Morgunblaðið - 30.11.1995, Síða 32

Morgunblaðið - 30.11.1995, Síða 32
32 FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ SAMKEPPNI í FJARSKIPTUM og síma að keppinaut. Guðni Einarsson ræddi við um GSM-farsímaleyfi. Dagnýju Halldórsdóttur, framkvæmdastjóra Skímu ehf., sem rekur tölvupóst- þjónustu, og Yngva Samkeppnissvið Pósts Harðarson, stjórnarformann Nat hf., sem sótt hefur Tölvupóstþjónusta og rekstur farsímakerfis virð- ast óskyld fyrirbæri. Einka- fyrirtæki sem hasla sér völl á öðru hvoru sviðinu eiga bæði Samkeppnisrekstur er ekki hlutverk ríkisins Morgunblaðið/Sverrir DAGNÝ Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Skímu ehf., telur að ríkið hefði átt að halda að sér höndum til að skapa fleiri fyrir- tækjum svigrúm á fjarskiptamarkaði. DAGNÝ Halldórsdóttir er fram- kvæmdastjóri Skímu ehf. Fyrirtæk- ið hefur sérhæft sig í tölvupóstþjón- ustu og miðlar tölvupósti milli fyrir- tækja og stofnana innanlands og utan. Einnig býður það Alnetsþjón- ustu (Intemet). Helstu keppinautar Skímu eru tvö fyrirtæki í opinberri eigu, Póstur og sími (P&S) og Skýrsluvélar ríkisins og Reykjavík- urborgar (SKÝRR). Dagný segir að samkeppnissvið P&S sé mjög sterkur keppinautur þar sem P&S rektur X.25 gagna- flutningsnetið og háhraðanetið sem eru grunnur fyrir X.400 tölvu- póstþjónustu sem Skíma veitir. Auk þess rekur það X.400 tölvu- póstsþjónustu í samkeppni við Skímu. Engin smuga „Aðstæður á fjarskiptamark- aðnum eru erfiðar fyrir einkaaðila, því Póstur og sími hefur búið við einokunaraðstöðu í gegnum árin,“ segir Dagný. „Þótt dregið hafi úr einokun síðustu ár hafa þeir stöð- ugt styrkt stöðu sína og verið að færa út kvíamar. Þeir hafa fylgt eftir öllum nýjum tækifærum til fjarskiptaþjónustu án þess að skilja nokkurs staðar eftir smugu fyrir aðra.“ Dagný segir stærð og umfang samkeppnissviðs sýna best hvað samkeppnisrekstur P&S er um- fangsmikill. Þar blandist saman sala búnaðar og þjónustu við rekst- ur gagnaflutningskerfa, farsíma- kerfa og boðtækja. „Sala farsíma var ekki skilin frá rekstri farsíma- kerfa. Samá.-má segja um rekstur tölvusamskiptaþjónustu Pósts og síma, hún fylgir kerfunum." Fáir nýttu frelsið Dagný segir að öllum hafí verið frjálst að byggja upp virðisaukandi þjónustu en enginn farið út í það vegna þess hvað P&S er sterkur á þessu sviði með grunnþjónustuþátt- inn í hendi sér. Stofnunin hafí not- fært sér aðstöðu sína og nálægð við grunnþjónustuna á einokunar- sviðinu. P&S hafi til dæmis sett upp gagnaflutningsþjónustu í símstöðv- um um allt land. Gjaldskráin miðist við vegalengdir og því geti þeir boðið ódýrari þjónustu en einkaaðil- ar. Notendur sem tengist gagna- flutningsþjónustu P&S séu tengdir við hana inni á símstöðvunum. Vilji notendur tengjast öðru fyrirtæki frekar þurfi þeir að greiða fyrir tengingu áfram úr símstöðinni og út í það fyrirtæki. Stuðningur ráðuneytisins „Fjarskiptaþjónusta er sú grein upplýsingaiðnaðar sem verið hefur í hvað mestum vexti erlendis. Víð- ast hvar er í boði fjölskrúðug fjar- skiptaþjónusta á mörgum sviðum. Það er ekkert að gerast á þessu sviði á íslenska markaðnum. Maður spyr sig hvers vegna og ég sé ekki aðra ástæðu en ýfirburðastöðu Pósts og síma og stuðning sam- gönguráðuneytisins við alla starf- semi stofnunarinnar.“ Dagný bendir á að æðstu stjórn- endur P&S eru póst- og símamála- stjóri og aðstoðar póst- og síma- málastjóri. Yfir P&S sé engin stjórn. Póst- og símamálastjóri sæki umboð sitt til samgönguráðu- neytisins og samgönguráðherra sem í raun gegni sama hlutverki og stjórnir annarra fyrirtækja, svo sem í stefnumótun. „Það veldur erfiðleikum að ráðu- neytið er ekki nógu hlutlaust á fjar- skiptamarkaðnum," segir Dagný. Hún segir hlutverk ráðuneytisins eiga að vera að tryggja fyrirtækjum jafnan rétt til að veita fjarskipta- þjónustu. Það eigi að bera velferð allra landsmanna og alls viðskipta- lífsins fyrir brjósti. Að tryggja sig gegn samkeppni „Póstur og sími hefur bent á að breyta þurfi stofnuninni í hlutafélag til þess að búa sig undir breyting- arnar 1998 þegar einokun verður aflétt. Það eina sem gerist 1998 er að talsímaþjónustan nýtur ekki lengur verndar, allt annað er fijálst nú þegar. Það eru líklega mestar fjárfestingar í talsímanetinu og minnstar líkur á að aðrir komi þar inn, sérstaklega eftir slíkt uppbygg- ingarskeið og hér hefur staðið. Það er búið að endurnýja allar símstöðv- ar í landinu, gera þær stafrænar samnetsstöðvar. Búið er að leggja ljósleiðara um allt land. Þetta ér góð þjónusta, en það er líka verið að tryggja sig gagnvart mögulegri samkeppni. 1998 verður allt kerfið af nýjustu tegund og fjárfestingu lokið í þessari þjónustu," segir Dagný. „Mér finnst það orka tvímælis að gera stofnun, sem byggð er upp í einokun, að einu hlutafélagi í eigu ríkisins. Þetta félag á svo að keppa á markaði sem þegar er í járnum vegna yfirburðastöðu stofnunarinn- ar. Þetta getur aldrei orðið eðlileg samkeppni. Það er ekki hlutverk ríkisins að stofna fyrirtæki til þess að fara út í samkeppni. Samkeppn- in er og verður ekki eingöngu við erlenda aðila heldur einnig við inn- lenda aðila. Hvernig fer um útboðin hjá ríkinu þegar fyrirtæki í ríkiseigu fer að bjóða í verk? Hvernig ætlar samgönguráðuneytið að standa á bakvið eitt fyrirtæki á markaðnum? Það verða beinir hagsmunir ríkisins að fyrirtæki þess gangi sem best. Þess vegna getur þetta aldrei geng- ið. Það þarf að fara aðrar leiðir.“ Engarskorður Dagný bendir á að samkeppnis- svið P&S starfar á ólíkum sviðum fjarskiptaþjónustu, eins og að rekstri GSM-farsímakerfis og tölvu- póstþjónustu. Hún telur farsælla að stofna smærri fyrirtæki um hvert starfssvið sem séu í eðlilegra hlut- falli við önnur fyrirtæki í íslensku atvinnulífi. „Pósti og síma hafa aldrei verið settar neinar skorður varðandi hvað þeir eiga að ganga langt,“ segir Dagný. „Hefði ekki verið skynsam- legra að láta öðrum eftir einhver svið til að fá meiri grósku á þessum vettvangi? í stað þessarar útþenslu- V æntir svars um GSM- rekstrarleyfi Morgunblaðið/Kristinn YNGVI Harðarson, stjórnarformaður NAT hf., hefur beðið svars við umsókn um rekstur GSM-farsímakerfis frá síðustu áramótum. UM síðustu mánaðamót voru skráðir notendur GSM-síma hér á landi 7.668 og hafði fjölgað úr 2.119 um síðustu áramót. GSM-farsímakerfið var tekið I notkun hér á landi 16. ágúst 1994. NAT hf. lagði inn umsókn í samgönguráðuneytið um rekst- ur GSM-farsímakerfis 29. des- ember 1994. Að sögn Yngva Harðarsonar, stjórnarformanns NAT hf., hefur enn ekki borist svar frá ráðuneytinu. Hann sagði að félagið liti svo á að umsóknin væri til efnislegrar meðferðar í ráðuneytinu og væntir svars á næstu vikum. Eigið dreifikerfi NAT hf. stefnir að því að byggja upp eigið dreifikerfi fyr- ir GSM-þjónustuna. Yngvi telur góðar rekstrarlegar forsendur fyrir öðru GSM-farsímakerfi við hlið kerfis Pósts og síma. Að sögn Yngva eru íslenskir aðilar að baki NAT hf. en hann útilokar ekki þátttöku erlendra fjárfesta þegar fram í sækir. „Það er tvennt sem menn leita eftir í því sambandi, það er fjár- magn og þekking,“ sagði Yngvi. „Við sækjumst ekki hvað síst eftir viðbótarþekkingu til að komast hjá því að gera sömu mistök o g aðrir hafa gert.“ ísland eitt á báti Evrópusambandið er að gefa út tilskipun um samkeppni í farsímarekstri frá 1. janúar 1996. Nær allstaðar á Evrópska efnahagssvæðinu er GSM-sím- rotendum gefinn kostur á að velja á milli þjónustuaðila. Af þeim 18 löndum sem tilheyra EES er aðeins Island þar sem einungis einn aðili býður GSM þjónustu og ekki er búið að ákveða opnun annarrar GSM þjónustu. Vegna legu Lúxem- borgar eiga margir þarlendir kost, á að kaupa GSM þjónustu hjá fyrirtækjum sem liggja utan landamæra ríkjanna. Reglur skortir í nýlegu áliti Samkeppnisráðs er vikið að leyfisveitingu um rekstur GSM símakerfis. Þar er bent á að samgönguráðherra hafi ekki enn birt hvaða skil- yrði þarf að uppfylla til að fá leyfi til að reka farsímakerfi þótt liðin séu tvö og hálft ár frá setningu fjarskiptalaga og nokkur tími sé liðinn síðan ráðu- neytinu barst umsókn um rekst- ur GSM-farsímakerfis. Yngvi sagði umsókn NAT hf. hafa verið miðaða við almenn skil- yrði um sllkan rekstur í Evrópu- sambandinu. Eðlilegt að áliti sé fylgt eftir Yngvi sagði að sér þætti eðli- legt að Samkeppnisráð fylgi áliti sínu eftir og nefndi sérstaklega þá ábendingu ráðsins að Póstur og sími hefur rekið farsíma- kerfi, án þess að Ijóst sé hvaða skilyrði þarf til slíks reksturs. Einnig nefndi hann þá ábend- ingu ráðsins að með því að ekki liggja fyrir almenn hlutlæg skil- yrði og vegna þess dráttar sem orðið hefur við afgreiðslu um- sóknar um GSM-farsímakerfi verði að telja að farið sé gegn markmiði samkeppnislaga. Einnig að ekki verði betur séð en að farið sé gegn grunnreglu íslensks réttar um jafnræði að- ila. Yngvi sagði að ef ekkert gerð- ist á næstunni í málum NAT hf. kæmi til greina að félagið leitaði til umboðsmanns Alþingis.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.