Morgunblaðið - 27.10.1995, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 1995 9
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Sverrir
ÞRÍR ráðherrar kynntu sér stöðu mála í gærmorgim í sljórnstöð Almannavarna ásamt þingmönn-
um Vestfjarða og stjórnarmönnum Almannavarna.
INGÓLFUR ELDJÁRN
tannlæknir
Hef opnað tannlæknastofu mína að
Vegmúla 2, 5. hæð, Reykjavík.
Viðtalstími eftir samkomulagi.
Sími: 588 2110
GSM farsími: 896 9711
Þorsteinn Pálsson dómsmálaráðherra
Fumlaust skipulag
bj örgunaraðgerða
ÞORSTEINN Pálsson dómsmála-
ráðherra segir að skipulag björgun-
araðgerða á Flateyri hafí verið gott
og tekist hafi með skjótum hætti
að koma björgunarliði á vettvang.
„ Við erum harmi slegin eftir þess-
ar hamfarir. Þarna hefur átt sér
stað mikill harmleikur og hugur
okkar og samúð er hjá þeim sem
hafa misst ástvini sína. Þá er okkur
ofarlega í huga mikið þakklæti til
allra þeirra sem hafa unnið að björg-
un fólks frá því að slysið varð. Það
er gífurlegur fjöldi heimamanna og
aðkomumanna sem hafa ekki aðeins
lagt mikið á sig heldur sýnt mikið
hugrekki. Öllu þessu fólki færum
við miklar þakkir,“ sagði Þorsteinn.
Hann sagði að Almannavamir og
björgunaraðilar hefðu verið með
gott skipulag og tekist hefði að
skipuleggja hjálp eins hratt og
nokkur föng voru á.
Spurningar vakna
„Orka manna fór í það að koma
fyrstu hjálp eins fljótt og hægt
var. Ég kom í stjórnstöð Almanna-
varna skömmu eftir að aðgerðir
hófust og það var greinilegt að
þeir sem þar voru unnu mjög skipu-
lega og fumlaust og vissu hvað
þeim bar að gera. Það sýndi sig að
það var hægt með mjög skjótum
hætti að koma björgunarliði á vett-
vang,“ sagði Þorsteinn.
Þegar Þorsteinn var spurður
hvort ekki væri ástæða til að auka
viðbúnað á Vestfjörðum í ljósi þess
hvað þessir atburðir gerast snemma
vetrar, sagði hann ljóst að ýmsar
spurningar vöknuðu þegar stað-
reyndir yrðu metnar. „Það er þegar
ljóst að snjóflóðið fór verulega yfir
þau mörk, gömul og ný, sem menn
hafa talið vera hættumörk. Allt
þetta þarf því að skoða af yfirvegun
þegar fyrstu björgunaraðgerðum
lýkur, en á þessu stigi er of fljótt
að kveða upp úr um það í einstökum
atriðum," sagði Þorsteinn.
TIL FÉLAGSMANNA
í SAMTÖKUM IÐNAÐARINS
í nóvember verða haldin eftirtalin námskeið fyrir félagsmenn SI.
Námskeiðin verða sérstaklega sniðin að þeim hópum sem sækja þau hveiju sinni.
Frekari upplýsingar og skráning hjá skrifstofu SI, s. 511 5555.
Markaðsmál iítilla fyrirtækja
Markmið námskeiðsins er að kynna stjórnendum lítilla fyrirtækja möguleika að kynna
starfsemi sína með sem minnstum tilkostnaði. Leiðbeinandi er Guðný Káradóttir hjá
Útflutningsráði.
Tími: Fös. 3. nóv. kl. 13-18 og lau. 4. nóv. kl. 10-15.
Verð: 6.850 kr. f. félagsmenn SI, 9.500 kr. fyrir aðra.
Verkhókhald fyrir bakarameistara
Markmið námskeiðsins er að kynna verkbókhald og þjálfa notkun þess. Með verkbókhaldi
er óbeinum kostnaði, sem ekki er hægt að tengja ákveðnum verkum eða verkþáttum,
dreift. Leiðbeinandi er Þorlákur Björnsson hjá Samvinnuháskólanum Bifröst.
Tími: Fim. 16. nóv. kl. 13-17.
Verð: 3.500 kr. f. félagsmenn SI, 6.500 kr. fyrir aðra.
Gæóastjórnun í hyggingariðnaði
Markmið námskeiðsins er að kynna vaxandi kröfur opinberra aðila um að verktakar sýni
fram á gæðastjórnun við verkframkvæmdir. Leiðbeinandi er Ólafur Jakobsson hjá íslenskri
gæðastjórnun sf.
Tími: Fim. 9. nóv. kl. 10-13 og fös. 10. nóv. kl. 9-13.
Verð: 7.000 kr. f. félagsmenn SI, 9.500 kr. fyrir aðra.
Námskeið fyrir Ijósmyndara
Markmið námskeiðsins er að kynna undirstöðuatriði í förðun er nýtast Ijósmyndurum í
daglegu starfi þeirra. Leiðbeinandi er Kristín Stefánsdóttir, snyrtifræðingur.
Tími: Fös. 24. nóv. kl. 13-15.
Verð: 3.000 kr. f. félagsmenn SI, kr. 5.500 kr. fyrir aðra.
<§)
SAMTOK
IÐNAÐARINS
Vandaðar dömubuxur.
Verð frá kr. 8.900.
Sendum í póstkröfu.
■■n Opib laugardag fra kl. 10—14
I n55v«
- Veríð velkomin -
neðst \úð °P‘ð virka da8a
. kl.9-18,
Dunhaga, laugardaga
sími 562 2230 kl. 10-14.
Fólk er alltaf
að
íGuilnámunni:
69 milljónir
Vikuna 19. til 25. okt. voru samtals 69.574.070 kr. greiddar
út í happdrættisvélum um allt land.
Þar bar hæst Gullpottinn en einnig voru greiddir út
veglegir Silfurpottar og fjöldinn allur af öðrum vinningum.
Gullpottar í vikunni:
Dags. Staður Upphæð kr.
21. okt. Háspenna, Laugavegi......4.599.661
Silfurpottar í vikunni:
19. okt. Rauða Ijónið............... 254.780
19. okt. Pizza 67, Egilsstöðum.... 67.439
19. okt. Ölver....................... 75.344
20. okt. Ölver....................... 96.116
22. okt. Ölver.................... 308.212
23. okt. Hanastél, Kópavogi......... 186.010
23. okt. Mónakó...................... 72.069
24. okt. Ölver...................... 140.305
25. okt. Háspenna, Hafnarstræti... 135.726
Staöa Guilpottsins 26. október, kl. 12:00
var 2.463.927 krónur.
Silfurpottarnir byrja alltaf í 50.000 kr. og Gullpottarnir í 2.000.000 kr.
og hækka síðan jafnt og þétt þar til þeir detta.
vinna
- kjarni málsins!