Morgunblaðið - 29.10.1995, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 29.10.1995, Blaðsíða 49
morgunblaðið SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 1995 49 + I I I > I í > i > I & > SKÓGAFOSS að vetrarlagi. Jólakort Náttúru- verndar- ráðs ÚT ERU komin jólakort Friðlýsing- arsjóðs Náttúruvemdarráðs. Að veiyu eru gefin út þrjú jólakort. A einu kortanna er mynd af Skógarfossi tekin að vetrarlagi, á því næsta er mynd af blóðbergi og á þriðja kortinu er mynd af stokk- önd með unga. Ljósmyndimar eru eftir Guðmund Ingólfsson, Björn Þorsteinsson og Jóhann Óla Hilm- arsson. Stærð kortanna er 137 mm x 170 mm og eru þau tvöföld. Allur ágóði af sölu kortanna rennur í Friðlýsingarsjóð sem stofn- aður var árið 1974. Hlutverk sjóðs- ins er að styrkja íslenska náttúru- vemd. Jólakortin eru til sölu á skrif- stofu Náttúruvemdarráðs, Hlemmi 3, 105 Reykjavík. Fyrirlestur um tungumál við Eystrasalt DR. HELENA Sulkala, prófessor, flytur opinberan fyrirlestur í boði heimspekideildar Háskóla íslands mánudaginn 30. október kl. 18.15 í Norræna húsinu. Fyrirlesturinn nefnist „Itámer- ensuomalaiset kansal ja kielet“ (Estrasaltsfinnskar þjóðir og tungumál þeirra) og verður fluttur á ensku. Dr. Sulkala sýnir kvik- mynd er tengist efni fyrirlestrarins. Dr. Sulkala er prófessor í finnsku við háskólann í Oulu og rannsóknar- svið hennar eru m.a. merkingar- fræði, andstæðumálfræði, tungu- mál skyld finnsku og finnska sem annað tungumál. Fyrirlesturinn er öllum opinn. Magnús Ver á kraftakeppni Vitans ÚRSLIT í kraftakeppni félagsmið- stöðvarinnar Vitans í Hafnarfirði fara fram mánudagskvöldið 30. október kl. 20.30. Margt spennandi verður á dagskránni og m.a. mun Magnús Ver sterkasti maður heims afhenda verðlaun og sýna aflraunir. Þátttakendur í ár eru 22 talsins, 14 drengir og 8 stúlkur. í úrslit komust svo 6 drengir og 5 stúlkur. Greinarnar í keppninni em fímm talsins og eru þær margvíslegar og reyna bæði á krafta og tækni. Magnús Ver mun afhenda öll verðlaun í keppninni. Verðlaunin em mjög vegleg, s.s. stórir bikarar fyrir sigurvegarana og verðlauna- peningar fyrir fýrstu þrjú sætin einnig hafa þijú góð fýrirtæki gefið verðlaun: Fjölsport í Miðbæ, Lækj- arþrek við Lælqargötu og Sól- Stúdíó við Dalshraun. - kjarní málsins! Byrjendanámskeið fyrir hjón/pör! • Eruð þið á besta aldri og viljið breyta um lífsstíl? • Ekki tilbúin til þess að greiða háar upphæðir fyrir eitthvað sem þið vitið ekki hvortykkur líkar? • Viljið þið léttast, styrkjast og láta ykkur líða betur? Máttur Faxafeni 14 - þjáltunarstöð tyrir almenning, verður með fjögurra kvölda kynningu fyrir ykkuri Fyrsta kvöldið Ráðleggingar um þjálfun. Fyrirlestur um næringu og kjörþyngd. Þið verðið vigtuð, þol- og blóðþrýstings- mæld. Annaö kvöldiö Verklegt: Styrktar- og þolþjálfun í tækjum. Þriðjakvöldiö Verklegt: Þrekhringur, upphitun, þol og styrkur ásamtteygjuæfingum, kynning á þolfimi. Fjórða kvöldið Verklegt: Kynning á Kripulajóga. Nánari uppiýsingar í síma 568 9915 Verð fyrir alla kynninguna er kr. 3.200 fyrir parið. Kynningarverð getur runnið upp í æfingarkort ef þið ákveðið að halda áfram. FAXAFEN114, SÍMI 568 9915 OG SKIPHOLTI 50, SÍMI 581 4522 i I i J i 4- HEIMABANKI Heimabanki Sparisjóöanna mætir kröfum nútímans um skýrt og myndrænt notendaviömót. GuarlsjóSabankl klsnðs > ÍSparisjóbabaoW tslonds Á J lr!ptir SSfiBBíf þérhentor nisjuðabaiiki jsland: l!lf£fl[8]a1l^h' 111 ibM 1M1SJ Br A\▼i 1 11 rsiTÁTnrgi/ •e i I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.