Morgunblaðið - 27.10.1995, Page 18

Morgunblaðið - 27.10.1995, Page 18
18 FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 1995 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Mikil ásókní hlutabréf í Adidas Frankfurt. Reuter. BRÉF í Adidas AG, hinum kunna framleiðanda íþrótta- fatnaðar, hafa snarhækkað í verði vegna fyrirhugaðrar hlutabréfasölu fyrirtækisins. Adidas býður 50,1% í fyrir- tækinu, eða 22.7 milljónir a|- mennra hlutabréfa að nafnvirði fimm mörk, og vonast til að afla 2.7 milljarða marka. Búizt hefur verið við að verð hlutabréfanna verði skráð á 59-68 mörk um miðjan nóvem- ber í kauphöflinni í Frankfurt, en þau hafa selzt á 71-72 mörk, sem mun afia um 3.25 milljarða marka. Sumir sérfræðingar höfðu búizt við að bréfin yrðu metin á allt að því 85 mörk. Adidas sagði að hagnaður fyrstu níu mánuðina 1995 hefði aukizt um 78% í 251 milljón marka úr 141 milljón marka 1994 og nettósala hefði aukizt um 12% í 2.84 milljarða marka úr 2.53 milljörðum marka. Afkoma VW batnar Wolfsburg;. Reuter. VOLKSWAGEN hefur skýrt frá betri afkomu en búizt var við á fyrstu níu mánuðum ársins og hlutabréf í fyrirtækinu hafa hækkað í verði. VW býst við „greinilega betri“ afkomu 1995 en í fyrra. Sala jókst um 10,9% á til septemberloka í 65.2 milljarða marka og nettóhagnaður jókst í 185 milljónir marka. Á fyrstu níu mánuðunum í fyrra var fyr- irtækið rekið með 73 milljóna marka tapi. Hlutabréf í VW hækkuðu um 7.10 mörks í 431.10 þegar nið- urstöðumar lágu fyrir. Jyske Bank eykur hagnað Kaupmannahöfn. Reuter. JYSKE BANK, fjórði stærstu banki Danmerkur, hefur skýrt frá stórauknum nettóhagnaði á níu fyrstu mánuðum ársins vegna bættra markaðsskilyrði og spáir stórauknum árshagn- aði. Nettóhagnaður til septemb- erloka jókst í 625 milljónir dan- skra króna úr 54 milljónum ári áður og spáð er árshagnaði upp á um 800 milljónir króna sam- anborið við 90 milljónir 1994. Jyske er eini stórbanki Dan- merkur, sem birtir ársfjórð- ungsreikninga, og þeir eru tald- ir góð bending um þróunina í bankageiranum. Rafmagn einkavætt í Svíþjóð Stokkhólmi. Reuter. SÆNSKA þingið hefur sam- þykkt að rafmagnsiðnaður Svía verði einkavæddur frá 1. janúar 1996. Þingið samþykkti með 238 atkvæðum gegn 45 að leyfa notendum að velja sér rafveitu eins og í Noregi. Sósíaldemókratar og hægii menn beittu sér í sameiningu fyrir einkavæðingunni, sem leiðir líklega til þess að á kemst markaður sem byggist á stað- greiðslu og afgreiðslu um leið. Morgunblaöið/Ásdls NEYTENDUR áttu kost á því að kaupa lambakjöt á allt að 265 krónur kílóið í gær vegna verðstríðs stórmarkaðanna. Verðstríð á lamba- kjötsútsölunni MIKIÐ verðstríð geisar á lamba- kjötsútsölunni sem hófst í gær- morgun. Verslanir kepptust í gær við að lækka verð á kjötinu sem selt er niðursagað í hálfum skrokkum. Skráð viðmiðunarverð í smásölu er 349 krónur á kílóið en strax í upphafi buðu allmargar verslanir lægra verð. Þannig aug- lýsti Kaupgarður í Mjódd lamba- kjötið á 329 krónur á helgartil- boði í gærmorgun, Bónus bauð 10% aukaaf slátt frá v skráðu verði, en 10-11 bætti um betur og bauð kílóið á 296 krónur. í kjölfar þessara verðlækkana lækkaði Hagkaup verð sitt í 289 krónur en 10-11-verslunin svaraði með þvl að bjóða kílóið á 279 krón- ur. Bónus svaraði þessum tilboð- um einnig og bauð kílóið á 279 Þegar það fréttist að Kaupgarður væri að selja kílóið á 269 krónur lækkaði Bónus sig enn frekar eða í 265 krónur. Guðmundur Mar- teinsson hjá Bónus segir að fyrir- Bónus býður kjötið á 244 kr. kílóið í dag tækið muni ekki skorast undan því að lækka verðið og það verði lækkað enn frekar eða í 244 krón- ur kOóið. Hins vegar sé lamba- kjötsútsalan komin út fyrir þann ramma sem hefði verið settur í upphafi. „Það er búið að greiða þetta kjöt niður og óþarfi að við greiðum „Þetta er mjög fjörlegt í augnablikinu. Einhveijir hafa valið þá leið að selja undir kostn- aðarverði eða borga með kjötinu. ________ Við reiknum ekki með því að ganga lengra en orðið er því verðið er komið nálægt kostnað- arverði," sagði Óskar Magnússon, forsljóri Hagkaups. Eiríkur Sigurðsson, eigandi 10-11, sagði að ákvörðun hefði verið tekin um að bjóða kjötið á mjög lágu verði strax í upphafi en aðrir hafi síðan fylgt á eftir. Verðið hafi síðan verið fært ennþá neðar. „Það kom flestum á óvörum þegar við komum inn á markaðinn með vöruna á mjög góðu verði.“ Útboð Lánasýslunnar á 20 ára spariskír- teinum ýtir við verðbréfamarkaðnum Vextir húsbréfa á niðurleið ÁVÖXTUNARKRAFA húsbréfa lækkaði nokkuð í gær og kemur lækkun- in í kjölfar mikillar eftirspumar og vaxtalækkunar á 20 ára spariskírtein- um ríkissjóðs í útboði Lánasýslu ríkisins á miðvikudag. Hjá Landsbréfum lækkaði ávöxtunarkrafan um 6 punkta, úr 5,84%o í 5,78%.- Ávöxtunar- krafan hjá Skandia fór niður í 5,75% úr 5,82% á miðvikudag en hjá VÍB og Handsali lækkaði ávöxtunarkrafan um 2 punkta í 5,82%. Nýrfram- kvæmdastjóri IKEA •JÓHANNES Rúnar Jóhannesson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Miklatorgs hf., rekstraraðila IKEA á Islandi frá og með næstu áramót- um. Jóhannes Rún- arerfæddur 15. apríl 1960. Að loknu stúdentsprófi af viðskiptabraut FÁ hóf hann störf hjá Hagkaup hf. og starfaði'sem inn- kaupamaður til ársins 1988. Það ár tók hann við starfi innkaupastjóra matvörudeildar og gegndi því starfi fram í ársbyijun 1993 en þá tók hann þátt í undirbúningi að stofnun Baugs hf., innkaupa- og vömdreif- ingarfyrirtækis Hagkaups og Bón- uss, og hefur verið þar framkvæmda- stjóri frá upphafi. Jóhannes Rúnar er kvæntur Sigríði Nönnu Egils- dóttur og eiga þau tvö böm. Nýrfram- kvæmdasijóri Hafnar-Þrí- hyrnings •GESTUR Hjaltason sem veitt hef- ur IKEA forstöðu undanfarin ár hef- ur verið ráðinn framkvæmdastjóri Hafnar-Þríhy m- ings hf. frá og með næstu áramótum. Gestur er fæddur 22. október 1956. Hann stundaði nám í Menntaskólanum í Reykjavík og út- skrifaðist þaðan 1976. Hóf hann störf hjá Hagkaup 1976 sem deildarstjóri. Gestur hlaut starfsþjálfun hjá John Lewis Partn- ership í London 1978, og var versl- unarstjóri í Hagkaup hf. 1978- 1983. Hann var sölustjóri í Hagkaup 1980-1981. Árið 1984 tók hann við stöðu framkvæmdastjóra IKEA. Gestur er kvæntur Sólveigu R. Kristinsdóttur kennara og eiga þau 2 dætur. Viðskipti með húsbréf á Verð- bréfaþingi íslands vora með líflegra móti í gær og var söluvirði þeirra um 260 milljónir króna. Lokakrafan var 5,77% að teknu tilliti til þóknun- ar. Viðskipti með spariskírteini voru alls upp á 262 milljónir meðal ann- ars var talsverð hreyfing á fimm ára óverðtryggðum bréfum á þing- inu í gær og fyrradag. Því virðist sem útboð Lánasýslunnar hafi hleypt talsverðu lífi í markaðinn. Utgáfa húsbréfa það sem af er árinu er komin í 9,1 milljarð króna að nafnvirði og hefur hún heldur dregist saman frá því á sama tíma í fyrra, en þá var hún komin í 10,6 milljarða, sarhkvæmt því sem fram kemur í grein í síðasta tölublaði Vísbendingar. Þá era enn fremur leiddar líkur að því að útgáfan í heild á þessu ári verði 2,5 til 3 milljörðum lægri en á síðasta ári. Þessi staðreynd gæti sett enn frek- ari þrýsting á ávöxtunarkröfu bréf- anna. -----» 4 ♦ Óvíst um framtíð Arctic air Loksi um mánaðar- .mótín FERÐASKRIFSTOFUNNI Arctic air verður lokað um næstu mánað- armót. Að sögn Gísla Arnar Lárus- sonar, framkvæmdastjóra Arctic, er ekki ætlunin að halda úti neinni starfsemi yfír vetrarmánuðina enda liggi ferðamannastraumurinn niðri á þeim árstíma. Hann segir að ekki hafí verið ákveðið hvert framhaldið verði, en það muni skýrast með vorinu hvort að starfseminni verði haldið áfram eða ekki. Eins og fram hefur komið í frétt- um samdi Arctic air við Flugleiði i byijun þessa mánaðar um flutning á farþegum á vegum ferðaskrifstof- unnar og var því lýst yfír á sama tíma að Arctic hyggðist hætta öllu leiguflugi og einbeita sér þess í stað að ferðaskrifstofurekstrinum. Nú virðist hins vegar sem óvissa sé uppi með framtíð þess rekstrar. Lækkandi álverð á næsta árí London. Reuter. VERÐ á málmum nær líklega hámarki á næsta ári, þar sem birgðir verða nægar en ekki eins vænlegar horfur á auknum umsvifum í helztu iðn- ríkjum heims. Því er spáð að álverð verði stöðugt eða lækki í allt að því 12% 1996 miðað við 1.875 dollara verð 1995. Minni birgðir af kopar og blýi en flestum öðrum málmum kunna að valda því að ekki mun draga úr þeirri óvissu um verð á þeim sem ríkt héfur á síðari áram. Á nýlegum fundi um 6.000 forystu- manna í málmiðnaði í London var mest um það rætt að valdajafnvægið hefði raskazt notendum í hag á kostnað framleiðenda. A svipuðum fundi fyrir ári ríkti mikil bjartsýni eftir verðhækkanir og aukna eftirspurn næstu tólf mánuði á undan og batnandi efnahagshorfur Varkámi í málmiðnaði eftir verðhækkanir í heiminum. Nú er viðurkennt að meiri óvissa ríki. í ár snýst allt um aukinn hagvöxt í heiminum að sögn Moores. Fundurinn er haldinn í sama mund og upplýs-. ingar benda til að bílasala sé undir þrýstingi í Bandaríkjunum, Evrópu og Japan. Dræm eftirspum og miklar birgðir af flestum málum eru í hróplegri mótsögn við áætlanir um verulega framleiðsluaukningu í mörgum greinum málmiðnaðar til aldamóta, sem stafa af verðhækk- unum 1994 og 1995. Almennt er talið að yfírleitt verði ekki alvarleg- ur skortur á málmum þar til ný framleiðsla kem- ur á markað 1997 og síðar. Sérfræðingar spáa fáum meiriháttar breyting- um á verði á næsta ári miðað við 1995. Búizt er við mestri hækkun á blýverði í 675-725 dollara tonnið 1996 samanborið við 625 dollara að meðaltali 1995. Búizt er við að framleiðsla á blýi aukist hægar en framleiðsla á flestum öðrum málmum og birgðir eru litlar. Mestum lækkunum er spáð á koparverði, sem gæti orðið á bilinu 2.300-2.500 dollarar á næsta ári miðað við 2.900 dollara 1995. Verð á nikkel verður 8.375-9.000 dollarar mið- að við 8.375 dollara 1995 . Búizt er við að tin hækki í 6.500-6.600 dollara 1996 úr 6.200 dollur- um 1995. Zink mun hækka í 1.100-1.150 dollara úr 1.060 dollurum 1995.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.