Morgunblaðið - 29.10.1995, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 29.10.1995, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIIMNIIMGAR SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 1995 33 í I ! I i I I ! I J I í 1 < i í i i 4 i i i i 4 4 i GUÐRÚN DAVÍÐSDÓTTIR + Guðrún Davíðs- dóttir, hús- freyja á Grund í Skorradal, fæddist á Arnbjargarlæk í Þverárhlíð 6. októ- ber 1914. Hún Iést á sjúkradeild Hrafnistu í Reykja- vík 18. október síð- astliðinn og fór út- för hennar fram frá Hvanneyrar- kirkju 28. október. STUNDIRNAR liða hjá og eru brotgjarnar I því áþreifanlega, en samt lifa þær skýrar í minningunni. Þegar ég frétti lát Guðrúnar Davíðsdóttur á Grund lifnuðu minn- ingar mínar um þessa mikilhæfu konu, sem missti mann sinn eftir níu ára hjónaband frá fjórum ung- um bömum og tókst þá, þrítug að aldri, á við að verða bóndinn á Gmnd, bústólpi sinnar sveitar með menningarheimili, sem varð sann- arlega einn af landstólpum þessa lands, svo höfðað sé til erindis Jón- asar: „Traustir skulu hornsteinar hárra sala; í kili skal kjörviður; bóndi er bústólpi - bú er landstólpi - því skal hann virður vel.“ Guðrún á Grund var einn af hom- steinum íslenskrar bændamenning- ar, sem hafði víðan sjóndeildarhring og var sjálf kjörviðurinn, sem allt mæddi á en brotnaði aldrei. Þannig sótti hún styrk til jarðarinnar sem hún endurbætti með stóraukinni ræktun, og fjölgaði síðan bústofni, sem með umönnun gaf henni arð til að byggja upp öll hús jarðarinn- ar. Og I sínu reisulega nýja íbúðar- húsi varð hún sú Guðrún, sem eng- inn gleymir sem kynntist. Húsmóð- irin og bóndinn á Grund, sem tók svo vel á móti gestum, af svo mik- illi hlýju og með svo rausnarlegu veisluborði, að það var jafnvel stundum erfitt að þiggja. Og þegar til stofunnar var gengið, varð til- finning virðingarinnar sterkust fyrst, en síðar varð maður stoltur gagnvart því að I sveitum landsins væm slík heimili til, sem ættu okk- ar bestu bókmenntir og skörtuðu fögrum málverkum íslenskra lista- manna. En það var þó svo miklu meira en þetta, því að baki var innri per- sóna Guðrúnar, I móðurinni sem umvafði, verndaði og styrkti, í ömmunni sem tók á móti, hrósaði, hlustaði á og hvatti, í vininum sem hlúði að, spurði um líðan og styrkti, ef erfiðleikar steðjuðu að, í bóndan- um sem með svo mikilli gleði gekk til allra starfa úti og inni, hvatti til starfa og ábyrgðar, í hestamannin- um sem naut ferða á góðum gæð- ingi og gat lagt fákinn af fljúgandi stökki á skeið og þá var gleði þeirr- ar stundar mest, í kvenfélagskon- unni sem var í forystu um svo mörg góð verk og síðast í konunni, sem var hjarta heimilisins á Grund - konunni sem var alltaf gefandi og veitandi. Ég þakka fyrir að hafa kynnst heimilinu hennar og fyrir að hafa eignast þar þá vini, sem svo dýr- mætt er að eiga. í Heilagri ritningu segir að hið sýnilega sé stundlegt en hið ósýnilega eilíft. Þetta áþreifanlega í lífi hennar er liðið, en við hefur tekið þetta sterka sem er að baki, í huga okk- ar minningin um hana, sem lifir áfram með okkur og vitund okkar og trú um líf hennar í húsi Drottins Guðs, þar sem hún nú nýtur hand- leiðslu og blessunar. Halldór Gunnarsson. Hún Guðrún mín á Grund er kvödd hinstu kveðju. Margar eru þær húsfreyjurnar í Borgarfirði sem hafa notið og njóta mikillar virðing- ar samferðafólks og almennings. Ein þessara mætu kvenna var Guð- rún á Grund. Guðrún var vörpuleg í fram- komu og hispurslaus við gesti og gangandi. Góðan beina áttu allir vísan á Grund, en gleðilaust kvaddi hún þann gest sem taldi það eftir sér og af- þakkaði að ganga í bæ og dvelja þar um stund og þiggja góðgerðir hjá húsfreyju. Guðrún bar með sér mikinn persónustyrk. Handtak hennar og viðmót staðfesti það strax við fyrstu kynni. Um hana mátti segja að hún væri góð fyrtr sig en ekki síður góð fyrir aðra. A Grund var haldið uppi góðu búi og því var skilað vel stæðu til þeirra Jóhönnu og Davíðs. Rausn hennar og mannkostir komu víða fram. Náungakærleiki hennar var ríkuleg- ur. Þar hafði hún lag á að koma alúðarverkum sínum þannig á fram- færi við þurfendur og þiggjendur að fagnaður varð af þeirra hálfu. Það vakti athygli mína, er ég kom öllum ókunnugur til starfa í Borgar- fjörð, hvaða virðingartónn var sam- fara þegar minnst var á húsfreyjuna á Grund og alveg sérstaklega fannst það þegar áherslan birtist og við- mælandinn sagði Guðrún mín á Grund. Það skulu ekki höfð fleiri orð að sinni. Við heiðrum minningu Hennar og þökkum mjög góð kynni og sam- fylgd þessarar tignarkonu. Innilegar samúðarkveðjur til að- standenda. Blessuð sé hennar minn- ing. Hjörtur Þórarinsson. Yfir nafni Guðrúnar á Grund er hljómmikil reisn. Hún var hvort- tveggja í senn skörungur og ljúf- menni. Hún var athvarf og kjölfesta fjölskyldu sinnar og veitti vinum sínum skjól. Hún var höfðingi heim að sækja og stýrði búi sínu jafnan af atorku og fádæma myndarskap. Guðrún á Grund var af traustu bergi brotin, dóttir hjónanna Guð- rúnar Erlendsdóttur frá Sturlu- reykjum og Davíðs Þorsteinssonar bónda og hreppstjóra á Arnbjargar- læk í Þverárhlíð. Þar stóð annálað menningarheimili og stórbýli en þau hjónin ráku eitt stærsta fjárbú hér á landi bæði þar á jörðinni og sam- tímis á fleiri jörðum. Guðrún giftist ung Pétri Bjarnasyni á Grund I Skorradal, syni hinna merku hjóna þar, Kortrúnar Steinadóttur og Bjarna Péturssonar, en þau voru þekkt fyrir gestrisni og ríklyndi. Pétur lést langt um aldur fram frá fjórum ungum bömum þeirra Guð- rúnár eftir níu ára hjúskap og var öllum haiTndauði. Um hann sagði dr. Eiríkur Albertsson prestur á Hesti í Borgarfírði, að hann hefði verið forystumaður sveitar sinnar og bændahöfðingi og staðið í fremstu röð íslenskra menningar- bænda. Húsfreyjan á Grund mætti þessum skapadómi rétt orðin þrítug - bognaði ef til vill en brotnaði ekki. Hún hélt merkinu hátt á loft og bjó áfram rausnarbúi á jprund um ára- tuga skeið. Guðrún átti síðar dóttur með Þorgeiri Þorsteinssyni, bræðr- unga Péturs, en Þorgeir var lengst af ráðsmaður hennar á Grund, holl- vinur barnanna og stoð og stytta Guðrúnar, - fágætur öðlingur. Grund í Skorradal hefur lengi staðið um þvera þjóðbraut og verið í fremstu röð menningarsetra í Borgarfirði. Þaðan er fagurt um að litast. Skorradalsvatn og skógi vaxnar hlíðar á aðra hönd og Skarðsheiðin fyrir stafni, mikilúðleg í hlýlegri tign sinni með skessuna í Skessuhorni sem eins konar inn- siglisvörð. Brynjólfur Sveinsson, biskup í Skálholti, byggði jörðina fyrstur manna á stekkjarstæði frá Vatnsenda um miðja sautjándu öld til þess að geta átt þar athvarf síð- ar og lét reisa þar vandaða kirkju og vígði hana hálfkirkju. Hann bjó þar aldrei sjálfur, en ættmenn hans fengu jörðina eftir hans dag. Frá árinu 1836 hefur sama ættin setið á Grund. Séra Eiríkur á Hesti sagði um Grundarheimilið í tíð Bjarna Péturssonar, að þar hefði verið án- ingarstaður og athvarf fjölmargra manna og hefði Bjarni átt til að bera biskupsrausn. Sjálf var Guðrún Davíðsdóttir ekki síður rómuð fyrir rausn og stórhug og enn er Grund í Skorradal setin með höfðingsbrag af syni Guðrúnar, Davíð Péturssyni hreppstjóra og oddvita, og konu hans, Jóhönnu Guðjónsdóttur frá ísafírði. Ég vil að leiðarlokum kveðja ljúf- an vin og mikilhæfa konu. Ungur átti ég þess kost að vera undir hand- leiðslu Guðrúnar á Grund mörg sum- ur og mun jafnan búa að þeim sam- skiptum. Margvíslegum minningar- brotum bregður fyrir í sjónhendingu og nefni ég af handahófí þær hátíð- arstundir í mínum huga, þegar Guð- rún söðlaði hesta sína. Hún var tígu- leg á hestbaki, svo að af bar, og hafði til að bera þá lagni og skap- festu, að kostir reiðhestsins fengu notið sín til fulls. Þá er þess einnig að geta, að fjölskylda mín öll átti ævinlega traustan bakhjarl á Grund, en hálf öld er nú liðin frá því, er móðurforeldrar mínir, Sofía og Haukur Thors, reistu sér bústað að Hvammi í Skorradal í því skyni að skapa fjölskyldunni samastað í fögru umhverfí og græða dalinn. Þá og jafnan síðar var gott að leita til Grundar og eiga þar hollvinum og hjartahlýju húsfreyjunnar að mæta. Fyrir allt þetta og ótalmargt annað skulu færðar einlægar þakkir. Minning Guðrúnar á Grund er björt og sterk. Pétur Kr. Hafstein. Ég stóð vart fram úr hnefa þeg- ar ég fór að venja komur mínar til Rúnu á Grund í Skorradal. Fyrst í fylgd foreldra minna sem þá bjuggu á næstu grösum, en síðar sem kaupamaður. Við vorum ófáir „strákarnir hennar Rúnu“ sem dvöldumst þar um lengri eða skemmri tíma, - fyrst sem liðlétting- ar, en fljótlega vorum við látnir finna fyrir því að munaði um okkur. Rúna hafði á bömum einstakt lag og laðaði þau að sér með þeirri blöndu afskiptaleysis og athygli sem svo fáir hafa á valdi sínu. Sumrin mín hjá fóstm minni á Gmnd urðu alls átta og hafa ævinlega haft mik- il áhrif á mig. Atlætið var gott, umhverfíð dásamlegt og lífíð áhyggjulaust. Æ síðan hefur heimil- ið á Gmnd staðið opið mér og minni fjölskyldu og er það ómetanlegt. Mikið hefur verið frá okkur tekið en við eigum líka mikið í fjársjóði góðra minninga um konu sem skil- aði miklu dagsverki en hafði ekki hátt um afrek sín. Ég vil láta orð skáldsins á Arnar- vatni verða okkur hvatningu. Vilji mæddum myrkvast lund á minninganna gleðifund skal leitað og í ljósi því öll leiðin rakin upp á ný. Svo geymt í hjartans helgidóm skal heilagt minninganna blóm, þar fölnar ei hin rauða rós þar roðnar hún við himneskt ljós. (Sig. Jónsson) Hafi Guðrún Davíðsdóttir á Grund þakkir fyrir öll sín spor. Þorleifur Fr. Magnússon. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvuse'tt er æski- legt, áð disktingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-texta- skrár. Ritvinnslukerfin Word og Word- perfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýs- ingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallinubil og hæfilega linulengd — eða 3600-4000 slög. Höf- undar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. STEINUNN ÞORA MAGNÚSDÓTTIR HINSTA kveðja til þín, elsku frænka okkar, með innilegu þakklæti fyrir stundirnar sem við áttum með þér, þær stundir geymum við í hjörtum okk- ar. Við hefðum viljað hafa þær mikið fleiri, en það er guð sem ræður. Guð blessi minningu þína, elsku Steinunn Þóra. Þú varst lífs míns blómstur blítt, sem bliknaði í vetur, og í staðinn annað nýtt aldrei sprottið getur. (Auðólfur Gunnarsson) Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. (Skáld-Rósa) Kristur minn, ég kalla á þig, komdu að rúmi mínu, gjörðu svo vel og geymdu mig, guð, í skjóli þínu. (Höf. ók.) Við vottum foreldrum, bróður og öðrum ástvinum okkar dýpstu sam- úð. Þín Guðleifur og Elínborg. Elsku Steinunn mín, okkur lang- ar svo að skrifa þér stórt kveðju- bréf, en okkur er orða vant. En það sem enginn getur tekið frá okkur eru yndislegar minningar um þig og þær eiga eflaust eftir að ylja okkur um ókomna tíð, því látum við sálmaskáldin segja það sem við vildum segja við þig, elsku vina. Megi almættið leiða þig inn í birt- una eilífu og við óskum þér guðs blessunar í landi ljóss og friðar. Guð blessi minningu þína, elsku barn. Elsku Sonja, Maggi, Gummi og aðrir aðstandendur, megi góður guð styrkja ykkur og okkur öll í þessari ólýsanlega miklu sorg og bera smyrsl á sárin. Hví var þessi beður búinn, bamið kæra, þér svo skjótt? Svar af himni heyrir trúin hljóma gegnum dauðans nótt. Það er kveðjan: „Kom til mín!“ Kristur tók þig heim til sín. Þú ert blessuð hans í höndum, hólpin sál með ljóssins öndum. (B. Halld.) Þau ljós sem skærast lýsa, þau ljós sem skína glaðast, þau bera mesta birtu en brenna líka hraðast. Og fyrr en okkur uggir fer um þau harður bylur er dauðans dómur fellur og dóm þann enginn skilur. En skinið logar skæra sem skamma stund oss gladdi það kveikti ást og yndi með öllum sem það kvaddi. Þótt burt úr heimi hörðum nú hverfi ljósið bjarta þá situr eftir ylur í okkar mædda hjarta. (F.G.Þ.) Drottinn vakir, Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. Blíðlynd eins og besta móðir ber hann þig í faðmi sér. Allir þótt þér aðrir bregðist aldrei hann í burtu fer Drottinn elskar, Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. (Sig. Kr. Pétursson) Kveðja, Ingibjörg og Guðmundur. v Á sunnudagskvöldið 1. október er ég heyrði þá frétt að hún Stein- unn frænka mín væri týnd fór um mig hrollur en mér datt nú ekki í hug þá hversu hræðilegt þetta átti eftir að verða. Þeir deyja ungir sem guðirnir elska. Þær voru ófáar stundirnar sem við áttum saman þegar við vorum krakkar. Ég var 9 ára þegar Steinunn fæddist og að komast á þennan barnapössunaraldur þannig að ég var mikið heima hjá henni og pass- aði hana oft. Nú veit ég að Steinunn er komin til ömmu okkar og þær gæta hvor annarrar vel. Elsku Sonja, Maggi, og Gummi, ég votta ykkur mína dýpstu samúð í þessari erfiðu sorg. Gráttu ekki af því að ég er dáin, ég er innra með þér alltaf. Þú hefur röddina, hún er í þér, hana getur þú heyrt þegar þú vilt. Þú heftir andlitið, líkamann, ég er í þér. Þú getur séð mig fyrir þér þegar þú vilt. Allt sem er eftir af mér er innra með þér. Þannig erum við alltaf saman. (Barbro Lindgren) Kveðja, ykkar Sigrún Hildur. Það er svo skrítið að Steinunn sé horfin. Að við sjáum hana aldrei aftur hoppandi og skoppandi í skól- anum. Það var bara núna í sumar sem við bökuðum matarmiklu pizzuna eins og Steinunn kallaði hana. Það er óréttlátt að Steinunn hafí þurft að deyja svona ung en guð hlýtur að hafa ætlað henni eitt- hvert sérstakt hlutverk. Það gat enginn verið í fýlu út í Steinunni lengi og sættumst við SJÁ NÆSTU SÍÐU + Steinunn Þóra Magnúsdóttir fæddist á Selfossi 31. desember 1980. Hún- lést af slysför- um í Vestmannaeyj- um 1. október síð- astliðinn og fór út- för hennar fram frá Selfosskirkju 28. október. t Innilegar kvefijur og þakkir sendum við öllum þeim fjölmörgu sem sýndu okkur samúfi og samhug við fráfall ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, sonar og bróður, sr. ÞÓRHALLS HÖSKULDSSONAR, sem lést 7. október sl. Guð blessi og styrki ykkur öll. Þóra Steinunn Gísladóttir, Björg Þórhallsdóttir, Höskuldur Þór Þórhallsson, Anna Kristín Þórhallsdóttir, Gisli Sigurjón Jónsson, Björg Steindórsdóttir, Kristján Sævaldsson, Hulda Kristjánsdóttir, Gestur Jónsson og synir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.