Morgunblaðið - 30.11.1995, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 30.11.1995, Qupperneq 40
40 FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREIIMAR Nú Ásmund arsalur ER ÞÁ enn eitt víg- ið fallið? Hefur Arki- tektafélagið selt sam- visku sína fyrir silfur borgarinnar? Ásmund- arsal, sem var sýning- arsalur og íbúðarhús- næði eins virtasta listamanns borgarinn- ar, einn af hápunktum byggingarlistar í Reykjavík, verður væntanlega breytt í barnaheimili, já í „bamaheimili". Nei. Árkitektafélagið var svo sem ekki að taka faglega afstöðu með eða móti því að breyta húsinu í barnaheimili, heldur að- eins að selja húsið hæstbjóðanda. Sú ákvörðun var þó mjög umdeild innan félagsins, en var keyrð í gegn á aðalfundi. Bætist nú á listann yfir þau byggingarlistaverk, sem tapað hafa sál sinni og andliti á undan- förnum árum. Af mörgum dæmum Hróbjartur Hróbjartsson BIODROGA Lífrænar jurtasnyrtivörur Eitt krem fullnægir öllum þörfum húðarinnar varðandi raka, næringu og vernd. Húðin verður Kaupauki fylgir meðan birgðír endast. Bankastræti 3, s. 551 3635 £4 Póstkröfusendum Öryggismiðstöð íslands nægir að nefna inn- réttingu Nýja Bíós, Austurbæjarbíó, gömlu apótekin og innréttingu Þjóðleik- hússins. Allt útlit er fyrir að Gamli garður og Félagsheimili stúd- enta fari sömu leið. Er ekki Landsbóka- safnið líka í stórri hættu vegna ágirndar opinberra aðila á því? Það skal viður- kennt, að ekki verður í öllum tilvikum komið í veg fyrir að hús skipti um hlutverk. Þjóðfé- lagsbreytingar geta verið með þeim hætti. En því er ekki svo varið^ í þessu falli. Full þörf er fyrir Ásmundarsal í sínu upprunalega hlutverki. Barnaheimili Barnaheimili í Ásmundarsal. Hvernig dettur mönnum annað eins í hug? Varla er hægt að hugsa sér fjarstæðukénndari starfsemi en bamaheimili í þessu húsi. Húsið tveggja til þriggja hæða, gluggar svo hátt á veggjum að lítil börn sjá ekki út, stigar brattir og vara- samir, lítil herbergi, og fleira mætti telja. Og svo er það kostnað- urinn. Húsið er keypt fyrir nærri 20 milljónir króna, en síðan er ætlunin að bæta öðru eins við til breytinga og aðlögunar. Um 40 milljóna króna barnaheimili fyrir 40 börn! Reykjavíkurborg hefur nú ný- verið í þriðja sinn leitað eftir hug- myndum um uppdrætti að gerð dagvistarheimilis fyrir börn. Enda er full þörf fyrir sérstaka húsagerð undir slíka starfsemi. Húsið er alls ekki nógu gott fyrir barnaheimili, og það er allt of gott sem myndlist- arhús, til þess a.ð það megi glatast því hlutverki. Ég fullyrði, að hægt væri að byggja mun hentugra hús undir sömu starfsemi fyrir talsvert minni fjárhæð en hér er rætt um. Á þá afsökun, að ekki finnist lóð- ir, er ekki hægt að fallast. Menningarborg Evrópu En lítum á málið frá annarri hlið. Reykjavík verður ein af menn- ingarborgum Evrópu um aldamót- in. Ekki er það leiðinlegt. En Ásmundarsalur snertir menningargildi borgarinnar. Þar sem borgir eru nú einu sinni sam- safn húsa og manna, byggist orðst- ír þeirra og aðdráttarafl ekki hvað síst á fegurð húsanna, gatna og torga. Með öðrum orðum: Verð- gildi borgar er að verulegu leyti falið í byggingarlist hennar. Hvernig má það vera, að við viljum eiga menningarborg, en metum ekki byggingarlist og höfum enga menningarstefnu gagnvart bygg- ASMUNDARSALUR. Varðveitum byggingar- listaverk okkar, segir Hróbjartur Hró- bjartsson, sem hér skrifar um menningar- pólitík í Reykjavík. ingarlist: Nú kunna menn að segja að hér sé um ýkjur að ræða. Við metum víst byggingarlist. Auðvit- að er sitt hvað vel gert, og Reykja- víkurborg vandar sínar húsbygg- ingar. En það eru undantekningar. Til viðbótar ofangreindum dæmum til staðfestingar menningarleysinu, eða eigum við að kalla það kæru- leysi, vil ég leyfa mér að nefna eftirfarandi: 1. Heimilaðar eru nýbyggihgar í miðborginni, sögulega hluta borgarinnar, sem stinga sér út úr og upp úr húsaröðum og spilla þannig samræmi og heildar- mynd. 2. Borgarhverfi, sem hafa sterkan heildarsvip og samstætt efnisval eins og Hlíðar og Melar, eru smám saman að þekjast máln- ingu í ýmsum litum, óátalið af byggingarnefnd. Hversu óheppi- leg slík þróun er fyrir útlit borg- arinnar, má sjá við Austurvöll, þar sem eitt hús gegnt Alþingi hefur nýverið verið málað í mjög áberandi lit. Listamennirnir og borgin En málið hefur fleiri hliðar. Listamenn eru gjarnan og eiga að vera stolt borgar okkar og bæja. Ásmundur og Kjarval, sem gáfu Ory^jíiskerii heiniilisins. Tenging viö Öryggisrniðsttl© Islancls nlhm sóhuln inginn allt árið. t Jtkallsþjónusta sór|yjíÍHaöra ()ryggisvaröa. láillkonnö (iryggiskerfi. Viö lánum þér orvugiskcrfi og |)ii greiöir aöcins: fiöa þii kaupir Öryggiskcrfi og crciöir aöcins: tr 533-2400 ö /00 kr. a inánuöi. 2502 kr. a inánuöi. Reykjavíkurborg stórar gjafir, eru orðnir hluti af borginni, eins konar sögulegir borgarlistamenn. Gerður er bæjarlistamaður Kópavogs. Sveinn og Eiríkur eru bæjarlista- menn Hafnarfjarðar, og svo mætti áfram telja. En hvað gerir borgin okkar í dag? Er svona erfitt að átta sig á kalli tímans? Erró gaf okkur ómet- anleg listaverk. Verður þeirri gjöf mætt með sóma? Leifur Breiðfjörð er einn ástsæl- asti og mikilvirkasti myndlistar- maður okkar í dag. Hann, Reykvík- ingur í húð og hár, hefur auðgað mannlífið og styrkt okkur sem menningarþjóð með stórkostlegum verkum sínum. Hann hafði ásamt konu sinni, Sigríði Jóhannsdóttur veflistakonu, uppi áform um að koma sér fyrir í menningarsetrinu Ásmundarsal, í fullu samræmi við upprunalegt hlutverk hússins, þar sem þau gætu búið og haldið áfram að auka hróður borgarinnar. Þá stekkur Reykjavíkurborg til, sveit- arfélagið okkar, og yfirbýður hann, til að geta breytt húsinu í barna- heimili. Hvað er að gerast? Hverskonar menningarpólitík er þetta? Borgin okkar, sem ætti að styðja og styrkja listamennina, snýr öllu við. Leifur og Sigríður eru að leita að lóð eða athvarfi í öðru sveitarfé- lagi. Þetta er ekki hægt. Menningarstefna Nú verður að snúa til baka, og taka upp menningarstefnu. Gerum Reykjavík að raunverulegri menn- ingarborg. Styðjum listamennina í borginni. Varðveitum þau bygg- ingarlistaverk, sem við eigum. Stuðlum að bættri hönnun og kom- um í veg fyrir menningarfúsk í nýbyggingum, bæði í nýjum hverf- um og gömlum. Byggjum barna- heimilishús fyrir börnin. Listamað- urinn verði beðinn afsökunar og boðinn Ásmundarsalur á sann- gjörnu verði. Höfundur er arkitekt. Medisaná&^ B uxur sem veita nudd og vinna á appelsínuhúð og _____staðbundinni fitu. Kynning föstudaginn 1. desember frá kl. 14.00-1 8. Grafaruogsapótek Huerafi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.