Morgunblaðið - 27.10.1995, Page 34

Morgunblaðið - 27.10.1995, Page 34
34 FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MINIMINGAR t VIKTORÍA JÓNSDÓTTIR áður til heimilis að Sunnuhlíð, Vestmannaeyjum, lést á hjúkrunarheimilinu Eir 26. október. Sigríður E. Helgadóttir, Þuríður Sígurðardóttir, Bryndis Sigurðardóttir. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, GUNNARVERNHARÐSSON garðyrkjumaður, Furugerði 23, Reykjavík, lést á heimili sínu þriðjudaginn 24. októ- ber. Þorbjörg G. Guðjónsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Ástkœr eiginkona mín, móðir, tengda- móðir, amma og langamma, MARGRÉT ÞORLEIFSDÓTTIR, Hjallabraut 33, Hafnarfirði, lést í Borgarspítalanum 25. október. Sigurður Jónsson, Björgvin Sigurðsson, Aðalheiður Einarsdóttir, Grétar Þorleifsson, Margrét Vilbergsdóttir, Sigurður Már Sigurðsson, Hrönn Sigurjónsdóttir, Sigurlm Sigurðardóttir, Björgvin Högnason, Þorleifur Sigurðsson, Lillý Jónsson, Auður Adolfsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkaer eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, EINAR S. ERLENDSSON, lést í Hrafnistu í Hafnarfirði 26. október. Ingibjörg Þorsteinsdóttir, Hinrik Einarsson, Grétar Einarsson, Eygló Einarsdóttir, Bára Einarsdóttir, ErlendurS. Einarsson, Haraldur Einarsson, Jóhanna Einarsdóttir, Helga H. Magnúsdóttir, Guðný Stefánsdóttir, Haukur Reynisson, Gunnar Bjarnason, Gerður Kristjánsdóttir, Ársæll Ársælsson og barnabörn. t Ástkæreiginmaðurminn, faðirokkar, tengdafaðir, afi og langafi, BÁRÐUR DAGÓBERT JENSSON vélstjóri, Hjarðartúni 3, Ólafsvfk, lést 20. október sl. Útförin fer fram frá Ólafsvíkurkirkju laugardaginn 28. október kl. 14.00. Sætaferðir verða frá Umferðarmiðstöðinni, með Sérleyfisferðum Helga Péturssonar, kl. 9.00 sama dag. Blóm og kransar eru vinsamlega afþökkuð en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Dvalarheimilið Jaðar, Hjarðartúni 3, Ólafs- vík. Áslaug Aradóttir, Kristþóra Auður Bárðardóttir, Jón Eyþór Lárentsínusson, Garðar Eyland Bárðarson, Guðbjörg Sveinsdóttir, Jenetta Bárðardóttir, Benóný Olafsson, Sigurður Skúli Bárðarson, Jóhanna Hauksdóttir, Jóhanna Bárðardóttir, Sigurður Lárus Hólm, Þórdís Hjálmarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför, JÓNS KRISTJÁNSSONAR, Skútustöðum, Mývatnssveit. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks sjúkrahúss Húsavíkur. Aðstandendur. VALGERÐUR KRISTÍN JÓNSDÓTTIR + Valgerður Krist- ín Jónsdóttir var fædd í Reykjavík 15. ágúst 1944. Hún lést á Landspítalanum 16. október síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru hjónin Jón E. Guðmundsson, myndlistarmaður frá Patreksfirði, f. 6. janúar 1915, og Valgerður Eyjólfs- dóttir, f. 6. október 1917 í Hafnarfirði. Böm þeirra auk Val- gerðar em: Eyjólfur G. Jónsson, f. 18. apríl 1938, Sig- urlaug Jónsdóttir, f. 29. mars 1947, og Marta Jónsdóttir, f. 30. nóvember 1949. Hinn 6. desember 1969 giftist Valgerður eftirlifandi eigin- manni sínum Gunnari Gunnars- syni, fasteignasala, f. 24. mars 1945. Börn þeirra em: 1) Elín, f. 26. september 1967, hjúkrunarfræðing- ur, í sambúð með Ottari Gauta Guð- mundssyni og eiga þau einn son, Jó- hannes Gauta. 2) Gunnar, f. 16. októ- ber 1971. 3) Rúnar, f. 9. desember 1972. Fyrir hjónaband eignaðist Valgerður soninn Hjálmar Jónsson, f. 2. janúar 1964, kvæntur Sig- ríði Helgu Ragnarsdóttur og eiga þau tvo syni, Róbert og Davíð. Valgerður starfrækti fasteignasölu með eiginmanni sínum. Útför Valgerðar verður gerð frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Þau ljós sem skærast lýsa, þau Ijós sem skína glaðast þau bera mesta birtu en brenna líka hraðast og fyrr en okkur uggir fer um þau harður bylur er dauðans dómur fellur og dóm þann enginn skilur. En skinið logaskæra sem skamma stund oss gladdi það kveikti ást og yndi með öllum sem það kvaddi. Þótt burt úr heimi hörðum nú hverfí ljósið bjarta þá situr eftir ylur í okkar mædda hjarta. (F.G.Þ.) Elsku mamma okkar, Valgerður Kristín Jónsdóttir, drottning okkar og Ijósið bjarta, er látin. í hetjulegri baráttu hennar við sjúkdóm sinn bar ekki á voli og víli, hálfvelgju né hiki, heldur eljusemi, óeigingirni, ástúð, æðruleysi og staðfestu. Hún ávann sér skilyrðislausa og takmarkalausa ást okkar og virðingu með einlægni og miklum þroska í mannlegum sam- skiptum. Þrátt fyrir erfiðan sjúkdóm var hún fram að hinsta andardrætti heilbrigð í hugsun og anda. Áreiðan- leiki, vandvirkni, nákvæmni, prúð- mennska og fáguð framkoma voru ávallt í öndvegi hjá mömmu. Skyldu- rækni og samviskusemi voru henni í blóð borin og kom það fram í því hve vandvirk hún var með afbrigð- um, nægir að nefna rithönd hennar til vitnis um það. Vinaföst og vinavönd var hún. Af vinum virt og elskuð fyrir sitt hreina vinarþel, gott hjartalag, ljúf- mennsku og hlýtt viðmót. Söknuður okkar er mikill og sár, hver minning, hver hugsun breytist í tár. En þegar sorgin og tómleikinn sverfur að og allar leiðir lokast þá leitum við huggunar í að ef þú aftur hefðir vaknað þá hefðir þú aftur fundið til. Mamma, þú varst óbeisluð uppspretta lífsgleði, hlýju og þreks. Þú umvafðir okkur með takmarka- lausri ást og tókst fullan þátt í dag- legu lífi okkar sem vinur og móðir, slíkt hefur ómetanlegt gildi. Svo FOSSVOGI Þegar andláí ■ her að höndum Útfararstofa Kirkjugartianna Fossvogi Stmi SSl 1266 stóran hluta af þér hefur þú gefið okkur að þó þú látin sért ert þú svo nærri að þú tekur áfram þátt í gleði okkar yfir lífinu. Mamma, við fáum þér aldrei fullþakkað fyrir allt það sem þú hefur gert fyrir okkur. Mamma, ekki höfum við skrifað um þig hrós öðrum til að sýna, en leggja munum við litla rós á líkkistuna þína. Við viljum færa öllum alúðarþakk- ir fyrir auðsýnda samúð, vinarhug og hluttekningu. Þó sérstaklega ástríkú starfsfólki á deild 11-E, Landspítala, og séra Braga Skúla- syni. Einnig viljum við biðja algóðan drottin að styrkja elsku pabba og veita honum frið í hans miklu og sáru sorg. Hún gladdist yfir litlu. Hún var í önnum oft á meðan aðrir sváfu. Hún var jákvæð. Hún var hógvær. Hún var dásamleg. Hún var móðir okkar. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja, og gott er allt, sem Guði’ er frá. (V. Briem) Hjálmar, Elín, Gunnar og Rúnar. Elsku Gerður systir. Okkur systk- inin iangar að minnast þín með nokkrum orðum nú þegar þú kveður. Okkar á milli varstu alltaf Gerður systir ekki bara Gerður. Minnumst við áranna þegar við vorum að alast upp vestur á Bræðraborgarstíg, þar sem við lifðum þétt saman, deildum öll sama herberginu, en í þá daga var ekkert eðlilegra og við það urðu tengslin nánari. Þar byggðum við snjóhúsin okkar, fengum vaniilukex og kerti hjá mömmu og spjölluðum saman við logana. Dýrmætu minningarnar gleymast ekki sem við áttum saman. Gamlárskvöldin þá var alltaf opið hús í kjallaranum á Bræðró, flatkök- ur, gos og annað góðgæti og buðum við virium inn. Næsta morgun vakn- að snemma til að fínna rakettuprik og metingur hver fyndi nú flest prik- in og svo talið í kjallaratröppunum. Búskapurinn okkar á sumrin bak við hús hjá stofuglugganum þar sem Eyfi bróðir varð að smakka á veit- ingum okkar systra. Þannig liðu árin okkar í nánum tengslum hvers við annað. Svo fórst þú út sem skiptinemi til Ameríku, glæsileg varstu. Þar er þín einnig sárt saknað og minnst, því aldrei slitnaði sambandið, þér er ekki hægt að gleyma, þannig varstu. Nú þegar við kveðjum er söknuð- urinn sár, þó að við höfum lengi vitað að hveiju stefndi eftir langvar- andi veikindi, þar sem Marta systir okkar stóð þér við hlið sem klettur. Milli okkar þurfti ekki mikinn orða- flaum, við skildum hvert annað án þess. Heldur setningin sem svo oft hefur farið á milli. Hugsum tii þín. Mamma, pabbi, Gunnar mágur, böm, tengdabörn og barnabörn og við sem unnum Gerði systur. Geym- um vel minningarnar um konu sem var sérstök og átti aðeins til það besta sem okkur er gefið. Oss héðan klukkur kalla, svo kallar Guð oss alla til sin úr himni hér, þá söfnuð hans vér sjáum í húsi þvi, sem eilíft er. (V. Briem) Kveðja, Systkinin. Svo er því farið: Sá er eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnamir honum yfir. (Hannes Pétursson) Mig langar í fáeinum orðum að minnast elskulegrar mágkonu minnar, Valgerðar K. Jónsdóttur, sem er látin langt um aldur fram. Minningarnar lifna ein af annarri og sérstaklega stendur mér fyrir hugskotssjónum sú stund er bróðir minn kynnti mig fyrst fýrir Gerði, eins og við kölluðum hana, glæsi- legri ungri konu og syni hennar af fyrra hjónabandi. Þau giftu sig og alvara lífsins tók við með börnum og búi. Fle'iri góðar minningar fylgja í kjölfarið frá þessum tíma, og oftast eru þær tengdar því þeg- ar fjölskyldurnar hittust hjá ömmu Ellu á Laugateignum. Gerður mun alltaf verða mér minnisstæð vegna mannkosta sinna. Hún var heilsteyptur per- sónuleiki, kjarkmikil, lífsglöð og eljusöm og hallaði aldrei á nokkurn mann. Nærvera slíkrar manneskju hlýtur að vera öllum eftirsóknar- verð. Gerður unni heimili sínu. Þar var hún í essinu sínu, dugleg með af- brigðum, en vinnudagurinn var oft langur. Hún fór eldsnemma upp og lauk við heimilisstörfin áður en hún lagði af stað til vinnu í fyrirtæki þeirra hjóna. Þrátt fyrir iangan vinnudag æðraðist hún ekki og sjálfsvorkunn var henni síst að skapi, eða þá það að maður færi að vorkefina henni. Hún hafði ávallt nóg að hugsa um og var ekki að trana sér eða sínu fram. Því miður hefur um allmörg ár fylgt Gerði eins og skugginn sjúk- dómur seni hún háði við hetjulega baráttu. Hún missti aldrei vonina og það var kraftaverki líkast hveiju hún fékk áorkað þó drægi að lok- um, slík var lífslöngun hennar og lífskraftur. Nú er þessi góða manneskja gengin og harmur hinna nánustu meiri en svo að því verði með orðum lýst. Drottinn leggur þeim líkn með þraut. Ég bið þeim Guðs blessunar og votta samúð mína. Ásta Gunnarsdóttir. Hún elskuleg mágkona mín er látin. Valgerður Kristín Jónsdóttir hét hún fullu nafni en var alltaf kölluð Gerður. Hún kvaddi þennan heim eftir mikil veikindi síðustu ára. Mig setur hljóða, elskulegur bróð- ir er búinn að missa ástríkan maka, besta vininn og félaga og börn þeirra móður sína í blóma lífsins. Hvernig eigum við að geta skilið þetta? Eða er okkur ætlað að þroskast í gegnum sorgina? Við getum endalaust spurt okkur spurninga, en hvar finnum við svör? í Spámanninum er þessar línur að finna: Talaðu við okkur um sorgina. Sorgin er gríma gleðinnar. Skoð- aðu hug þinn vel, þegar þú ert glaður, og þú munt sjá að aðeins það, sem valdið hefur hryggð þinni, gerir þig glaðan. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aft- ur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. Segðu okkur frá þjáningunni. Þjáningin er fæð- ingarhríð skilningsins. Eins og kjarni verður að sprengja utan af sér skelina, til þess að blóm hans vaxi upp í ljósið, eins hljót- © c € I I i i i ( ( ( i j i

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.