Morgunblaðið - 27.10.1995, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 1995 43
í DAG
BBIPS
llmsjón Guðmundur Páll
Arnarson
KANADA vann sannfær-
andi sigur á Suður-Afríku
í átta-liða úrslitum heims-
meistarakeppninnar. Spila-
gæfan var með Kanada-
mönnum í fyrstu lotunni,
sem þeir unnu með 58 IMP-
um gegn 9. Mestu munaði
þar um eftirfarandi spil, þar
sem 25 IMPar voru í pottin-
um.
Vestur gefur; AV á
hættu.
Norður
♦ KD876
f K103
♦
* KD753
Vestur Austur
♦ G1054 ♦ 32
V 742 lllll * DG
♦ ÁG763 1 11111 ♦ 98542
* 9 ♦ G1086
Suður
♦ Á9
▼ Á9865
♦ KDIO
♦ Á42
KDIO Á42 Vestur Norður
Austur Suður Cope Baran
Mansell Molson Pass 1 lauf
Pass 1 hjarta Pass 1 spaði
Pass 2 tíglar* Dobl 2 spaðar
Pass 3 lauf Pass 3 hjörtu
Pass 3 spaðar Pass 4 tíglar
Pass 4 hjörtu Pass 5 hjörtu
Pass Pass 6 lauf Pass Pass
Kanadamennimir Mark
Molson og Boris Baran spila
eðlilegt kerfi og Baran sýnir
5-5 í svörtu litunum með því
tvímeida spaðann. Eftir
miklar þreifingar enda þeir
í bestu slemmunni, sem Bar-
an vann auðveldlega eftir
tígulásinn út: 920 í NS.
Á hinu borðinu fóm NS
villur vega í sögnum:
Vestur Norður Austur Suður
MittelmanGower Gitelman Convery
Pass 1 spaði Pass 2 hjörtu
Pass 4 hjörta Pass 4 grönd
Pass 6 tíglar* Pass 7 hjörtu
Pass Pass Pass
Þegar Gowers stökk í sex
tígla til að sýna þar eyður,
bjóst Convery skiljanlega við
sterkara trompi og skaut því
á alslemmu.Tromplegan er
ekki beint óhagstæð sagn-
hafa, enda bjuggust áhorf-
endur við að þama myndi
Suður-Afríka vinna 11
heppnisstig. En svo var ekki.
Mittelman spilaði út trompi
og Gitelman lét drottninguna
í slaginn. Convery ákvað þá
að spila vestur upp á gosann
þriðja og svínaði tíunni í
næsta slag!! Einn niður og
14 stig til Kanadamanna.
PENNAVINIR
47 ÁRA Bandaríkjamaður
vill skrifast á við íslenska
safnara. Safnar frímerkj-
um, happdrættismiðum,
bókum, íþróttamyndum,
gömlum landakortum og fl.:
George Osterhoudt,
36637 Cord St.
Zephyrhius, Florida
33541-1138, USA.
16 ÁRA sænsk stúlka
óskar eftir pennavinum á
aldrinum 17-21 árs.
Áhugamál: matreiðsla og
söngur:
Sophie Karlsson,
Persbo 1202,
77192 Ludvika,
Sweden.
25 ÁRA Frakki, sem býr
í Stokkhólmi og hefur
áhuga á sögu, jarðfræði,
félagsfræði, íþróttum,
ferðalögum, kvikmyndum
og tungumálum. Skrifar
á frönsku, ensku og
sænsku:
Olivier Richard,
Grandin,
Brunskogsbacken 31,
12371 Farsta/Stock-
holm,
Sweden.
GULLBRÚÐKAUP. í dag, föstudaginn 27. október, eiga
fimmtíu ára hjúskaparafmæli hjónin Jóhanna S. ívarsdótt-
ir og Þorvaldur Magnússon, Furugrund 66, Kópavogi.
Þau giftu sig laugardaginn 27. október 1945 kl. 18 áheim-
ili sr. Bjarna Jónssonar, Lækjargötu 12a. Þau eiga 5 upp-
komna syni og eiga tveir þeirra silfurbrúðkaup á árinu.
Bamabörnin eru 15 talsins, barnabarnabörnin 2 og það
þriðja á leiðinni. Hjónin eru að heiman í dag.
GULLBRÚÐKAUP. í dag, föstudaginn 27. október, eiga
fimmtíu ára hjúskaparafmæli hjónin Aðalheiður Helga-
dóttir og Jósef Sigurðsson, Hjaltabakka 8, Reylqavík.
Ást er...
/?/\ÁRA afmæli. í dag,
vlvf föstudaginn 27; októ-
ber, er sextugur Ólafur
Ágústsson, starfsmaður
ÍSAL, Hjaltabakka 18,
Reykjavík. Eiginkona hans
er Helga Guðmundsdóttir.
Þau hjónin em stödd erlend-
is.
pf/\ÁRA afmæli.
íJ VfSunnudaginn 29.
október nk. verður fimm-
tugur Guðmundur Gunn-
arsson, formaður Rafiðn-
aðarsambands Islands,
Fannafold 69, Reykjavík.
Eiginkona hans er Helena
Kristinsdóttir. Þau hjónin
taka á móti gestum í sa,l
Rafiðnaðarsambandsins,
Háaleitisbraut 68, 3. hæð,
í dag, föstudaginn 27. októ-
ber milli kl. 17 og 19.
Að vera vinir
TM Rofl. U.S. Pat. Ofl. — all riflhts rosorved
(c) 1995 Los Angetes Timos Syndicate
Ljósmyndarinn Lára Long
BRÚÐKAUP. Gefin vom
saman 12. ágúst sl. í Víði-
staðakirkju af sr. Sigurði
Guðmundssyni Þóra Birna
Pétursdóttir og Júníus
Guðjónsson. Heimili þeirra
er í Reykjabyggð 49, Mos-
fellsbæ.
Ljósmyndarinn Lára Long
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 12. ágúst sl. í Bú-
staðakirkju af sr. Pálma
Matthíassyni Hildur Agn-
arsdóttir og Skarphéðinn
Erlingsson. Heimili þeirra
er í Kóngsbakka 12,
Reykjavík.
Með morgunkaffinu
Arnað heilla
STJÖRNUSPÁ
eftir Frances Drake
SPORÐDREKI
Afmælisbarn dagsins:
Þú hefur áhuga á tækni
og vísindum, og vina-
hópurinn erstór.
K I N G A
® T '
Vinningstölur
25.10.1995
pviNNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING
O 6afe 0 45.310.000
C] 5 af 6 LÆ+bónus 0 1.832.443
iEl 5 af 6 3 134.060
10 4af6 194 1.620
ra 3 af 6 ICfl+bónus 546 240
fjj Uinnínqur: er tvöfaldur næst
Aðaltölur
3~N) íio) (' 13
23j[27j{ 35
BÓNUSTÖLUR
16 34': 47
Heildarupphæb þessa viku:
47.989.943
á Isl.:
. 2.679.943
UPPLÝSINGAR, SÍMSVARI 568 1511 EÐA
GRÆNT NR. 800 6511 — TEXTAVARP 453
BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR
Hrútur
(21. mars - 19. apríl) fH£
Þótt starfsfélagi sé ósam-
vinnuþýður, gengur þér vel í
vinnunni, og afkoman fer
batnandi. Kvöldið verður
rómantískt.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Eitthvað verður til að ergja
þig árla dags, en úr rætist
fljótlega. Þú hlýtur fjár-
hagsstuðning tii að ljúka
spennandi verkefni.
Tvíburar
(21. maf - 20. júní)
Þú fagnar velgengni í vinn-
unni þótt starfsfélagi valdi
þér nokkmm vonbrigðum ár-
degis. Þú nýtur kvöldsins í
vinahópi.
Krabbi
(21. júnf - 22. júlí)
Vinur á við fjárhagslegan
vanda að stríða sem þú ættir
ekki að skipta þér af. Ástvin-
ir eiga saman góðar stundir
eftir sólsetur.
Ljón ■
(23. júli — 22. ágúst)
Einhver sem þú hefur áður
rétt hjálparhönd leitar eftir
aðstoð á ný, en það er ekki
víst að aukin aðstoð sé rétta
lausnin.
Meyja
(23. ágúst - 22. september)
Það gengur á ýmsu í vinn-
ur.ni í dag, og þér gengur
misjafnlega vel að leysa þau
verkefni sem bíða þín. Hvíldu
þig heima í kvöld.
(23. sept. - 22. október)
Málþing um konur og störf þeirra innan
þjóðkírkjunnar.
Haldíð i Safnaðarheímílí Áskírkju
laugardagínn 28. október kl. 10.00 - 16.30.
kl. 9.30 -10.00.
Kl. 10.00
Kl. 10.20
Kl. 11.10
Kl. 11.40
kl. 12.00
kl. 13.00
kl. 13.30
Kl. 14.00
Kl. 14.30
Kl. 15.15
Kl. 16.00
Kl. 16.15
Skráning og afhending gagna
Ávarp framkvæindaniefmlur, Ólöf Ólafsdóttir, prestur.
Setning, Ebba Sigurðardóttir, biskupsfrú.
„Hvern segið þér mig vera?" Viðbrögð kvenna við spurningu Krists.
Arnfriður Guðmundsdóttir, guðfræðingur í doktorsnámi.
Af konuni í kirkju Krisls á Islandi fyrr á ölduni.
Guðrún Edda Gunnarsdóttir, guðfræðingur.
Guðríftur Símonardóuir í nýju ljósi, Steinunn Jóhannesdóttir,
rithöfundur.
Rilningarlestur, orgel- og flaulideikur í kirkju. Guðný Hallgrímsdóttir,
prestur, Violetta Smidova, organisti og llka Petrova, flautuleikari.
Hádegisverður
Kirkjan að verki í þjóðfélaginu, Lára Björnsdóttir, félagsmálastjóri
Reykjavikurborgar.
Störf kvenna í kirkjunni. Unnur Halldórsdóttir, djákni, Sigrún
Gísladóttir, framkvæmdastjóri Ellimálaráðs Rvkprófastdæma, Gyða
Karlsdóttir, formaður KFUK i Reykjavík.
Líðan kvenna í kirkjustaríl. Halla Jónsdóttir, kennari.
Tónlist. Anna Pálína Árnadóttir, söngkona, Gunnar Gunnarsson,
píanóleikari.
Kaffú
Störf kvenna í kirkjunni. Agnes Sigurðardóttir, prestur, Margrét
Bóasdóttir, söngkona, Valgerður Gísladóttir, kirkjuvörður og
meðhjálpari, Margrét Jónsdóttir, forstöðumaður og kirkjuþingsmaður.
Kristur, kona, kirkja — Sýn til fraintíðar. Bryndís Malla Elídóttir,
prestur.
Bœnagjörð og eínsöngur i þinglok.
Guðrún Edda Gunnarsdóttir, guðfræðingur, Margrét Bóasdóttir,
söngkona.
Fundarstjórar málþingsins:
Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir, prestur og María Ágústsdóttir, prestur.
Þingið er ókeypis og öllum opíð.
Þú átt erfitt með að dylja til-
finningar þínar í garð kunn-
ingja, sem kemur illa fram
við þig. Láttu hann sigia sinn
sjó.
Sporódreki
(23. okt. -21. nóvember)
Miklar breytingar eru fram-
undan hjá þér, og þær verða
þér til góðs. Þú kynnist nýrri
tómstundaiðju, sem er mjög
áhugaverð.
Bogmaóur
(22. nóv. - 21. desember) m
Smá vandamál kemur upp
heima í dag, sennilega í sam-
bandi við uppeldi bama. Þér
berst mjög spenndandi heim-
boð í kvöld.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Þú hefur staðið þig vel í vinn-
unni, og nú stendur þér til
boða kauphækkun eða betri
staða. Ástin ræður ríkjum
þegar kvöldar.
Vatnsberi
(20. janúar -18. febrúar) ðh
Þú fmnur góða lausn á vanda-
máli tengdu fjölskyldu eða
heimili í dag. Kvöldið verður
sérlega ánægjulegt í vina-
hópi.
Fiskar
(19. febrúar - 20. mars) **»<
Þótt þú verðir fyrir töfum í
vinnunni, miðar þér vel áfram
og framtíðin lofar góðu. Þú
ættir að bjóða heim gestum
í kvöld.
Stjörnuspá á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
byggjast ekki á traustum
grunni vísindalegu stað-
reynda.
stórdanslcikur & Hótel íslandi í kvóld
E**ginn
Biddu við - Með
vaxandi þrá - Ort (
sandinn - Ég er
rokkari - Fyrir eitt
btos - Sumarsæla
- Ufsdansinn -
Þjóðhátíð i Eyjum -
Helgin er að koma
- í syngjandi sveiflu
- Sumarfri - Litið
skrjáf í skógi - Með
þér - Ég syng
þennan söng - Á
þjóðlegu nótunum
-Tífartímanshjól-
Vertu o.fl. o.ff.
►MSVEIT
* VALTÝSSONAR
boröapantanir i sima 568 7111
MESSING BLÓMAPOTTAR,
SKÁLAR, SKRAUTVARA.
EMÍRtt
JL-húsinu.
Opið: Virka daga kl. 13-18,
laugardaga kl. 10-16.
CrFullmqrkfP
• Prentborðar í flestar gerðir prentara.
• ISO 9002 gæðaframleiðsla.
• Urvals verð.
J. áSTVRLDSSON HF.
Skipholti 33, 105 Reykjovík, sími 552 3580.