Morgunblaðið - 27.10.1995, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ
MINMINGAR
FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 1995 33
í
I
I
!
!
I
!
!
I
I
(
I
(
(
(
i
4
(
(
SIGURÐUR
RUNÓLFSSON
+ Sigurður Run-
ólfsson fæddist í
Litla-Holti við
Skólavörðustig (nú
Runólfshús
v/Klapparstíg 42)
3. september 1911.
Hann lést á Borgar-
spitalanum 18.
október síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Runólfur Stef-
ánsson skipstjóri
frá Skutulsey á
Mýrum, f. 1877, d.
1962, og Þóra Jóns-
dóttir frá Melum á
Kjalarnesi, f. 1883, d. 1919.
Alsystkini hans, sem öll eru
látin, voru í aldursröð: Anna,
Stefán, Þórir, Jón og Stefnir,
en Sigurður var næstyngstur.
Hálfsystkini Sigurðar, sam-
feðra, eru: Trausti, Einar og
Þóra.
Hinn 28. febrúar 1942 kvænt-
ist Sigurður eftirlifandi eigin-
konu sinni, Lauf-
eyju Guðjónsdóttur
úr Reykjavik, dótt-
ur Guðjóns Guð-
mundssonar kaup-
manns og Lilju
Gamalíelsdóttur,
sem ráku verslun-
ina á Kárastíg 1.
Börn þeirra eru: I)
Lilja, f. 1942, gift
Gísla H. Friðgeirs-
syni. Börn þeirra
eru: 1) Guðrún
Soffía, gift Jóni
Ágústi Reynissyni
og eiga þau tvö
börn. 2) Laufey, gift Sigfúsi
B. Ingvarssyni. 3) Sigurgeir. 4)
Þóra. 5) Sigurður Bjarni. 6)
Hanna. II) Þórir, f. 1944,
ókvæntur og bamlaus. III)
Anna, f. 1949. Synir hennar era
Ellert Birgir og Hákon Varmar.
Útför Sigurðar fer fram frá
Bústaðakirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 10.30.
ÉG HEF horft á nokkur andlit á
líkbörum um ævina, en aidrei fyrr
hef ég ósjálfrátt reynt að brosa til
hins látna. Áhrif minningarinnar
um skapgóðan og ljúfan mann sem
vildi alltaf gera gott úr öllu voru
sterk og mig langaði til að sjá bros
hans einu sinni enn.
Heil kynslóð hefur vaxið upp síð-
an ég tengdist heimili Sigurðar
Runólfssonar. Ég var búinn að
dvelja nokkuð erlendis og brúðkaup
okkar Lilju dóttur hans var ákveðið
er ég kom heim í leyfi milli miss-
era. Ef til vill hefur hann ekki talið
sig þekkja væntanlegan tengdason
nægjanlega því að mér er minnis-
stætt að það vottaði fyrir svolítilli
örvæntingu í svip Sigurðar þegar
hann sagði: „Þú verður að fara vel
með hana Lilju.“ Hann elskaði dótt-
ur sína og var ekki ósárt að sjá á
bak henni eins og títt er um feður.
Mér var það þá þegar ljóst að hún
elskaði föður sinn og sýndi honum
meiri umhyggju en títt er með ungu
fólki.
Fyrstu árin bjuggum við að hætti
námsmanna erlendis. Fyrsta barnið
fæddist í Aachen og mér er minnis-
stætt þegar ég fór á pósthúsið þar
í miðbæ til að hringja í tengdafor-
eldrana og segja þeim að fyrsta
barnabarnið væri 'fætt. Síðar kom
það í þeirra hlut að senda mér, sem
var þá einn að vinna að námslokum
úti, skeyti um að önnur dóttir væri
fædd. Að námi loknu vorum við enn
eignalaus eins og títt er um náms-
menn. Þá var tekið við ungu fjöl-
skyldunni af mannlegri hlýju og
einhvers konar sjálfsögðu örlæti,
sem fyrri kynslóðir áttu líklega
meira af en nútíminn. Eldri hjónin
hliðruðu til fyrir ungu fjölskyldunni
og aldrei var minnst á þrengsli en
dæturnar tvær nutu kærleika ömmu
og afa.
Ekki hafði tengdapabbi vit á
fræðum þeim er ég hafði numið
fremur en flestir aðrir, en samræð-
ur okkar um ýmis önnur mál sýndu
unga manninum að ekki er öll þekk-
ing fengín með skólagöngu.
Tengdapabbi talaði bæði ensku og
þýsku og var betur að sér í bók-
menntum en yngri maðurinn þrátt
fyrir litla skólagöngu og í verklegri
hæfni bar hann af.
Eftir öll árin sem unga fjölskyld-
an hafði notið kærleika og um-
hyggju tók aldurinn að færast yfír.
Árin komu sem urðu erfiðari og
einmanalegri. „Nútímamaðurinn“
virðist hafa of mikið að gera til að
endurgjalda umhyggju og kærleika
sem hann skuldar. Það er gott,
þegar talað er um kærleika Guðs,
að gera sér grein fyrir að okkar
mannlegi kærleikur er ófullkominn
og blandinn eigingirni. Hversu mik-
ið hjálpaði ég þegar ég var orðinn
sterkari og ráðabetri en eldri kyn-
slóðin? Hve mikil var umhyggja
mín og kærleikur? Vonandi getur
nútímamaðurinn grátið þegar kom-
ið er að leiðarlokum og ástvinir
hafa dvalið við dánarbeðinn og.
dauðinn er staðreynd. Sjálfsgagn-
rýninn hugur kann samt að spyija:
„Er sá grátur tjáning kærleika eða
ef til vill sjálfsvorkunnar?"
Ég er þakklátur fyrir líf Sigurðar
Runólfssonar og ég er þakklátur
fyrir að böm mín skyldu eiga slíkan
mann fyrir afa. Mætti líf hans og
dauði verða okkur ástvinum hans
hvatning til að verða betri mann-
eskjur og lifa lífinu í sátt og kær-
leika til meðbræðra okkar.
Gísli H. Friðgeirsson.
Með þessum örfáu orðum langar
okkur til að minnast afa okkar „í
Háa“.
Allt frá barnæsku hefur afí verið
hluti af lífi okkar og honum eru
tengdar góðar og hlýjar minningar.
í síðustu viku varð hann skyndilega
veikur og fór á sjúkrahús. Þegar
við sáum í hvað stefndi fórum við
til hans og fengum tækifæri til að
kveðja hann, sem var okkur mikils
virði þó hann væri ekki með meðvit-
und. Hann fékk hljótt og friðsælt
andlát eins og hann óskaði sér,
tæpum sólarhring síðar.
Afi var einstaklega ljúfur og
skapgóður maður. Við systurnar
ræddum oft hvert okkar systkin-
anna hefði erft þessa góðu eigin-
leika hans og komst ekkert okkar
með tæmar þar sem hann hafði
hælana. Það orð sem kemur fyrst
upp í hugann í tengslum við afa
er „friður". Það var alltaf svo gott
að vera í kringum hann. Hann hafði
svo mikið jafnaðargeð og haggaðist
aldrei.
Við bjuggum í Vestmannaeyjum
þegar við vorum yngri og komum
oft upp á land. Þá vomm við stund-
um hjá afa og ömmu í marga daga.
Þannig kynntumst við hversdagslífí
þeirra vel og tókum þátt í því. Ein
af okkar fyrstu minningum er tengd
því þegar afí kom heim úr vinnunni
í mat. Við borðuðum, eftir fréttim-
ar fór hann inn í stofu, fékk sér
eina sígarettu, lagði sig svo í sófann
og lá þar til 12:55 en þá fór hann
fram í gang, kvaddi okkur og fór
aftur í vinnuna. Við systurnar höfð-
um miklar áhyggjur af reykingum
hans og héldum ótal fyrirlestra og
prédikanir um skaðsemi þeirra.
Hann fékk að heyra allt um svört
lungu og ótímabæran dauða. Á
fyrsta reyklausa daginn hringdum
við í afa og sú yngri okkar spurði
Hvort hann vildi ekki hætta að
reykja, því hann gæti skemmt í sér
„lungurnar". Afi gaf svarið sem við
höfðum svp lengi vonast eftir, og
hætti. Við vorum ákaflega stoltar
af honum og erum enn. Afi og
amma voru alltaf með í kvöldbæn-
unum. Við báðum um að þau ættu
Jesú í hjarta sínu og að Guð myndi
vera með þeim. „Rjómatertan"
þ.e.a.s. köld kartafla með smjöri
var réttur sem afi kom okkur upp
á. Við borðum þetta enn í dag og
erum að koma langafabömum hans
upp á þetta.
Afi var einstaklega laghentur og
var sífellt úti í bílskúr að dytta að
hinu og þessu, búa til stóla fyrir
okkur, pappaöskjur, töskur eða
annað.
Við vomm því oft inni í bílskúr
að fylgjast með honum, þvælast
fyrir og fá að prófa. Síðustu árin
var hann minna úti í bílskúr en
stundum var nauðsynlegt að fara
bara sjálfur til að finna þessa sér-
stöku bílskúrslykt sem tengdist svo
góðum minningum.
Það yljar mér (Guðrúnu) sérstak-
lega um hjartarætur að hafa látið
verða af því að bjóða honum í bíl-
túr síðasta sumar þar sem við fórum
niður að Tjörn og síðan í húsdýra-
garðinn ásamt Elísabetu, öðm lang-
afabami hans. Þetta var dýrmætt
og við nutum þess öll.
Við systumar vissum vel að það
gæti komið að kveðjustund hvenær
sem væri aldursins vegna. Við höfð-
um hvor fyrir sig, sagt ömmu og
afa hversu vænt okkur þætti um
þau. Ég (Laufey) hafði meira að
segja skrifað þeim „ástarbréf" sem
amma á ennþá.
Við ræddum ýmislegt á opinská-
an hátt og gátum líka deilt með
þeim trú okkar sem er okkur svo
mikils virði. Afí var farinn að opna
sig meira fyrir trúnni seinni árin
og við trúum því að þær bænir sem
við höfum beðið frá því í barnæsku
séu heyrðar.
Það má segja að þrátt fyrir sökn-
uð og tár, og þrátt fyrir sorg í hjarta
séum við mjög sáttar. Elskulegur
afi okkar er farinn, en friður Guðs
var yfír honum þegar hann dó og
við trúum því að hann fái að dvelja
í friði og nærveru Drottins Guðs
um alla eilífð.
Elsku amma, nú fylgja bænir
okkar þér. Við biðjum Guð að hugga
þig og styrkja og sendum þér þessi
orð:
„Óttast þú eigi, því að ég er
með þér. Lát eigi hugfallast, því
að ég er þinn Guð. Ég styrki
þig, ég hjálpa þér, ég styð þig
með hægri hendi réttlætis
míns.“ (Jes 41:10.)
Guðrún og Laufey
Gísladætur.
í dag er til moldar borinn ágætur
vinur og fyrrum samstarfsmaður,
Sigurður Runólfsson. Siggi Run.,
eins og hann var ætíð kallaður, hóf
störf hjá Kassagerð Reykjavíkur í
byijun seinni heimsstyijaldar. Á
þeim tíma, eða í kringum 1940,
voru að hefjast mikil umbrot í starf-
semi fyrirtækisins, sem hafði ein-
beitt sér að framleiðslu tréumbúða
frá stofnun. Hafin var þá fram-
leiðsla umbúða úr pappa jafnframt
tréumbúðum. Siggi tók virkan og
oft leiðandi þátt í þessu starfí hvað
varðaði val og uppsetningu á vél-
búnaði til þessarar framleiðslu þó
að hann hefði ekki, frekar en aðrir
er að þessu stóðu, neina sérþekk-
ingu á slíkum hlutum. Hann starf-
aði síðan hjá fyrirtækinu næsta
áratug og lagði vel sitt af mörkum
til að skapa þann grunn sem fyrir-
tækið byggir á í dag. Um árabil
hvarf hann til annarra starfa en
réðst aftur til Kassagerðarinnar
árið 1962, sem þá var nýflutt í
nýtt húsnæði við Kleppsveg og þá
sem sölustjóri. Við það starfaði
hann svo til einn næstu tuttugu
árin, þrátt fyrir að umsvif fyrirtæk-
isins hafi margfaldast á þessu tíma-
bili og sýnir það best fjölhæfni hans
og atorku þrátt fyrir þann heilsu-
skaða sem hann hlaut af berkla-
veiki á yngri árum.
Siggi Run. ákvað sjálfur sín
starfslok hjá Kassagerð Keykjavík-
ur um miðjan áttunda áratuginn,
eins og hann sagði við mig sjálfur
að nú væri nóg að gert. Um leið
og ég þakka þessum vini mínum
samstarfið og samveruna votta ég
öllum aðstandendum dýpstu samúð.
Kristján Jóh. Agnarsson.
HULDA
BALD URSDÓTTIR
+ Hulda Baldurs-
dóttir fæddist á
Selaklöpp í Hrísey
25. nóvember 1909.
Hún andaðist á
Fjórðungssjúkra-
húsinu á Akureyri
17. október síðast-
liðinn, 85 ára göm-
ul. Foreldrar henn-
ar voru hjónin Ses-
elía Sigurðardóttir
og Baldur Guðna-
son, búsett í Hrísey.
Þau eignuðust þrjú
böra, Sigurð, sem
dó barn að aldri,
Huldu og Isabellu, en hún er
nú búsett á Akranesi.
Hulda hóf búskap með manni
sínum, Sigurði Kr. Ólafssyni
frá Arnarfelli í Þingvallasveit,
að Reylgavíkurvegi 4 í Hafnar-
firði. Eignuðust þau þar sitt
fyrsta barn. Fljótlega fluttist
fjölskyldan til Hríseyjar, þar
sem þau bjuggu þar til þau
fluttu til Dalvíkur árið 1947.
Þar byggðu þau sér hús á
Bjarkarbraut 13, þar sem þau
áttu síðan heima. Sigurður lést
18. ágúst 1955, að-
eins 55 ára gamall.
Þau Hulda og Sig-
urður eignuðust sjö
börn. 1) Baldur,
maki Stefanía Ár-
mannsdóttir. 2)
Birgir, ókvæntur.
3) Orn, maki Rósa
Jóhannsdóttir.
4-5) Tvíburarnir
Verna, maki Krist-
ján Þórhallsson, og
Rafn, maki Svetl-
ana Sigurðsson. 6)
Gísli, maki Birna
Tobíasdóttir. 7)
Steinþór, maki Kolbrún Sigurð-
ardóttir. Rafn lést af slysförum
16. nóvember 1967 og Kolbrún
lést 23. desember 1985. Sigurð-
ur átti áður soninn Reinharð,
maki Kristín Helgadóttir.
Barnabörnin eru 12 og barna-
barnabörnin 19. Síðustu mán-
uðina dvaldi Hulda á Dalbæ,
dvalarheimili aldraðra á Dal-
vík.
Útför Huldu fer fram frá
Dalvíkurkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
NÚ ÞEGAR haustar að og laufin
falla af tijánum eitt af öðru, hefur
Hulda kvatt þennan heim.
Hennar verður sárt saknað en
eftir situr minningin um hana geisl-
andi af orku og gleði á meðan heils-
an leyfði. Hulda annaðist bamahóp-
inn sinn af mikilli alúð og síðar
nutu einnig fjölskyldur barna henn-
ar sömu ástúðar og umhyggju.
Það var alltaf gaman að koma
til ömmu Huldu á Bjarkarbraut-
inni, fá heitt súkkulaði og pönnu-
kökur og allar góðu ömmukökum-
ar.
Hún var alltaf til staðar ef ein-
hver þurfti á að halda og mjög trygg
vinum sínum.
Fjölskyldan í Aðalstræti 62 á
Akureyri sendir innilegar þakkir
fyrir allar ógleymanlegu samveru-
stundimar með Huldu.
Okkur finnst vel við hæfi að láta
siðustu kveðjuorðin vera nokkur
erindi úr ljóði eftir Ármann Dal-
mannsson, sem hann orti vegna
andláts móður sinnar, Steinunnar,
síðasta sumardag 23. október 1942:
MÓÐIR - það orð er í ritum rómað
og reifað lofi í hetjusögum.
MAMMA - það orð hefur mildast hljómað
og minning vakið frá liðnum dögum.
Það orð er tamast, ef svíða sár,
ef sorgir mæta, ef falla tár.
Oft móðurhendur þeim verkum valda,
sem verða ofraunir jötunmenni.
En móðirin hugsar minnst til gjalda,
þó mesta erfiðið hvíli á henni.
Hún getur fómað, fallinn reist,
fyrirgefið og vanda leyst.
Þó ótal mörgu til bóta breyttir.
Þitt boðorð var: öðmm hönd að rétta.
Það gepdi furðu, hve vel þú veittir
- hve vel af litlu þér tókst að metta.
Að miðla öðmm þitt eðli var
og annast meira en skyldurnar.
Þínir vinir með þökkum gjalda
þepa ástúð og góða kynning.
Þeir munu lengi í heiðri halda
með hlýju samúðar þinni minning.
Nú blandast söknuði sérhvert lag,
þvi sumar kveður með þér í dag.
Nú þegar við kveðjum Huldu er
einnig síðasti sumardagur og þegar
við lásum þetta ljóð að nýju, fundum
við hve margt var líkt með þessum
tveimur konum.
Blessuð sé minning Huldu.
Baldur, Stefanía, böra
og barnabörn.
Það er alltaf erfitt að sætta sig
við það að dauðinn megi aðskilja
okkur hvert frá öðru. En þó að þú,
elsku Hulda, sért frá okkur farin
þá munum við ætíð minnast þín og
þitt pláss í huga okkar og hjarta
mun að eilífu vara. Þær eru ófáar
minningarnar sem upp koma þegar
við lítum yfír farinn veg með þér,
Hulda amma, eins og við kölluðum
þig alltaf og viljum við þakka fyrir
það að hafa fengið þig sem ömmu
því þú varst okkur eins og besta
amma.
Alltaf var gott að heimsækja þig
og ætíð var eitthvað gott á borðum
hjá þér. Sérstaklega situr það okkur
í minni þegar þú á köldum vetrar-
dögum mataðir fuglana „þína“ út
um eldhúsgluggann meðan við sát-
um og horfðum á.
Ef eitthvað bjátaði á hjá okkur
varstu oftast til staðar og ætíð gott
að leita til þín.
Eitt vissum við líka alltaf að þeg-
ar þú varst byijuð að sýsla í garðin-
um þínum þá var vorið á næsta
leiti, þá var líka tími til kominn að
leggja skíðunum og taka fram hjól-
ið og sumarfötin, Á meðan heilsan
leyfði var það þér mikils virði að
geta unnið í garðinum þínum enda
bar hann þess fagurt vitni, alltaf
svo vel snyrtur og fínn.
Elsku Hulda amma, við biðjum
góðan guð að varðveita þig. Takk
'fýrir allar þær góðu stundir sem
við áttum með þér.
Lilja Guðlaug Torfadóttir,
Sveinn Arndal Torfason.
IJtsala — Útsala
Stanslaust í vesturkjallaranum.
• Það bætast við ný efni í hverjum mánuði.
• jólaefni frá kr. 296 pr. m og fataefni frá kr. 150 pr. m.
VIRKA
Mörkin 3 við Suðurlandsbraut.
Sími 568-7477
Opið mán.-föst.
kl. 10-18.
og laugard.
kl. 10-14.