Morgunblaðið - 27.10.1995, Side 40

Morgunblaðið - 27.10.1995, Side 40
40 FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Tommi og Jenni ^iVe never been Y WHAT 50 MAD IN HAPPENED? ALL MY LIFE' TMAT KID OVER THERE ! ME U)0N ALL MY MAR,BLE5'.' ME NEVERTOLD ME U)E WERE PLAYIN6 F0R"KEEPS"' UIHT DON T YOO SNEAK UP BEHIND HIM, AND WIT MIM WITH A STICK? Ég hef aldrei á ævi minni verið svona reið! Hvað kom fyrir? Þessi strákur þarna! Hann vann af mér allar marmarakúlurnar mínar!! Hann sagði mér aldrei að við værum að spila upp á „til eignar"! Af hveiju Iaumastu ekki aftan að honum og lemur hann með priki? BREF TTL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 Hug’kvæmni í skattheimtu Frá Þóri Jónssyni: VEGNA lélegra almenningssam- gangna neyðist ég til að eiga bíl og þar með greiða þá margvíslegu skatta sem á þau tæki eru lagðir. Bíleigendur eru afar nytháar mjólk- urkýr hins háa dómsmálaráðuneytis og úr þeim er nytin líka býsna trygg, þar eð mörgum er bfllinn nauðsyn. Hugkvæmni hugmynda- smiða hins háa ráðuneytis eru lítil takmörk sett þegar um er að ræða að finna skatta á bíla. Lengi hefur verið greiddur af þeim þungaskatt- ur, „kílóagjald" - eða hvað það nú heitir. Ég man þá tíð að gjald þetta fékkst endurgreitt, ef númer voru tekin af bíl, í hlutfalli við tímann sem þau voru í vörslu lögreglu. Sú endurgreiðsla var svo afnumin og samkvæmt upplýsingum tollstjóra- embættisins í Reykjavík var litið á gjaldið sem eignaskatt. Mér fannst skatturinn sá arna ansi hátt hlut- fall af minni bílaeign, eða um 25% síðast þegar ég greiddi hann. Ég held mig fara rétt með það að á síðasta ári var aftur upp tekin sú regla að endurgreiða „eigna- skattinn“ í hlutfalli við innistöðu bíls, og þá þurfti að fínna eitthvað upp í staðinn. Ekki brást hug- kvæmnin hjá starfsmönnum hins háa dómsmálaráðuneytis frekar en fyrri daginn: Þegar númer er tekið af bfl skal koma því í geymslu hjá Bifreiðaskoðun íslands hf sem inn- heimtir „geymslugjald" (les: geymsluskatt). Á síðasta ári var gjaldið kr. 600 - sex hundruð krón- ur - fyrir tvær númeraplötur, reyndar óháð tíma sem þær voru í geymslu. Það hlýtur að vera yfirsjón að hafa ekki „geymslugjaldið" stig- hækkandi í hlutfalli við geymslu- tíma, en það hljóta skattsmiðimir að sjá og færa til hæfis. Undanfarin þijátíu ár hef ég búið í Ólafsfírði, sem er um 1.200 manna pláss við utanverðan Eyja- §örð. Staðurinn er snjóþungur og mér hefur jafnan fundist bíll heldur til trafala á vetrum og því afskráð hann og lagt inn númer til geymslu, fyrstu árin hjá bæjarfógeta og hin síðari hjá lögreglu staðarins. Þá var meira að segja hægt að taka númer- in út einn eða tvo daga til að bregða sér bæjarleið, ef þannig viðraði og færi var, án þess að glata endur- greiðslurétti hjá tryggingum og fógeta. Þetta þótti bæði mér og öðmm gott fyrirkomulag. Nú er hins vegar öldin önnur. Séu númer tekin af bíl hérna í Ólafs- firði skal senda þau til Bifreiðaskoð- unar íslands hf. á Akureyri. Send- ingarkostnaður í ábyrgð - sem er nauðsynlegt ef númer glatast til að geta sannað sendingu - er kr. 235. Þegar ég svo ætla að skrá bflinn aftur þarf ég að hringja í Bifreiða- skoðunina og fá númerin send gegn póstkröfu, sem væntanlega hljóðar upp á geymslu- og sendingargjald. Hvað það kemur til með að kosta veit ég ekki en hitt veit ég að það er enginn „meðaljón" sem lætur sér detta í hug jafnheimskulegt fyrir- komulag. ÞÓRIR JÓNSSON, Ólafsfirði. Ennum símaskrána Frá Baldri Ingólfssyni: ÞÓTT það sé að bera í bakkafullan lækinn að skrifa enn um Símaskrána ætla ég samt að bæta svolitlu við það sem komið er: 1. Ég hef oft furðað mig á þvi að þetta mikla verk skuli vera and- litslaust, þ.e. það byijar ekki á titil- blaði eins og aðrar bækur. Að visu er neðst á 1. blaðsíðu prentað með örsmáu letri það sem venjulega er á titilblaði bóka. Þar stendur líka Póst- og símamálastofnun, sem virðist vera útgefandinn, en það nafn er þó í hvorugum hluta Símaskrárinnar svo að þessi stofnun er vætnanlega símalaus, ef hún er þá til. 2. Það er framför frá síðustu út- gáfu að á 2. og 3. blaðsíðu eru dálít- il drög að efnisyfirliti, en þarft væri að auka það til muna og taka þá með dótið sem endar á 34. bls. 3. Þar eða Símaskráin er mikið notuð til að finna heimilisföng manna mætti mjög auka gagnsemi hennar með því að hafa aftan við götunafn og -númer þrigjga stafa lykil sem sýndi í hvaða bæjarfélagi gatan er, t.d. RGl. R táknaði þá Reykjavík en G1 reit á kortinu í símaskránni. Götur eru nefnilega víða orðnar fleiri en svo að búast megi við að allir þekki þær. 4. Það væri hagræði fyrir notend- ur ef starfsheiti fylgdi nafni síma- númershafa, það myndi auðvelda að finna þann eða þá sem leitað er að. 5. Áuðvitað er hægt að lesa 7- starfa-númerin á ýmsan hátt,‘* til dæmis eins og peningaupphæð og byija þá á milljónunum, en það er nú heldur tafsamt. Fljótlegast og skýrast er að lesa númerið eins og þau eru prentuð, til dæmis númerið 553 5364: fimm-fimm-þrír, fimm- þrír-sex-fjórir, samtals 8 atkvæði. Ef lesið er fímm-fimmtíu og þrír- fimmtíu og þrír-sextíu og fjórir, verða atkvæðin 16, þ.e. tvöfalt fleiri. Það er líka auðveldast að skrifa númerin ef hver tala er lesin fyrir sig,_ fyrst þijár, svo fjórar. Ég hef bent á það áður að það er orðabókarvinna að setja saman símaskrá. Nú er stóra franska orða- bókin komin út, góðu heilli, svo að kannski gæti Símaskráin fengið þá sem unnu við hana til liðs við sig. BALDURINGÓLFSSON, Fellsmúla 19, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt I upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fyigir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.