Morgunblaðið - 29.10.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.10.1995, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ sagt að forstjóri í einkageiranum hafí góð laun. Það þykir hins vegar ekki jafnsjálfsagt þegar forstjóri hjá ríkinu á í hlut. Því miður höfum við horft upp á það hvemig atgervisflóttinn liggur frá ríkinu og til einkageirans. Marg- ir hæfir starfsmenn koma til ríkisins í skamman tíma, fá þjálfun og reynslu, og hverfa svo á braut. Til að sinna ábyrgðarstarfi á vegum ríkisins í dag, þarf að líta þannig á mál að ákveðinn hluti þess sé hug- sjónastarf og ákveðinn hluti lifí- brauð. Kjaranefnd, sem ákveður launa- kjör ríkisforstjóranna, er svo kapít- uli út af fyrir sig. Fyrir mér er hún einskonar varðhundur kerfisins, sett til höfuðs ákveðnum hópi ríkis- starfsmanna, og stundum hvarflar að manni að nefndin hafí það eink- um að leiðarljósi að halda launakjör- um þeirra sem lægstum." Einkavæðing og hagkvæmni - Er rétt að einkavæða í fangels- isrekstrinum? „Ég tel að það eigi að einkavæða þegar hægt er að sýna fram á sparn- að og hagkvæmni, en ekki einka- væðingarinnar vegna. Ég lét til dæmis kanna hvort það væri hag- kvæmt að einkavæða hluta af fangavörslunni í nýja fangelsinu að Litla-Hrauni og spara þannig fé og mannahald. Þá kom í ljós að það var óhagkvæmara fyrir fangelsis- yfírvöld að koma því þannig fyrir að einkageirinn annaðist gæsluna, þannig að það voru engin hag- kvæmnisrök fyrir einkavæðingu í því tilviki." - Eru ekki ósættanlegar and- stæður milli einkarekstrar í hagnað- arskyni og fangelsiskerfísins sem hefur einhvetja mannúð að leiðar- ljósi? „Ríkið semur ekki um mannúð við einn eða neinn. Það er ekkert sem segjr það að ekki megi gera hiutina á hagkvæman hátt, en um leið mannúðlegan. Auk þess hefur það aldrei verið sérstök trygging fyrir mannúð að ríkisvaldið fari með málin og nægir þar að nefna lönd eins og Kína, gömiu Sovétríkin og jafnvel Evrópulönd eins og Tyrk- land. Ef einkaaðili getur náð betri árangri en ríkið, er sjálfsagt að koma málinu til hans. Hins vegar leysir það ríkið ekki undan eftirlits- skyldu sinni og ábyrgð, eins og f málefnum fangelsanna. Einkavæðing fangelsa er ekkert nýtt fyrirbæri undir sólinni, það þekkist víða um heim; ég nefni Bret- land og Bandaríkin sem dæmi. Það má segja að Fangelsismálastofnun hafí þegar farið inná þessar braut- ir. Ymis rekstur fangelsanna er boðinn út. Stofnunin hefur gert samning við félagasamtökin Vemd um að fangar afpláni refsidóma á þeirra vegum. Fangarnir greiða sjálfír um 30 þúsund krónur á mánuði til Vemdar fyrir þessa meðferð. Fangelsis- yfírvöld greiða samtökun- um ákveðna fjárhæð á ári sem er mun lægri upphæð en það myndi kosta að láta fangann afplána í fangelsi. Vemd undirgekkst skil- yrði fangelsisyfirvalda um þessa þjónustu og er fylgst náið með því að þeim sé fylgt. Tilgangur- inn er fyrst og fremst sá að gefa föngum kost á að koma undir sig fótunum utan fang- elsis, og í öðm lagi að ná fram hagkvæmni í rekstri. Þannig eru allir betur settir. Það skal þó tekið fram að fangar sem fá að afplána með þessum hætti eru sérstaklega valdir úr með tilliti til afbrotaferils og hegðunar í fangelsi. Fangelsisyfirvöld hafa leitað fleiri leiða til úrbóta. Þar má nefna samn- ing okkar við SÁÁ sem felur í sér að hópur fanga fer í áfengismeðferð síðustu vikur afplánunartímans. Einnig má nefna samfélagsþjón- ustuna, sem nýlega komst á laggirn- ar, þar sem hinn dæmdi vinnur störf í þágu ýmissa líknarfélaga, til dæm- is Rauða kross Islands, í stað þess að afplána refsinguna í fangelsi." - Það hefur verið komið upp heimili fyrir geðsjúka afbrotamenn á Sogni. Ertu sáttur við tilhögun þeirra mála? „Málefni geðsjúkra ósakhæfra afbrotamanna hafa verið leyst, en það var orðið mjög brýnt. Það ríkti ófremdarástand þegar þessir ein- staklingar voru vistaðir í fangelsum og ekki nokkur tök á að sinna þörf- um þeirra. Sogn Ieysti þennan vanda, en það hefði verið hægt að fara mun ódýrari leið með því að koma slíkri starfsemi fyrir innan Ríkisspítalanna í stað þess að byggja réttargeðdeild frá grunni. Hins vegar var fyrirstaðan og tregðulögmálin með slíkum hætti innan geðdeilda Ríkisspítalanna að það var ómögulegt að leysa þennan vanda með öðrum hætti en að höggva á hnútinn og setja á fót sérstaka réttargeðdeild eins og að Sogni. Eftir stendur hins vegar að leysa vanda sakhæfra, geðsjúkra afbrotamanna sem þurfa á vistun á geðsjúkrahúsi að halda í lengri eða skemmri tíma. Enn hefur ekki tek- ist að fínna viðunandi lausn á þeim málum. Sognsmálið er lýsandi dæmi um það hve miklu skiptir hver ráð- herrann er. Ef Sighvatur Björgvins- son, sem málið heyrði undir á þeim tíma, hefði látið undan þrýstingi væri Sogn ekki til og mikill vandi enn óleystur. Þá hefði mannréttindanefnd, eft- irlitsnefnd Evrópuráðsins, sem kom til íslands sumarið 1993, án nokk- urs efa komist að þeirri niðurstöðu að íslendingar væru að bijóta mann- réttindi á geðsjúkum ósakhæfum afbrotamönnum. Þessi sama nefnd heimsótti fang- elsin og komst að þeirri niðurstöðu að íslensk fangelsismál væru í góðu horfí. Hún lagði ríka áherslu á að framkvæmd fangelsismálastefnu ríkisins yrði hraðað. Það stendur því upp á okkur íslendinga að ljúka sem fyrst byggingu afplánunar- og gæsluvarðhaldsfangelsis á höfuð- borgarsvæðinu og loka Síðumúla- fangelsinu og Hegningarhúsinu við Skólayörðustig.“ „Undir kontról“ - Á tímabili voru stöðugar frétt- ir af flótta frá Litla-Hrauni. Hvem- ig var sá tími fyrir forstjóra Fang- elsismálastofnunnar? „Það var nú svo, að þegar minnst var á orðið strok þá var strokið. Mér er í fersku minni samtai sem ég átti við blaðamann haustið 1993. í tal barst strok úr fangelsunum. Hann spurði hvort þessu færi ekki að Iinna og ég sagði: „Jú, þessu fer að linna. Guði sé lof.“ Eg hafði ekki fýrr sleppt orðinu en mér var tilkynnt um enn eitt strokið. Þannig að þegar þú minnist á þetta núna, finnst mér að það muni hafa þær einu afleiðingar, að það verði strok- ið úr íslensku fangelsi, um leið og þetta viðtal birtist. Þessi tíðu strok voru klárlega áfall fyrir fang- elsisyfírvöld. Sennilega kom mesta áfallið þegar maður heyrði að fólk væri hætt að hneykslast á ástandinu og farið að gera grín að því. Þessi tími reyndi vem- lega á þolrifín í mér og mínum samstarfsmönn- um. Mér er minnisstætt að við héldum blaða- mannafund á Litla- Hrauni eftir uppþotið þar, og ég lýsti því yfir við fréttamenn að ástandið „væri undir kontról". Á þessum tíma reyndust hlutirnir ekki vera meira „undir kontról" en svo, að það var strokið úr fangelsinu örfáum dögum síðar. Frá þeim tíma hefur það verið mitt „rnottó" „að reyna að hafa hlut- ina undir kontról" en ekki alhæfa neitt í þeim efnum. Þetta var óskemmtilegur tími en þó afar lær- dómsríkur og varð til þess að örygg- ismál fangelsanna voru tekin fastari tökum. Það kostaði hins vegar sárs- aukafullar skipulagsbreytingar." Að axla ábyrgð - Tókstu þetta sem áfellisdóm yfír Jjér og þínu starfí? „Ég leit að sjálfsögðu þannig á að starfsemin bæri vott um að mál- um væri ekki nægjanlega vel stjórn- Þessi tíðu strok voru klárlega áfall fyrir fangels- isyfirvöld. Sennilega kom mesta áfallið þegar maður heyrði að fólk væri hætt að hneykslast á ástandinu og farið að gera grín að því. Margrét Frímannsdóttir Framlög nýtast betur „FRÁ því að lögin um fangelsi og fangavist voru samþykkt árið 1988 hefur orðið stökkbreyting í fang- elsismálum," sagði Margrét Frímanns- dóttir, alþingismaður og formaður Alþýðu- bandalagsins, sem hefur starfað mikið að fangelsismálum og beitt sér á því sviði. „Þrátt fyrir mjög þröngan fjárhag og þrátt fyrir að Fang- elsismálastofnunin hafí aldrei fengpð þann fjölda starfsmanna sem ber samkvæmt lögum þá hefur starfsfólk hennar unnið þrekvirki með endurskipu- lagningu á starfsemi fangelsanna og með því að setja fram stefnu- mörkun í fangelsismálum, sem áður var ekki til. Fangaverðir hafa einnig sjálfír knúið á um menntunarskyldu fangavarða, sem er af hinu góða. Ég held að þeir peningar sem þjóðfélagið hefur sett í fangelsismál séu nú mun betur nýttir en áður.“ Margrét sagði að í upphafí starfstíma síns hefði Fangelsis- málastofnun tekist að eyða biðlist- um fanga eftir afplánun dóma. Biðlistarnir hefðu myndast að nýju á undanförnum árum þar sem fangelsin hefðu verið fullnýtt en þeim biðlistum tækist væntan- lega að eyða eftir tilkomu nýja fangelsisins á Litla- Hrauni. „Af persónulegum kynnum af Fangels- ismálastofnun og þeim sem þar vinna veit ég að það er mikill áhugi á að gera enn betur. Til þess þarf fjármagn. Þótt það sé gert ráð fyrir viðbót í fjár- lagafrumvarpinu sem nú er til með- ferðar er það ekkert að ráði umfram það sem skýrist af fjölg- un vistrýma á Litla-Hrauni. Margrét sagðist telja að for- gangsmál næstu ára í fangelsis- málum ætti að vera að fínna önn- ur úrræði í málum ungra fíkni- efnaneytenda sem komast í kast við lög en að setja þá í þau fang- elsi sem starfa í dag. Vanda þess hóps sé brýnt að skilgreina. Heim- ili í svipuðum stil og Gunnarsholt teyi hún geta nýst vel til að vista unga afbrotamenn í vanda vegna fikniefnaneyslu ogþájafnframt sem endurhæfíngar- og meðferð- arstofnun fyrir þennan hóp. Einnig þyldi ekki bið að hreyfa við byggingarmálum nýs fang- elsis á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu verði framlög til þess máls háð því að eignarhlutur ríkisins í Bifreiðaskoðun íslands verði seldur. Ólafur K. Ólafsson Geypilegar framfarir ÞAÐ hafa orðið geypilegar framfarir. Ástandið hefur stór- batnað en það vantar enn herslumuninn á að við getum sagt að fangelsismálin séu komin í gott horf,“ sagði Ólafur K. Ólafs- son, sýslumaður í Stykkishólmi, þegar hann var beðinn að líta yfír þróun fang- elsismála undanfarin ár. „Litla-Hraun er stór áfangi en eftir er að koma upp betra fangelsi á höfuðborgarsvæðinu." „Fangelsismál voru alltaf mjög vanræktur málaflokkur á íslandi. Það breyttist ekki fyrr en ákveð- ið var að stofna Fangelsismála- stofnun og taka málaflokkinn úr dómsmálaráðuneydnu. Fangelsismálastofnun hefur reynst mjög virk í starfi, bæði vegna þess hvernig hún er upp byggð, vegna góðra stjómsýshi- hátta sem stofnunin hefur tamið sér og ekki síst vegna fólks- ins sem þar starfar. Góðar reglur em til einskis ef ekki em góðir menn að fylgja þeim eftir. Mannúðlegri fang- elsisbyggingar em stórt skref og einnig samfélags- þjónustan, sem er já- kvæður og mikilvæg- ur áfangi á þeirri leið að reyna önnur refsi- úrræði en að setja menn í fangelsi. Ein helsta breytingin undan- farin ár er einmitt sú að það er farið að leggja áherslu á að huga að líðan fanganna og sinna þeirra þörfum í stað þess að nota fangelsin eingöngu sem geymslu- stað fyrir aðgerðarlaust fólk. Það segir að sjálfsögðu sína sögu um hvemig ástandið var í þess- um málum á árum áður.“ að, og það var ég sem bar ábyrgð á stjómuninni. Fyrst ég fór með ábyrgðina þurfti ég að axla hana, þannig að ég tók þetta að sjálfsögðu á mig. í stöðunni var um tvennt að ræða. Annars vegar að segja „þetta er slíkt ófremdarástand að ég get ekki staðið í þessu". Það hefði hins vegar verið ábyrgðarlaus afstaða og ekki þýtt annað en uppgjöf. Hin leiðin var að segja „þetta er ástand sem við verðum að bregðast við strax. Við verðum að læra af þessu fljótt og breyta vinnubrögð- unum“. Þá leið völdum við. Ég held að þetta tímabil verði ætíð þörf lex- ía og áminning fyrir starfsfólk fang- elsiskerfisins og fleiri. Auðvitað vildu sumir hengja bak- ara fyrir smið í þessu máli. Kenna einum manni, það er að segja mér, um það hvemig komið var í fangels- ismálum þjóðarinnar, sem höfðu verið hornreka í íslensku samfélagi áratugum, ef ekki öldum saman. Eins og mætur embættismaður orð- aði það í viðtali við Morgunblaðið fyrir nokkrum árum, þá hafði dóms- málaráðuneytið orðið afgangsstærð við stjórnarmyndanir. Ekki bætti úr skák að fangelsismál, sem heyrðu undir þetta ráðuneyti, voru mjög neðarlega á vinsældarlista stjóm- málamanna og í algem fjársvelti. Nú dugðu hins vegar engin vettlin- gatök lengur og loksins skildist mönnum það. Enn sem komið er þurfum við þó ekki að ganga eins langt í örygg- ismálum fangelsa eins og t.d. Bandaríkjamenn, sem betur fer. Þar þekki ég til mála frá mínum náms- áram. Mér hefur fundist nóg um að kynnast ríkisfangelsinu í Florída og skoða rafmagnsstólinn þar, Old Sparky, Gamla neista. í Bandaríkj- unum eru svo óhugnanleg afbrot og óyfirstíganlegur afbrotavandi að í samanburði við það, er vandi okk- ar íslendinga enn smámunir einir. Þó fínnst okkur við ærinn vanda að glíma, ekki síst vegna fíkniefna sem hafa breytt þjóðfélagi okkar til hins verra,“ segir Haraldur Johann- essen, forstjóri Fangelsismálastofn- unar ríkisins að lokum. 24. október 1995 Nýtt afplán- unarfangelsi með 55 klefum vígt á Litla-Hrauni. Jafnframt verða teknir úr notkun á Litla-Hrauni 20 klefar frá árinu 1929. 1. júlí 1995 Lög um samfélags- þjónustu taka gildi. Þeir sem dæmdir era í allt að 3 mánaða óskilorðsbundna refsivist eiga kost á að afplána með ólaunaðri samfé- lagsþjónustu í allt að 120 klukku- stundir í stað fangavistar. t. janúar 1995 Fangahjálpin Vernd starfrækir skv. samningi við Fangelsismálstofnun opið fangelsi, þar sem völdum hópi fanga gefst kostur á að stunda vinnu og halda tengslum við fjölskyldu að uppfyllt- um ströngum skilyrðum. 20. maí 1994 Dómsmálaráðherra skipar þróunarnefnd fangelsismála til að taka við af framkvæmda- nefnd og hafa umsjón með lúkn- ingu framkvæmda við Litla-Hraun, undirbúningi að byggingu fangels- is á höfuðborgarsvæðinu og áfram- haldandi þróun nýmæla varðandi skipulag og starfsemi fangelsa, auk þess að semja frumvarp til breytinga á lögum um fangelsi og fangavist. 27. maí 1992 Framkvæmdanefnd í fangelsismálum skipuð af dóms- málaráðherra. 5. maí 1992 Fangelsismálastefna ríkisins gefin út og byggist í aðal- atriðum á tillögum fangelsismála- nefndar. 18. júlí 1991 Þorsteinn Pálsson dómsmálaráðherra skipar 7 manna fangelsismálanefnd undir forsæti Haralds Johannessen, forstjóra Fangelsismálastofnunar, til að gera heildarúttekt á stöðu fangels- ismála og leggja fram tillögur um stefnumörkun. Tillögum nefndar- innar skilað 26. mars 1992. 1990 Föngum gefínn kostur á að ljúka síðustu vikum afplánunar í vímuefnameðferð samkvæmt samningi Fangelsismálastofnunar við SÁA. Apríl 1989 Fangelsið Kópavogs- braut 17 tekið í notkun. Þar er nú aðstaða fyrir 12 fanga; 4-6 konur og karla sem eru að ljúka lengri dómum og skammtímafanga. 1. janúar 1989 Lög um fangelsi og fangavist taka gildi. Fangelsis- málastofnun tekur til starfa og fær skv. lögum umsjón með fangelsis- málum, sem áður heyrðu undir deild í dómsmálaráðuneyti. Til stofnunarinnar er ráðið fólk með sérþekkingu á málaflokknum, m.a. lögfræðingar, sálfræðingur og af- brotafræðingur. 1980 Ný álma við Litla-Hraun með 10 klefum í 2 deildum. 1978 Ríkisfangelsisdeild í lög- reglustöðinni á Akureyri fyrir 2-7 fanga. Þar er nú aðstaða fyrir 8 afplánunarfanga. 1978 Hannað fangelsi til að leysa af hólmi Síðumúlafangelsi og Hegningarhúsið í Reykjavik. Framkvæmdir hefjast við grunn hússins en þeim hætt. Árið 1991 er lóðin seld SS en ríkið hefur nýlega eignast hana aftur og í lok 1995 hyllir undir að undirbúningur vegna framkvæmda hefjist á ný. 24. apríl 1973 Lög um fangelsi og vinnuhæli öðlast gildi. 1972 Síðumúlafangelsið tekið í notkun sem fangageymsla og síðan gæsluvarðhaldsfangelsi þar sem fyrst og fremst era hýstir fangar sem eru í gæsluvarðhaldi vegna rannsókna mála hjá lögreglu. Fangaklefar era nú 13. Upphaf- lega var fangelsið hannað sem geymsla og bílaþvottastöð fyrir lögregluna í Reykjavík. 1972 Viðbygging á Litla-Hrauni tekin í notkun með 21 fangaklefa. 1963 Fyrsti refsifanginn sendur til afplánunar á Kvíabryggju. Þar eru í dag vistaðir 14 fangar. 1929 Gamla húsið á Litla-Hrauni tekið í notkun undir afplánunar- fanga. Þar eru í upphafi 24 fanga- klefar. 1928 Líflátsrefsing afnumin úr lögum. Siðasta aftakan fór fram 1830. 1874 Hegningarhúsið við Skóla- vörðustíg tekið í notkun. Enn starf- rækt. Fangapláss voru til skamms tíma 23 en fækkað í 19 að kröfu heilbrigðisyfírvalda árið 1990. 1870 Líkamsrefsingar að mestu felldar niður úr lögum. ) I ) I í > \ r i r i \ í ! I I ! I \ i I I I I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.