Morgunblaðið - 27.10.1995, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 27.10.1995, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 1995 41 BREF TIL BLAÐSINS Frá Guðvarði Jónssyni: ÞAÐ ER búið að skrifa alltöluvert um Gilsfjarðarbrúna á undanförnum mánuðum og varla ástæða til að bæta þar miklu við. Ég vil taka undir með þeim, sem furða sig á því að framkvæmd sem raunverulega hefði átt að vera búið að géra fyrir 30 árum, skyldi enn vera frestað. Þegar maður lítur svo til þess að samgönguráðherra hefur heimilað lántöku upp á marga milljaðra til þess að gera jarðgöng undir Hval- fjörð. Framkvæmd sem getur brugð- ið til beggja vona, hvort nokkurn tímann verður hægt að nota fyrir bílaumferð. Þessi ákvörðun er tekin, stuttu eftir að vegurinn um Hval- fjörð hefur allur verið lagður bundnu slitlagi og ákveðið að byggja að minnsta kosti tvær brýr í Hvalfirði og feija gengur oft á dag milli Reykjavíkur og Akraness. Með þetta í huga finnst mér að suðvesturhorn- ið hefði ekki lífsnauðsynlega þurft á Frá Agli Jóhannssyni: í MORGUNBLAÐINU miðvikudag er grein um bílbelti í hópbifreiðum og þar er vitnað í Láru Margréti Ragnarsdóttur varðandi tillögu nefndar sem hún situr í. Tillagan virðist vera efnislega á þá leið að dýrt sé að setja belti í hópbifreiðaflotann sem fyrir er og því ætti að setja þau í allar nýjar hópbifreiðar og þá væntanlega hægt og sígandi að koma öllum flotanum á þetta stig. Gallinn við þetta er sá að það myndi sennilega taka um 300-400 ár að koma beltum í allan flotann ef það myndi yfirleitt takast með þessari aðferð. Ástæðan er einfald- lega sú að það er nánast ekkert flutt Brú yfir Gilsfjörð jarðgöngum undir Hvalfjörð að halda í bráð. Þegar brú er komin yfir Gilsfjörð bíður annað verkefni sem hefði átt að vera búið að ljúka fyrir 35 árum, það er að tengja. djúpið við Vestur- landsveginn. Þá held ég að það komi í ljós, hvað það var vanhugsað að fara með veginn um Lágadal í staðnn fyrir að fara inn í Langadal. Þá hefði fjallvegurinn úr Langadal yfir Steingrímsfjarðarheiði verið um 10 km og úr Langadal yfir Þorskafjarð- arheiði tæpir 10 km. Ef svo lagður verður vegur af Steingrímsfjarðar- heiði yfir Þorskafjarðarheiði þá mun sá vegur verða um 15 km og vegur- inn niður Lágadal 20 km eða saman- inn af nýjum hópbifreiðum til lands- ins. Og ef þetta er jafndýrt og sagt er þá myndi sá litli innflutningur væntanlega hverfa alveg. Innflutningur nýrra hópbifreiða árin 1993-1995 (jan.-sept.) er eftir- farandi: Ár Minni 16-30 manna Stórir yfir 30 manna Strætis- vagnar jan.-sept.’95 3 0 0 1994 4 0 3 1993 1 2 2 Samtals 8 2 5 Meðalt. á ári 2,67 0,67 1,67 Það má segja að þetta sé nákvæm- lega sama staða og kom upp varð- andi reglur um gerð og búnað öku- lagt 35 km fjallvegur í stað 10 km. Sumir hafa verið að gæla við þá hugmynd að fara yfir Kollafjarðar- heiði í stað Þorskafjarðarheiði og síðan yfir Tröllatunguheiði til Hólmavíkur. Ég verð nú að segja það, að ef Vegagerðin hefur efni á því að setja milljarða í slíka fram- kvæmd og skilja eftir vegafram- kvæmdir í Staðardal, á Steingríms- fjarðarheiði, Lágadal og brúna á Langadalsá ónotaða, sem minnis- varða um framkvæmdarmistök, þá er hún varla í fjárþröng. Ég held það sé engin spurning, að það verði að nota Lágadalsveginn og fara með veginn yfir Þorskafjarðarheiði af Steingrímsfjarðarheiði, minnsta kosti þangað til djúpvegurinn hefur verið gerður akfær, en eins og þeim sem um djúpveginn aka er kunnugt er vegurinn þar lítið annað en grjót- urð. GUÐVARÐURJÓNSSON, Hamrabergi 5, Reykjavík. tækja. Þar voru settar mun harðari kröfur fyrir nýja bíla, þ. á m. um vörubíla og má þar helst nefna regl- ur um mengun. Væntanlega áttú þær reglur að draga úr mengun en niður- staðan er sú að nýir vörubílar verða dýrari fyrir vikið. Reglurnar voru ekki látnar ná yfir notaða bfla og því hefur undanfarin ár verulega dregið úr sölu nýrra vörubíla og árin 1992, 1993, 1994, 1995 eru fluttir inn fleiri notaðir vörubílar en nýir sem hafði ekki gerst áður. Niðurstað- an er meiri mengun en áður, sem er væntanlega þvert á markmið. Það sama má búast við að gerist í hópbifreiðum og að niðurstaðan verði sú að flotinn verði enn eldri en hann er í dag og að aldrei verði sett bílbelti í hópbifreiðar. Því má með sanni segja að þetta sé enn ein umræðan sem svo oft hefst hér með miklum ákafa og koðn- ar síðan niður og skilar engu. EGILL JÓHANNSSON, Brimborg. Ingibjörg Sólrún sagði ósatt Frá Þórdísi K. Pétursdóttir: í VIÐTALI í fréttatíma Ríkisút- varpsins þriðjudaginn 17. þ.m. sagði Ingibjörg Sólrún, í tilefni af gagn- rýni Björns Bjamasonar mennta- málaráðherra á borgaiyfirvöld fyrir stuðning við „borgaralega ferm- ingu“, að þau hefðu ekkert annað gert en að lána Ráðhúsið undirþessa athöfn. Afhending Ráðhússins til þessarar ókristilegu athafnar er auðvitað heilmikill stuðningur. En Ingibjörg Sólrún gerði miklu meira. Ég sá hana í sjónvarpinu koma fram við þessa rangnefndu „fermingu". Um þetta urðu blaðaskrif og sjálfur forstöðumaður félagsins sem fyrir þessu stóð lýsti hlutverki Ingibjarg- ar Sólrúnar þannig í grein í Morgun- biaðinu: „Fengnir eru utanaðkomandi ræðumenn til að ávarpa börnin og leggja þeim lífsreglurnar. Í þetta sinn kom það í hlut Ingibjargar Sólrúnar borgarstjóra og fórst henni það vel úr hendi. Hún lýsti yfir ánægju með þetta nýja hlutverk Ráðhússins ...“ Þegar ég fermdist lagði presturinn okkur lífsreglumar. Hvemig leyfir Ingibjörg Sólrún sér að segja að borgin hafi ekki annað gert en að leggja til hús- næði, sem reyndar er hneyksli út af fyrir sig, þegar hún sjálf er í aðalhlutverki við þessa ókristilegu athöfn. Engin ástæða er til að efast um að forstöðumaður „fermingar- innar" segi satt en þá segir Ingi- björg Sólrún líka ósatt. ÞÓRDÍS K. PÉTURSDÓTTIR, Keilugranda 10, Reykjavík. Bílamarkadurinn Smiðjuvegi 46E ru v/Reykjanesbraut._\ 1 f r —6l Kopavogi, simi 567-1800 ~ Lögqild bflasala Opið laugard. kl. 10-17 sunnudaga kl. 13-18 Fjöldi bifreiða á mjög góðum lánakjörum. Bflaskipti oft möguleg. Subaru Legacy 2.0 GL Station 4x4 '92, grásans., 5 g., ek. 52 þ. km. Fallegur bíll. V. 1.550 þús. Daihatsu Feroza EL lli ’91, 5 g., ek. 51 þ. km. Toppeintak. V. 1.050 þús. Grand Cherokee Laredo 4.0L '94, blár, sjálfsk., ek. 50 þ. km, rafm. í öllu, álfelg- ur. V. 3.390 þús. Einnig: Grand Cherokee Limited (8 cyl.) '94, sjálfsk., leðurinnr. o.fl., ek. 14 þ. km. V. 4.150 þús. V.W Vento GL '93, rauður, sjálfsk., ek. 47 þ. km. V. 1.250 þús. M. Benz 200 '87, hvítur, sóllúga, ABS, álfelgur, 4 hauspúðar o.fl. Óvenju gott eintak. V. 1.490 þús. MMC L-300 Minibus '88, grásans., 5 g., ek. 120 þ. km, vél yfirfarin (tímareim o.fl.). V. 1.050 þús. Mjög hagstæð lánakjör. MMC Lancer GLXi 4x4 Station '92, hvít- ur, 5 g., ek. 80 þ. km, rafm. í rúðum, drátt- arkúla o.fl. V. 1.090 þús. Sk. ód. Nissan Sunny 1600 SLX 93, hvítur, 5 g., ek. 38 þ. km, rafm. í rúðum o.fl. V. 1.20 þús. Toyota Hilux V-6 Pickup '83, 36“ dekk, læstur aftan. V. 250 þús. MMC Pajero V-6 (3000) '92, vínrauður, sjálfsk., ek. 113 þ. km. Einn m/öllu. V. 2.790 þús. Ford Econoline 150 4x4 '89, ek. 65 þ. km., 6 cyl., 300 ci, 4 captain stólar og svefnbekkur. Mjög gott eintak. V. 2.100 þús. Sjaldgæfur sportbíll: Nissan 300 ZX V-6 '85, m/t.grind, 5 g., ek. 135 þ. km, rafm. í rúðum o.fl. V. 1.200 þús. Tilboðsv. 990 þús. Nissan Pathfinder EX V-6 (3.0L) '92, 5 dyra, 5 g., ek. 54 þ. km. Fallegur bíll. V. 2.290 þús. MMC Colt GTi 16 v. '89, hvítur, 5 g., uppt. vél (nótur fylgja), álfelgur, rafm. í rúðum V. 690 þús. Sk. ód. Nissan Micra GL '87, (upptekin vél í Toyota), 5 g., þrennra dyra. Tilboð 250 þús. stgr. Mazda E-2000 sendibíll '87, sjálfsk., upp- tekin vél og skipting. V. 470 þús. Hyundai Pony LS '94, 5 g., ek. 45 þ. km. V. 780 þús. Toyota Corolla Sedan '90, Ijósblár, 4 g., ek. 100 þ. km. Gott.eintak. V. 570 þús. Toyota Hilux Double Cap diesil '90, blár, 5 g., ek. 97 þ. km. V. 1.400 þús. Fiat Panda 4x4 '91, rauður, 5 g., ek. 53 þ. km, óvenju gott eintak, tveir dekkjag. V. 550 þús. Skipti. Toyota Landcruiser Turbo diesel./lnterc. '88, grásans., 5 g., ek. 162 þ. km. V. t .250 þús. Toyota Landcruiser VX langur '93, vín- rauður, sjálfsk., ek. 38 þ. km., 38“ dekk, læstur aftan og framan o.fl. V. 4.800 þús. Ford Explorer XLT '91, rauður, sjálfsk., ek. 98 þ. km., óvenju gott eintak. Til- boðsv. 1.980 þús. Honda Civic DXi Sedan '94, vínrauður, 5 g., ek. 32 þ. km. V. 1.250 þús. Kíndakj ötsraunir Frá Torfa Ólafssyni: í FRÉTTUM sjónvarpsins í gær- kvöldi var sýnt þegar kjötskrokkum var steypt af bílpalli niður í gryfju á Hólmavík, til brennslu og urðun- ar. Og þarna var ekki um gamalt kjöt að ræða, heldur kjöt af nýslátr- uðu, með öðrum orðum þessu marglofaða „fjallalambi“ sem á að vera heilnæmasta kjötið í veröld- inni. Þess má geta tortímendum kjötsins til hróss, ef marka má Morgunblaðsfréttina, að þeir létu heilbrigðisskoða féð fyrir slátrun- ina svo að tryggt væri að möðkun- um yrði ekki illt af því. Ég get ekki sannara sagt en að það gekk alveg fram af mér við þessa frétt, ekki síður en hér um árið þegar gamla kjötið var jarð- sett. Ég var alinn upp á fátæku heimili þar sem það var talið til misgerða ef mat var hent og því kemur það ávallt illa við mig ef ég sé mat eyðilagðan. Ég ætla ekki að fjölyrða um hvemig stendur á þessu háttalagi, það vita allir: Við framleiðum miklu meira af kinda- kjöti en fólkið vill eða hefur efni á að borða, því við eigum völ á margs konar ágætu kjöti sem er langtum ódýrara en lambakjöt, og útlend- ingar líta ekki við því nema fyrir smápeninga, enda eiga þeir nóg kjöt, jafnvel þótt reynt sé að telja þeim trú um að okkar kjöt sé „al- veg sérstakt, gamalt, ljóst koníak" (VSOP = Very Special Old Pale - notað um koníak). Þeir vita líka að kjöt batnar ekki við að verða gamalt, jafnvel þótt það sé alveg sérstakt og ljóst á litinn. Mér finnst það gegna nokkurri furðu að á sama tíma og við verð- um að urða kjöt í tonnatali, erum við að ofsækja tófuna sem leitast þó við eftir getu að þynna raðir fjallalambanna, eftir því sem hún kemst yfir að éta. Sennilega gerum við það af því að við vildum helst láta heilbrigðisskoða kjötið fyrst svo við gætum verið viss um að tófan fengi ekki í magann af því. En hvað sem því líður legg ég til að tófan verði alfriðuð og vernduð því fyrir hvert lamb sem hún étur, lækkar sú upphæð sem sameigin- legur sjóður allra landsmanna verð- ur að punga út með til kjötframleið- enda og sláturhúsa, því tófan tekur auðvitað ekki grænan túskilding fyrir sína fyrirhöfn. Henni er ánægja að því að annast þessa kindafækkun fyrir okkur. Þá vil ég benda á ráð sem hlýtur að lækka útgjöld ríkissjóðs og okk- ar allra. Það er að reiknað verði út hversu háu hlutfalli af heildar- framleiðslu kjöts þurfi að fleygja, til þess að afgangurinn étist upp. Síðan verði bændum skylt að minnka kjötframleiðslu sína um það sem þessu hlutfalli nemur og annast þann samdrátt sjálfir þann- ig að þeir grafi sjálfir gryfju fyrir skrokkana, skjóti rollumar sjálfir, velti þeim niður í gryfjuna, kveiki í þeim og moki svo yfír brunahræ- in. Ríkið gæti lagt þeim til fjárbyss- ur, skotfæri og olíu og yrðu það smávægileg útgjöld miðað við slát- urkostnað, geymslu og tortímingu sem allt eru útgjöld sem sameigin- legur sjóður landsmanna verður að standa undir eins og málum er nú háttað. í svona tilviki held ég að veijandi sé að sleppa heilbrigðis- skoðuninni, kreíjast þess bara að gryfjan verði höfð nægilega djúp til þess að enginn nenni að grafa hræin upp. En að almenningur borgi kostnaðinn af framleiðslu umframbirgða af kjöti, slátrun, geymslu og loks tortímingu þeirra umframbirgða, að ógleymdri heil- brigðisskoðuninni, er svo hálfvita- leg tilhögun að jafnvel Bakkabræð- ur hefðu hlegið að þeim sem hefði stungið upp á öðru eins. TORFIÓLAFSSON, pósthólf 747, Reykjavík. FÉLAG ÍSLENSKRA STÓRKAUPMANNA - Félag milliríkjaverslunar og vörudreifingar - í SLEN SKT-KÍ N VERKST VIÐSKIPTARÁÐ Félag íslenskra stórkaupmanna gengst fyrir stofnun Islensks-kínverks viðskiptaráðs í dag kl. 17:00 í húsakynnum félagsins á 6. hæð í Húsi-verslunarinnar. Tilgangur ráðsins verður sá að efla og styrkjá viðskipti milli þjóðanna, bæði í þágu inn- og útflytjenda. DAGSKRÁ: Setning. Jón Ásbjörnsson formaður FÍS Ávörp: Helgi Ágústsson ráðuneytisstj. Utanríkisráðuneytis. Hr. Xiang Lunjun frá kínverska sendiráðinu. Hr. Guo Haibin fulltrúi CCPIT. Efnahagsumhverfi Kína: Sveinn Óskar Sigurðsson B.A. í heimspeki og hagfræði, flytur erindi. Dagskrá stofnfundar. Móttaka. Þeir sem áhuga hafa á að gerast stofnaðilar að ráðinu eru beðnir að skrá sig á skrifstofu félagsins í síma 588 8910 VIÐSKIPTARÁÐIÐ ER ÖLLUM OPIÐ. Varðandi bílbelta- notkun í hópbifreiðum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.