyggjur af því ef gildistöku lagaákvæðanna yrði frestað, og vís- aði hann í máli sínu til þess að* þegar frumvarpið hafi verið af- greitt á þingfundi Sjálfstæðis- flokksins hafi hann haft um það fyrirvara þar sem hann væri ekki sannfærður um að það væri rétt og nauðsynlegt að fresta því að umræddir kaflar laganna taki gildi. Engar grundvallar- breytingar Ingibjörg Pálmadóttir, heil- brigðisráðherra, sagði að hún hefði engar grundvallarbreytingar boðað á lyfjalögunum en hún teldi hins vegar fulla ástæðu til að fara var- lega í þessu máli. Hún sagði málat- ilbúnað þingmanna Alþýðuflokks- T~ ins ekkert annað en útúrsnúning, sem væri fallinn til þess eins að skemmta skrattanum. Sagði hún aðalatriðið í málinu vera það að ganga þannig frá hnútunum að ekki þyiTti að breyta lyfjalögunum margsinnis eftir gildistöku þeirra. í máli Ingibjargar kom fram að þeir sem hug hefðu á að stofna lyfsölur samkvæmt lyfjalögunum þyrftu að sækja um leyfi til heil- brigðisráðuneytisins, en frá því hún hefði komið til starfa í ráðuneytinu síðastliðið vor hefði engin slík um- * sókn borist. Ásta R. Jóhannesdóttir, Þjóð- vaka, Margrét Frímannsdóttir, Al- þýðubandalagi og Kristín Ástgeirs- dóttir, Kvennalista, sögðu í umræð- um um fruinvarpið að þær styddu frestun gildistöku umræddra kafla lyfjalaganna. , Líf rænar af- urðir 10-50% dýrari

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.