Morgunblaðið - 30.11.1995, Síða 22

Morgunblaðið - 30.11.1995, Síða 22
22 FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FÍ H skráir tónleika- hald FÉLAG íslenskra hljómlistar- manna hefur tekið að sér að skrá tónleikahald á höfuðborg- arsvæðinu og víðar, sé þess ósk- að. Mun félagið jafnframt dreifa upplýsingar tii fjölmiðla. Um er að ræða nýbreytni í starfsemi félagsins en að sögn Bjargar Óskarsdóttur hjá FIH hefur aðgengilegum upplýsing- um af þessu tagi lengi verið ábótavant. Segir hún að markmiðið sé að halda upplýs- ingum um tónleikahald til haga á einum stað. Við skráningu óskar FÍH eft- ir upplýsingum um flytjendur, dagsetningu, stað, tíma og höf- unda verka sem flutt eru. Myndlistar- menn mótmæla FUNDUR í félagi íslenskra myndlistarmanna, FÍM, sem haldinn var nýlega mótmælir harðlega þeirri ákvörðun borg- aryfirvalda Reykjavíkur að kaupa Ásmundarsal við Freyju- götu og breyta húsinu í bama- heimili - „því húsi sem gegnt hefur merkilegu hlutverki í sögu íslenskrar myndlistar... Fundurinn harmar að borgaiyf- irvöld og eigandi hússins, Arki- tektafélag Islands, skyldu ekki hafa í heiðri þá ósk Ásmundar Sveinssonar að húsið yrði eftir hans dag ævinlega nýtt í þágu listarinnar", eins og segir í til- kynningu FÍM. LISTIR Nemendur Söngskólans fluttu atriði úr Carmen í Þjóðleikhúskjallaranum BRÉFDÚETT. Stefán Helgi Stefánsson í hlutverki Don José og Elín Huld Árnadóttir sem Michaela. Morgunblaðið/Sverrir JÓNA Fanney Svavarsdóttir í hlutverki Carmen syngur Segui- dilla og heillar Don José svo að hann fer í fangelsi fyrir vikið. VIÐ ERUM á torgi í Sevilla á Spáni árið 1820. Öðrum megin á torginu er herskáli en hinum megin vindlingagerð. Hermenn standa vörð við skálann þegar foringi þeirra, Moralés, sér fallega stúlku, Micha- elu, nálgast. Hann gefur sig á tal við hana og kemst að þvi - sér til mikilla vonbrigða - að hún er að leita Don José, sem er einn- ig foringi í hernum; Moralés segir henni að José komi bráðlega. Við vaktaskipti hermannanna kemur hópur barna sem hermir eftir þeim. Á meðan birtist Dan José og Moralés segir honum að falleg stúlka leiti hans. Ungur yfirforingi, Zun- iga, sem er nýkominn til starfa í herdeild- inni, stendur hjá þeim og spyr hvort eitt- hvað sé til í þeim sögum sem fara af feg- urð stúlknanna í vindlingagerðinni hinum megin torgsins. Rétt í því kemur askmal- andi flokkur ungra manna sem bíður eftir Astog afbrýðisemi því að stúlkumar í vindlingagerðinni taki sér matarhlé. Stúlkurnar koma fljótlega út og syngja vindlingasönginn, Iofsöng mun- úðar og reyks. En um leið og sígaunastúlk- an Carmen birtist fær hún óskipta athygli ungu mannanna; hún ögrar þeim með söngn- um um hina fijálsu og viðsjárverðu ást, Habanera. Eini karlmaðurinn á torginu sem hún hefur áhuga á virðir hana hins vegar ekki viðlits, Don José. Eftir misheppnaða tilraun til að ná athygli hans stofnar hún til slagsmála á meðal ungu mannanna á torg- inu. Hún er handtekin og færð í gæslu Don José. Hún syngur Seguidilla og heillar hann svo að hann sleppir henni lausri. Fyrir vik- ið er hann fangelsaður. Þar með er lokið fyrsta þætti óperunnar Carmen eftir franska tónskáldið Georges Bizet (1838-1875). Umfjöllunarefni hennar er ást og afbrýði - og kemur kannski engum á óvart. Á þriðjudagskvöld fluttu nemendur ópemdeildar Söngskólans í Reykjavík nokkur atriði úr Carmen í Þjóðleikhúskjall- aranum undir sljórn Iwonu Jagala og Garð- ars Cortes. Hlutverkum óperunnar, sem flutt var í íslenskri þýðingu Þorsteins Valdi- marssonar, var skipt á nemendurna, til dæmis skiptu fimm söngkonur með sér hlut- verki Carmenar. Undirtektir gesta voru geysigóðar og var nemendahópurinn ítrek- að klappaður upp. JÓIAHLAÐBORÐ Frá 1. til 23. desember bjóðum við okkar ljúffenga jólahlaðborð. Opið alla daga frá 12 - 14 og 18 - 22. Verð kr.1390.- í hádeginu og 1990.- á kvöldin. Pantið tímanlega í síma 568-9566 Munið skötuhlaðborðið í hádeginu á Þorláksmessu. SCANDIC ESJA Matargestir eru sjálfkrafa þátttakendur í ferðahappdrætti. Kór Öldutúnsskóla 30 TÓNLIST Hljómdiskar DAGUR ER RISINN Stjómandi: Egill R. Friðleifsson. Upptakæ Bjami Rúnar Bjamason og Jón Þór Hannesson. Útgefandi: Kór Öldutúnsskóla. Dreifíng Skifan. ÞESSI geisladiskur er gefinn út í tilefni 30 ára afmælis Kórs Öldutúns- skólans, en stofnandi kórsins og stjórnandi var Egill R. Friðleifsson. „Markmiðið var að gefa nemendum skólans kost á að þjálfa raddir sínar og þroska músíkaiska hæfíleika." Það markmið hefur aldeilis borið árangur, ef litið er yfír feril kórsins undir öruggri leiðsögn og mjög vand- virkri stjóm Egils. Þessi hljómdiskur ber vott um það. Fágaður og fínn kórsöngur, sem rís hæst í síðustu (og erfiðustu) verk- unum. Ave Maria og Kvöldljóð Zoltáns Kodály eru ákaflega fagrar og innlifaðar tónsmíðar - og mjög vel sungnar. Kannski er þó galdra- þulan hans Arne Mellnás (Aglepta) hápunkturinn á þessum hljómdiski - hvað varðar sönginn sjálfan. Skemmtilegur og mjög fínn vitnis- burður um músíkalskt „uppeldi" og kórstjórn Egils R. Friðleifssonar. Búlalúa Páls P. Pálssonar (við ljóð Steins Steinars) er fín tónsmíð og viðeigandi framhald. Hljómdiskurinn endar á Salutatio Marie eftir Jón Nordal. Þetta yndislega og djúpa tónverk er samið um íslenskt kvæði frá 15. öld. Það er í sér ekkert undrunarefni þótt kórinn hafi komið víða fram á 30 ára ferli, farið 15 sinnum utan og sungið í fjölda landa í 5 heimsálf- um við góðan orðstír. Ætíð hefur verið lögð sérstök áhersla á kynningu íslenskrar tónlistar, og stór þáttur í starfí kórsins er flutningur kórverka íslenskra tónskálda, en mörg þeirra hafa samið verk fyrir hann. Þessi hljómdiskur er fallegur vitn- isburður um kórinn sjálfan og frá- bært starf stjórnanda hans. Hljóðritanir eru yfirleitt með ágætum. Oddur Björnsson 2Q°/^)afs|áttur af drögtum, pilsum og úlpum med ekta skinni. '/u r' 0 I I oO i i.l-i * jUtar • ék Dragt Buxnmkmgt pils gardeur a3-4m- W.39ft" Úlpm mlskivmi JCSMk' mim- msm* - > i \ \ i \ I > s i > i i i h

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.