Morgunblaðið - 29.10.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 29.10.1995, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Nýjar bækur Irlandsdagar Sigurðar A. HJÁ Fjölvaútgáfunni er írlandsár, fyrr á árinu sendi hún frá sér leiðsögurit Jónasar Kristjánssonar um Dublin og nú kemur út ferðabók Sigurðar A. Magnússonar, sem hann kallar írlands- daga. Á dagskrá var einnig að gefa út stórt safn af írskum huldu- fólkssögum, en það bíður. írlandsdagar er önnur ferðabók Sig- urðar, því að fyrir tveimur árum gaf Fjölvi út ,bók hans Grikklandsgaldur, þar sem leiðsögn hans við ferðamenn var færð í let- ur. Með þessum bókum er hafinn ritflokkur og næsta bók áætluð um landið Kenýa í Afríku. Myndir ír- landsdaga tók Sigríður Friðjóns- dóttir unnusta höfundarins. í kynningu segir: „Sigurður A. Magnússon varð nákominn írlandi, er hann vann það stórvirki að ís- lenska Ódysseif James Joyce, þar sem írskt þjóðareðli er svo að segja krufið til mergjar. Því var það aðeins sem eðlileg ályktun að Fjölvaútgáfan samdi við hann að takast ásamt Sigríði á hendur þessa könnunarferð.“ í inngangi er fjallað um sögu og þjóðlíf íra. Mikið efni er um höfuðborgina Dyflinni, sem var upphaflega norræn víkingaborg, en síðan hefst hring- ferð suður um Kil- kenny og Cork, út á Kerrytanga, komið við í Limerick, skroppið úr í Araneyjar, áfram til Sligo og Donegal, dvalist á sögu- stöðum Tara og Newgrange en lokakaflinn fjallar um tengsl Ira og íslendinga. Útgefandi er Fjolvaútgáfan. Bók- in írlandsdagar er 224 bls. í stóru broti. Auk 70 litmynda eru litprent- uð kort af írlandi og Dyflinni, heim- ildarskrár, annáll og nafnalistar. Bókin er Slmutekin af PMS en prentuð og bundin af GBen-Edda prentstofu. Hún kostar 3.860 kr. Sigurður A. Magnússon Snjóbirta Ágústínu SNJÓBIRTA nefnist ný ljóðabók eftir Ág- ústínu Jónsdóttur. I kynningu segir: „Nýja ljóðabókin hefur inni að halda 64 ljóð, en þeim er skipað í tvo kafla eftir ljóðrænu táknformi og efnistök- um. Kaflamir nefnast Rökkurblá tré og Stakt tré, en í ljóðun- um ferðast hún um undraskóga og fagur- lim hugmynda. Ein- kenni Ágústínu eru myndvísi og hug- myndaauðgi og eins og gagnrýnandi einn Ágústína Jónsdóttir lét orð falla um fýrstu bók hennar, „vísar hún án tilgerðar í bók- menntaarfmn". I káputilvitnun segir Ágústína: „Ljóðin eru ort í trúnaði við landið og sameinast fyrir opnu hafi á týndri jörð.“ Fjölvaútgáfan gefur út. Bókin er prentuð í ísafoldarprentsmiðju, innbundin í Flatey, en kápuhönnun annaðist Hér og nú. Bókin er 80 bls. ogkostar 1.680 kr. Karl Agúst Ulfsson í Þjóðleikhúskjallaranum Morgunblaðið/Ásdís FJÖLBREYTT dagskrá verður á mánudagskvöldið í Þjóðleikhúskjallaranum með Karli Ágústi Úlfssyni og félögum. Leikverk, örverk, söngnr og gaman Á MORGUN, mánudag, kl. 21 held- ur Karl Ágúst Úlfsson skemmtikvöld í Listaklúbbi Þjóðleikhúskjallarans þar sem fjöldi listamanna mun koma fram. __ Eins og kunnugt er hefur Karl Ágúst fengist bæði við leik og leikstjóm, leikrita- og textasmíði, grín og þýðingar undanfarin ár og verður dagskráin eins konar þver- snið af öllu þessu. Ásamt karli Ág- ústi munu koma fram þau Edda Heiðrún Backman, Hallmar Sigurðs- son, Hávar Siguijónsson, Hilmir Snær Guðnason, Ingvar E. Sigurðs- son, Jóhann G. Jóhannsson, Jóhann Sigurðsson og Vigdís Gunnarsdóttir. Brot úr mannlífinu Meðal þess sem fram fer er leik- lestur á fjórum örverkum eftir Karl Ágúst í leikstjóm Hávars Siguijóns- sonar. í samtali við blaðamann sagði Karl Ágúst að þessi verk væru til- raunir sem hann hafí verið að gera á tímabili með að skrifa stutt verk sem segðu einfalda sögu og gætu staðið ein án þess að vera hluti af stærri heild. „Þessi verk segja hvert um sig sögu sem er stærri en sýnist i fyrstu. Þetta eru eins konar brot úr mannlífínu. Þau eiga tiltölulega fátt sameiginlegt nema þrjú þeirra fjalla um samskipti kynjanna en það Qórða segir frá einstaklingi - og samskiptum hans við sjálfan sig.“ Verkin heita í upphafí, Ást í bak- aríi, Enginn drykkur, ekkert sjó og Skrokkur og vit. Hilmir Snær Guðnason og Vigdís Gunnarsdóttir flytja verkin í leikstjórn Hávars Sig- uijónssonar. Hvítamyrkur Einnig verður leiklesin kafli úr nýju leikriti Karls Ágústar, Hvíta- myrkri, sem frumflutt verður í Þjóð- leikhúsinu eftir áramót. Gerist það á litlu gistiheimili í þorpi út á landi þar sem geisar fárviðri. Fólk sem er veðurteppt gistir staðinn og upp úr dúrnum kemur að það tengist. Taka þá atburðir úr fortíðinni að skjóta upp kollinum sem allir hefðu kosið að lægju frekar í þagnargildi. Það eru Edda Heiðrún Backman og Jóhann Sigurðarson sem lesa úr verkinu í leikstjórn Hallmars Sig- urðssonar. Sönglög og gamanmál Edda Heiðrún og Jóhann munu einnig syngja nokkur sönglög eftir Karl Ágúst við undirleik Jóhanns G. Jóhannssonar. Sagði höfundurinn að þarna væru bæði á ferðinni lög eftir hann sjálfan og aðra en textar væru allir eftir hann. „Ég reyni að gefa nokkurs konar þverskurð af því sem ég hef verið að fást við á þessu sviði í gegnum tíðina. Elstu textam- ir eru frá um 1979 og þeir yngstu frá þessu ári. Margir eru úr leiksýn- ingum en aðrir úr öðru samhengi. Að sögn Karls Ágústar mun hann einnig fara með gamanmál. „Ég reyni að vera ekkert allt of þungur og slæ við og við á létta strengi." Norðurljós í Krists- kirkju NORÐURLJÓS er yfírskrift tónlist- ardaga sem tónlistarhópurinn Musica Antiqua hleypir af stokkun- um í samvinnu við Rfkisútvarpið, þar sem lögð er áhersla á tónlist frá miðöldum til klassíska tímans. Á morgun kl. 17 verða tónleikar í Kristskirkju í Landakoti, þar sem Camilla Söderberg blokkflautuleik- ari flytur barokktónlist ásamt Elínu Guðmundsdóttur semballeikara, Guðrúnu Óskarsdóttur semballeik- ara, Sigurði Halldórssyni barokk- sellóleikara og Páli Hannessyni kontrabassaleikara. Á mánudag kl. 20.30 verða aðrir tónleikar í Þjóðminjasafninu í tilefni af 300 ára dánarafmæli Henry Purc- ell og verða þessu höfuðtónskáldi Breta gerð góð skil. Á tónleikunum á mánudag koma fram þau, Sverrir Guðjónsson kontratenór, Guðrún Óskarsdóttir semballeikari og Snorri Örn Snorra- son lútuleikari. Flytja þau megin- hlutann af Renaissance og barokk „prógrammi" því sem flutt verður í Drottningholm óperunni í Stokk- hólmi í sumar, í boði sópransöng- konunnar Elisabethar Söderström. „SKRUGGURNAR í Hamraborg" Opið hús í Skruggusteini AUÐBJÖRG Bergsveinsdóttir leir- verkakona, Guðbjörg Hákonardótt- ir málverkakona, Guðný Hafsteins- dóttir Ieirverkakona og Guðrún Benedikta Elíasdóttir málverka- kona opna rtýja vinnustofu og gall- erí er hlotið hefur nafnið Skruggu- steinn að Hamraborg 20a í dag, sunnudag. Þar verða til sölu verk eftir þær ásamt verkum annarra listamanna, sem taka þátt í rekstri gallerísins. Allar hafa þær lokið námi frá MHÍ og tekið þátt í samsýningum hér heima og erlendis. í dag eftir hádegi verður opið hús og kaffí á könnunni. Gradualekór Langholtskirkju GRADUALEKÓR Langholtskirkju heldur tónleika í Langholtskirkju í dag kl. 16.00. Á efnisskránni eru m.a. „Sálmar um ljósið og lífíð“ eftir Hjálmar H. Ragnarsson við texta Kristjáns Vals Ingólfssonar, Verk eftir Zoltán Kodaly og íslensk þjóð- lög, Gradualekór Langholtskirkju tók til starfa eftir áramót 1992. Hann er sprottinn upp úr Kórskóla Lang- holtskirkju sem stofnaður var haust- ið 1991. í kynningu segir: „Markmið skólans er að veita börnum og ungl- ingum staðgóða tónlistarmenntun með markvissri þjálfun raddar og heyrnar sem miðar að þátttöku í kórstarfí. Mjög miklar kröfur eru gerðar til þeirra sem fá inngöngu í kórinn en margir kórfélagar eru langt komnir í tónlistamámi. Tónleikamir á sunnudag eru haldnir í fjáröflunarskyni vegna fyr- irhugaðrar tónleikaferðar til Dan- merkur og Færeyja í júní nk. For- eldrafélagið hefur lagt hönd á plóg- inn með því að sjá um kökubakstur og er kaffí og meðlæti innifalið í hveijum aðgöngumiða. Frá því kórinn tók til starfa í sept- ember hefur hann sungið inn sjö lög fyrir „Sunnudagaskólann", þátt Rfk- issjónvarpsins á sunnudagsmorgn- um. Sungið fimm lög inn á geisla- plötu sem Skálholtsútgáfan gefur út auk þess að syngja inn á heila plötu með jólalögum sem kemur út fyrir næstu jól. Síðastliðið haúst kom út geislaplatan „Ég bið að heilsa" sem fékk einstaklega góðar viðtökur. Óhætt mun að segja að kórinn hafí nú þegar skipað sér í fremstu röð bama og unglingakóra." Kórfélagar em 45 ár aldrinum 11 til 17 ára. Stjómandi kórsins er Jón Stefánsson. „Kona með páfagauk“ íMÍR ÚKRAÍNSKA kvikmyndin „Kona með páfagauk" verður sýnd í bíósal MÍR í dag kl. 16. Þetta er mynd í léttum dúr. Leik- stjóri Andrej Pratsjenko. Skýring- artal með myndinni á ensku. Að- gangur er ókeypis og öllum heimill.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.