Morgunblaðið - 27.10.1995, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 27.10.1995, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ MINIMINGAR FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 1995 31 fræðiprófí með sérstakri áherslu á virkjun vatnsfalla var ljóst að hinn ungi maður vildi fyrir alla muni taka virkan þátt í þessu ævintýri. Rögnvaldur var lykilmaður á íslandi í verkfræðilegum undirbúningi áætlunarinnar um virkjun Þjórsár við Búrfell jafnframt því sem hann sinnti ýmsum ráðgjafastörfum við framkvæmdir í orkukerfí rafmagns- veitnanna. Reyndist hann mér hinn besti félagi og lærifaðir í verkfræðistörf- um og mynduðust með okkur var- anleg vináttubönd. Átti ég honum það að þakka fremur en nokkrum öðrum að ég var síðan ráðinn í eftir- litsstörf við byggingu Búrfellsvirkj- unar þar sem ég safnaði dýrmætri reynslu sem oft hefur komið að drjúgum notum við störf mín seinna meir í lífínu. Að loknum eftirlitsstörfum við Búrfell réðst ég til Landsvirkjunar og urðum við Rögnvaldur þar aftur nánir samverkamenn, en hann starfaði þar í fyrstu sem sjálfstæður ráðgjafí en síðar sem forstöðumað- ur byggingardeildar fýrirtækisins og á tímabili veitti hann fýrirtækinu forstöðu í hálfs árs forföllum æðstu yfírmanna þess. Fórst honum það vel og farsællega úr hendi eins og önnur störf sem hann vann fýrir Landsvirkjun. Eftir að lokið var við Búrfellsvirkjun héldu framkvæmdir við nýjar virkjanir áfram hjá Lands- virkjun með Sigölduvirkjun og Hrauneyjafossvirkjun. Rögnvaldur var snjall verkfræðingur og auk þess að hafa góða stjómunarhæfi- leika bjó hann yfír sérstaklega mik- illi reynslu á þessu sviði. Landsvirkj- un naut því þess að hafa óvenju hæfan mann í stöðu byggingar- stjóra sem reyndist fýrirtækinu mikill styrkur á þessum tímum mestu umsvifa í framkvæmdum fýrirtækisins. Allan starfstíma Rögnvaldar hjá Landsvirkjun áttum við Rögnvaldur nána samvinnu. Man ég ekki til þess að nokkum tímann hafi hlaup- ið snurða á þráðinn í okkar sam- starfi enda var Rögnvaldur bæði dagfarsprúður og nærgætinn í um- gengni við annað fólk. Verð ég honum ævinlega þakklátur fýrir handleiðsluna í upphafí míns starfs- ferils og hið góða og ánægjulega samstarf sem við áttum meðan við unnum saman hjá Landsvirkjun. Nú er Rögnvaldur genginn fyrir ættemisstapa. Það á fýrir okkur öllum að liggja. Hann var farsæll í sínu einkalífí og skilur eftir sig verk sem munu standa og hlýjar minningar og virðingu í hugum allra þeirra sem áttu því láni að fagna að kynnast honum. Konu hans Thom, syninum Sveini og dóttur- inni Guðnýju og barnabörnunum votta ég innilega samúð okkar Sig- rúnar. Jóhann Már Maríusson. Mér barst sú fregn hingað til Kína að vinur minn Rögnvaldur Þorláksson væri látinn en hann hafði átt við vanheilsu að stríða undanfarin ár. Það er mér í fersku minni þegar ég hitti Rögnvald fýrst. Ég vann um tíma sumarið 1957 á skrifstofu Verklegra framkvæmda hf. og einn daginn vatt sér hár og vasklegur maður inn úr dyrunum, það var Rögnvaldur. Hann hafði nýverið lokið umsjón með virkjunar- framkvæmdum við Laxá í Þingeyj- arsýslu og stjórnaði þá byggingu Grímsárvirkjunar á Fljótsdalshéraði á vegum fýrirtækis síns. Það sópaði af framkvæmdamanninum. Að afloknu verkfræðinámi í Þýskalandi 1961 hóf ég síðan störf hjá Verklegum framkvæmdum sem var verkfræði- og verktakafýrir- tæki í eigu Rögnvaldar og fleiri. Rögnvaldur stjórnaði þá könnun á virkjunarkostum í Jökulsá á Fjöllum og í Þjórsá fyrir Raforkumálaskrif- stofuna í samvinnu við Almenna byggingarfélagið og sá síðan um rannsóknir og undirbúning virkjun- ar Þjórsár við Búrfell og ég var svo lánsamur að vinna við þessi verk- efni með honum. Þetta var skemmtilegur tími og mikill fram- fara- og stórhugur ríkti. Rögnvald- ur var góður húsbóndi, réttsýnn og ólatur að miðla nýgræðingnum af reynslu sinni. Árið 1965 stofnaði Rögnvaldur eigin verkfræðistofu sem hann rak um árabil. Nú voru breyttir tímar. Landsvirkjun var stofnuð til að reisa stórvirkjanir m.a. til nýtingar fyrir orkufrekan iðnað. Ákvörðun var tekin um bygg- ingu Búrfellsvirkjunar og banda- ríska verkfræðifyrirtækinu Harza Engineering Co. falin hönnun mannvirkja og eftirlit á byggingar- tíma en erlendir verktakar voru í meiri hluta við framkvæmdirnar. Þá hófst langt samstarf Rögnvaldar við þetta bandaríska fyrirtæki og góð vinátta við C.K. Willey, sem var forsvarsmaður þess fyrir ísland, og nutum við margir góðs af þeim vinskap. Rögnvaldur tók að sér rekstur á eftirlitinu fyrir Harza og fyrir okkur sem unnum á vegum verkfræðistofu hans við Búrfells- virkjun var þetta lærdómsríkur og minnisstæður tími. Tekið var upp strangt gæðaeftirlitskerfí með mannvirkjagerðinni sem síðan hef- ur verið notað við aðrar virkjanir á íslandi. íslensk verkfræðingastétt átti á þessum árum hauk í homi þar sem Rögnvaldur var og vann hann ótrauður að því að færa hönn- un og framkvæmdir við virkjanir í hendur íslenskra verkfræðistofa og vertaka. Þegar Landsvirkjun ákvað 1973 að taka að sér umsjón og eftirlit með eigin virkjunarframkvæmdum var Rögnvaldi falið að veita hinni nýstofnuðu byggingardeild for- stöðu. Mikið framkvæmdaskeið fór nú í hönd, Sigölduvirkjun var gang- sett 1977, Hrauneyjafossvirkjun 1981, vatnsmiðlun úr Sultartanga- lóni tekin í notkun 1983 og úr Kvíslaveitum 1984. Við sem unnum hjá byggingardeild á þessum árum eigum margs að minnast. Rögn- valdi voru umgengni við landið og umhverfísmál hugleikin og hann brýndi fyrir okkur að skilja sem minnst iandspjöll eftir að fram- kvæmdum loknum. Eitt sinn er Rögnvaldur kom að vorlagi í heim- sókn að Hrauneyjafossvirkjun var að venju ekið að fossinum. Rögn- valdi brá í brún því fossinn var ekki sjáanlegur. Um veturinn hafði Tungnaá rofíð mjúk berglög og fossinn færst um 100 m upp eftir ánni og horfið fyrir bugðu. Þá varð Rögnvaldi að orði: „Ekki verður okkur verkfræðingum kennt um þessi náttúruspjöll." Óhjákvæmilega komu oft upp erfið deilumál við svo umfangsmikl- ar framkvæmdir og verkalýðsmál voru löngum erfíð viðfangs. Það mæddi því mjög á byggingarstjöra að leiða þau mál til lykta á farsæl- an hátt og það tókst Rögnvaldi oft- ast með sinni samningslipurð, rétt- sýni og prúðmennsku sem ávann honum traust beggja aðila. Þegar Rögnvaldur lét af störfum hjá Landsvirkjun 1985 fyrir aldurs sakir voru framkvæmdir við Blönduvirkjun hafnar og segja má að Rögnvaldur hafí á sínum far- sæla starfsferli á einn eða annan hátt komið við sögu flestra meiri háttar vatnsaflsvirkjana hérlendis frá stofnun lýðveldisins. Frumherj- arnir í verkfræðingastétt hverfa hver af öðrum en þeir hafa svo sannarlega með störfum sínum gert landið okkar byggilegra og eflt vel- ferð þjóðarinnar. Rögnvaldur var einstaklega dag- farsprúður maður og vandaður til orðs og æðis og átti erfítt með að þola rangsleitni. Hann var einstak- lega ráðhollur að leita til þegar vanda bar að höndum og ég kveð þennan vin minn með söknuði og þakklæti fyrir það veganesti sem hann miðlaði mér á lífsleiðinni. Rögnvaldur var gæfumaður í einkalífi og frú Thora sér nú á bak ástkærum eiginmanni sem hún ann- aðist svo vel um í hans langvarandi veikindum, þótt sjálf gengi hún ekki heil til skógar. Ég sendi frú Thoru, bömum þeirra, Sveini Birgi og Guðnýju Kristínu og fjölskyldu innilegar samúðarkveðjur frá okkur Þuríði. Páll Ólafsson, Tian Huang Ping. KARL REYNIR G UÐMUNDSSON + Karl Reynir Guðmundsson var fæddur í Reykjavík 29. júlí 1922. Hann lést á Sjúkrahúsi Suður- lands 18. október síðastliðinn. For- eldrar hans voru Guðmundur Guð- mundsson bakari á ísafirði og síðar í Reykjavík, f. 6. maí 1880, d. 13. febrúar 1932, og kona hans Nikólína Henriette Katrín Þorláks- dóttir, f. 9. júní 1884 á ísafirði, d. 14. nóvember 1959. Börn þeirra voru: 1) Leifur verslun- armaður í Reykjavík, f. 30. maí 1910, d. 25. maí 1986. 2) Jónína Elín, húsmóðir í Reykjavík, f. 18. mars 1912. 3) Júlíana Þor- laug, húsmóðir í Reykjavík, f. 11. desember 1913. 4) Guðni, gjaldkeri í Reykjavík, f. 22. apríl 1915, d. 4. desember 1991. 5) Þorlákur, prentari í Reykja- vík, f. 22. janúar 1917. 6) Bryndís, húsmóðir í Reykjavík, f. 16. júlí 1920. 7) Karl Reynir, úrsmiður á Selfossi, f. 29. júlí 1922, d. 18. október 1995. 8) Inga Lovísa, húsmóðir í Reykjavík, f. 29. september 1923. 9) Ágúst Válur, hús- gagnasmíðameistari í Reylqa- vík, f. 26. júní 1926. 10) Anna, húsmóðir í Reykjavík, f. 16. febrúar 1928. Þá átti Guð- mundur Sigríði Hansen, hús- móður á Selfossi, f. 11. júní 1915, með Kristínu Jóhannes- dóttur. Karl Reynir kvæntist 20. mars 1948 Sigríði Bogadóttur, f. 25. nóvember 1925 í Reykja- vík, d. 24. september 1978. Hún var dóttir Boga Benediktsson- ar skrifstofustjóra, frá Garði í Hálshreppi, S-Þingeyjarsýslu, og konu hans Erlínar Guðrún- ar Sigurðardóttur frá Seyðis- firði. Börn Karls og Sigríðar eru: 1) Bogi úrsmiður á Sel- fossi, f. 10. ágúst 1949. Hans kona er Kristín A. Guðmunds- dóttir bankamaður og eiga þau eina dóttur, Sigríði, f. 20. ágúst 1981. 2) Kolbrún Katrín, húsmóðir í Reykja- vík, f. 10. nóvember 1952. Hennar mað- ur er Jóhannes Ás- geirsson lögfræð- ingur og eiga þau tvö börn, Ásgeir, f. 30. ágúst 1980, og Bergrósu Kristínu, f. 29. ágúst 1985. Fyrir hjónaband átti Kolbrún Karl Reyni, f. 5. desem- ber 1972, líffræði- nema. 3) Erlín Kristín, með- ferðarfulltrúi á Selfossi, f. 27. apríl 1955. Hennar maður er Þorvaldur Þorvaldsson raf- veituvirki og eiga þau þijú börn, Arnheiði Sigríði, f. 1. júlí 1973, meðferðarfulltrúa á Sel- fossi, búsetta á Flúðum, og er hennar maður Einar Logi Sig- urgeirsson trésmiður og eiga þau eitt barn, Kristínu Evu, f. 10. maí 1994; Karl Þór, f. 25.10. 1975, verslunarmann i verslun afa síns; og Katrínu, f. 26. júní 1988. Seinni konu sinni, Vigdísi Helgadóttur, kvæntist Karl 24. júlí 1981. Hún var fædd 9. mars 1924, dóttir hjónanna Helga Sigurðssonar húsgagna- bólstrara og konu hans Stein- unnar Guðmundsdóttur. Vigdís lést 4. júní 1989. Síðustu fimm ár ævi sinnar bjó Karl með Sigríði Magnúsdóttur. Karl Reynir Guðmundsson var úrsmiður að mennt og lærði iðnina hjá Frank Micha- elsen úrsmíðameistara. Hann starfaði síðan í 18 ár í verslun Jóhannesar Norðfjörð en flutt- ist þá með fjölskyldu sína til Selfoss og bjó þar til æviloka. Hann hóf eigin atvinnurekstur á Selfossi og rak úrsmíðaverk- stæði og gjafavöruverslun lengst af i samvinnu við son sinn Boga, sem nú hefur tekið við rekstrinum. Útför Karls fer fram frá Selfosskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. AFI ÓLST upp við kröpp kjör. Langafi dó frá tíu börnum í æsku og kom það í hlut langömmu minnar að ala þau upp við erfíð skilyrði. Það er erfítt fyrir ungan mann í dag að ímynda sér að uppeldi við þær aðstæður, sem afí minn ólst upp við, hafí yfirleitt getað lánast eins vel og það gerði. Fjölskyldan bjó um tíma í tveggja herbergja íbúð og vann langamma við sauma- skap, oft fram eftir nóttu, til að sjá börnunum farborða, en þau voru síðan send í vinnu um þrettán ára aldur til að afla heimilinu nauð- þurfta. Þessi erfiðu uppvaxtarskil- yrði gerðu fólki ljóst að það yrði að standa saman og sú varð raunin með systkini afa. Samheldni systk- inanna var alla tíð mikil og aldrei minnist ég þess að styggðaryrði hafí fallið á milli þeirra. Ég ólst upp hjá afa og ömmu minni, Sigríði Bogadóttur, en hún féll frá langt fyrir aldur fram þegar ég var fimm ára gamall og héldum við afí þá tveir heimili þar til ég var átta ára gamall. Ég á ánægjulegar minningar frá uppvexti mínum með afa. Hann hafði gaman af því að ferðast og fylgdi ég óhjákvæmilega með. Hann kenndi mér lax- og silungsveiði og var óþreytandi við að sýna mér perlur íslenskrar náttúru. Afi fylgd- ist grannt með námi mínu og hvatti mig óspart til skólagöngu. Það varð afa þung raun þegar hann missti ömmu. Þau höfðu verið mjög náin og var hjónaband þeirra til fyrirmyndar, áhugamál söm og þau nutu stuðnings hvort annars við uppbyggingu verslunar og úr- smíðaverkstæðis afa á Selfossi. Afí undi sér ekki einn og þremur árum eftir andlát ömmu kvæntist hann Vigdísi Helgadóttur. Hjóna- band þeirra stóð aðeins í átta ár en þá lést Vigdís. Síðustu fímm ár ævi sinnar var afi í sambúð með Sigríði Magnúsdóttur. Afí var heilsteyptur maður, vinnusamur og ólst upp við guðs trú og siði sinnar kynslóðar. Hann lagði ekki illt orð til nokkurs manns en hann átti það til að gantast og þá einkum við okkur bamabömin. Afi var mér alla tíð mjög góður og minningin um hann er og verður mér ætíð mjög kær. Ég votta móður minni, systkinum hennar og sambýliskonu afa míns innilegustu samúð. Karl Reynir Einarsson. í þijá áratugi höfum við hjá Ingi- mar Guðmundssyni átt því láni að fagna að hafa átt viðskipti við Karl R. Guðmundsson. Samskipti okkar vom aðallega í gegnum síma hin síðari ár vegna heilsubrests Karls, við töluðumst því oft við í síma. Fáum hef ég kynnst sem hafa lagt sig eins fram og Karl gerði í því tilliti að þjóna sínum viðskiptavini sem best. Fyrir kom að Karl hringdi snemma morguns og vantaði ein- hvem hlut fyrir viðskiptavin og bað um að hann yrði sendur með eitt- rútunni til Selfoss. Kom fyrir að okkur láðist að koma pakkanum í rútuna á tilsettum tíma vegna anna og höfðum við þá samband við Karl og báðumst afsökunar og sögðumst senda með þijú-bílnum. Það mátti glöggt heyra það á and- varpi Karls að hann hafði lofað sín- um viðskiptavini vörum á réttum tíma og við það vildi hann standa. Við fórum einnig í söluferðir aust- ur til þeirra feðga. Það vom jafnan góðar ferðir. Okkur biðu ævinlega vinalegar mótttökur auk þess sem samheldni þeirra feðga gerði þessar ferðir svo mjög ánægjulegar. Eitt merkti ég glöggt í samskiptum við þá feðga og Fjólu hve samstarfíð þeirra á milli var gott og ríkulegt. Það er því ekki að furða hve vel verzlun þeirra hefur gengið í þjón- ustu við Sunnlendinga. Karl var góður fagmaður í sinni iðn ogtileink- aði sér kunnáttu um allar tækninýj- ungar er fram komu í hans tíð. Karl skilur eftir sterka minningu þar sem prúðmennska og hjarta- hlýja var ríkulega gefin. Áðstandendum vottum við okkar dýpstu samúð. Þormar Ingimarsson, Ingimar Guðmundsson, ■Ásdis Valdimarsdóttir. Karl R. Guðmundsson var einn þeirra sem ruddi brautir með konu sinni á Selfossi. Hann hóf atvinnu- rekstur á staðnum og setti svip á staðinn með tilveru sinni og viðmóti. Þeir eru margir sem leitað hafa til Karls með erindi sín varðandi gangverk í öllum gerðum af úrum og klukkum og allir mætt sama ljúfa viðmótinu. Karl var nefnilega alltaf tilbúinn að leysa úr málunum og færa gangverkið til betri vegar. Það var sérlega gaman að koma í búðina til Karls á Þorláksmessu þegar heim- ilisfeðumir stóðu í röðum við búðar- borðið og leituðu að gjöfum handa eiginkonunum. Karl var þá á þönum við að leiðbeina mönnum og allir fóm glaðir heim með góða gjöf, viss- ir um að gera lukku í gangverki lífs- ins, einnig með þakklæti í huga fyr- ir leiðbeininguna. Karl var ótrúlega laginn við að hafa það rétta á boð- stólum og láta réttu orðin fylgja yfir búðarborðið. Við sem stóðum í því að halda íþróttamót og viðburði gátum alltaf leitað til Karls þegar vantaði verð- launapeninga eða viðurkenningar. Hann töfraði þetta allt saman fram með hægðinni og ekki flýtti hann sér með reikninginn, vissi að þetta kæmi allt saman. Hann hafði næm- an skilning fyrir áhugastarfinu og gildi þess að örva fólk til slíkra starfa. Þessi samskipti skipa honum í heiðurssæti í minningunni. Viðmót hans og viðkynning öll var gefandi og lærdómsrík. Þessi fátæklegu orð eru sett fram til að þakka fyrir góða viðkynn- ingu, þægilegt viðmót og ekki síst fýrir það framlag sem Karl R. Guð- mundsson úrsmiður hefur á sinni lífsgöngu lagt til íþróttanna á Sel- fossi og í héraðinu öllu. Einnig þakkir fyrir þau spor sem hann markaði í atvinnusögu Selfoss, en hann hafði næman skilning á sam- félaginu og þeim gildum sem fylgja atvinnuuppbyggingu og rekstri. Karl var Selfossi góður bústólpi. Við hjónin sendum aðstandend- um innilegar samúðarkveðjur. Góð- ur Guð gefí ykkur styrk. Sigurður Jónsson. Okkur bamabörnin langar til að kveðja afa okkar enda á hann það skilið af okkur að við sendum hon- um nú hlýleg kveðjuorð. Afí var okkur góður og gátum við ávallt til hans leitað ef eitthvað bjátaði á. Hann var úrræðagóður og leið- beindi okkur til betri vegar. Afí var gjafmildur og þótti mjög gaman að gefa okkur gjafir og sjá okkur gleðj- ast. Minningin um hann er björt og léttir okkur eftirsjána. Þessi fá- tæklegu kveðjuorð sendum við nú afa okkar, sem háði langt dauða- stríð, en hélt rósemi sinni allt til loka. Nú kveðjum við þig, elsku afí, með sárum söknuði og þakklæti fyrir allt. Arnheiður Sigríður, Karl Þór, Ásgeir, Sigríður, Bergrós Kristín, Katrín og Kristin Eva.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.