Morgunblaðið - 27.10.1995, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 1995 35
MINNINGAR
i
i
I
]
I
\
I
S
I
I
I
I
4
4
4
4
4
0
4
4
ið þið að kynnast þjáningunni.
Og ef þið sæjuð hin daglegu
kraftaverk lífsins, yrði þjáningin
ykkur undursamleg engu síður
en gleðin.
Minningarnar hrannast upp í hug-
ann. Gerður giftist eldri bróður mín-
um Gunnari og eignaðist með honum
þijú böm. Elínu, Gunnar og Rúnar.
Fyrir átti Gerður árs gamlan son,
Hjálmar, sem Gunnar gekk í föður-
stað.
Sjaldan hef ég séð bróður minn
jafn hamingjusaman og þann dag,
þegar hann sagði mér frá unnustu
sinni. Hún er svo falleg, Björk, og
hún er svo yndisleg manneskja. Þá
rifjaðist upp fyrir mér þegar ég sá
hana fyrst. Ég var 12 ára og Gerður
16 ára. Gerður var að vinna í Sunnu-
búðinni, sem þá var „búðin okkar á
Laugateignum". Móðurbróðir Gerð-
ar rak þá verslun og hún vann hjá
frænda sínum. Það var ekki ofsögum
sagt hjá bróður mínum; hún var
stórglæsileg stúlka og eins og seinna
kom á daginn, falleg innst sem yst.
Oft og mörgum sinnum stóðum
við vinkonurnar mínar í Sunnubúð-
inni og horfðum á Gerði afgreiða,
því við ætiuðum að verða af-
greiðslukonur eða flugfreyjur, og
þarna fannst okkur við hafa svo
fallega fyrirmynd sem Gerður var,
en við þekktum engar flugfreyjur á
þessum tíma. Seinna rættist svo
draumur vinkvenna minna, þær
komust í flugið.
Hetjuleg barátta Gerðar í veikind-
um hennar væri efni í heila bók,
æðruleysi hennar, kjarkur og vit, er
mér hugleikið nú, þegar ég sit í
hominu mínu og minnist hennar.
Fyrir tveimur árum, þegar reynt
var sem mest að ná fram lækningu
og ég heimsótti hana á Landspítal-
ann, sagði hún mér að læknavísindin
væru á fullu að þróa lyf sem þau
byndu svo miklar vonir við og hún
gæti tekið í tímans rás. Hún væri
full vonar. Svona var Gerður. Sann-
kallað ljóssins barn.
Sorgin er mikil hjá bróður mínum
og fjölskyldu. En dásamlegast er,
elsku Gunni minn, að hafa eignast
annan eins vin og Gerður var þér.
Að vera vinur, vegna þess fagnaðar
að eignast vin á móti, þegar þú kveð-
ur þína elskulegu konu. Barátta
ykkar hefur verið mörgum sam-
ferðamönnunum strangur skóli. Á
árum áður, þegar við vorum með
börnin lítil, áttum við svo margar
ógleymanlegar stundir, aðeins ár er
á milli Gunnars Bjarka og Elínar.
Þið voruð að byggja og við sömuleið-
is í Hveragerði. Þá var oft glatt á
hjalla.
Ljúfust er minningin 4. ágúst
1973, er þið heimsóttuð okkur í
Kámbahraunið í nýja húsið okkar
og við vorum nýflutt inn, pappakass-
ar og dót út um allt, ég átti von á
barni og var alveg komin á tíma,
þið brettuð upp ermamar og fóruð
ekki fyrr en klukkan var langt geng-
in í tvö að nóttu. Að finna samhug,
samveru og elsku ykkar er mér svo
dýrmætt í minningunni nú, er ég
kveð þig, elsku Gerður mín.
Á sjötta tímanum hinn 5. ágúst
fæddist okkur Hrafni drengur, og
var þar kominn Björn Ingi. Ekki fór
ég á sjúkrahús í það skiptið og lá
ég hjá tengdamóður minni í góðri
nærveru.
Ógleymanlegar eru mér páska-
dagsferðir ykkar til okkar. Eld-
snemma fómð þið til messu og heim-
sóttuð okkur. Gleði hátíðarinnar fór
um og mikið var rabbað.
Þjóðhátíðardagurinn 17. júní rann
upp, síminn hringdi, það var mamma
að bjóða okkur í mat, þar yrðu Gerð-
ur og Gunnar og Gunnar yngri, elsku-
leg stund í faðmi góðra vina, og ekki
vantaði matinn. EÍsku mamma hafðu
þökk fyrir þessa yndislegu stund.
Síðustu minningar mínar með þeim
hjónum vom þegar þau heimsóttu
okkur austur í Tintu. Þar var fjöl-
skyldan öll saman komin í sumarhús-
inu við Gíslholtsvatn. Við vomm búin
að bjóða Gunnari og Gerði að koma,
og viti menn; Gunnar hringdi og
boðaði komu þeirra. Það var 16. ág-
úst og Gerður átti afmæli kvöldið
áður og hafði verið með gesti. Þarna
var þeim Gunnari og Gerði rétt lýst,
fólk augnabliksins.
Elsku Gunnar, Hjálmar, Sirrí,
Róbert, Davíð, Elín, Óttar, Jóhannes
Gauti, Gunnar og Rúnar. Megi al-
góður Guð varða ykkur veginn og
veita ykkur styrk.
Björk Gunnarsdóttir,
Hrafn Björnsson, Björn
Ingi og Jakob.
Tilvera okkar er .undarlegt ferðalag.
Við erum gestir og hótel okkar er Jörðin.
Einir fara og aðrir koma í dag,
því alltaf bætast nýir hópar í skörðin.
(Tómas Guðmundsson.)
Við vottum ykkur öllum dýpstu
samúð á sorgarstundu, við verðum
með ykkur í huganum.
Gunnar Bjarki Hrafnsson
og fjölskylda, Sviþjóð;
Margrét Hrafnsdóttir og
fjölskylda, Bandaríkjunumv
Og því varð allt svo hljótt við helfrep þína
sem hefði klökkur gígjustrengur brostið.
Og enn ég veit margt hjarta, harmi lostið,
sem hugsar til þín alla daga sína.
En meðan árin þreyta hjörtu hinna
sem horfðu eftir þér í sárum trega,
þá blómgast enn, og blómgast ævinlega,
þitt bjarta vor í hugum vina þinna.
(Tómas Guðmundsson.)
Svo hógvær, svo hlý, voru fyrstu
viðbrögð mín er ég hitti Gerði í fyrsta
sinn á vinnustað. „Sæl vinan“. Ég
horfði í þessi stóru, bláu, fallegu
augu og skynjaði að þessi orð komu
beint frá hjartanu. Hlýleikinn og
vinsemdin leyndu sér ekki.
Ég vissi þá að hún hafði átt við
langvarandi veikindi að stríða og nú
var enn ein sjúkrahúsvistin framund-
an. Ég undraðist hvað hún var yfir-
veguð og sigurviss í baráttu sinni.
Fallega brosið hennar gleymist mér
aldrei.
Þegar ég kynntist Gerði betur
fann ég hvað hún hafði þroskaða
sál. Hún var hlýleg og góð mann-
eskja, sem virti eðli hvers og eins.
Aldrei heyrði ég hana hallmæla
nokkrum manni. I hennar huga virt-
ist hvert andartak vera sem dýrmæt
perla og þess virði að eiga hreint
og óflekkað. Eitt sinn sagði hún við
mig, að hún hefði þá trú að allt sem
maður gerði öðrum eða fyrir aðra
fengi maður til baka síðar á ein-
hvern hátt, í einhverri mynd. Ég
hugleiddi þessi orð hennar þá og
reyndar hafa þau oft síðan komið
upp í huga minn. Sannleikskorn.
Eitt af mörgum gullkornum sem hún
lét frá sér fara.
Gerður var sú manngerð sem
skynjaði þörf mannsins fyrir kær-
leika. Hún leitaði dýpra en flestir'
og tjáði kærleikann með augunum,
brosinu sínu bjarta eða jafnvel með
blíðri snertingu ef henni fannst það
eiga við. Að vinna störf sín vel var
hennar aðalsmerki. Allt sem hún
gerði var faglega gert og rithönd
hennar listaverk. Allir hlutir áttu
sinn stað, ailt svo hreint og fágað.
Líf hennar síðustu árin var bar-
átta. Hún háði hana reyndar ekki
ein. Hún vissi að Gunnar stóð alltaf
sem klettur við hlið hennar. Börnin
hennar veittu henni einnig mikinn
styrk og þor í hverri þraut. Þau
voru henni dýnnæt og þá ekki síður
barnabörnin. Ég minnist gleði henn-
ar þegar hún á síðasta ári eignaðist
sitt þriðja bamabarn. Hvað hún
geislaði af gleði þegar hún sagði
mér frá því.
Hún var öllum svo þakklát sem
veittu henni lið. Oft minntist hún á
Mörtu systur sína í því sambandi.
Hún var henni mikils virði.
Nú er Gerður ei lengur meðal
okkar. Ég heyri ekki oftar rödd
hennar hljóma, þessa þýðu, mildu
rödd. Við ræðum ei oftar saman.
Söknuður. Ég mun ávallt minnast
hennar sem gleðigjafa og muna allt
það sem hún gaf af sér til góðs í
blíðu, umhyggju og kærleika. Ég
veit, Gunnar minn, að missir þinn
er mikill.
Við skulum biðja
að góður Guð æ vemdi
þessa fógru rós
er gaf hann þér.
Þakka fyrir allt
sem hún oss kenndi
og gaf okkur
af fegurð sinni hér.
(S.A.M.)
Við skulum huga að orðum Ka-
hlil Gibrans: „Þegar þú ert sorg-
mæddur skoðaðu þá aftur huga þinn
og þú munt sjá að þú grætur vegna
þess sem var gleði þín.“
Ég votta eiginmanni Gerðar,
Gunnari Gunnarssyni, börnum
þeirra, bamabömum, foreldmm,
systkinum, tengdamóður, tengda-
börnum og öðrum ættingjum og vin-
um .mína dýpstu samúð. Megi Guð
styrkja ykkur öll í sorginni.
Blessuð sé minning Valgerðar
Kristínar Jónsdóttur.
Sigrún Alda Michaelsdóttir.
Hin langa þraut er liðin,
nú loksins hlaustu friðinn,
. og allt er orðið rótt,
nú sæll er sigur unninn
og sólin björt upp .runnin
á bak við dimma dauðans nótt.
(V. Briem.)
í dag er kvödd hinstu kveðju
Valgerður Kristín Jónsdóttir, sem
er látin eftir langa baráttu við erfið-
an sjúkdóm, þann sjúkdóm sem svo
allt of marga leggur að velli langt
fyrir aldur fram. Leiðir okkar hafa
legið saman síðasta áratuginn. Okk-
ur langar með fáeinum kveðjuorðum
að þakka þau kynni og þá hlýju og
það alúðlega og vingjamlega viðmót
sem við höfum jafnan orðið aðnjót-
andi.
Valgerður var um margt sérstak-
ur persónuleiki. Ríkur þáttur í fari
hennar var umhyggja hennar fyrir
öðrum, fómfysi og hógværð í allri
framgöngu. Aðdáunarvert var
hvernig hún studdi bömin sín í
hverju því sem þau tóku sér fyrir
hendur, hvort heldur var í námi eða
starfi. Barnabörnin fóm heldur ekki
varhluta af umhyggju hennar og
hlýju. Eiginmanni sínum var hún
alla tíð styrk stoð í atvinnurekstri
hans og mat hann það mikils.
Veikindum sínum mætti Valgerð-
ur af æðruleysi og þeirri reisn sem
jafnan einkenndi framgöngu hennar
alla. Nú þegar hún er kvödd viljum
við þakka henni tryggð hennar og
vináttu og biðjum henni alirar bless-
unar á þeirri vegferð sem nú er
hafin.
Eftirlifandi eiginmanni hennar,
börnum, tengdabörnum, bamabörn-
um, foreldrum og öðmm ástvinum
sendum við okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur. Þeirra er missirinn
mestur, þeirra er sorgin mest. Þeir
sem mikið hafa átt hafa mikils að
sakna.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Inga og Bergur.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
GUÐNI VILMUNDARSON
frá Löndum,
Grindavik,
Búðagerði 7,
lést í Borgarspítalanum 23. október.
Otförin auglýst síðar.
Nína Oddsdóttir,
Rósmundur M. Guðnason, Helga Sigurðardóttir,
Vilmundur G. Guðnason, Guðrún Nielsen,
Oddur Th. Guðnason, Dýrfinna H. Sigurðardóttir,
Gunnar Gísli Guðnason, Guðlaug Magnúsdóttir,
og barnabörn.
t
Móðir mín,
ANNA Þ. SÆMUNDSDÓTTIR,
Grund,
Reyðarfirði,
lést í Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupsstað 25. október.
Fyrir mína hönd og annarra vandamanna,
Óskar Ágústsson.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
HELGI BJÖRGVIN MAGNÚSSON
frá Eyvindarholti,
Vestmannaeyjum,
lést miðvikudaginn 25. október.
Friðgeir Björgvinsson, Sigríður Árnadóttir,
Jóhann Björgvinsson,
Birna Björgvinsdóttir, Pálmi Pétursson,
Helga Björgvinsdóttir, Gunnsteinn Ársælsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir
og amma,
ÞORBJÖRG JAKOBSDÓTTIR,
lést í Landspítalanum 26. október.
Páll J. Danfelsson,
Daníel J. Pálsson, Linda Garðarsdóttir,
Ólöf Pálsdóttir, Gunnar A. Ottósson,
Unnur Pálsdóttir, Oddur Helgason,
Sigurþór Dan Jónsson.
t
Ástkær eiginmaður minn, faöir okkar,
tengdafaðir, afi, langafi og bróðir,
KRISTJÁN EINARSSON
bóndi,
Enni, Viðvíkursveit,
Skagafirði,
verður jarðsunginn frá Viðvíkurkirkju
laugardaginn 28. okt. kl. 14.00.
Laufey Magnúsdóttir,
Guðný Kristjánsdóttir,
Eindís Kristjándóttir, Haraldur Þór Jóhannsson,
Ragnhildur Kristjánsdóttir, Jóhann Stefánsson,
Sigurberg Hraunar Daníelsson, Oddrún Guðmundsdóttir,
Kristján Geir Jóhannesson,
barnabörn, barnabarnabörn, systkini og aðrir aðstandendur.
t
Ástkær móðir mín, dóttir, systir og
mágkona,
LAUFEY MARTEINSDÓTTIR,
Skúlabraut 10,
Blönduósi,
sem lést af slysförum 22. október sl.,
verður jarðsungin frá Blönduóskirkju
laugardaginn 28. október kl. 14.00.
Auðunn Ágúst Hjörteifsson,
Marteinn Agúst Sigurðsson,
Páll Marteinsson,
Kristín Marteinsdóttir, Hannes Sigurgeirsson,
Jakob Daði Marteinsson,
Einar Marteinsson,
Þór Marteinsson, Valgerður Laufey Einarsdóttir,
Baldur Fjölnisson.
t
Innilegar þakkir færum við öllum þeim,
sem sýndu okkur samúð og hlýhug við
andlát og útför sambýlismanns míns,
föður okkar og sonar,
SIGVARÐAR HARALDSSONAR,
Borgarsandi 4,
Hellu.
Dýrfinna Kristjánsdóttir,
Ingi Freyr Sigvarðsson
Atli Snær Sigvarðsson,
Dýrfinna Ósk Sigvarðsdóttir,
Sigrfður Sigyn Sigvarðsdóttir,
Ingveldur Jónsdóttir.