Morgunblaðið - 30.11.1995, Page 14

Morgunblaðið - 30.11.1995, Page 14
14 FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Athugasemdir bárust frá ellefu aðilum ATHUGASEMDIR bárust frá 11 aðilum vegna tillögu að deiliskipu- lagi vöruhafnarinnar á Akureyri og voru þær kynntar á fundi hafnar- stjórnar í gær. í deiliskipulagstillög- unni var m.a. gerð grein fyrir fyrir- hugaðri landnotkun á svæðinu og skiptingu þess í vöruhafnarsvæði, svæði fyrir matvælaiðnað, iðnaðar- svæði og svæði fyrir almenna at- vinnustarfsemi. Einnig var sett fram tillaga að ákvæðum um þá starfsemi sem þarf að víkja af svæð- inu. Að sögn Guðmundar Sigur- bjömssonar hafnarstjóra voru flest- ar athugasemdir gerðar við þijú atriði í tillögunni. I fyrsta lagi um hugmyndir um breikkun Gránufé- lagsgötu, sem þýða að 2 hús verða að víkja, í öðru lagi að loka að- keyrslu frá Hjalteyrargötu inn á svæði fyrirtækja milli Strandgötu 'ÞREKSTIGAR TILATVINNUNOTA Líkamsræktarstöðvar Iþróttahús Iþróttafélög Skip Hótelogfl. GlómusM. 462 3225 og Silfurtanga og í þriðja lagi við tillögur um flutning Fóðurvöru- og Olíusöludeildar KEA í Krossanes innan næstu 10-12 ára. Þegar ákveðið að rífa þrjú hús „Ég mun fara betur í gegnum athugasemdirnar með skipulags- stjóra en það er ýmislegt sem þarf að skoða. Þessar tillögur snerta fyrirtæki manna og það er því ekk- ert óeðlilegt að þeir geri sínar at- hugasemdir," segir Guðmundur. Verði af breikkun Gránufélags- götu þarf að ijarlægja húsin númer 46 og 48 við þá götu. Einnig er í tillögunni gert ráð fyrir að rífa hús við Kaldbaksgötu 5. Þegar hefur verið ákveðið, vegna athafnasvæða skipafélaganna, að rífa í vetur húsin við Strandgötu 61, þar sem Vélsmiðjan Atli var til húsa, Strandgötu 57 og 55B og austurhluta Toppstöðvar Rafveitu Akureyrar. Guðmundur sagði að málið ætti eftir að fara fyrir hafnarstjórn, skipulagsnefnd og bæjarstjóm áður en eitthvað verður ákveðið. „Það tekur töluverðan tíma að fara yfir rökin fyrir athugasemdunum sem hafa borist og eins þarf að skoða hvort einhveijir aðrir kostir em í stöðinni og þá hvort þeir em álitleg- ir,“ sagði Guðmundur. . Morgunblaðið/Kristján Jólin undirbúin í Holtakoti J ÓL ASTEMMNIN GIN var ríkj- andi á leikskólanum Holtakoti á dögunum þegar foreldrar heim- sóttu börn sín og útbjuggu fal- lega hluti til að prýða heimilin fyrir jólin. Meðal þess sem þau gerðu voru jólasveinar, englar, sljörnur og kertastjakar. Iris Harpa Hilmarsdóttir bar sig fagmannlega að við að fletja út trölladeigið og fylgdist móðir hennar, Hanna Sigmundsdóttir, stolt með. A hinni myndinni eru feðgarnir Gísli Björgvin og Gísli Olafsson og hjónin Björgólfur Jóhannsson og Málfríður Páls- dóttir með dætrum sínum, Steinunni Helgu og Sólveigu Kristínu. y ; w : Svalbakur með aflaverð- mæti upp á 54 millj. SVALBAKUR EA, togari Útgerð- arfélags Akureyringa hf. kom til hafnar á Akureyri á þriðjudag með 450 tonn af frystum karfa og grá- lúðu eftir tæplega mánartúr. Afla- verðmætið er rúmar 54 milljónir króna. Aflinn er sendur áfram á Jap- ansmarkað og það var því mikið líf á Togarabryggjunni þegar verið var að landa úr togaranum og setja í gáma. Svalbakur fer á rækjuveið- ar í næsta túr og er reiknað með að skipið haldi til veiða í kvöld. Kaldbakur EA, ísfisktogari ÚA kom til hafnar í vikunni með um 120 tonn af blönduðum afla. Bókmennta- kvöld BÓKVAL og Café Karólína efna til bókmenntakvölds í Deiglunni í kvöld, fimmtu- dagskvöldið 30. nóvember, kl. 20.30. Rithöfundarnir Steinunn Sigurðardóttir, Stefán Sig- urkarlsson og Jón Hjaltason lesa úr nýútkomnum bókum sínum. Einnig lesa Steinunn, Jón Laxdal og Þráinn Karls- son úr bókum Gyrðis Elías- sonar, Nínu Bjarkar Árna- dóttur og Sigurðar Pálssonar og Þórs Jónssonar. Aðgang- ur er ókeypis og öllum heim- ill. Jólagallerí JÓLAGALLERÍ myndlista- nema í Myndlistaskólanum á Akureyri verður opið frá kl. 14.00 til 17.00 alla laugardaga og sunnudaga í desember. Einnig verður það opið fimmtudag og föstudag, 21. og 22. desember. Til sölu verða frumlegar, handunnar jóla- gjafir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.