Morgunblaðið - 27.10.1995, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 27.10.1995, Qupperneq 26
26 FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 1995 27 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. FLATEYRI HIÐ mannskæða snjóflóð, sem féll á Flateyri við Ön- undarfjörð í fyrrinótt er þungt högg fyrir þetta litla byggðarlag, Vestfirðinga og þjóðina alla. Eftir þá hörmu- legu atburði, sem urðu í Súðavík í janúarmánuði sl. hefði enginn trúað því, að slíkt gæti gerzt á ný, á sama ári og í sama landsfjórðungi. Það er þvi ekki að ástæðulausu, að alls staðar er spurt: Hvað er að gerast í þessu landi? Hvaða breytingar eru að verða á veðurfari og í náttúr- unni, sem valda þessum ósköpum? Og við þeim spurning- um eigum við engin svör. í snjóflóðinu í Súðavík fórust 14 einstaklingar. Þegar þetta er ritað hafa 19 fundist látnir í snjóflóðinu á Flat- eyri og enn er leitað ársgamals barns. Einn maður fórst í snjóflóði í Reykhólasveit í kjölfar atburðanna í Súða- vík. Á þessu ári hafa því 34 einstaklingar látið lífið í snjóflóðum í einum og sama landshlutanum og eins er saknað. Þetta er óskaplegt áfall. Fyrst og fremst fyrir fjölskyldurnar, sem eiga um sárt að binda. En einnig fyrir fólkið, sem byggir Vestfirði. Menn spyija: Hversu lengi halda Vestfirðingar þetta út? Að baki er einn harðasti og erfiðasti vetur á Vest- fjörðum um langt árabil. Til viðbótar kom áfallið í Súða- vík. Veturinn er varla genginn í garð, þegar óveðrið geisar á nýjan leik, snjónum kyngir niður, flugvellir lok- ast, vegir teppast og snjóflóðin falla í hveijum firðinum á fætur öðrum. Því getur enginn svarað, hversu lengi Vestfirðingar halda þetta út. Að einhverju leyti má kannski finna svarið í lífi og örlögum Vestfirðinga sjálfra. Þær fjölskyldur eru fáar á Vestfjörðum eða sem eiga rætur á Vestfjörðum, sem ekki hafa misst ástvini í nátt- úruhamförum ýmist til sjós eða lands. Mótlætið herðir sumt fólk. Aldalöng barátta Vestfirðinga við óblíða nátt- úru hefur hert þá. Þegar horft er til baka er ljóst, að á undanförnum áratugum og öldum hafa hvað eftir annað komið þau tímabil, að veðurfar hefur versnað mjög frá því, sem almennt gerist, bæði á Vestfjörðum og annars staðar. Firðir og flóar hafa verið ísi lagðir. Snjóflóð hafa fallið. Sjómenn hafa horfið í hafið í óveðrum, sem enginn hefur ráðið við. Það er ekki ofmælt, að ísland sé á mörkum hins byggilega heims. Við erum betur undir það búin að takast á við náttúruöflin en fyrr á árum og öldum. Við búum í góðum og upphituðum húsum. Við sækjum ■ sjóinn á stórum og öflugum skipum. Við búum yfir sér- þekkingu til þess að spá fyrir um það, sem getur gerzt m.a. í veðurfari. Samt ráðum við ekkert við náttúruöfl- in, þegar þau láta til sín taka eins og nú. Sérfróðir menn hafa reynt að segja til um, hvar lík- legt sé að snjóflóð falli. Atburðirnir á Flateyri vekja upþ spurningar um það, hvort yfirleitt sé nokkur möguleiki á að segja fyrir um það. A.m.k. féll þetta mikla snjóflóð þar sem-ekkert snjóflóð átti að falla. Og enginn álasar sérfræðingunum fyrir það. Hvernig á að vera hægt að segja til um það, hvar snjóflóð getur fallið? Eitt hefur komið skýrt í ljós síðasta sólarhringinn. Þeir sem stjórna björgunaraðgerðum af þessu tagi, björg- unarmennirnir sjálfir, læknar og hjúkrunarfólk kunna vel til verka. Það er aðdáunarvert, hvað allt þetta fólk hefur unnið skipulega og fumlaust að björgunarstarfi á Flateyri og aðhlynningu þeirra, sem komust lífs af úr þessum náttúruhamförum. Þeir atburðir, sem hafa orðið á Vestfjörðum á þessu ári hljóta að vekja upp alvarlegar spurningar um, hvern- ig bezt verði hægt að tryggja öryggi þess fólks, sem býr í sjávarplássum víðs vegar um landið, þar sem hætta er á snjóflóðum. Sú hætta er fyrir hendi víða um land, bæði á Norðurlandi og á Austfjörðum. Þær hugmyndir, sem menn hafa gert sér um það hingað til a.m.k. geta varla talizt raunhæfar eftir það, sem gerðist á Flateyri í fyrri- nótt. Líklegt má telja að taka verði allar snjóflóðavarnir og allar álitsgerðir um hættusvæði til endurskoðunar eftir þessa atburði. Þessar hugleiðingar bíða síðari tíma. Á þessari stundu sameinast þjóðin öll í samúð og einhuga stuðningi við þá, sem hafa misst nána ættingja og vini í snjóflóðinu á Flat- eyri. Framundan eru erfiðir tímar fyrir marga. Sá samhug- ur, sem þeir munu finna meðal þjóðarinnar verður þeim mikilsverð hjálp. En eins og við öll vitum geta áföllin í lífinu stundum orðið svo mikil, að þau verða aldrei bætt. t Höggið líkast jarðskjálftakippum • Fyrir 61 ári fórust þrír menn úr fjölskyldunni í snjóflóði • Hjónin þeyttust úr rúminu og fram á gólf ## Morgunblaðið/Halldór Sveinbjömsson Öfhigt björgunarstarf við erfiðar aðstæður STRAX og Ijóst varð að snjóflóðið hafði fallið á Flateyri voru björgunarsveitarmenn kallaðir út, og unnu þeir kappsamlega við leit fram á nótt. Heimamenn byrjuðu leitina, en þeim barst fljótt liðsauki, fyrst frá ísafirði. Leitarmenn þaðan voru með hunda til leitar og gekk leitin mun hraðar eftir að þeir voru komnir á vettvang. Aðkoman var víða óhugnanleg, húsin höfðu mörg bókstaf- Iega splundrast þegar snjóflóðið og höggbylgjan sem fylgdi því skall á þeim. Stjórnandi björgunar- aðgerðanna sagði að starfið hefði á stundum frem- ur líkst rústabjörgun en björgun úr snjóflóði. Guðjón Guðmundsson bjargaðist úr flóðinu ásamt fjölskyldu sinni GUÐJÓN Guðmundsson, sem bjó á Unnarstíg 1 á Flateyri ásamt konu sinni Bjarnheiði ívarsdóttur og þremur dætrum, segist hafa vaknað við háan hvell. „Ég veit ekki hvort • það var þegar snjórinn skall á hús- inu eða hvort loftbylgja kom á und- an,“ segir Guðjón. Risið brotnaði af timburhúsi hans og flaut áfram ofan á snjóflóðinu, en neðri hæðin fór í mask. Öll fjöl- skyldan svaf hins vegar í risinu. „Efri hæðin, með gólfinu og þak- inu, fór af stað og sigldi í heilu lagi tvær eða þrjár húslengdir undan flóðinu," segir Guðjón. „Það tók ekki langan tíma, en ég áttaði mig strax á að þetta væri snjóflóð og að þetta helvíti væri komið þarna niður eftir. Ég trúði því ekki að þetta gæti gerzt fyrr en ég vaknaði í morgun. Fyrir ofan húsið mitt eru búin að vera hús frá því um aldamót." Tilviljun bjargaði einni dótturinni Guðjón og kona hans þeyttust út úr rúminu og fram á gólf er húsið fór af stað. Guðjón segir að þau hafi þá fyrst orðið vör við einhvern snjó á hæðinni er þau hafí staðið upp og byijað að átta sig í þreifandi myrkrinu. Yngsta dóttir þeirra, tveggja ára, sem svaf í barnarúmi í sama herbergi, var hins vegar enn í rúminu. „Ég komst fram til að gá að eldri stelpunum mínum, sem eru tíu og fimmtán ára. Þær sváfu í herbergi í hinum gaflinum á húsinu, sem snýr upp að hlíðinni, og ég fór þangað Hvellur og risið sigldi af stað EFRI hæðin, með gólfinu og þakinu, á húsinu að Unnarstíg 1 fór af stað og sigldi í heilu lagi tvær eða þrjár húslengdir undan flóðinu. strax. Stelpurnar voru heilar á húfí. Þær höfðu gert það, sem kemur yfir- leitt ekki fyrir, að þær sváfu saman í rúmi í herbergi annarrar þeirrar. Sú, sem ekki svaf í sínu herbergi, hefði mjög sennilega slasazt ef hún hefði verið í sínu rúmi, því að það var fullt af braki,“ segir Guðjón. Lýsti sér með vekjaraklukkunni „Það hafði komið dálítill snjór inn í efri hæðina. Ég fann vekjaraklukk- una mína, sem er rafhlöðuklukka með ljósi og ég gat lýst með henni þannig að ég fann einhveijar spjarir til að vefja okkur innan í. Konan og yngsta stelpan fóru yfir í herbergið hjá eldri dætrunum. Aðeins tveir gluggar á efri hæðinni brotnuðu í öllum látunum, en annar þeirra var í hjónaherberginu. Ég komst út um svaladyr og sá þá nágranna minn og frænda, Eirík Finn Greipsson, og konuna hans, en það var verið að hjálpa þeim út úr húsinu þeirra. Við fórum svo yfir í heilsugæzlu- stöðina, en efri hæðin á húsinu okk- ar var komin niður undir læknis- bústaðinn. Við vorum þar þangað til við fengum okkur flutt niður í rriat- sal frystihússins. Það var rafmagns- laust í heilsugæzlustöðinni en þar var tekið vel á móti okkur,“ segir Guðjón Guðmundsson. Risið af húsi Guðjóns sigldi 20-30 metra ofan á snjóflóðinu og endaði við norðurvegg læknisbústaðarins, við næstu götu fyrir neðan. Guðjón segir að brak úr húsi sínu og húsi Eiríks Finns frænda síns hafi dreifzt alla leið að gafli heilsugæzlustöðvar- innar, sem er tugi metra í burtu. Alag á rafstöðina minnkaði skyndilega klukkan 4.07 Björgvin Þórðarson var nýkominn á vakt í rafstöðinni þegar flóðið skall á. Með honum er Kristján Einarsson, orkubústjóri á Flateyri. MAÐURINN minn var nýfarinn út úr dyrunum á vakt í raf- stöðinni þegar ég fann að högg kom á húsið, svo minnti mig einna helst á jarðskjálftakipp. Rafmagnið fór um leið, en ég kveikti á kerti og klæddi mig. Þegar ég gerði mér grein fyrir að snjóflóð hafði fallið á hús í grennd- inni fór ég út og vegna veðursins varð ég nánast að skríða til sonar míns, sem býr á Brimnesvegi, neðar í bænum,“ sagði Jónína Ásbjömsdóttir, sem býr á Eyrarvegi 12. Maður hennar, Björgvin Þórðarson, sagði að hann hefði verið rétt kominn á vakt þegar- flóðið skall á og hann hefði orðið þess var með þeim hætti, að skyndilega minnkaði mjög álag á rafstöðina. Flóðið hafði fallið á spennustöð ofan í þorpinu. Jónína hefur búið öll sín 60 ár á Flateyri, en aldrei orðið vitni að neinu í líkingu við flóðið í gær. „Hérna fór rafmagnið á miðvikudag og þorpið fékk rafmagn frá tveimur vararafstöðvum. Önnur þeirra bilaði og Björgvin og sonur minn Guðmund- ur, sem báðir eru rafvirkjar, unnu fram á kvöld við viðgerðir. Björgvin þurfti svo að fara á vakt kl. 4 í morg- un og var rétt farinn þegar flóðið skall á. Ég var ein á neðri hæð húss- ins og mér fannst höggið, sem kom á húsið, einna helst líkjast jarðkjálfta- kippum, sem ég hef einu sinni fundið. Rafmagnið fór og eftir á frétti ég að spennustöð hefði eyðilagst við flóðið." Undarlegt hve álagið minnkaði Björgvin sagði að hann hefði mætt á vakt í rafstöðinni klukkan fjögur um nóttina. „Skömmu síðar tók ég eftir að mjög lítið álag var á rafstöð- ina, sem líka er kyndistöð fyrir þorp- ið. Mér fannst þetta mjög undarlegt, en vissi ekki hvað hefði gerst fyrr en hringt var í mig og um svipað leyti kom félagi minn og sagði mér af þessu." Björgvin sagði að hann hefði haft samband við Grétar son sinn, sem er í Björgunarsveitinni Sæbjörgu, en Grétar hafi þá verið búinn að frétta af flóðinu og verið á leið til starfa. „Ég ákvað að halda kyrru fyrir í rafstöðinni og halda henni gangandi, svo rafmagn héldist á þeim hluta þorpsins sem slapp við flóðið,“ sagði Björgvin. „Heilsugæslustöðin slapp, en rafmagnið fór af henni og þar með hitinn, svo flytja átti eldri borgara, sem þar dveljast, eitthvert annað.“ Jónína segir að 26. október hafi lengi verið minningardagur í fjölskyld- unni, því á þessum degi fyrir 61 ári fórust þrír karlmenn úr fjölskyldunni í snjóflóði. „Bróðir fósturmóður minnar, föð- urbróðir hennar og mágur föður henn- ar lentu í snjóflóði þegar þeir voru að leita kinda inn með hlíðinni. Hins vegar man ég ekki eftir flóði sem hefur náð jafn langt hér niður í bæ- inn. Hér kom þó flóð fyrir um fjórum áratugum, sem fór yfir kirkjugarðinn og niður að minjasafni." Þegar rætt var við Jónínu var hún að gæta bamabama á heimili sonar síns. „Karlmennirnir em flestir úti og ýngri konur í bænum em að aðstoða í mötuneyti frystihússins, þar sem tekið er á móti fólki.“ Ottuðumst um strákana og fórum með faðirvorið FJÖLSKYLDAN að Unnarstíg 3 — Guðlaug Auðunsdóttir, Grétar Örn, Auðunn Gunnar, sem er staddur í Reylg'avík við nám, Eirík- ur Finnur Greipsson og Smári Snær. Myndin var tekin fyrir um fjórum árum. YÐ vorum sofandi þegar hús- ið bókstaflega sprakk í tætlur, ég get ekki lýst því öðruvísi. Allt fylltist af snjó, en við hjónin náðum að búa til öndunar- rými í kringum okkur. Svo gátum við ekkert gert nema beðið. Óvissan um afdrif strákanna okkar kvaldi okkur mest. Við töluðum saman, fórum með faðirvorið og reyndum að styrkja hvort annað,“ sagði Ei- ríkur Finnur Greipsson, íbúi við Unnarstíg 3 á Flateyri. Drengirnir reyndust óhultir, en sá eldri komst út úr brakinu og hljóp fáklæddur eftir hjálp. „Við vöknuðum ekki fyrr en flóð- ið skall á húsinu og við fundum hvernig við flutum með því,“ sagði Eiríkur Finnur i samtali við Morg- unblaðið skömmu fyrir hádegi í gær, en hann var þá staddur í fisk- vinnslunni Kambi hf. „Okkur hjón- unum tókst að hanga einhvem veg- inn saman og þegar flóðið stöðvað- ist gátum við búið til öndunarrými í kringum okkur. Við heyrðum ekk- ert hljóð, en vorum að reyna að hlusta eftir drengjunum.“ Braust út og hljóp eftir lyálp Á meðan Eiríkur Finnur og kona hans, Guðlaug Auðunsdóttir, biðu hjálpar _voru tveir synir þeirra, Grétar Öm, 14 ára, og Smári Snær, 7 ára, einnig fastir í siýóflóðinu. Þeir sváfu í hinum enda hússins. „Það fór minni sqjór inn í her- bergið til þeirra en til okkar og eldri strákurinn náði að bijótast einhvern veginn út úr brakinu. Hann skildi yngri strákinn eftir, sem var mjög skynsamlegt, því svo þurfti hann að hlaupa á nærbuxun- um í ofsaveðri til að sækja hjálp.“ Grétar Örn hljóp til kunningja- fólks og lét vita af flóðinu. „Eg býst við að við hjónin höfum verið um 45 mínútur í flóðinu. Okkur var ekki orðið mjög kalt, þrátt fyrir að ég væri bara í nærbuxum og konan mín í nærbuxum og treyju,“ sagði Eiríkur Finnur. „Björgunar- mönnum gekk mjög vel að ná okk- ur úr snjónum, en við vissum enn ekkert um afdrif strákanna. Það var ólýsanlegur léttir að frétta að ekkert amaði að þeim.“ Elsti sonur Eiriks Finns og Guð- laugar, Auðunn Gunnar, sem er tæplega tvítugur, var ekki heima þcgar snjóflóðið skall á, en hann stundar nám í Reykjavík. Eiríkur Finnur var mjög sleginn eftir atburðinn, enda fjölda ná- granna hans saknað. Hann kvaðst varla skilja hvað gerst hefði. „Allir vissu að hætta var á snjó- flóðum efst í bænum, en engan hefði grunað að flóð færi svona neðarlega. Mitt hús, sem var timb- urhús á einni hæð, stóð í miðju þorpinu, en það splundraðist. Þá get ég líka nefnt, sem dæmi um hversu kröftugt flóðið var, að það reif neðri hæðina undan tveggja hæða timburhúsi nágranna míns, Guðjóns Guðmundssonar, að Unn- arstíg 1 og efri hæðin flaut áfram niður i þorp. Fjölskyldan svaf á efri hæðinni og slapp úr flóðinu." 1

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.