Morgunblaðið - 27.10.1995, Qupperneq 32
32 FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
+ Aðalsteinn Sæ-
mundsson
fæddist í Stóra-Bóli
í Austur-Skafta-
fellssýslu 20. sept-
ember 1915. Hann
lést á Vífilsstöðum
14. október síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru Sæ-
mundur Halldórs-
son bóndi og póstur
og Guðrún Þor-
steinsdóttir. Aðal-
steinn var þriðji
elstur af tíu systk-
inum sem upp kom-
ust og lifa hann fimm. Árið
1947 kvæntist Aðalsteinn Elín-
rós Hermannsdóttur frá Leyn-
ingi í Eyjafirði. Börn þeirra
eru: 1) Hermann, f. 14.10.
1945, d. 1.7.1988. Maki, Hrönn
Helgadóttir. Þau eiga synina
Helga Steinar og Heimi Þór.
2) Áslaug Guðrún, f. 26.9.1950,
maki Erlingur Tómasson. Þau
eiga Tómas og Elínrós. 3)
Benedikt, f. 12.4. 1953. Hann
á Guðrúnu Völu, Hildi Karen
og Ragnar Aðalstein. 4) Heim-
ir, f. 19.8. 1953, maki Herdís
Snorradóttir. Þau eiga Hörpu
og Hörð. 5) Sæmundur, f. 7.8.
TENGDAFAÐIR minn, Aðalsteinn
Sæmundsson vélstjóri, er látinn.
Okkar leiðir lágu saman fyrir 25
árum þegar ég og elsta dóttir hans,
Áslaug Guðrún, hófum búskap í
litlu húsi á Vesturgötu 54, sem
hann átti í félagi við annan. Aðal-
steinn rak þá vélsmiðju á Granda-
garði og var okkar heimili á leið
hans til og frá vinnu. Þetta varð
til þess að hann kom oft við hjá
okkur á leiðinni heim. Okkur kom
mjög vel saman og breyttust kynni
okkar fljótlega í góða vináttu sem
entist meðan hann lifði og var mér
ákaflega mikils virði.
Aðalsteinn átti og rak vélsmiðj-
una Steinar á Grandagarði í mörg
ár og seinast í Örfirisey. Á þessum
árum var Grandinn iðandi af lífi
frá morgni til kvölds og þar þreifst
fjörugt og litríkt samfélag verka-
manna, sjómanna, iðnaðarmanna
auk annarra sem þangað áttu er-
indi. Þarna eignaðist hann mikinn
fjölda kunningja og vina og voru
landsins gagn og nauðsynjar og
pólitíkin rædd af mikilli sannfær-
ingu enda kalda stríðið í algleym-
1957, maki Hall-
dóra Valgarðsdótt-
ir. Þau eiga Guð-
björn, Aðalstein og
Garðar. 6) Mar-
grét, f. 3.8. 1961,
maki Örn Hilmars-
son. Þau eiga Ernu
Margréti og Krist-
in Orn. 7) Gyða
Kristín, f. 5.10.
1963, maki Ragnar
Bjarnason. Þau
eiga synina Her-
mann Bjarna og
Kristófer.
Aðalsteinn fór til
sjós frá Norðfirði 15 ára gam-
all og reri frá ýmsum verstöðv-
um á Austfjörðum fram að
stríði. Öll stríðsárin sigldi hann
til Bretlands. Hann lauk vél-
stjóraprófi 1937 og framhalds-
námi í þeirri grein 1944. Hann
var hjá Bæjarútgerð Reykja-
víkur fram til 1960 en þá stofn-
setti hann Vélsmiðjuna Steinar
ásamt fleirum og rak hana
fram yfir sjötugt. Aðalsteinn
fór sem vélstjóri til sjós af og
til meðan heilsan entist.
Utför Aðalsteins fer fram
frá Dómkirkjunni í dag og
hefst athöfnin klukkan 15.
ingi og lítið um málamiðlanir. Þetta
átti ákaflega vel við Aðalstein sem
var félagslyndur og ákaflega póli-
tískur. Þó að vinnudagur væri iðu-
lega langur og erfiður var oft
staldrað við og málin rædd og naut
Aðalsteinn þess þá hvað hann var
feiknalega minnugur á menn og
atburði. Hann gat rakið mistök og
svikin kosningaloforð krata og
framsóknarmanna áratugi aftur í
tímann. Þótt orðaskipti hafi stund-
um verið snörp held ég að flestir
hafi notið félagsskaparins og haft
gaman af enda aldrei langt í húm-
orinn.
Þau ár sem ég þekkti hann vann
hann langan vinnudag og yfírleitt
eitthvað alla daga vikunnar. Vél-
smiðjan var vel þekkt og hikuðu
menn ekki við að fara fram á þjón-
ustu hvenær sem var. Yfirleitt var
Aðalsteinn boðinn og búinn að að-
stoða og gera mönnum greiða, þó
ekki væri alltaf mikið upp úr þessu
að hafa. Á móti ætlaðist hann til
að aðrir gerðu það sama en á því
var stundum misbrestur og sárnaði
honum það. Eftir að hann hætti
MINNINGAR
rekstri vélsmiðjunnar, kominn fast
að sjötugu, kom hann sér upp tækj-
um og aðstöðu til að steypa
handfærasökkur og var við það
meðan heilsan entist, auk tilfall-
andi vélstjórnar og vélgæslu bæði
á sjó og landi.
Aðalsteinn var ágætlega lesinn.
Seinni árin hafí hann mestan áhuga
fyrir ævisögum og sögulegum fróð-
leik. Tími til lestrar var ekki mikill
nema helst þegar hann tók að sér
að leysa af sem vélstjóri á skipum
og fannst honum það vera hvíld frá
erlinum á verkstæðinu. Ekki voru
þetta alltaf bestu skip flotans og
því stundum nóg að gera um borð.
Eina slíka ferð fórum við saman
til Portúgals, Spánar og Túnis, en
þá réð hann mig sem vélstjóra með
sér og er sú ferð mörgum sem
hana fóru minnisstæð.
Aðalsteinn var greindur og hafði
ríkt ímyndunarafl og sá oft hlutina
í öðru samhengi en aðrir og fyrir
bragðið var gaman að vera með
honum. Þannig átti hann auðvelt
með að vera í félagsskap bæði yngri
sem eldri og hann náði góðu sam-
bandi við barnabörn sín. Hann fékk
reglulega nýjar hugmyndir um
hvernig hægt væri að græða pen-
inga en sjaldan voru aðstæður til
að láta reyna á þær. Aðalsteinn
var lánsamur að því leyti að hann
hélt vel andlegu atgervi sínu alveg
fram á síðustu daga. Hans helsta
afþreying þegar hann var kominn
á Vífilsstaði, síðustu mánuðina sem
hann lifði, var að rekja ættir starfs-
fólksins og best gekk ef það var
ættað frá einhveiju af sjávarpláss-
um landsbyggðarinnar.
Vinum sínum og fjölskyldu var
Aðalsteinn ákaflega trúr og raun-
góður. Hann tók mjög nærri sér
ef einhver veiktist eða átti í öðrum
erfíðleikum og gerði allt sem hann
gat til að hjálpa. Þótt hann væri
ósérhlífnasti maður sem ég hef
kynnst og hefði oft lent í erfíðum
aðstæðum bæði til sjós og lands
var hann það viðkvæmur að hann
treysti sér yfirleitt ekki að sjúkra-
beði en var óþreytandi að senda
aðra, hringja og fylgjast með.
Eins og margir af kynslóð Aðal-
steins bytjaði hann að vinna fyrir
sér á barnsaldri og var hann alls
ekki sáttur við það. Hann minntist
þess stundum þegar hann, langt
innan við fermingu, var sendur í
vinnu frá heimili sínu á nærliggj-
andi bæ til að gæta fjár. Það var
niðamyrkur á kvöldin og þarna
varð hann svo myrkhræddur að það
fylgdi honum alla ævi. Aðalsteinn
var róttækur sósíalisti og voru
skoðanir hans sprottnar af ríkri
réttlætiskennd og mikilli andúð á
fátækt og misskiptingu.
Aðalsteinn lifði að verða áttræð-
ur og má það teljast hár aldur ef
litið er til þess að aðbúnaðar sem
menn, sem unnu við vélstjóm og
jámiðnað, af hans kynslóð urðu að
búa við. Einnig hlífði hann sér
hvergi og fór langt í frá vel með
sig. Hann var heilsuhraustur ef
undan em skilin allra síðustu miss-
erin sem voru honum erfíð.
Vinir hans og ijölskylda kveðja
hann í dag og minnast þessa hlýja
og sérstæða manns með söknuði.
Sársaukinn sem fylgir því að horfa
upp á góðan vin beijast við erfíðan
sjúkdóm mun dofna og hverfa en
minningarbrotin, sem við eigum
hvert um sig meðan Aðalsteinn var
eins og hann átti að sér, geymum
við okkur til gleði. Blessuð sé minn-
ing Aðalsteins Sæmundssonar.
Erlingur Tómasson.
Mig langar í fáum orðum að
minnast pabba míns sem er látinn
eftir baráttu við krabbamein. Hann
var í góðri umönnun hjúkrunarfólks
og hafi það þökk fyrir. Pabbi hafði
ætíð gaman að að vita hvaðan fólk
væri og hverra manna.
Mínar fyrstu minningar af pabba
voru í vélsmiðju hans á Vesturgöt-
unni í litlum skúr. Pabbi var fædd-
ur á Stóra-Bóli á Hornafírði og
fylgdist hann alltaf með fréttum
þaðan bæði til sjós og lands og
hafði hann alltaf gaman af að vita
hvernig fiskaðist hjá systkinabörn-
um sínum fyrir austan. Minnist ég
ferðalags sem pabbi, mamma og
fjölskylda mín fórum fyrir rúmu
ári. Eg spurði pabba hvort hann
ætlaði að vera lengi þarna fyrir'
austan og hann sagðist ekki vita
það því hann þyrfti nú að heim-
sækja Óla, Gunna, Rósu, Lóu, Sig-
rúnu systur, Munda bróður (Guð-
mund), Gógó og Jón og fleira fólk
sem ég man ekki að lengur telja.
Pabbi og mamma gistu hjá Öllu
og Guðmundi, bróður pabba, og
veit ég að pabbi hafði gaman af
þessari síðustu ferð sinni austur á
Hornafjörð.
Pabbi hafði vissar skoðanir á
pólitík og ekki þær sömu og maður-
inn minn. Man ég í fyrsta skipti
sem ég kaus að hann sagði við
mig: „Magga mín, ég veit að þú
munt kjósa rétt.“ Það er svo margt
sem kemur í hugann þegar maður
hugsar til baka. Að leiðarlokum er
mér efst í huga þakklæti til allra
sem heimsóttu pabba á Vífilsstöð-
um.
Elsku pabbi, ég veit að vel verð-
ur tekið á móti þér því þú kvaddir
þeta Iíf á 50 ára afmælisdegi
Hemma heitins bróður þíns. Hvíl
þú í friði.
Þín dóttir,
Margrét.
En í kvöld lýkur vetri
sérhvers vinnandi manns
og á morgun skín maísól,.
það er maísólin hans,
það er maísólin okkar,
okkar eimningarbands,
fyrir þér ber ég fána
þessa framtíðarlands.
(Halldór Laxness.)
I dag verður til moldar borinn
vinur minn, Aðalsteinn Sæmunds-
son.
Ég kynntist Alla fyrst fyrir meira
en þijátíu árum, þegar hann stofn-
aði Vélsmiðjuna Steinar sf. ásamt
föður mínum, Þorsteini Guðmunds-
syni. Ég var þá unglingur að byija
að kynnast atvinnulífinu. Mér er
það minnisstætt hversu létta lund
Alli hafði og hvað ég hafði gaman
að því að vera í návist hans og
hlusta á hann segja frá.
Seinna vann ég í nokkur ár í
fyrirtæki föður míns og Alla og
með okkur tókust góð kynni.
Alli var dæmigerður fulltrúi hins
vinnandi manns. Hann hafði sem
ungur maður þurft að hafa fyrir
lífínu. Hann gerði sér því alla tíð
grein fyrir að án mikillar vinnu
ganga fæstir hlutir upp. Hann var
atorkusamur og ósérhlífínn og
kunni því illa að sjá verklausa
menn.
Alli var einlægur og sagði það
sem honum brann í bijósti. Sýndar-
mennska og látalæti voru ekki að
hans skapi. Fátt þoldi hann ver í
mannlegum samskiptum en óheið-
arleika og hræsni.
Alli var sjálfstæður maður í
hugsun og verki. Hann vildi standa
á eigin fótum og ekki vera neinum
háður. Ef hann lenti í vandamálum
reyndi hann til hins ítrasta að leysa
þau áður en hann fór fram á aðstoð.
Alli hafði ákveðnar pólitískar
skoðanir. Hann var skemmtileg
blanda af atvinnurekanda og
verkamanni. Um leið og hann vildi
óheft frelsi til athafna þá var hann
sterkur talsmaður þeirra sem
minna mega sín. Það voru ófáir
trillukarlarnir sem komu í smiðjuna
og fengu Alla til að vinna fyrir sig
og þurftu ekki að borga fyrir.
Álli átti góða og skilningsríka
konu. Ella stóð alltaf með honum
í öllu sem hann tók sér fyrir hend-
ur og var hans stoð og stytta. Hún
bjó honum og börnum þeirra gott
heimili á Holtsgötunni.
Með þessum fátæklegu línum vil
ég kveðja athafnamanninn Aðal-
stein Sæmundsson og þakka hon-
um fyrir ánægjulegar samveru-
stundir. Án kynna af slíkum manni
hefði lífíð orðið fátæklegra.
Ég sendi eiginkonu og fjölskyldu
innilegustu samúðarkveðjur.
Ragnar Þorsteinsson.
AÐALSTEINN
SÆMUNDSSON
JÓHANNES
JÓSEPSSON
+ Jóhannes Jós-
epsson fæddist á
Melstað í Miðfirði
13. apríl 1911. Hann
lést á Akureyri 8.
október síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
hjónin Þóra Guðrún
Jóhannsdóttir, f. 19.
mars 1889 á Hofi í
Hjaltadal, d. 5. febr-
úar 1973, og Jósep
Jóhannesson, f. 6.
september 1886 á
Hörgshóli í
Línakradal, d. 23.
maí 1961. Systkini
Jóhannesar voru Ingibjörg, f. 12.
mars 1912, Katrín, f. 28. febrúar
1914, sem nú er látin, Jóhann
Hjalti, f. 28. maí 1916, Zóphon-
ías, f. 19. janúar
1920, Þóra Guðrún,
f. 2.’ mars 1924, og
tvíburarnir Dýrunn
og Aðalsteinn, f. 27.
júní 1930.
Jóhannes kvænt-
ist Helgu Arnþóru
Geirmundsdóttur, f.
1. mars 1918, eftir-
lifandi konu sinni,
7. október 1939 og
eignuðust þau þijú
börn, sem eru:
Freyja, f. 10. júlí
1941; Bjarki, f. 10.
júlí 1949; og Elísa-
bet; f. 11. maí 1962.
Utför Jóhannesar fer fram frá
Akureyrarkirkju í dag og hefst
athöfnin kl. 13.30.
LÁTINN er Jóhannes Jósepsson,
84 ára að aldri. Ég vil í fáeinum
orðum minnast þessa sómamanns.
Hann. ólst upp í foreldrahúsum
í Múla, Vatnshól, Stórhóli og á
Bergsstöðum til 1929, fór það
haust í 3. bekk Hvítárbakkaskóla
og lauk prófi þaðan vorið 1930.
Las utanskóla undir gagnfræðapróf
sem hann tók við MA 1931.
Hann vann við síldveiðar og
landbúnað eftir að skóla lauk og
dvaldist síðan við nám í Moskvu
1934- 1935. Eftir heimkomu vann
hann um skeið hjá Leðuriðjunni í
Reykjavík og var formaður Félags
ungra kommúnista og síðar Æsku-
lýðsfylkingarinnar í Reykjavík á
árunum 1935-38.
Á árunum þar á eftir vann hann
ýmsa vinnu, svo sem við síldveiðar,
setuliðsvinnu, verkamannavinnu og
afgreiðslustörf hjá Bifreiðatöðinni
Stefni á Akureyri. Einnig var hann
skrifstofustjóri Kaupfélags Sigl-
firðinga 1944-46.
Jóhannes var meðal stofnenda
Verkamannaféalgs Akureyrar-
kaupstaðar 1943 og gegndi ýmsum
trúnaðarstörfum, þar á meðal ritari
þess félags, síðar varaformaður og
formaður 1954. .
Hann var í byggingarnefnd Ak-
ureyrar, varamaður í stjórn Út-
gerðarfélags Akureyringa og Slipp-
stöðvarinnar, í stjórn Sparisjóðs
Akureyrar og í byggingarnefnd
Sjálfsbjargar. Einnig var hann í
yfirkjörstjórn Norðurlandskjör-
dæmis eystra 1971-87.
Jóhannes hóf störf hjá Möl og
sandi hf. 1963, en nokkru áður
hafði hann tekið að sér launaút-
reikning starfsmanna, þá starfandi
á skrifstofu Sverris Ragnars. Starf-
aði Jóhannes með föður mínum,
Hólmsteini Egilssyni, í yfir tvo ára-
tugi og var samstarf þeirra alla tíð
traust og gott.
Ég kynntist Jóhannesi strax á
unglingsárum mínum í sumarvinnu
hjá Möl og sandi hf. og enn betur
þegar ég hóf störf hjá fyrirtækinu
að námi loknu á miðjum 8. áratugn-
um.
Jóhannes var hæglátur og yfir-
vegaður, sama á hveiju gekk og
þótt skoðanir væru skiptar í pólitík
kom það aldrei niður á samstarfinu.
Mér eru minnisstæðir útborgun-
ardagarnir, föstudagar, þegar Jó-
hannes greiddi út laun. Fannst
honum það ákveðin athöfn og
kveikti hann sér þá í vindli í stað
pípunnar sem hann reykti daglega
á þeim árum.
Ávallt vann Jóhannes af mikilli
samviskusemi og trúmennsku fyrir
fyrirtækið. Það heyrði til algjörra
undantekninga að Jóhannes mætti
ekki til vinnu vegna veikinda, þó
að hin síðari ár hafi hann verið
mjög slæmur í mjöðmum og geng-
ist undir aðgerðir þess vegna. Eftir
að hann hætti störfum hélt hann
mikilli tryggð við okkur sem unnum
með honum. Á morgungönguferð-
um sínum heimsótti hann okkur
oft til þess að spjalla og fylgjast
með hvað væri að gerast í fyrirtæk-
inu.
Eftir að Jóhannes lét af störfum
hjá Möl og sandi hf. 1983 gegndi
hann ýmsum störfum fyrir félagið,
því við vildum ekki missa Jóhannes
alveg frá okkur. Hann var meðal
annars ritari stjórnar og sat alla
stjórnarfundi félagsins og félags-
kjörinn endurskoðandi var hann
allt til dauðadags.
Það er óhætt að segja það að
Jóhannes átti sinn þátt í því að
byggja þetta fyrirtæki upp, sem
hann vann svo vel fyrir, og gera
það að því sem það er í dag.
Þakka ég fyrir að hafa átt sam-
leið með þessum sómamanni. Bless-
uð sé minning hans.
Eiginkonu, börnum, tengdabörn-
um og öðrum aðstandendum votta
ég samúð mína.
Hólmsteinn T.
Hólmsteinsson.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu-
sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveld-
ust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu-
kerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til
blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á
heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina og hálfa
örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 3600-4000 slög.
Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.