Morgunblaðið - 27.10.1995, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 1995 11
FRÉTTIR
Neyðarathvarf og upplýsingamiðstöð sett upp í höfuðstöðvum Rauða krossins í Reykjavík
Fjöldi fólks
leitaði upplýsinga
og áfallahjálpar
UM 500 Flateyringar og ástvinir
fólks á Flateyri höfðu lagt leið
sína í hús Rauða kross íslands
(RKÍ) við Rauðarárstíg um
kvöldmatarleytið í gær. Yfir
1.000 fyrirspurnir höfðu þá bor-
ist í síma. í hópi gesta í RKÍ-hús-
inu var skólafólk við nám í
Reykjavík, veðurtepj)tir Flateyr-
ingar og fleiri. í RKI-húsinu var
miðstöð upplýsinga um hvernig
leitinni að hinum týndu miðaði,
hverra var saknað og hverjir
fundust lífs eða liðnir. Starfsfólk
RKÍ, hópur presta og sérfræð-
ingar í áfallahjálp frá Borgar-
spítalanum, alls á fjórðatug
starfmanna, voru gestum til
hjálpar. I kjallara Hótels Lindar
var opnað neyðarathvarf sem
rúmaði um 100 manns til að taka
á mótí fólkinu og þar var einnig
sett upp kapella. Nokkur her-
bergi á 3. hæð Hótels Lindar
voru notuð vegna áfallahjálpar.
Inni loguðu kerti og úti fyrir
blöktu viða fánar í hálfa stöng.
Erfitt að trúa því
að þetta hafi gerst aftur
Séra Karl V. Matthíasson var
í hópi prestanna í RKÍ-húsinu.
Hann hefur viða þjónað á Vest-
fjörðum, var vígður til Súganda-
fjarðar og þjónaði síðan á
Isafirði og er nú á Tálknafirði.
Þegar snjóflóðið féll í Súðavík í
vetur er leið tók séra Karl mik-
inn þátt í áfallahjálp vegna
þeirra atburða. Séra Karl er
fulltrúi vestfirskra presta á
Kirkjuþingi og staddur þess
vegna í borginni. Hann var lát-
inn vita í gærmorgun af atburð-
unum vestra.
— Hver er þjónusta prests við
aðstandendur við þessar kring-
umstæður?
„Það er bara að vera með fólk-
inu, vera hjá því, sýna því sam-
hug og reyna að veita því styrk,“
svaraði Karl. „Það er hérna lítil
kapella. Þar getur fólk hugsað
og farið með bænir.“
Karl sagði að í RKÍ-húsið í gær
hafi bæði komið nánir aðstand-
endur þeirra sem lentu í snjó-
flóðinu og fjarskyldir, brottflutt-
ir Flateyringar sem enn eiga
ættingja fyrir vestan og aðrir.
Sá háttur var hafður á að færa
öllum hópnum fréttir af árangri
leitarinnar jafnóðum og þær
bárust frá Almannavörnum.
Séra Karl sagði þann kost valinn
því litið væri á þennan hóp sem
samstæða fjölskyldu, þar sem
flestir væru í raun á sama báti.
— Snjóflóðin í Súðavík eru í
fersku minni. Hvað nú þegar
þetta bætíst við?
„Það liggur við að mér detti
í hug að segja að fólk trúi því
ekki að svona hafi gerst aftur.
Það var komið nýtt hættumat [á
Flateyri], þetta sýnir að reglurn-
ar ná ekki yfir hamfarir náttúr-
unnar.“
Fjárhagsaðstoð
til Flateyringa
Allt tiltækt starfsfólk RKÍ var
kallað til starfa í gær auk sjálf-
boðaliða, að sögn Kristjáns
Sturlusonar, yfirmanns innan-
landsdeildar RKÍ. f höfuðstöðv-
um RKÍ við Rauðarárstíg í
Reykavík voru 22 að störfum,
auk þess fóru 9 starfsmenn RKÍ
vestur á Flateyri til að setja upp
fjöldahjálparstöð.
Strax í gærmorgun var sett
upp símaupplýsingaþjónusta í
RKÍ-húsinu. Til að byija með
voru mannaðir þrír upplýsinga-
símar en þeim fljótlega fjölgað í
fimm.
Stjórn RKÍ ákvað í gær að
veita 20 milljónir króna til hjálp-
ar Flateyringum. „Þessi fjárhæð
er ætluð til að veita fyrstu að-
stoð,“ sagði Kristján. „í svona
slysi er ekkert eftír. Það fer allt.
Þessi aðstoð er ætluð tíl að hjálpa
fólki að fata sig, létta undir á
heimilum þar sem það fær inni
eða hjálpa því að útvega sér hús-
næði. Ef fólk þarf áfallahjálp til
lengri tíma getur hún verið
kostnaðarsöm," sagði Kristján.
Morgunblaðið/Sverrir
SÉRA Birgir Ásgeirsson, sem veitti neyðarathvarfinu forstöðu,
og séra Helga Soffía Konráðsdóttir í kapellunni í RKÍ-húsinu.
NÍNA Helgadóttír, starfsmaður RKI, við símann. Um allt húsið
mátti sjá logandi kerti.
SÉRA Karl V. Matthíasson,
prestur á Tálknafirði, var
staddur í Reykjavík vegna
Kirkjuþings og tók þátt í
áfallahjálp í RKÍ-húsinu.
KRISTJÁN Sturluson, yfir-
maður innanlandsdeildar
RKI, hafði yfirumsjón með
upplýsingaþjónustu á vegum
RKÍ vegna snjóflóðsins.
Þingeyri
Páll Pétursson félagsmálaráðherra
Engan óraði fyrir að flóð
gæti fallið svona langt
Rýmt á 4 bæj-
um og Núpi
SMÁÉUAGANGUR og þokkalega
bjart var í Þingeyri um miðjan dag
í gær. Rafmagn var skammtað í
bænum og skólahald féll niður
vegna veðurs.
Jónas Ólafsson, sveitarstjóri,
sagði að prestur, hjúkrunarfólk og
16 manna björgunarlið hefði farið
til Flateyrar milli kl. 7 og 8 gær-
morguninn. Sextán björgunar-
sveitarmenn til viðbótar fóru til
Flateyrar kl. 11. Snjóruðningstæki
héldu heiðinni yfir í Önundarfjörð
til Flateyrar opinni og tók um 30
mínútur og komast yfir hana. Þeg-
ar gott er tekur um 20 mínútur
að fara sömu leið.
Engin snjóflóðahætta er á Þing-
eyri. Hins vegar var snjófljóða-
hætta í norðanverðum Dýrafirði
og voru þrír bæjir, Fremri-Hjarðar-
dalur, Fremstuhús og Gil, rýmdir
í fyrrakvöld og fyrrinótt. Núps-
skóli var rýmdur vegna snjóflóða-
hættu. Ein fjölskylda var í skóla-
húsinu.
EKKI er búið að ganga frá nýju
snjóflóðahættumati fyrir Flateyri,
en unnið hefur verið að því að und-
anförnu skv. nýrri reglugerð sem
sett var í sumar. Páll Pétursson
félagsmálaráðherra er þegar búinn
að staðfesta nýtt hættumat fyrir
Súðavík, Hnífsdal og Tungudal.
Nýtt siy'óflóðahættumat
er ófrágengið
„Það var ekki búið að ganga frá
nýju snjóflóðamati fyrir Flateyri,
en ég undirritaði reglugerðina um
hættumat vegna snjóflóða í júní.
Ég hygg að engan hafi órað fyrir
að snjóflóð myndi geta farið svona
langt,“ sagði Páll.
Félagsmálaráðherra kvaðst ekki
þekkja í smáatriðum þau drög að
hættumati fyrir Flateyri sem unnin
hafa verið að undanförnu. Nefndin
Stuðst við kana-
dískt og norskt
reiknilíkan í
hættumatinu
sem vinnur að hættumatinu styðst
bæði við kanadískt og norskt
reiknilíkan auk sögulegra gagna,
að sögn Páls. „Það eru ekki frá-
sagnir um að snjófloð hafi nokkru
sinni gengið svona langt,“ sagði
hann.
Ráða átti
snjóflóðaeftirlitsmann á
Flateyri í gær
„Ég skrifaði lögreglustjórum
bréf 10. október þar sem rekið var
á eftir þeim að ráða snjóflóðaeftir-
litsmenn og óskuðum við eftir að
það fengi algera flýtimeðferð. Það
stóð til að ganga frá ráðningu snjó-
flóðaeftirlitsmanns á Flateyri í dag
(fimmtudag).
Uggur í brjósti
„Þetta eru miklar hörmungar.
Svo virðist sem mönnum gangi illa
að átta sig á náttúruöflunu,“ sagði
Páll. „Maður ber ugg í brjósti.
Venjulega hafa snjóflóðin á Flat-
eyri fallið úr Ytra-Bæjargili en
þetta flóð féll úr Skollahvilft og
háskinn sem Flateyri hefur verið
talinn stafa af snjóflóðum hefur
verið af flóðum úr Ytra-Bæjargili
en ekki úr Skollahvilftinni. Það
má reikna með að þar sé mikil
snjósöfnun sem geti hlaupið fram
líka. Það er ekkert öruggt,“ sagði
Páll.
Arósaháskóli
gefur hálfa milljón
Féð renni
til áfalla-
hjálpar
STJÓRNENDUR Árósahá-
skóla í Danmörku hafa fært
íslendingum 550 þúsund ís-
lenskra króna að gjöf vegna
snjóflóðsins á Flateyri.
Skólayfirvöldum bárust
fregnir af atburðinum í gær-
morgun því fjórir íslendingar
stunda framhaldsnám í sál-
fræði við skólann, þar af tvær
stúlkur með áfallahjálp sem
sérgrein. Koma þær til lands-
ins með gjöfina á mánudag.
Magnús Erlendsson á dóttur
og tengdason við sálfræðideild
Árósaháskóla og segir hann
að stúlkumar tvær, sem tóku
við þessari gjöf, hafi fengið
170 þúsund króna styrk frá
skólanum til að sérhæfa sig í
áfallahjálp í'kjölfar hörmung-
anna í Súðavík í janúar fyrr á
þessu ári.
„Þegar prófessor deildar-
innar frétti af því sem gerst
hafði á Flateyri kom hann að
máli við stúlkurnar og sagði
að háskólinn myndi reiða fram
jafnvirði 550 þúsunda ís-
lenskra króna. Ættu þær að
taka gjöfina með sér strax til
íslands og veita þá aðstoð sem
þeim væri unnt. Þær höfðu
síðan samband við Gylfa Ás-
mundsson lækni á geðdeild
Landspítalans og eru væntan-
legar á mánudaginn," sagði
Magnús.
Samúðar-
kveðjur frá
Færeyjum
Færeyjum. Morgunblaðið.
FÆREYSKA landstjórnin
sendi ríkisstjórn íslands sam-
úðarskeyti vegna slyssins á
Flateyri.
í skeytinu segir: „Fyrir hönd
landstjórnar Færeyja vil ég tjá
íslenzku þjóðinni djúpa samúð
færeysku þjóðarinnar í garð
þeirra, sem eiga um sárt að
binda vegna snjóflóðsins á
Flateyri í nótt. Beztu kveðjur,
Edmund Joensen, lögmaður.“
í gærkvöldi var haldin
bænastund í Vesturkirkjunni í
Þórshöfn, þar sem biskup Fær-
eyja, Hans Jákup Joensen, og
tveir aðrir prestar efndu til
fyrirbænar fýrir Flateyringum.
Fánar í
hálfa stöng
FORSÆTISRÁÐUNEYTIÐ
hefur ákveðið að föstudaginn
27. október skuli fáni dreginn
í hálfa stöng við opinberar
byggingar vegna snjóflóðsins
á Flateyri.
Jafnframt er til þess mælst
að almenningur geri slíkt hið
sama.
20 milljónir
í aðstoð
STJÓRN Rauða kross íslands
kom saman í gær vegna snjó-
flóðsins á Flateyri.
Stjórnin ákvað að veita nú
þegar 20 milljónum króna í
fyrstu aðstoð við þá sem eiga
um sárt að binda vegna ham-
faranna.