Morgunblaðið - 27.10.1995, Side 2
2 FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Sverrir
VIGDÍS Finnbogadóttir huggar syrgjanda við athöfn í Hallgrímskirkju í gær.
Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands
Okkur er orða vant,
Islendingum öllum
VIGDÍS Finnbogadóttir for-
seti íslands ávarpaði þjóðina í
ríkisfjölmiðiunum í gær.
Hún sagði meðal annars í
Sjónvarpinu í gær: „Okkur er
orða vant, íslendingum öllum,
þegar við í dag enn horfumst
í augu við afleiðingar mis-
kunnarlausra náttúruhamf-
ara, en um leið finnum við
hvað við erum nákomin hvert
öðru, hve þétt við stöndum
saman þegar raunir ber að
höndum.
Við erum öll nú hveija stund
með hugann hjá þeim sem
hafa orðið fyrir þungbærum
raunum. Sorg þeirra er okkar
sorg.“
í lokin sagði Vigdís: „Ég bið
blessunar öllum þeim sem fyr-
ir áföllum hafa orðið og megi
blessun fylgja þeim sem nú
leggja sig fram við björgun.“
Gífurlegt snjóflóð féll í Súgandafjörð
Náði yfir
4 km svæði
BIRKIR Friðbertsson bóndi í Birkihlíð við Súgandafjörð segir, að snjóflóð-
ið sem féll í gær og olli mikilli flóðbylgju sem gekk yfír þveran fjörðinn,
virðist hafa fallið úr svo til allri fjallshlíðinni, allt frá Norðureyri á móts
við Suðureyri og inn undir Selárdal, en það er um fjögurra kílómetra svæði.
Steypujám
gekkinní
háls drengs
TÍU ára gamall drengur slasaðist
mikið þegar hann féll fjóra metra
ofan í húsgrunn í Árbænum í gær.
Þegar hann lenti ofan í grunninum
stakkst steypustyrktaijám inn í
háls drengsins.
Drengurinn var að leik við hús-
grunninn þegar hann féll þar niður.
Steypustyrktarteinninn stóð upp úr
snjónum á botni grunnsins og mun
hann hafa gengið 5 Vi sentimetra
inn í háls drengsins. Hann var flutt-
ur á á gjörgæsludeild Borgarspítal-
ans. Vakthafandi læknir þar sagði
að líðan drengsins væri eftir atvik-
um og hann væri úr lífshættu. Gerð-
ar hafa verið ráðstafanir til þess
að gengið yrði frá teinunum á þann
hátt að þeir stæðu ekki upp úr
grunninum.
Feðgarnir í Birkihlíð og á Botni
misstu fjölda fjár þegar flóðbylgjan
flæddi upp á land við sunnanverðan
fjörðinn, en féð var þar á fjörubeit
og hafði leitað skjóls í gamalli sund-
laug.
Flóðaldan gekk svo til beggja
hliða, að sögn Birkis. Flóðbylgjan
var gífurlega kröftug og fór yfír
stóra steinsteypta veggi á sund-
lauginni. „Við svokallaða Kleif náði
flóðaldan langt upp fyrir þjóðveg-
inn, en hann liggur í tíu metra
hæð. Flóðið fór um tíu metra upp
fyrir veginn. Vegurinn frá Kleif,
sem er tveim kílómetrum fyrir innan
Suðureyri og alla leið út að Suður-
eyri, er þakinn gijóti hálfa leiðina,"
sagði hann. Klæðning flettist einnig
af veginum á stórum hluta. Flóðald-
an brotnaði svo á brimvarnargarð-
inum á Suðureyri.
Annað snjóflóð féll í gær í botni
Súgandafjarðar og drápust þar
nokkrar kindur að sögn Birkis. Náð-
ust nokkrir tugir fjár lifandi úr flóð-
inu.
■ Hættuástand/12
Komust ekki vegna veðurs
HJÓNIN Magnús E. Karlsson og
Fjóla Aðalsteinsdóttir létust í snjó-
flóðinu á Flateyri og einnig dóttir
þeirra Linda Björk. Þau hjón áttu
þijú börn, auk Lindu Bjarkar, og eru
þau öll uppkomin; Margrét Þórey,
Karl Jóhann og Anton Már.
Karl býr á Seyðisfirði en fór til
Reykjavíkur á sunnudag til að fara
vestur og róa með föður sínum.
Hann var veðurtepptur í Reykjavík,
komst ekki vestur og var því ekki
staddur í húsi foreldra sinna í fyrri-
nótt.
Þá var Anton Örn ekki heldur
heima, þar sem hann skrapp til Þing-
eyrar á miðvikudag og leist svo illa
á veður þegar hann ætlaði að halda
heim, að hann tók þann kostinn að
gista hjá kunningjafólki.
Harmleikurinn
á Flateyri
NÍTJÁN manns létust í snjóflóð-
inu á Flateyri í fyrrinótt, tíu
karlar, sex konur og þijú börn.
Lítillar stúlku var enn saknað í
gærkvöldi. Fjórir voru grafnir
lifandi úr flóðinu, en auk þeirra
bjargaðist 21 íbúi úr húsum, sem
flóðið lenti á. Þau, sem létust,
eru:
Þórður Júlíusson, 58 ára,
Hjallavegi 6. Hann lætur eftir
sig eiginkonu og sex uppkomin
stjúpböm.
Sigurður Þorsteinsson, 39
ára, og sonur hans, Þorsteinn
Sigurðsson, 18 ára. Þeir vom
til heimilis að Hjallavegi 8. Eftir
lifa eiginkona Sigurðar og þijú
börn þeirra, þar á meðal yngri
sonurinn, Atli Már Sigurðsson,
14 ára, sem bjargaðist úr snjó-
flóðinu.
Kristinn Jónsson, 42 ára.
Hann lætur eftir sig eiginkonu
og þijá syni. Kristinn var gest-
komandi að Hjallatúni 8. Hann
hafði yfirgefið heimili sitt að
Ólafstúni 9 kvöldið áður en snjó-
flóðið féll, vegna þess að þar var
þá talin hætta á snjóflóði. Húsið
stendur óskemmt.
Haraldur Eggertsson, 30
ára, kona hans Svanhildur
Hlöðversdóttir, 30 ára, og böm
þeirra tvö Haraldur Jón Har-
aldsson, 4 ára, og Ástrós Birna
Haraldsdóttir, 3 ára. Yngsta
barnsins, Rebekku Rutar Har-
aldsdóttur, eins árs, er saknað.
Fjölskyldan var til heimilis að
Hjallavegi 10.
Benjamín Oddsson, 59 ára,
Hjallavegi 12. Hann lætur eftir
sig eiginkonu og fjórar upp-
komnar dætur. Kona Benjamíns
gisti annars staðar í bænum.
Þorleifur Ingvason, 38 ára,
og sambýliskona hans Lilja Ás-
geirsdóttir, 34 ára, Hafnar-
stræti 41. Þau áttu ekki böm
saman en Lilja lætur eftir sig
tvær dætur.
Svana Eiríksdóttir, 19 ára,
Unnarstíg 2. Hún var búsett í
Kópavogi en dvaldi um helgina
á heimili foreldra sinna. Systir
Svönu, Sóley, 11 ára, var grafín
lifandi úr snjónum. Eftir lifa
einnig foreldrar þeirra, Eiríkur
Guðmundsson og Ragna Ólafs-
dóttir, sem stödd voru í Reykja-
vík, og bræður þeirra tveir.
Halldór Ólafsson, 20 ára, var
gestkomandi að Unnarstíg 2.
Hann var búsettur í Hnífsdal,
en veðurtepptur á Flateyri. Hall-
dór var ókvæntur og barnlaus.
Sólrún Ása Gunnarsdóttir,
14 ára, Unnarstíg 4. Hún lætur
eftir sig foreldra, Gunnar Guð-
mundsson og Elínu H. Jónsdótt-
ur, sem björguðust af eigin
rammleik úr flóðinu, og tvær
eldri systur, sem búsettar eru á
höfuðborgarsvæðinu.
Magnús E. Karlsson, 53 ára,
kona hans Fjóla Aðalsteins-
dóttir, 50 ára, og dóttir þeirra
Linda Björk Magnúsdóttir, 24
ára. Þau bjuggu í Hafnarstræti
45. Þijú uppkomin böm lifa for-
eldra sína og systur.
Magnea Guðmundsdóttir, oddviti og starfandi sveitarstjóri
Sé ekkí niikla mögu-
leika á uppbyggingu
og nærri má geta. Ann-
ars hef ég verið föst við
störf hér í stjórnstöð
Almannavarna og ekki
haft tækifæri til að
hitta fólkið sem á um
sárt að binda. Ég sendi
því mínar bestu kveðj-
ur,“ segir Magnea Guð-
mundsdóttir. Hún vildi
nota þetta tækifæri til
að koma á framfæri
þakklæti við alla þá sem
hefðu veitt hjálp í gær,
bæði heimamönnum og
öllu aðkomufólki, svo
og hlýjan hug og óskir
sem hreppsskrifstof-
unni hefðu borist í gær.
og folk hafi einnig vakið hvert ann-
að. Björgunarsveitin kom upp
stjórnstöð í björgunarmiðstöð sinni
og brauðgerðinni. Tekið var á móti
fólki sem bjargaðist úr flóðinu á
heilsugæslustöðinni, en síðan þurfti
að flytja það í mötuneyti frystihúss-
ins Kambs þegar rafmagnið fór af
heilsugæslustöðinni. Aðstöðu var
einnig komið upp í samkomuhúsinu.
Lítið byggingarland eftir
Magnea segir að of snemmt sé
að meta það hvernig til hafí tekist
með björgunarstarfið en segist vona
að það hafi gengið eins vel og hægt
var að ætlast til miðað við aðstæð-
Bjargað úr flóðinu
BJORGUNARMENN grófu fjóra
unga Flateyringa lifandi úr snjó-
flóðinu í gær. Þau eru:
Atli Már Sigurðsson, 14 ára,
var grafínn úr rústum heimilis
síns á Hjallavegi. Faðir hans og
þróðir fórust í snjóflóðinu.
Sóley Eiríksdóttir, 11 ára, til
heimilis að Unnarstíg 2, bjargað-
ist. Systir hennar, Svana, fórst í
snjóflóðinu.
Anton Smári Rúnarsson, 11
ára, var gestkomandi á Hjalla-
vegi 4, en hann er til heimilis á
Drafnargötu 11. Honum var
bjargað úr snjónum.
Guðný Margrét Kristjáns-
dóttir, 27 ára, bjargaðist úr
rústum Tjarnargötu 7, en þar
hafði hún verið gestkomandi.
Hún er til heimilis á Drafnargötu
9.
Kraftaverk hafa þó oft verið unnin
og ekkert er ómögulegt í þessu efni
„ÉG FÉKK tvö símtöl strax upp úr
klukkan fjögur og síðan barði fjórtán
ára gamall vinur minn á gluggann,
en hann hafði lent í snjóflóðinu og
hlaupið mjög langa leið á nærklæð-
unum til þess að sækja hjálp,“ segir
Magnea Guðmundsdóttir oddviti og
starfandi sveitarstjóri Flateyrar-
hrepps.
Magnea segir að strax hafí björg-
unarsveitin verið kölluð út og síðan
komið upp stjórnstöð Almannavarna
á skrifstofu hreppsins. Þá segist hún
hafa hringt í allmörg hús til að
kanna ástandið og leita eftir hjálp
ur. Hún er einnig spör
á yfirlýsingar um fram-
tíð byggðarinnar. Seg-
ist ekki sjá mikla
möguleika á uppbygg-
ingu eftir að snjóflóð
hefur fallið á þetta
svæði, lítið byggingar-
land væri eftir, miðað
við núverandi ástaljd.
Hins vegar hefðu
kraftaverk oft verið
unnin og ekkert væri
ómögulegt í þessu efni.
„Fólk er slegið, eins
Magnea
Guðmundsdóttir