Morgunblaðið - 30.11.1995, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 30.11.1995, Qupperneq 18
18 FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERIIMU FRÉTTIR: EVRÓPA ungur á línuna SKIPVERJAR á Báru f S frá Suðureyri fengu höfr- ung á línuna þar sem bát- urinn var að veiðum 36 mílur út af Deild. Skip- verjar hirtu höfrunginn og skiptu kjötinu bróður- lega á milli sín. Fyrr á þessu ári fékk Snorri Sturluson, skipstjóri á Sóley ÍS, höfrung á línu langt út af Súgandafirði og var Snorri fenginn til að leiðbeina við hval- skurðinn, sem tókst bæri- lega. Höfrungurinn var karldýr og vóg um 200 kíló. Alls fengust 80 til 90 kíló af kjöti af höfr- ungnum, sem er ágætis búbót fyrir veturinn. Fá- gætt er að höfrungur veiðist á línu, en í haust hafa verið töluverð brögð að því að síldarbátar hafi verið að fá höfrung í nót- ina, jafnvel allmarga í einu. Ljóst virðist að hvalagengd sé að aukast við landið og verður mik- ið vart við hnúfubak við loðnuveiðar og háhyrning við síldveiðarnar. Sala Akranesbæjar á fyrirtækinu Krossvík hf. Aukning hlutafjár um 60 milljónir kr. skilyrði SVANUR Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Krossvíkur hf. á Akranesi, vinnur nú að öfiun nýs hlutafjár í fyrirtækið að upphæð 60 milljónir króna. Það er forsenda þess að kauptilboði hans í fyrirtæk- ið verði tekið, en eigendi þess er Akranesbær. Frestur til að afla hins nýja hlutafjár er fram til miðs des- embermánaðar. Svanur kaupir fyrirtækið af Akranesbæ á 20 milljónir króna, sem greiðast á áratug, en yfirtekur jafnframt skuldir þess, sem eru um 550 milljónir króna. Krossvík gerir út togarann Höfðavík og rekur frystihús á Akra- nesi og hefur reksturinn gengið þunglega í ár að sögn Svans. Hann segir að skuldir hafi verið að sliga reksturinn, en auk þess hafi fyrir- huguð vinnsla á úthafskarfa í sum- ar brugðizt vegna aflategðu og síð- ast en ekki sízt sé botnfiskvinnsla í landinu rekin með verulegu tapi um þessar mundir. Því sé það for- gangsverkefni að skipuleggja rekst- urinn. Eigið fé sé nánast ekkert og því nauðsynlegt að fá inn nýtt hlut- afé og að því sé hann að vinna nú. Ekki frágengið enn Svanur vill ekki gefa upp hveijir séu líklegastir til að leggja hlutafé í Krossvík. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins eru þeirra á meðal Guðmundur Runólfsson hf. í Grund- arfirði, Vátryggingafélag Islands og Olíufélagið hf. Fleiri aðilar koma einnig til sögunnar, en ekkert er frágengið enn. Nýja vél þarf í Orra IS ÞAÐ kom í ljós eftir margar og ítarlegar skoðanir að vélin í skut- togaranum Orra IS, sem er í eigu Hraðfrystihússins á Norðurtanga, er það skemmd að ekki borgar sig að gera við hana. Þetta gerðist með þeim hætti að stimpill brotnaði í vélinni og síðan urðu skemmdir út frá því, m.a. kom í ljós við skoðun sérfræð- inga frá Iðntæknistofnun að sprungur í blokkinni reyndust mun alvarlegri en menn höfðu gert sér grein fyrir. Samkvæmt heimildum frá skrif- stofu Norðurtanga er tilbúin vél til afhendingar í Frakklandi, með öllu tilheyrandi, og verður henni komið eins fljótt og auðið er til landsins. Þá er búist við að Orri geti farið á sjó aftur upp úr ára- mótum. Þetta er gert í fullu samráði við tryggingarfélag Norðurtanga, samkvæmt sömu heimildum, en aftur á móti tekur Norðurtangi á sig rekstrar- og veiðitap. Búið er að gera ráðstafanir til að fá hrá- efni í frystihúsið á meðan, en um það sjá nokkur skip á svæðinu. Ferskur, kraftmikill. Nýr ilmur fyrir ykkur stelpur og strákar ETIENNE AIGNER eXtra eXtra Large. FYRIR ALLA, ALLTAF, ALLSTAÐAR Byggt á hagspám í árslok 1997? Brussel, Bonn. Reuter. JACQUES Santer, forseti fram- kvæmdastjómar Evrópusambands- ins, segir að nægjanlegt sé að taka mið af hagspám í árslok 1997 til að meta hvort ríki uppfylli skilyrði Maastricht-sáttmálans um þátttöku í hinum sameiginlega gjaldmiðli Evrópusambandsríkja. „Þær ættu að gefa nægilega glögga mynd,“ sagði Santer. Lét hann þessi ummæli falla á blaðamannafundi í gær er hann var spurður hvort hann teldi rétt að fara að ráði Frakka, sem vilja byggja á hagspám í ársiok 1997, eða Þjóðverja og annarra ESB- ríkja, sem vilja byggja á öruggari hagtölum er lægju fyrir nokkrum mánuðum síðar. Gaf Santer í skyn að hann teldi nauðsynlegt að taka ákvörðun fyrir lok ársins 1997 ef taka ætti upp sameiginlega mynt þann 1. janúar árið 1999. Það tæki til dæmis um ár að gera evrópskan seðlabanka starfhæfan. Á blaðamannafundinum gagn- rýndi hann fulltrúa Breta í fram- kvæmdastjórninni, Neil Kinnock, fyrir að hafa sagt í ræðu í Bret- landi í síðustu viku að óraunhæft væri að reyna að koma á sameigin- legum gjaldmiðli 1999. Sagði hann að Kinnock væri greinilega ekki nógu sterkur persónuleiki og sann- færandi til að fá aðra fulltrúa í framkvæmdastjórninni á sitt band. Kinnock hefur verið harðlega gagnrýndur í Brussel fyrir þessi ummæli sínu og hafa komið upp kröfur á Evrópuþinginu um að hann segi af sér. Meirihluti ekki í EMU Alexandre Lamfalussy, yfirmað- ur Evrópsku peningamálastofnun- arinnar (EMI), sagði í gær að hann sæi ekki fram á að meirihluti ríkja Evrópusambandsins myndi eiga aðild að Efnahags- og myntbanda- lagi (EMU). Kom þetta fram á fundi með þýskri þingnefnd. Slóvenía í CEFTA • SLÓVENÍA fékk um síðustu helgi inngöngu í Fríverzlunar- samtök Mið-Evrópu (CEFTA), þar sem Pólland, Tékkland, Ung- veijaland og Slóvakía eru fyrir. Gert er ráð fyrir að aðild Slóven- íu verði til þess að örva viðskipti milli ríkja CEFTA. Þá telja Sló- venar aðildarsamninginn vera skref í átt að aðild að Evrópu- sambandinu. Slóvenía vonast eft- ir að geta undirritað aukaaðild- arsamning, svokallaðan Evrópu- samning, við ESB innan hálfs árs. • SPÆNSK skip hófu að nýju veiðar í fiskveiðilögsögu Mar- okkó á miðnætti aðfaranótt sunnudags, eftir sjö mánaða landlegu. ESB lauk nýlega gerð nýs fiskveiðisamnings við Mar- okkó. • RÁÐHERRARÁÐ Evrópu- sambandsins hefur falið fram- kvæmdasljórninni að gera skýrslu um það hvernig sam- skiptum þeirra ESB-ríkja, sem ganga í efnahags- og myntbanda- lag árið 1999, verði háttað við ríkin, sem verða eftir fyrir utan. Skýrslan verður lögð fyrir leið- togafund ESB í Madríd í næsta mánuði. Gary Becker um myntbandalag Látið gjaldmiðlana fremur keppa GARY Becker, Nóbels- verðlaunahafi í hag- fræði, segir í grein í Business Week að nú- verandi áform um evr- ópskt myntbandalag séu ekki að sínu skapi. Það sé miklu nær fyrir ' Evrópuríkin að láta gjaldmiðla sína keppa á fijálsum markaði. Þannig muni sá sterk- asti vinna. Becker segir að fylgi við myntbandalag Evr- ópuríkja sé mest í þeim ríkjum, sem búi við Gary S. Becker óstöðuga efnahags- stjórn og veikan gjaldmiðil. Sem betur fer sé til að- ferð til að hjálpa þessum ríkjum, án þess að refsa Þýzkalandi og öðrum ríkjum með sterka peninga- málastefnu. „Það ætti ekki að safna valdinu saman í höndum eins seðla- banka, heldur dreifa peningamála- valdinu fremur með því að hvetja til samkeppni gjaldmiðla," segir Becker. Nokkrir gjaldmiðlar leyfðir Hann mælir með því að aðildar- ríki ESB leyfi þegnum sínum að greiða skatta í eigin mynt, eða þá með þýzkum mörkum, sterlings- pundum, frönskum frönkum og hugsanlega nokkrum öðrum gjaldmiðlum. Jafnframt geti verzl- anir, fyrirtæki og launþegar þegið greiðslu fyrir vöru og þjónustu í nokkrum gjaldmiðlum. „Mark- aðslögmál um framboð og eftirspurn myndu ákveða gengi gjaldm- iðlanna, þannig að þeir óvinsælu féllu í verði,“ segir Becker. Hann segir að sam- keppni gjaldmiðlanna myndi aga óábyrgar ríkisstjórnir til að taka til hendi í ríkisíjármál- um og peningamálum. Þegnar aðildarríkja ESB muni sennilega fyrst um sinn kjósa að nota eigin mynt, en með tímanum muni þeir fremur nota gjaldmiðla með stöðugan kaupmátt. Ríkjandi gjaldmiðill niðurstaðan Becker telur að kostnaður við skipti úr einum gjaldmiðli í annan hverfi eftir nokkurn aðlögunartíma og bendir á að nú þegar taki ýmsar verzlanir, til dæmis á alþjóðlegum flugvöllum, við greiðslu í mörgum gjaldmiðlum. „Einn ríkjandi gjaldmiðill gæti orðið niðurstaðan af fijálsu vali íbúa ríkjanna, með því að þeir munu einkum nota stöðugustu myntina, hvort sem það verður markið, pund- ið, eða jafnvel líran, sé henni stjórn- að vel,“ segir Becker. Höfr- Peningalegur samruni ESB-ríkja
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.