Morgunblaðið - 27.10.1995, Qupperneq 14
14 FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Marga daga tekur að gera við skemmdir á rafmagnslínum
Gífurlegt tjóná raflínum á
Norðurlandi og Yestfjörðum
Morgunblaðið/Kristinn
VIÐGERÐARMENN unnu að því á Skaga.strönd að hreinsa ísingu af raflínum.
Þar var línuslá brotin. Síðdegist tókst að koma straum á línuna.
Mesta tjón á
Vestfjörðum
frá því Orkubú
Vestfjarða tók
til starfa
Á ÞRIÐJA hundrað rafmagns-
staurar brotnuðu í óveðri sem gekk
yfir Norðurland í gær og fyrra-
dag. A.m.k. 68 staurasamstæður
brotnuðu í Arnarfirði og Onundar-
firði og enginn orkuflutningur á
sér stað frá Orkubúi Vestfjarða.
Tug milljóna króna tjón hefur orð-
ið og er Ijóst að marga daga tekur
að koma rafmagni á alls staðar.
Líkur eru á að viðgerð á Vestfjörð-
um ljúki ekki fyrr en líður á næstu
viku. Vararafstöðvar eru keyrðar
á öllum þéttbýlisstöðum á Vest-
fjörðum og víða á Norðurlandi.
Tjónið á raflínum hjá Orkubúi
Vestfjarða er gríðarlegt. Að sögn
Kristjáns Haraldssonar orkubús-
stjóra er þetta mesta tjón sem
orðið hefur síðan Orkubú Vest-
fjarða hóf starfsemi sína. Hann
sagði að ekki væri búið að fara
með öllum línum og því ekki ljóst
hvað tjónið væri mikið, en það
skipti tugum milljóna.
Keyrt á varaafli
á Vestfjörðum
Tvær línur eru frá Mjólkárvirkj-
un og eru þær báðar stórskemmd-
ar og þess vegna á sér ekki stað
neinn flutningur á rafmagni frá
Orkubúinu. Kristján sagði að 15
staurastæður væru brotnar í Arn-
arfirði í 66 kW raflínunni og 9
staurastæður í línunni í Önundar-
fírði. A.m.k. 30 staurastæður
væru brotnar í Arnarfirði í 30 kW
línunni og 14 í Önundarfírði. Krist-
ján sagði að viðgerðarmenn hefðu
ekki getað komist í að gera við
línumar í gær. Unnið hefði verið
að því að kanna ástandið, undirbúa
viðgerðir og gera við sveitalínur.
Þá hefði talsverður tími farið í að
aðstoða við rafmagnsmál á Flat-
eyri.
Vestfirðir eru sá landshluti sem
er best búinn hvað varðar varaafl.
Varaaflstöðvar eru keyrðar á Pat-
reksfirði, Bíldudal, Tálknafirði,
Þingeyri, Flateyri, Suðureyri, Bol-
ungarvík, ísafírði og Súðavík.
Kristján sagði að nú væri leitað
leiða til að gera við til bráðabirgða
þannig að hægt væri að hætta
keyrslu varaaflstöðva, enda fylgdi
keyrslu þeirra mikill kostnaður.
Hann sagði með öllu óljóst hvenær
viðgerð lyki, en sagðist allt eins
eiga von á að það yrði ekki fyrr en
í lok næstu viku.
40 staurar brotnir á
Norðurlandi vestra
Ástæðan fyrir skemmdunum er
sú að mikil ísing hlóðst á raf-
magnslínurnar í fyrrinótt og staur-
ar brotnuðu undan þunganum.
Frost er ekki í jörðu og þess vegna
er mikið um að staurar hafí hall-
ast undan veðrinu.
Um 40 staurar brotnuðu á
Norðurlandi vestra, þar af 30 í
Skagafirði og 10 í A-Húnavatns-
sýslu. Línan til Skagastrandar
datt út snemma í fyrradag og
gátu viðgerðarmenn ekki hafið
viðgerð fyrr en í gær vegna veð-
urs. Rafmagn var skammtað á
Skagaströnd þar til viðgerð lauk
síðdegis í gær. Miklar skemmdir
urðu á Fellslínu, en allir staurar
brotnuðu á nærri tveggja kíló-
metra kafla. Gert var við til bráða-
birgðar. Ekki tókst að ljúka við-
gerð í Skagafirði og eins var raf-
magnslaust í Fljótum og á Skaga.
Haukur Ásgeirsson, umdæmis-
stjóri hjá Rafmagnsveitu ríkisins
á Blönduósi, sagði að um 35
manns hefðu unnið að viðgerð á
Norðurlandi vestra. Viðgerðar-
menn hefðu komið frá Borgar-
nesi, Hvolsvelli og Reykjavík. í dag
yrðu menn frá Norðurlandi vestra
sendir áfram til aðstoðar á Norður-
landi eystra þar sem mikil viðgerð-
arvinna er óunnin. Haukur sagði
að á undanförnum fimm árum
hefðu um 100 kflómetrar af raflín-
um verið lagðar í jörðu. Enginn
vafi léki á að tjón hefði orðið
margfalt meira ef þetta hefði ekki
verið gert.
Línur í Aðaldal og við
Þórshöfn ónýtar
Tryggvi Þór Haraldsson, um-
dæmisstjóri Rafmagnsveitu ríkis-
ins á Norðurlandi eystra, sagði að
tjón á raflínum í landshlutanum
væri gífurlegt. Ástandið á svæðinu
væri verra en árið 1991, en þá
varð mikið tjón á raflínum á
Norðurlandi. Hann sagði að líklega
væru yfír 200 rafmagnsstaurar
brotnir. Verst væri ástandið í N-
Þingeyjarsýslu. í Aðaldal væru um
70 staurar brotnir og línan til
Þórshafnar væri stórskemmd og
líklega tæki marga daga að gera
við hana.
Varaaflstöðvar voru keyrðar á
Þórshöfn, Kópaskeri og Raufar-
höfn. Sídegis í gær stóðu vonir til
að viðgerð á línunum til Kópa-
skers og Raufarhafnar lyki fyrir
kvöldið, en ljóst þykir að langan
tíma taki að byggja línuna til Þórs-
hafnar upp. Miklar skemmdir eru
í Öxarfirði og Kelduhverfi og var
unnið að því að setja upp díselraf-
stöð í Kelduhverfí, en hún var flutt
frá Suðurlandi.
Raflínan milli Ólafsíjarðar og
Skeiðsfossvirkjunar er straumlaus
og benti flest til þess í gær að
viðgerð myndi ekki ljúka fyrr en
í dag. Tryggvi sagði að óljósar
fregnir hefðu borist af því að snjó-
flóð hefði fallið á línuna milli Dal-
víkur og Ólafsfjarðar. Hann sagði
að ástandið væri skárra í Eyja-
fírði. Viðgerð myndi væntanlega
ljúka á Svalbarðsströnd og Hjalt-
eyri fyrir nóttina.
Aðstæður til viðgerða á Norður-
landi voru sæmilegar í gær. Víða
var þó mjög hvasst.
Morgunblaðið/Kristinn
Sauðfé fennti í kaf á Norðurlandi
FLEST bendir til að margar
kindur hafi drepist í óveðrinu
sem gekk yfír Norðurland í
fyrrinótt. í gær unnu bændur
að því að grafa fé úr fönn. Búið
er að fínna eitthvað af dauðum
kindum og fjölda fjár er enn
saknað. Björgunarsveitarmenn
aðstoðuðu bændur við leitina í
gær.
Bændur voru almennt ekki
farnir að taka fé á hús þegar
veðrið skall á, en að jafnaði
gerist það ekki fyrr en í nóvem-
ber. Margir reyndu þó að ná fé
inn í fyrradag þegar spáð var
illviðri, en fæstir voru búnir að
ná öllu inn.
Sverrir Björnsson, bóndi í
Brautarholti í Hrútafirði, náði
ekki öllu sínu fé inn í fyrradag
vegna þess að hann var að Ijúka
við slátrun í sláturhúsinu á
Borðeyri. í gær vann hann hörð-
um höndum við að bjarga því
sem eftir var úti. Hann fann í
gær 15 dauðar kindur og saknar
enn a.m.k. 6 gemlinga. Hann
sagðist ekki eiga von á að finna
þá á lífi.
Sækja í skurðbakka
Hulda Einarsdóttir, bóndi á
Reykjum í Hrútafirði, sagði að
kindurnar leituðu í skjól í skurð-
bökkum og færu þar á kaf 1
fönn. Hún sagði að bændur á
Reykjum hefðu dregið um 100
kindur Iifandi úr fönn i gær.
Aðkoman hefði verið slæm. í
girðingu nærri bænum hefði
verið stór skafl og þar hefðu
bara hausar kindanna staðið upp
úr snjónum. Síðdegis í gær sagði
Hulda að enn væri margra kinda
saknað, en ástandið væri þó mun
betra en hún hefði þorað að
vona þegar leit hófst í gær.
Björgunarsveitarmenn frá
Blönduósi aðstoðuðu bændur
við að grafa fé úr fönn. Þeir
fóru t.d. að Stóruborg í Vestur-
hópi. Síðdegis hafði þeim tekist
að finna z/s fjárins á bænum.
Áður en leit að kindunum gat
hafist barðist heimilisfólkið á
Stóruborg við að bjarga hlöðu,
sem mikil hætta var talin á að
fyki.
Ekki er búist við að það skýr-
ist fyrr en eftir nokkra daga
hvað mikið tjón hefur orðið á
búfé á Norðurlandi í óveðrinu.