Morgunblaðið - 27.10.1995, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 27.10.1995, Qupperneq 30
30 FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Rögnvaldur Þor- láksson fæddist í Reykjavík 26. apríl 1916. Hann lést á Landakotsspítala 18. þessa mánaðar. For- eldar hans voru Anna Guðný Sveins- dóttir og Þorlákur Ófeigsson, bygg- ingameistari, sem bjuggu lengst af á Laugavegi 97 í Reykjavík. Fóstur- systur hans eru Sig- ríður Robson, fædd Júlíusdóttir, sem býr í Jóhannesarborg, og Elín Guð- björnsdóttir, sem býr í Reykja- vík. Rögnvaldur kvæntist árið 1943 eftirlifandi konu sinni Thoru Margareth frá Þránd- heimi. Börn þeirra eru Sveinn Birgir, f. 18.1. 1946, kennari og bankafulltrúi, og Guðný Kristín, f. 12.8. 1949, enskukennari. Barnabörnin eru Þóra, f. 18.3 1976, Þuríður, f. 2.7. 1978, Anna Guðný, f. 27.1. 1983, og Snorri, f. 7.11. 1989, Hallgrímsbörn. Rögnvaldur varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1936, lauk sveinsprófi í trésmiði 1937 og prófi í byggingaverk- fræði frá Nordisk Tekniske Hög- skole í Þrándheimi 1943. Hann starfaði sem verkfræðingur við vega- og járnbrautalagnir í Nor- egi 1943-44 og sem aðstoðar- verkfræðingur við NTH 1944-45. Rögnvaldur starfaði þjá Sigurði S. Thoroddsen 1945-47 og þjá raforkumála- stjóra 1947-54 og á þeim tíma sem staðarverkfræðingur við ELSKU AFI er dáinn. Eftir margra ára baráttu við veikindi hefur hann nú fengið að hvflast. Alltaf var gott að koma í heim- sókn til ömmu og afa og var þá ýmislegt skemmtilegt gert, t.d. far- ið í feluleik, spilað eða bara setið og spjallað. Afi kunni margar sögur en skemmtilegstar þóttu okkur þær frá því að amma og afí bjuggu í Noregi. Ósjálfrátt vorum við krakkamir aldrei með læti í kringum afa, því að honum fylgdi mikil ró. Hann fór oftsinnis með okkur í göngutúra og var þá stoppað á róluvellinum. Það voru það oftast við sem gáfust upp að leika okkur eftir langan tíma, því það virtist sem afí þreytt- ist ekki á leikjum okkar. Afí var mjög söngelskur en á yngri árum söng hann mikið og Laxárvirkjun II 1951-53. Hann stofnaði ásamt öðr- um Verklegar fram- kvæmdir hf. 1954 og starfaði sem annar framkvæmdastj óri fyrirtækisins til 1962. A þeim árum var Rögnvaldur framkvæmdasljóri byggingaverkfíika við Grímsárvirlq'un 1955-58 og við rið- breytistöð á Kefla- víkurflugvelli 1959. Árið 1962 gerðist hann ráðgefandi verkfræðingur. Þá vann hann að verkfræðileg- um rannsóknum á virkjunum í Jökulsá á Fjöllum og frumhönn- un virkjana í Dettifossi, Víga- bergsfossi og Kláffossi í Hvítá í Borgarfirði. Rögnvaldur var síð- an samstarfsaðili hönnunaraðila við rannsóknir á virkjun Þjórsár við Búrfell og við býggingu orkuversins þar. Hann var settur aðstoðarframkvæmdastjóri Landsvirkjunar um tíma árið 1972 og varð byggingastjóri Landsvirkjunar 1973. Hann gegndi því starfi þar til hann lét af störfum árið 1984 og var við- riðinn allar helstu virkjanafram- kvæmdir Landsvirkjunar á þess- um tíma. Rögnvaldur starfaði talsvert að félagsstörfum fyrir verkfræðinga og ritaði greinar um virkjanir í innlend og erlend timarít. Rögnvaldur verður jarðsung- inn frá Vídalínskirkju í Garðabæ í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. spilaði amma þá undir á píanóið. Það var alltaf mikið um tónlist á heimili ömmu og afa og bömin þeirra spiluðu bæði á hljóðfæri og sungu. Þess vegna bað afi okkur oft um að spila á píanóið og hafði hann gaman af og klappaði hann alltaf hressilega fyrir okkur. Afí var einstaklega rólyndur maður og sáum við hann aldrei skipta skapi. Aldrei heyrðum við hann tala illa um nokkum mann, því að hann lagði áherslu á betri hliðar mannfólksins og reyndi alltaf að gera gott úr öllu. Allri vinnu hans fylgdi mikil nákvæmni og samviskusemi og lauk hann ætíð verkum sínum með miklum sóma. Hann vildi líka kenna okkur allt mögulegt. Þau tvö orð sem lýsa afa best eru þessi: Hann var vitur og góður. Elsku afí, með þessum orðum viljum við þakka þér fyrir allt sem þú gafst okkur í lífinu. Minning þín lifir. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson.) Þín barnabörn, Þóra, Þuríður, Anna Guðný og Snorri. Margt kemur upp í hugann við andlát Rögnvaldar Sveins Þorláks- sonar byggingarverkfræðings. Hann var einkabam móðursystur minnar Önnu Guðnýjar Sveinsdótt- ur og Þorláks Kristins Ófeigssonar byggingarmeistara, sem lengstum bjuggu á Laugavegi 97. Þetta fal- lega hús teiknaði og hannaði Þor- lákur af slíkri hugkvæmni, að hlið- stæða fyrirfannst naumast á Laugaveginum. Til marks um það fékk hús á Njarðargötu, sem byggð- ist á sömu grunnteikningu verðlaun sem fegursta hús Reykjavíkur mörgum áratugum seinna og var þó útlitsris þess minna. Fyrir fram- an húsið á Laugaveginum var skýrt mótaður og snyrtilegur garður, sem afmarkaðist af rimlagirðingu, sem alltaf var sem nýmáluð. Að opna litla hliðið vinstra megin og ganga mjóu aflöngu heimtröðina að hús- inu, var mörgum sérstök athöfn, sem þeir framkvæmdu fullir eftir- væntingar og léttir í spori. í huga mér er þetta hús ævintýri, sem stendur ljóslifandi fyrir hugskots- sjónum í sinni fyrstu og uppruna- legu mynd, og allt sem því tengist yljar mér að djúpum hjartarótum. Það var mitt annað heimili, hof og hörg um árabil, og til annars vegar átti ég fram að tvítugsaldri trauðla oftar erindi, né naut návistar fólks í jafn ríkum mæli og innilegri gleði. Þykir mér þetta einstaka kennileiti fortíðarinnar vera ímynd fólksins er þar gekk um garða og jafnan bauð gest og gangandi velkominn, þvi grunntónninn í lífi þess var mannkærleikur og mildi í sinni fals- lausustu og hreinustu mynd. Um árabil hélt Þorlákur tré- smíðalærlinga á verkstæði sínu í kjallara og bjuggu þeir í risi húss- ins, og var öllu svo haganlega fyrir komið og mikil regla á hlutunum að hafðist af lítið ónæði, var þó félagslíf gott og létt yfír mann- skapnum, því stutt var í góðan húmor og dýrt kveðnar vísur. Það var mikið ævintýri í augum ungs drengs og systkina hans, er hávaxni bjartleiti einkasonurinn í húsinu hélt utan til Noregs til náms í verkfræði árið 1937, en hann hafði þá til viðbótar stúdentsprófí lokið sveinsprófi í trésmíði hjá föður sín- um, sem sýnir að mat á verknámi var lagt að jöfnu æðra námi, sem taldist í meira lagi óvenjulegt. í þá tíð voru útlönd drjúgum fjarlægari en seinna varð, raunar svo langt í burtu að nútímamaðurinn á erfítt að meðtaka það, geti hann þa'ð yfir- höfuð. Mannmargt var þannig í húsinu, og einnig var fjarri því að Rögnvald- ur væri eina barnið innan veggja þess, því hjónin tóku að sér nýfætt stúlkubarn bróður húsfreyjunnar að móðurinni látinni, og var hún nokkrum árum yngri en Rögnvald- ur. Og fleiri börn voru í lengri eða skemmri tíma þar heimagangar og héldu alla tíð tryggð við húsráðend- ur, sem væru þeir þeirra foreldri. Það er nokkur saga af uppeldis- dótturinni, sem varð kvenna glæsi- legust og giftist eftir stríð enskum verkfræðingi og erfíngja stóreigna í Jóhannesarborg í Suður-Afríku, þar sem þau búa enn. Tengsl þeirra systkina gat trauðla verið nánara né fegurra og hefur hún alla tíð verið í sambandi við Rögnvald, heimsótt hann margsinnis, auk þess að bjóða honum og hans fólki til sín, þess á milli töluðust þau reglu- lega við símleiðis þótt heimsálfur skildu. Ekki var um annað að ræða, en að sonurinn sneri aftur frá Noregi til starfa hér heima að námi loknu, en það gat hann ekki fyrr en að styrjöldinni yfírstaðinni. Hafði þá fest sér vænan kvenkost í Þránd- heimi, og mun giftingin hafa átt sér stað um svipað leyti og hann útskrifaðist sem byggingarverk- fræðingur frá háskólanum þar 1943. Minnist ég þess hve mikil birta og hamingja fyllti húsið sum- arið 1945, er einkasonurinn var endurheimtur heim eftir hin löngu ár í óvissu, er í útlandinu var hart fyrir andrými barist. Þetta voru erfiðir tímar, og ungi verkfræðingurinn hafði naumast tök á að byggja yfir sig og brúði sína, því var fljótlega tekið það ráð að lyfta þakhelmingi hússins, þeim sem snéri að götunni, til að rýmra gæti orðið um ungu hjónin á efri hæðinni. Við það breyttist ásjóna hússins og sagði Rögnvaldur stund- um við mig í senn kíminleitur og afsakandi, að hér hafi nauðsyn ráð- ið en síst hafí það orðið húsinu til fegurðarauka. En menn gerðu svo margt á þessum árum til að bjarga málum og gömlu hjónunum mun hafa verið hugleikið að hafa soninn í nágrenninu eftir hinii langa og stranga aðskilnað, og þá var þeim eðlislægast að láta hjartað ráða. Þeim til ósegjanlegrar ánægju fóru niðjarnir fljótlega að gera vart við sig, og þótt auðnan ætlaði þeim sjálfum ekki nema soninn Rögn- vald, var sem fyrr segir jafnan eitt- hvað af ungviði í kringum þau, og það er mér í minni að vita þau glöð- ust, er bamsraddir glumdu um hús- ið. Það virtist svo hafa verið sjálf- gefíð, að sitthvað af ytri og innri byrði hússins setti mark sitt á Rögn- vald, og yrði honum veganesti út í lífið. Hin trausta og vandaða smíð og merkilega lifandi innrétting, þar sem virðingin fyrir fortíðinni og vitundin um nútíðina héldust í hend- ur. Af bókum var þar nóg í fagur- lega smíðuðum skápum, vandað píanó prýði stofunnar, ljósmyndir þar sem því var við komið, fagrir saumar og brekán húsmóðurinnar á borðum og legubekkjum. Skák- listin skipaði mikið rúm, því Þorlák- ur hafði verið með á nótunum frá fyrstu tíð, sótt flest skákmót frá upphafí, þar fyrir utan var margur og minnisstæður pataldurinn háður til sóknar og vamar á reitunum sextíu og íjórum. Fjórðungi bregður til fósturs, stendur skrifað í Njálu, en mér er nær að halda hvað Rögnvald frænda minn snertir, hafí það verið sýnu meir. Fáa ef nokkum veit ég í minni ætt, sem borið hefur jafn mikið af uppmna sínum í skaphöfn og fasi og Rögnvald Þorláksson. Hógværð, velvilji og prúðmennska, ásamt einstaklega traustvekjandi viðmóti vom þeir eðliskostir sem LO siAt*o Auglýsing um innlausnarverð verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ*) Á KR. 10.000,00 1983- 2.fl. 1984- 3.A. 01.11.95-01.05.96 12.11.95 - 12.05.96 kr. 68.603,20 kr. 85.833,10 *) Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, 27. október 1995 SEÐLABANKIÍSLANDS MHMB| ; RÖGNVALDUR ÞORLÁKSSON fylgdu honum. Hann var ættræk- inn, kom jafnvel fyrstur og fagn- andi á vettvang á stórafmæli og fjölskyldublót, og þó má segja að seint hafí lækkað í glasi hans. Var þó glaður og viðræðugóður, því hann undi sér vel innan um skyld- menni sín og vini. Leiðir skilja á vettvangi lífsins eins og verða vill og það var aðallega á slíkum stund- um að við hittumst, en við fundum alltaf vel til ættarbandanna. Má jafnvel vera að ég hafí borið til hans bróðurþel, fyrir hið nána sam- band við húsið, en við lá fyrir sér- staka atburðarás að ég ílentist í því, og þar fyrir utan tel ég for- eldra hans, Guðnýju mína og Þor- lák, til minna mestu velgjörðar- manna í lífinu. Frænda mínum auðnaðist að lifa langt líf, þótt heilsan leyfði ekki mikil umsvif né samgang við ætt- ingja og vini hin síðari ár. Mestu skiptir að hann skilaði af sér dijúgu verki þjóð sinni og íslenskri verk- menningu til vegsauka og fremdar. Samhugur minn er hjá konu hans, bömum og barnabörnum. Bragi Asgeirsson. Rögnvaldur er fallinn frá. Ég kom til starfa hjá honum fyrir tæp- um þijátíu ámm. Þá stýrði hann eigin fyrirtæki sem í samstarfi við erlendan aðila hafði á hendi undir- búningsvinnu og umsjón með bygg- ingu Búrfellsvirkjunar. Síðar réðst hann til Landsvirkjunar sem bygg- ingarstjóri, en undir hann heyrði undirbúningur og umsjón með byggingu vatnsaflsvirkjana og mannvirkja tengdum þeim. Þessu starfi gegndi hann þar til fyrir tæp- um áratug að hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Sigölduvirkjun, Hrauneyjafossvirkjun, Sultartanga- stífla, Kvíslaveita og Blönduvirkjun, þessi nöfn tengjast Rögnvaldi auk Búrfellsvirkjunar. í starfínu fólst þátttaka í gerð mannvirkjanna á öllum stigum, frá undirbúningi útboða, samningagerð við verktaka og tæknileg og fjár- hagsleg umsjón með framkvæmd- um. Það þurfti víðsýni til að stjórna þessum þáttum og hana hafði Rögnvaldur til að bera, hún var studd reynslu hans sem hönnuður, sem verktaki og sem stjórnandi eig- in fyrirtækis og annarra. Prúðmennska og kurteisi ásamt velvild voru Rögnvaldi eðlislæg, og hann kunni að stilla skap sitt. Umfjöllun mála skyldi vera mál- efnaleg og hlutleysis gætt ef uppi voru mismunandi skoðanir. Að láta ekkert frá sér fara sem kynni að hafa mótast í hita leiks, og þá kannski ekki að vel ígrunduðu máli, var ráð sem hann gaf ungum starfs- manni. Það var gott að starfa hjá Rögn- valdi og ég hygg að margir þeirra sem áttu þess kost hafi tekið hann sér til fyrirmyndar. Ingvar Björnsson. Við Rögnvaldur kynntumst fyrst árið 1964 er hann réð mig til sín, en Rögnvaldur starfaði þá sem sjálfstæður ráðgefandi verkfræð- ingur fyrir raforkumálaskrifstofuna og Rafmagnsveitur ríkisins. Jafn- framt var hann umboðsmaður verk- fræðifyrirtækisins Harza í Chicago, sem vann þá að virkjunarrannsókn- um fyrir raforkumálaskrifstofuna vegna áforma um stórvirkjanir í tengslum við stóriðjuuppbyggingu hér á landi. Þetta voru spennandi tímar og það lá í loftinu að nú færu draumar Einars Benedikts- sonar skálds og fleiri slíkra hug- sjónamanna í upphafí aldarinnar loks að rætast. Slegið var upp í blöðunum að til stæði að reisa ál- bræðslu hér á landi, beisla sjálfa Þjórsá við Búrfelþ og byggja þar fyrstu stórvirkjun íslendinga. Voru þetta mikil tíðindi fyrir ungan mann, sem hafði átt því láni að fagna að komast í landmælingar á námsárum sínum og starfa öll sum- ur uppi á öræfum íslands við það að undirbúa að draumar um virkj- anir stórfljóta landsins gætu orðið að veruleika. Þegar hér við bættist að sá hinn sami hafði nýlokið verk-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.