Morgunblaðið - 29.10.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.10.1995, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ UEBEC-búar hafa örlög ■ ■ Kanada í hendi sér. A IaI morgun ganga þeir til atkvæðagreislu um það hvort^eir eigi að segja skilið við Kanada. Þessar kosningar geta orð- ið þær afdrifaríkustu í sögu lands- íns; ef meirihluti íbúa kýs já, þ.e. vill aðskilnað, kemur það til með að breyta Kanada í megindráttum. Það getur jafnvel farið svo að önn- ur fylki eins og British Columbia og Alberta fylgi í kjölfarið og segi skilið við Kanada. Ef meirihluti Quebec-búa kýs hins vegar nei, er eins víst að áratugagamlar umræð- ur aðskilnaðarsinna haldi áfram enn um sinn til mikillar armæðu fyrir aðra Kanada-búa. Þessi afdrifaríka ákvörðun er nú í höndum eins fylkis þar sem býr um fjórðungur íbúa Kanada. Kanadamenn í öðrum fylkjum hafa fylgst þöglir með atburðunum í Quebec og óttast um framtíð lands- íns. Skoðanakannanir undanfarið hafa sýnt að í fyrsta skipti í langan tíma er það mögulegt 'og jafnvel líklegt að Quebec-búar kjósi já. Og hvað það hefur í för með sér veit enginn. Quebee hefur nokkra menningar- lega sérstöðu innan Kanada þar sem meirihluti íbúa talar frönsku. En Kanada er líka sérstakt vegna Quebec. Allt frá því að ákveðið var að vemda franska menningu og frönsku í Quebec hefur Kanada lagt mikið upp úr að ólíkir menningar- hópar í landinu fái að halda sinni sérstöðu. En aðskilnaður Quebec mun ekki aðeins breyta landinu menningarlega heldur einnig land- fræðilega. Quebec liggur f miðju Kanada og mun aðskilnaður skipta landingu upp í tvennt.'Það er því ljóst að ef Quebec kýs já mun það breyta Kanada í grundvallaratriðr um. Kanada án Quebec er ekki Kanada eins og við þekkjum það í dag. Akyörðun um að kljúfa Kanada mun því vekja upp mikla reiði ann- ars staðar í Kanada og er líklegt að samningarviðræður um formleg- an aðskilnað sem þá tækju við, yrðu erfíðar og sárar. I Quebec búa um sjö milljónir íbúa, eða um fjórðungur Kanadamanna, og er frönsku- mælandi fólk þar í meirihluta. Umræðan um aðskilnað Quebec á sér langa sögu. Þetta er reyndar önnur atkvæðagreiðslan um málið. Árið 1980 gengu Quebec-búar til atkvæðagreiðslu í fyrsta skipti, þá kusu rúm 40 prósent með samein- ingu en tæp 60 prósent voru á móti. Eftir þá atkvæðagreiðslu kom nokkuð bakslag í umræðuna um aðskilnað en fljótlega tók hún sig upp á ný með álíka miklum ákafa. Viðhorf Quebec-búa til sam- skipta við Kanada er þverstæðu- kennt. Meirihluti Quebec-búa, einn- ig þeirra sem ætla að kjósa já, vill halda kanadísku ríkisfangi og vega- bréfi. Það er því nokkuð óljóst í hugum fólks hvað sjálfstæði tákn- ar. Það virðist sem íbúarnir vilji bæði að Quebec sé sjálfstætt og fullvalda ríki og hluti af Kanada! Um hvað er kosið? Spumingin sem borin er upp í þjóðaratkvæðagreiðslunni á morg- un er löng og óskýr. Hún hljóðar á þessa leið: “Kýst þú að Quebec verði fullvalda ríki; eftir að hafa samið formlega við Kanada um nýtt efnahagslegt og stjórnmála- legt samband, innan ramma Sátt- málans sem virðir framtíð Quebec og þess samkomulags sem gert var 12. júní 1995?“ Þessi spurning þarfnasttöluverðra skýringa - skýr- inga sem margir kjósendur virðast ekki hafa á reiðum höndum. Fyrsti hluti spumingarinnar er þó skýr - vilja Quebec-búar að fylk- ið verði sjálfstætt og fullvalda ríki? I hugum margra er þetta raunveru- lega spurningin sem kosið er um. En seinni hluti spumingarinnar flækir málið: hvað er átt við með efnahagslegu- og stjórnmálalegu sambandi við Kanada - og hvað er átt við með Sáttmálanum og hvaða samkomulag var gert 12.júní 1995? Um það hvernig hið efnahags- og stjórnmálalega samband yrði við Kanada hefur lítið sem ekkert verið rætt innan Kanada.'Quebec getur Reuter JEAN CHRETIEN, forsætisráðherra Kanada, hefur varað við því að aðskilnaður Quebec muni hafa mjög alvarlegar afleiðing- ar og sagt að eining kanadiska ríkisins sé í hættu. Á myndinni veifar Chretien til stuðningsmanna sinna en báðar hreyfingarnar hafa haldið mikla fjöldafundi í Montreal á undanförnum dögum. Reuter LUCIEN BOUCHARD, leiðtogi „Bloc Quebecois", á fundi með stuðningsmönnum aðskilnaðar á miðvikudag. Þúsundir manna mættu á fundinn sem haldinn var í Montreal. AÐSKILNAÐARSINNINN Lucien Bouchard nýtur mikillar per- sónuhylli og honum er þakkað hversu mjög hefur dregið saman með fylkingunum. KLOFNAR KANADA? íbúar Quebec standa frammi fyrír afdrifa- ríkri ákvörðun í þjóðaratkvæðagreiðslunni á morgun. Verði sjálfstæði Quebec samþykkt mun það breyta Kanada í grundvallaratrið- um og ef til vill leiða til frekari klofnings. Salvör Nordal er í Kanada og gerir hér grein fyrir sÖgunni, kosningabaráttunni og hugsanlegum afleiðingum þessarar mikil- vægu atkvæðagreiðslu. ekki sagt skilið við Kanada þegj- andi og hljóðalaust. Eins og við aðra skilnaði þarf, til dæmis, að semja um skiptingu eigna og skulda. Heildarskuldir kanadísku þjóðarinnar eru nú 550 milljarðar dollara. Hvernig á að skipta þeim? Eru þetta skuldir Kanada, eða er hluti þessara skulda skuldir Qu- ebec? Hvernig er með ellilífeyri og atvinnuleysisbætur sem ríkið hefur skuldbundið sigtil að borga þegnum sínum? Vilja aðskilnaðarsinnar semja um aukið sjálfstæði innan Kanada en að Quebec verði eftir sem áður hluti þess? Og svona mætti áfram telja. Engin skýr svör eru við þessum spurningum. Fulltrúar aðskilnaðarsinna þeir Jacques Parizeau, fylkisstjóri Qu- ebec, Lucien Bouchard, leiðtogi „Bloc Quebecois" og Mario Dumont í flokki „Action Democratique", sameinuðust í júnímánuði í barátt- unni fyrir sjálfstæði Quebec. Þann 12. júní skrifuðu þeir undir fimm síðna plagg sem lýsir sýn þeirra um sjálfstæðara Quebec. Til þessa plaggs er vísað til í spumingunni. I þessu plaggi er ekki gert ráð fyr- ir algjöru sjálfstæði Quebec heldur einhvers konar sambandi við Kanada. Hins vegar gerir sáttmál- inn sem vísað er til ráð fyrir að Quebec hafí eigið Iöggjafarþing og eigin efnahagsstjórn. Af hverju er spurningin svona flókin? Aðskilnaðarsinnar hafa marglýst því yfír að markmiðið sé að stofna nýtt ríki: Quebec. Þeir vita hins vegar að væru íbúarnir spurðir beint hvort þeir vildu að Quebec yrði sjálfstætt myndi mikill meiri- hluti svara nei. Aðskilnaðarsinnar hafa því reynt að beina athyglinni að því að kosningin snúist um að gefa stjórn Quebec umboð til að hefja samningaviðræður við Kanada um aukið sjálfstæði í formi einhvers stjómmálalegs og efna- hagslegs sambands. Hvað í þessu felst er hins vegar með öllu óljóst. Og það hefur ekkert verið rætt við aðra Kanadamenn um hvort þeir hafi áhuga á slíku pólitísku og efna- hagslegu sambandi. Það kann að vera klókt af að- skilnaðarsinnum að hafa spuming- una svona óskýra. Með þessu móti munu fleiri kjósa já en ella. Og margt bendir til þess að það muni gerast á morgun. Hættan er hins vegar sú að kosningin gefi þeim í raun ekki ótvírætt umboð til eins eða neins og kjósendur telji sig hafa verið blekkta. Já þýðir að Quebec skilur við Kanada! Þeir sem beijast fyrir að Quebec- búar kjósi nei, leggja hins vegar áherslu á að já í kosningunum þýði fullan aðskilnað frá Kanada og ekkert annað. Sá sem hefur leitt baráttuna fyrir hönd þeirra sem beijast gegn aðskilnaði Qu- ebec er Daniel Johnson, formaður Fijálslynda flokksins í Quebec. Þá hefur forsætisráðherra Kanada, Jean Chretien, blandað sér í barátt- una um Quebec. Forsætisráðherra Kanada er raunar í erfiðu hlut- verki. Hann er frá Quebec og hefur mestan sinn pólitíska stuðning það- an. Stjórnarandstaðan hefur sagt að Chretien verði að segja af sér ef Quebec segi já, því þá hafi hann í raun misst allt umboð til starfans. Eftir að Ijóst var að Já-fylkingin var að sækja í sig veðrið í skoðana- könnunum ákvað Chretien að ávarpa þjóðina í sjónvarpi síðastlið- inn miðvikudag. Þetta er í fyrsta skipti frá því hann tók við embætti sem hann sér ástæðu til þess. “Hætta vofír yfir Kanada" sagði hann og tók af allan vafa á því að ef Quebec-búar kysu já væru þeir að segja sig úr Kanada. Þeir geta ekki samið um sérstakt samband við Kanada eða haldið kanadísku vegabréfi. Ef þeir segja já mun það sem eftir er af Kanda líta á Quebec sem erlent ríki. Kanadamenn utan Quebec eru á sama máli. Þeir er löngu búnir að fá nóg af umræð- unni um aðskilnað Quebec. Margir vilja að Quebec geri upp hug sinn i eitt skipti fyrir öll. Umræðan um aðskilnað hefur skapað upplausn í þjóðfélaginu og .sundrungu meðal íbúanna. En máíið verður ekki úr sögunni þó meirihluti Quebec búa kjósi nei. Aðskilnaðarsinnar hafa hótað því að taka málið upp aftur. Það gæti þýtt aðra atkvæðagreiðslu eftir 5 eða 10 ár og svo afrám þang- að til aðskilnaðarsinnar vinna að lokum. Sérstaða Quebec Það er að mörgu leyti erfitt að skilj a hvers vegna Quebec-búar sjá sér hag í því að segja skilið við Kanada. I Kanada eru lífskjör góð. Kanadamenn líta stoltir til þess sem þeir hafa áorkað á sviði heil- brigðis- og menntamála. { saman- burði við Bandaríkin, til dæmis, eru lífskjör mun betri, glæpatíðni lægri og hagur íbúa almennt væn- legri. Forsætisráðherrann sagði i ávarpi til þjóðarinnar að Kanada væri besta land í heimi, sem heim- urinn öfundaði Kanadamenn af. Flestir Kanadamenn eru forsætis- ráðherranum sammála, - líka Qu- ebec-búar. Sú umræða sem hefur verið um aðskilnað Quebec hefur valdið tölu- verðum erfiðleikum í efnahagslífínu einkum í Quebec. Þegar kosið var um aðskilnað 1980 fluttu mörg fyr- irtæki frá Quebec svo og einstakl- ingar. Óvissan um framtíðina skap- ar óstöðugan efnahag og því hefur verið kreppa í Quebec undanfarin ár. Aðskilnaðarsinnar lofa íbúunum hins vegar betri tíð með blóm í haga ef þeir fái sjálfstæði. Margir efnahagssérfræðingar draga þó slíkt í efa. Það er því allt eins lík- I ! ) \ > \ \ \ ) > \

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.