Morgunblaðið - 06.10.1995, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 06.10.1995, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 1995 37 MINNINGAR hann mér við að mæla þvermál matardisksins og ummál hans. „Deildu svo þvermálinu í ummálið, Ingi minn,“ sagði Sigurkarl bros- andi. Þegar út kom 3.14159253589793... bætti hann við og sagði „þetta er pí og hlutfall- ið gildir um alla hringi." Eftir það hafði ég pí á hreinu gegnum allan menntaskólann og síðan. Ég sendi öllum börnum Sigur- karls og Sigríðar dýpstu samúðar- kveðjur mínar og konu minnar, Rögnu. Ingi R. Helgason. Þakkir frá Menntaskólanum í Reykjavík Vorið 1902 fæddist hjónunum á Kleifum í Gilsfirði, Önnu og Stef- áni, sonur, sem þau nefndu Sigur- karl. Drengurinn ólst upp á stóru heimili foreldra sinna í návist afa síns og ömmu, sem vissi allt, kunni allt. Attatíu og þriggja ára sagðist Sigurkarl alltaf eiga heima á Kleif- um, og hann hefði farið þangað fimm sinnum það sumarið. Sigurkarl átti líka heima í Menntaskólanum í Reykjavík, þó að hann kenndi víðar. Sigurkarl settist í stærðfræði- deild Menntaskólans hgustið 1920, ári eftir að hún var stofnuð. Hann lauk stúdentsprófi 1923 og hlaut hæstu einkunn í stærðfræðideild. Hann sigldi til Kaupmannahafnar og lagði stund á stærðfræði, eðlis- fræði, efnafræði og stjörnufræði. Cand. mag.-prófi í stærðfræði lauk hann 1928, og um haustið varð hann stundakennari við Mennta- skólann. Hann var kennari við skól- ann 1930-45 og yfirkennari til árs- ins 1970, er hann varð dósent við Háskóla íslands. Sigurkarl sagði ekki skilið við Menntaskólann, þó að hann hefði fengið lausn frá embætti. Hann var stundakennari 1970-75 og prófdóm- ari í stærðfræði í máladeild 1977-82. Ég er ein þúsunda nemenda Sig- urkarls. Við bekkjarsysturnar viss- um það eitt um Sigurkarl, þegar við hófum nám, að hann var merkur stærðfræðingur og hafði kennt lengi við Menntaskólann. Hann var okkur mildur og góður kennari, og við fundum fljótt, að hann var mannvin- ur. Hins vegar kom okkur á óvart, að þessi hægláti kennari bauð okkur eitt sinn út í leikfimihús með sér í stærðfræðitíma og reyndist þá vera prófdómari í leikfimi og íþróttamað- ur. Sigurkarli var margt annað til lista lagt. Hann var mikill málamað- ur og húmanisti. Hann flutti skemmtilegar tækifærisræður og orti enn skemmtilegri tækifæris- kvæði. Sigurkarl var ekki aðeins orðhagur, hann var hagur á tré, bókband og sitthvað fleira. Það var gott að vera með Sigur- karli á kennarastofunni. Hann var einstaklega dagfarsprúður maður. Ég heyrði hann aldrei byrsta sig og aldrei brýna raustina. Eg sá hann heldur aldrei flýta sér. Sigurkarli þótti vænt um fólk, og fólki hlaut að þykja vænt um hann. í erli dag- anna nutum við kennarnir þess að fínna friðinn og hlýjuna, sem frá honum stafaði, og heyra hann segja frá eða kasta fram stöku með þeirri góðlátlegu glettni, sem honum var eiginleg. Sigurkarl átti heima í Mennta- skólanum, þó að hann hætti þar störfum. Þau Sigríður voru jafnan með okkur kennurunum á hátíða- stundum í skólanum, og Sigurkarl kom á kennarastofuna, hvenær sem hann átti erindi í Miðbæinn. Hann sótti árshátíðir okkar, þó að hann væri orðinn einn, hélt stundum ræðu eða lagði fýrir okkur vísnagátur. Hann lét sig ekki vanta, þó að hátíð- in væri haldin austur í Skíðaskála á þorranum og hann væri kominn hátt á níræðisaldur. Nú er þessi öðlingur allur. Menntaskólinn í Reykjavík þakkar honum mikið og farsælt starf. Við kennaramir þökkum órofa tryggð og vináttu. Ég get ekki stillt mig um að þakka honum hlýhug til míns fólks í fímm ættliði. Börnum Sigurkarls votta ég ein- læga hluttekningu. Ragnheiður Torfadóttir. • Fleiri minningargreinar um Sigurkarl Jónsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Nýtt gamanleikrit eftir Ágúst Guðmundsson. \ Leikstjóri: Ágúst Guðmundsson • Meðleikstjóri: Árni Pétur Guðjónsson Úts. og tónlistarstjórn: Ríkarður örn Pálsson • Söngstjórn: Óskar Einarsson Leikmynd: Stígur Steinþórsson • Búningar: Þórunn Elísabet Sveinsdóttir Dansar og hreyfingar: Helena Jónsdóttir • Lýsing: Ögmundur Þór Jóhannesson Sýningarstjórn: Jón S. Þórðarson • Leikarar: Felix Bergsson, Margrét Vilhjálmsdóttir, Magnús Jónsson, Jóhanna Jónas, Sóley Elíasdóttir, Eggert Þorleifsson, Quðmundur Ólafsson og Theodór Júlíusson • Kór: Birna Hafstein, Daníel Ágúst Haraldsson, Guðrún Gunnarsdóttir, Harpa Harðardóttir, Kristbjörg Clausen, Pétur Guðlaugsson og Þórunn Geirsdóttir. Borgarleíkhús S: 568 8000 LBKFRAG REYKJAVIKUR Matrei&slu- meistari órsins Sturla Birgisson sér um matrei&sluna. Fordrykkur heims- meistarans ó tilb.ver&i, 550 kr. anape Villigæsa „Terrin“ með trönuberjasósu Humarsúpa Dverg—appelsínufrauð með Grand Marnier-sósu ullið tár eftir Bárð Guðlaugsson hlaut 1. verðlaun í Heimsmeistarakeppni barþjóna. ____ ►V^astahlaðborð virka daga á 4. hæð. Verð aðeins kr. 690. Lambahryggur á kartöflubeði með skógarsveppum og munkasósu fég ekki má gleyma heima- lagaða ítalska ísnum í Perlunni. að er þess vegna sem Perlan stendur uppúr. BORÐAPANTANIR í SÍMA: 562 0200 Sorbet A'

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.