Morgunblaðið - 29.10.1995, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 29.10.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 1995 19 Við tók ófremdarástand í stjórnsýslunni og því urðu átökin meiri en til stóð í upphafi... Ég er að tala um embættis- menn í dómsmálaráðuneytinu og þá tvo ráðherra sem komu á eftir Jóni Sigurðssyni í ráðuneytið. öðru og minna hlutverki en Al- þingi, Jón Sigurðsson og starfs- menn stofnunarinnar höfðu gert ráð fyrir.“ - Þegar þú segir embættis- menn, ertu þá að tala um starfs- menn dómsmálaráðuneytisins? „Ég er að tala um embættis- menn í dómsmálaráðuneytinu og þá tvo ráðherra sem komu á eftir Jóni Sigurðssyni í ráðu- neytið. Ef Jón hefði haldið áfram sem dómsmálaráðherra og framvinda mála hefði orðið með þeim hætti sem okkur fór á milli þá hefði ekki komið til þess- ara átaka. Við værum lengra á veg komin í fangelsismiálum í dag. Við eyddum of miklum tíma og of miklu púðri í óþarfa tog- streitu.“ Dagleg húshjálp hreint út að annaðhvort yrðu þessi mál að breytast þannig að Fangelsismálastofnun fengi aukið hlutverk eða ég myndi hætta. Málalyktir urðu þær að Þorsteinn ákvað að skipa nefnd sérfróðra manna til að gera allsherjarúttekt á stöðu fangelsismála og leggja fram tillögur um heildarstefnumörkun. Fangelsismálanefnd var skipuð fáum vikum seinna og henni gefnir 8 mánuðir til að Ijúka störfum sem hún og gerði. Þorsteinn féllst á tillögur nefndarinnar og tilkynnti opinberlega að stefna ríkisins í fangelsismálum hefði ver- ið mörkuð. Frá þeim tíma hefur verið unnið markvisst að þeim breytingum og tillögum sem þar voru boðaðar. Þær snerta fangelsisbyggingar, laga- og reglugerðabreytingar, stjómsýsluhætti, menntun starfsfólks og skipulag starfseminn- ar, aðbúnað fanga og réttarstöðu, svo nokkuð sé nefnt. Flestar breytingamar hafa nú litið dagsins ljós. Þær em þó ekki allar jafnsýnileg- ar almenningi og síðasti áfangi - afpiánunar- fangelsið að Litla-Hrauni.“ - Hver var þessi ólíka sýn sem menn höfðu? Vildu ekki allir að þessum málum væri vel borgið eða ertu að tala um ann- arleg sjónarmið í kerfinu? „Eg held að það geti verið ákaflega erfitt fyrir embættis- menn í ráðuneyti sem hafa van- ist því að fara með mál að sleppa tökunum og framselja þau nýj- um aðila. Þeir vilja ógjaman missa þau „völd“ sem þeir hafa haft. Þess vegna mætti Fangels- ismálastofnun, að því að ég tel, sums staðar því viðhorfi að hún ætti eingöngu að sinna þjón- ustuhlutverki, vera einhverskon- ar dagleg húshjálp í fangelsis- málum, frekar en stefnumótandi ríkisstofnun. Fangelsismál vom í þannig ásigkomulagi á þessum ámm að það var orðið mjög aðkal- landi að marka þar ákveðna stefnu. Samkvæmt fangelsis- löggjöfinni er það ekki eitt af hlutverkum fangelsismálastofn- Já, ráðherra? - Það er ekki á hverjum degi sem opinber embættismaður talar svo umbúðalaust um aðra embættismenn og sína yfirmenn og seg- ir berum orðum að það sé lykilatriði fyrir stjómsýsluna hvaða ráðherra situr í ráðuneyt- inu. „Það kann vel að vera. Það skiptir þó öllu hvaða maður velst til ráðherradóms. Ef fólk heldur að það skipti litlu eða engu máli þá er það misskilningur. Það er höfuðatriði fyrir stjórnsýslu ríkisins hvaða maður er ráðherra á hveijum tíma. Menn skulu ekki ímynda sér að stjómkerfið sé þannig að embættismenn- imir ráði öllu og embættisfærslan hjá íslenska ríkinu sé eins og í bresku sjónvarpsþáttunum Já, ráðherra, nema í algerum undantekningar- tilfellum. Staðfastur, ábyrgur og dugandi ráð- herra sem vill láta til sín taka stýrir hlutun- um, en ekki embættismennimir. Þess vegna skiptir það sköpum fyrir fangelsismálin í land- inu hvaða maður velst í dómsmálaráðuneytið á hveijum tíma. Þetta á auðvitað ekki bara við um fangelsismál heldur ríkisreksturinn allan. Sjálfsagt á þetta við um allan rekstur, ekki síður einkarekstur en opinber. fyrirtæki." Morgunblaðið/RAX Vilhjálmur Grímsson Uppbyggilegt starf fái forgang „ÞAÐ hefur margt gerst jákvætt í fangelsismálum undanfarin 2 ár,“ sagði Vilhjálmur Grímsson, formaður fangahjálpar- innar Verndar, um þann tíma sem hann hefur haft bein afskipti af mála- flokknum. „Það er meiriháttar mál að hafa fengið nýtt fangelsi á Litla-Hrauni og losnað við gömlu klef- ana sem ekki eru mönn- um bjóðandi. Frá síðustu áramótum hafa menn getað sótt um afplánanir á Laugateigi 19, þar sem er opið fangelsi sem Vernd rekur. Frá áramótum hafa verið þar nokkr- ir tugir manna og það hefur gengið mjög vel; aðeins hefur þurft að senda fáeina í venjulegt fangelsi vegna brots á reglum. Þess er krafist að menn sem fá að taka út dóma í opna fangelsinu lifi heiðarlegu lífi og neyti ekki áfengis eða efna. Þannig geta þeir haldið tengslum við fjölskyldu sína og atvinnu. Þeir fá að vera úti frá sjö að morgni til 18 síðdegis og aftur frá 19-23. Um helgar er útivist til klukkan 18. Það er skilyrði að þeir sem teknir eru til afplánunar hafi vinnu og þeir verða að stunda sína vinnu meðan þeir eru hér. Um þessi mál hefur tekist gott samstarf með okkur og Fangelsis- málastofnun, ekki síst Erlendi S. Baldurssyni, deildarstjóra sem ég hef átt nánast samstarf við. Þau mál sem ég vil sjá fá forgang í málaflokknum á næstunni er hvað- eina sem stuðlar að uppbyggilegu starfi í fangelsunum fyrir fangana og aukin áhersla og aukið framboð á áfengis- og fíkniefnameðferð og fræðslu um áfengis- og fíkniefnamál. Það nám- skeið sem Jón Friðrik Sig- urðsson, sálfræðingur Fangelsismálastofnunar, hefur þegar haldið um þessi mál fyrir fanga tókst frábærlega. og sýndi þörfina á markvissu framhaldi. Síðustu ár hafa fangar átt þess kost að fara í meðferð hjá SÁÁ síðustu 6 vikur afplánunar. Það er vissulega jákvætt og mikilvægt og hefur breytt miklu fyrir suma fanga. Ég vildi sjá þessi mál þróast á næstunni þannig að einnig verði boð- in meðferð í upphafi afplánunar. Allt þetta sem ég hef nefnt eru hlutir sem eru nýgengnir um garð og með þessum áföngum erum við að komast á viðunandi ról miðað við okkar nágrannaþjóðir og þetta er maður mjög ánægður með. Enn sitjum við þó uppi með Síðu- múlafangelsið, sem var byggt sem þvottahús fyrir lögreglubíla, og Hegningarhúsið, sem er byggt fyrir annað þjóðfélag á annarri öld. Versti gallinn í þessum fangelsum er að- stöðuleysi til allra hluta nema til þess að geyma menn. Við þurfum tafarlaust að fá nýtt fangelsi á höfuð- borgarsvæðinu. Ég finn að það er áhugi og metnað- ur þjá starfsmönnum Fangelsismála- stofnunar til að þróa fangelsismálin í þessum anda. Starfsmenn Fangelsismála- stofnunar hafa faglegan bakgrunn; margir hafa erlenda menntun og halda sambandi við erlenda starfs- bræður. Þeir hafa því góða mynd áf því hvað er í gangi í þessum málum í umheiminum og hafa metnað til að koma málum okkar áfram.“ unar að marka stefnuna, en fyrst enginn tók það að sér var eðlilegast að við gerðum það. Svo vel hafði líka tekist til við að ráða starfs- fólk að hinni nýju stofnun að verkefnin voru auðleyst. Við höfum átt því einstaka láni að fagna að kjarni þessa starfsfólks er hér enn við störf.“ - Þú sagðir að ráðuneytið hefði viljað nota stofnunina eins og daglega húshjálp. Dagleg húshjálp vinnur skítverkin, ekki satt? Hver eru skítverkin í fangelsismálum? „Mér er illa við að nota orðið skítverk í þessu sambandi. Ljóst var að hugmyndir mín- ar og embættismanna dómsmálaráðuneytisins um hlutverk þessarar ríkisstofnunar fóru ekki saman. Ég vildi sjá annan tilgang með þess- ari stofnun en að hún sæi nær eingöngu um að fullnusta refsidóma. Ég taldi mig satt að segja hafa þann metnað að breyta þessum málaflokki úr því að vera brotinn bátur í ijöru og í það að vera haffært fley. En það verða aðrir að dæma um hvernig til hefur tekist við að gera út skipið." Breytingar eða afsögn „Togstreitan var orðin slík árið 1991 að ég gekk á fund Þorsteins Pálssonar mjög skömmu eftir að hann tók við embætti dóms- málaráðherra. Á fundi okkar sagði ég honum Embættismannakerfið sefur ekki - Það hljómar sjálfsagt sem þversögn í eyrum þeirra er trúa klisjunni um embættis- manninn sem fulltrúa óbreytts ástands hvað þú talar af svo mikilli óþolinmæði um skriff- innsku og tregðulögmál kerfisins. Er Haraldur Johannessen óvenjulegur embættismaður? „Um það verða aðrir að dæma, en það er liðin tíð hjá hinu opinbera að ríkisforstjórar geti gengið til verka eftir geðþótta. Það er líka komin ný kynslóð í embættismannakerfið sem sættir sig ekki við status quo. Þegar ég var skipaður til starfa sagði ég við sjálfan mig „ég er hingað kominn til að breyta og ná fram umbótum". Ég var og er reiðubúinn til að standa og falla með þessu fyrirheiti. Ég hef ekki litið á þetta starf sem þæginda- starf þar sem hægt væri að sitja á friðar- stóli, aðgerðarlaus. Til þess þyrfti maður að vera algjörlega dómgreindarlaus, samvisku- laus eða meðvitundarlaus. Það er misskilningur sem ríkir víða úm opinberan rekstur og stjórnkerfið á íslandi að þar finnist ekki embættismenn sem hafa áhuga á sínu starfí, sýni frumkvæði, hafi at- orku og skili árangri. Það er misskilningur ef almenningur heldur að embættismanna- kerfið sofi. Staðreyndin er sú að fjölmörg ríkis- fyrirtæki eru ágætlega rekin og forstjóra þeirra skortir hvorki metnað né frumkvæði." - Lítur þú á það sem ævistarf að stýra Fangelsismálastofnun? „Nei, ég hef ekki litið á þetta starf sem ævistarf. Eg tel að það sé bráðnauðsynlegt að til verka veljist menn um ákveðinn tíma, einskonar framkvæmdastjórar, til að koma ákveðnum breytingum og framkvæmdum af stað og í höfn. Það er að mínu viti röng stefna hjá ríkinu að ráða menn í ábyrgðarstöður þar sem þeir geta setið alla sína ævi í stað þess að færa menn til milli einstakra ríkisstofnana og ráðuneyta. Ég tel að allir sem á annað borð hafa áhuga á að standa sig vel myndu fagna slíku fyrirkomulagi fyrir utan hinn augljósa ávinning fyrir ríkið að nýta sér reynslu starfsmanna sinna á nýjum starfsvett- vangi." - Hvar verður þú eftir sjö ár, ennþá í Fangelsismálstofnun? „Eg gæti vel hugsað mér að vera í ríkisþjón- ustu eftir sjö ár, í starfi þar sem breytingar væru fyrirhugaðar. Þá er ég að tala um upp- byggingarstarf, svipað því sem ég er í núna, þar sem stefnt væri að því, til dæmis, að gera ríkisreksturinn hagkvæmari og skilvirk- ari. Allt eins gæti ég hugsað mér að snúa aftur til einkageirans." - Stefna endurbæturnar í fangelsismálum að því að málaflokkurinn komist á stig rútín- unnar? „Nei, það má aldrei verða." - Verður þá ekki aftur tekin 100 ára skorpa á einum áratug eða svo? „Nei, vonandi ekki. Það er hins vegar ekki hægt að saka okkur íslendinga um fljótfæmi í fangelsismálum. Það er dæmigert fyrir okk- ur að gera lítið sem ekkert í 250 ár og klára svo málin á 10 ámm eða svo. En við erum skorpumenn og getum lokið erfiðum verkefn- um á skömmum tíma ef vilji er fyrir hendi og nú erum við á hraðri leið inn í 21. öldina.“ Haldið niðri af varðhundi „Þrátt fyrir að fangelsismálin í landinu séu á hraðri leið inn í næstu öld, verður að segj- ast eins og er, að starfsmannastefna ríkisins hefur verið okkur illur Þrándur í Götu. Ríkis- rekstrinum eru sett þvílík takmörk hvað varð- ar starfsmannahald og launamál að mjög erf- itt virðist að ná fram nokkmm breytingum. Vegna gamaldags sjónarmiða í starfsmanna- málum ríkisins er næstum ómögulegt að hreyfa við mönnum. í ofanáiag er launakerfið þannig vaxið að það hvetur fæsta til dáða. Starfsfólki er ekki umbunað í samræmi við ábyrgð eða árangur í starfi. Það þykir sjálf-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.