Morgunblaðið - 27.10.1995, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 1995 15
FRÉTTIR
Fólk og fénaður lenti í
hrakningum á Jökuldal
Jökuldal. Morgunblaðið.
VONT veður gekk yfir Jökuldal og nágrenni
aðfaranótt þriðjudags og á miðvikudag. Vegfar-
endur lentu í erfiðleikum á Möðrudalsfjallgörðum
og á miðvikudag voru sjö manns veðurtepptir í
Möðrudal. Að sögn Vemharðs Vilhjálmssonar,
bónda í Möðrudal, festist fyrsti bíllinn rétt við
bæinn í Möðrudal á miðvikudagskvöld. Var það
fólksbíll sem lenti út af veginum vegna lélegs
skyggnis.
Aðfaranótt þriðjudags voru þrír bílar tepptir
á Vestari fjallgarði skammt austan Möðrudals,
tveir vel búnir jeppar og vörúbíll. Jepparnir kom-
ust ekkert áfram vegna veðurofsans og skyggni
var ekkert. Ökumaður annars jeppans tók það
til bragðs að aka honum út í næsta skafl og
spóla hann niður svo hann fyki ekki. Um þetta
leyti voru 11 vindstig í Möðrudal og enn hvass-
ara uppi á Fjallgarði.
Ung börn eyddu nótt í jeppa
Fólkið beið í bílunum frá því á þriðjudags:
kvöld fram undir kl. 6 á miðvikudagsmorgun. í
öðmm jeppanum voru hjón með tvö börn, tveggja
mánaða og fimm ára. Að sögn Vernharðs fór
vel um fólkið í bílunum, enda voru bílamir vel
búnir og vanir menn á þeim. Fólkið kom síðan á
jeppunum heim í Möðmdal, en vömbíllinn var
skilinn eftir austur í Fjallgarði. Veðrinu slotaði
um stund á miðvikudagsmorgun, en herti svo að
nýju, en ferðalangamir em nú við besta yfírlæti
í Möðmdal hjá Vemharði og Önnu Bimu Snæ-
þórsdóttur, bændum þar, og bíða ferðaveðurs.
Röskun í sláturhúsinu
Nokkur röskun varð á vinnu í sláturhúsinu
að Fossvöllum. Að sögn Jónasar Guðmundsson-
ar, sláturhússtjóra, var ekki hségt að byija að
vinna strax á miðvikudagsmorgun vegna þess
að fólk komst ekki til vinnu á réttum tíma og
var það að tínast til vinnu fram undir hádegi.
Akstur sláturlamba til hússins riðlaðist nokkuð,
en með tilfærslum var hægt að fá nóg fé til að
lóga á miðvikudag. 500 lömb bíða hins vegar
flutnings frá Borgarfirði og er fjárflutningabíll
veðurtepptur þar. Var vonast til að hægt yrði
að ryðja veginn svo hægt verði að koma lömbun-
um uppfyrir, en takist það ekki er fyrirsjáanleg
nokkur röskun á lógun á Fossvöllum, að sögn
Jónasar.
í Hróarstungu fór rafmagn af aðfaranótt
þriðjudags og komst ekki á fyrr en seint á mið-
vikudag. Hjörtur Friðriksson, bóndi í Skóghlíð,
sagði að veðrið hefði farið að versna til muna
um miðnættið og verið mjög vont alla nóttina.
Lömb, sem Hjörtur var með í girðingu, lentu í
hrakningum, brynjuðu mikið og fuku til. Sagði
Hjörtur að aðkoman hefði verið þannig að lömb-
in líktust einna helst stórum snjóboltum með
fjórum prikum uppúr þar sem fæturnir voru, en
lömbin sneru allavega. Ekkert lamb drapst þó
og var hægt að koma þeim öllum í hús.
Skólahald úr skorðum í skoddunni
Skólahald fór úr skorðum á Skjöldólfsstöðum
á miðvikudag þar sem ekki var hægt að koma
öllum bömunum til skóla vegna veðurs, en dag-
legur akstur bama er til skólans um þessar
mundir, fram að næstu mánaðamótum.
Ekki em líkur til að veðrið gangi niður í dag,
því veðurspá gerir ráð fyrir svipuðu veðri áfram.
Fólki, sem fréttaritari talaði við, fínnst veturinn
leggjast að allt of snemma og betra hefði verið
að geyma þessa skoddu fram í nóvember, þegar
fé er allajafna komið á hús og fólk betur búið
undir svona óveðurskafla.
Mílljóna
Ijóná
Bakka-
firði
Bakkaflrði. Morgunblaðið.
MIKLAR skemmdir urðu á
hafnarmannvirkjum á Bakka-
fírði í stórbrimi þar sem öldu-
hæð var allt að fímm metrar
á miðvikudaginn.
Brimið tók af allt ysta gijót-
lagið á ytri helmingi brim-
varnargarðs um 50-70 metra
langt, en í ysta laginu er gijót
sem vegur 2-5 tonn. Nú er
lítið eftir nema endinn á garð-
inum og öll innri klæðningin.
Það sést víða í gegnum efri
hluta garðsins.
Ólíklegt er að garðurinn
muni þola nokkur átök án
mikilla endurbóta að sögn
Steinars Hilmarssonar oddvita
og er hann mjög uggandi um
höfnina fyrir veturinn og verð-
ur bátaeigendur hvattir til að
hafa ekki báta sína í höfnini,
þá sem ekki verða í notkun.
Árið 1993 var gert við brim-
varnargarðinn fyrir 20,9 millj-
ónir og er þetta tjón meira að
sjá.
Flæddi yfír trébryggjur
Þegar brimið gekk yfir
brimvarnargarðinn hækkaði
yfírborð sjávar í höfninni mjög
mikið svo flæddi yfír báðar
trébryggjunar og varð dýpið
niður á þær allt að 1 fet. Slitn-
uðu tvær 8/4“ keðjur sem
héldu flotbryggjunni við land
þannig að hún losnaði, sett
voru nælontóg til að halda
henni út á höfninni með alla
bátana 13 á. Byijað var að
festa flotbryggjunni aftur í
gærmorgun og kom kafari til
verksins frá Vopnafirði. Egn-
ar skemmdir urðu á bryggj-
unni né á bátunum sem við
hana voru. Einnig varð tjón á
gólfþekju hafskipabryggjunn-
ar við uppkeyrslumar af henni
en þær hafa lítið verið skoðað-
ar.
Menn frá Vita- og hafna-
málastofnun koma til að meta
tjónið strax og hægt er.
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjömsson
REYKJAFOSS, skip Eimskipafélags íslands, á strandstað í Sundunum
á ísafírði aðfaranótt miðvikudags.
Reykjafoss
losnaði af
strandstað
eftir 12 tíma
ísafirði. Morgunblaðið.
REYKJAFOSS, skip Eimskipafé-
lags íslands, sem strandaði í inn-
siglingunni til ísafjarðarhafnar á
þriðjudagskvöld losnaði af
strandstað kl. 10 morgunin eftir,
tólf klukkustundum eftir að skip-
ið tók niðri.
Eins og greint var frá í blaðinu
í gær tók Reykjafoss niðri í Sund-
unum á ísafirði er skipið var á
leið til hafnar í aftakaveðri. Er
skipið kom fyrir Suðurtangann
náði það ekki að beygja fyrir
roki og rak því upp að kanti inn-
siglingarinnar og festist að fram-
an. Ekki tókst að losa skipið fyr-
ir eigin vélarafli og var skuttog-
arinn Þorsteinn EA fenginn til
aðstoðar, en það verk tókst ekki
fyrr en morguninn eftir. Áhöfn
skipsins var aldrei í hættu.
Eftir að Reykjafoss hafði verið
losaður af strandstað lagðist
hann að bryggju og lestaði vör-
ur. Síðdegis í gærdag beið skipið
átekta á Isafirði vegna veðurs
en leið þess mun síðan liggja til
Akureyrar.
EINN þeirra farþega sem komu með Reykjafossi til ísafjarðar
og fékk far í land með lóðsbátnum í nótt var bæjarstjórinn á
ísafirði, Kristján Þór Júlíusson, sem hafði verið veðurtepptur
í Reykjavík síðan á sunnudag.
Ekkí talin
snjóflóða-
hætta í Bol-
ungarvík
Bolungarvík. Morgunblaðið.
ÓVEÐRIÐ náði hámarki hér
uppúr miðnætti aðfaranótt
fimmtudags og gekk á með
miklum vindhviðum og tals-
verðri snjókomu.
Uppúr hádegi fór veðrinu að
slota og í gær gekk vindur nið-
ur en nokkuð hefur sett niður
snjó.
Engin óhöpp hafa orðið á
þessum síðasta sólahring hér í
bæ en vegna veðursins var allt
skólahald fellt niður í dag.
Almannavarnanefnd Bol-
ungarvíkur kom saman til
fundar um klukkan átta í gær-
morgun og komst að þeirri nið-
urstöðu eftir að tekist hafði að
kanna fjallið ofan við bæjinn
að ekki væri ástæða til að rýma
hús eða gera sérstakar ráðstaf-
anir, en áfram verður fylgst
náið með og málið endurskoðað
ef aðstæður breytast.
Starfsmenn Orkubús Vest-
fjarða geta framleitt um 3,4
MW með díselvélum og er það
rafmagn jafnframt nýtt á orku-
netinu á ísafírði þannig að
nokkuð hefur verið um að raf-
magn hafí verið skammtað og
má gera ráð fyrir að það ástand
vari jafnvel fram yfir helgi.
Sæmilega fært er um flestar
götur bæjarins.
Nokkuð
greiðfært í
flestar áttir
Húsavík. Morgunblaðið.
HÚSAVÍK hefur sloppið vel í
því veðraáhlaupi, sem gengið
hefur yfír síðustu daga í síð-
ustu viku sumars.
Úrfelli hefur verið mikið en
rigning og slydda þar til að-
faranótt miðvikudags að kólna
tók og festi þá nokkurn snjó
svo að ekki varð greiðfært um
götur bæjarins fyrr en búið var
að yfirfæra þær með snjóruðn-
ingstækjum. Mikið brim hefur
fylgt veðrinu en engir skaðar
orðið í höfninni.
Rafmangstruflanir hafa
engar orðið á Húsavík og línan
frá Laxárvirkjun hefur staðið
sig vel og ekki orðið fyrir áföil-
um. Vegir voru illfærir og ófær-
ir í báðar áttir í gær. Kúludrátt-
ur var á þeim víða en nú er
verið og búið að hreinsa þá og
nokkuð greiðfær í flestar áttir.
Sjónvarps- og útvarpssending-
ar féllu niður nokkrum sinnum
á miðvikudag.
Reykhólasveit
Snjóflóð yf-
ir veginn við
Hrafnanes
Reykhólasveit. Morgunblaðið.
JÁRNPLÖTUR hafa fokið af
einu íbúðarhúsi á Reykhólum
og hurðir fokið af geymslum.
Rafmagnsstaurar brotnuðu
með þeim afleiðingum að raf-
magnslaust var í Gufudals-
sveit í gær.
Vegurinn er ófær út að
Reykhólum en snjóflóð hefur
fallið yfir veginn á Hrafna-
nesi, rétt fyrir innan bæinn
Barma. Rafmagnslaust er á
nokkrum bæjum hér um slóðir
og m.a. fauk spennir niður á
einum bæ í Geiradal. Fólk hef-
ur verið flutt af tveimur bæjum
á Reykjanesi.