Morgunblaðið - 24.12.1995, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 24.12.1995, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 1995 B 9 Opið bréf til íslensku þjóðarinnar Gott á ykkur! Svona á að taka áfámennum stéttum sem vaða uppi með frekju! Bara láta þá allafjúka! Þetta er það viðhorf sem mætir okkur flugumferðarstjórum í fjölmiðlum og meðal almennings. - Astæðan er fyrst og fremst sú að kröfur okkar um aukið öryggi og breytt fyrirkomulag flugumferðarstjómunar hafa verið rangtúlkaðar og affærðar. Það hvarflaði auðvitað aldrei að okkur að heimta yfir 50% launahækkun, og segja upp störfum fyrst það var ekki samþykkt, eins og þjóðinni hefur verið talin í trú um. Barátta okkar snýst um allt annað. Staðreyndin er sú að ef farið yrði að óskum okkar þá myndu heildartekjur hvers flugumferðarstjóra líklega lækka. Við flugumferðarstjórar erum nefnilega of fáir til að anna þeim stórauknu verkefnum sem Islendingar hafa tekið að sér í alþjóðlegri og innlendri flugumferðarþjónustu á undanförnum árum. Nauðsynlegt er að fjölga flugumferðarstjórum um að minnsta kosti tuttugu og fjóra. Vegna þess hve fáir við erum.vinnum við allt of mikla yfirvinnu. Algengt er að við vinnum meira en 100 yfirvinnutíma á mánuði yfir sumarið. Líkt og hjá flestum öðrum kemur mikið upp úr launaumslaginu þegar unnin er svo mikil yfirvinna. En það getur komið niður á gæðum vinnunar, hjá okkur líkt og öðrum. Þessu verður að breyta. Því þarf að fjölga í stéttinni og breyta vaktafyrirkomulagi. Við flugumferðarstjórar höfum engin úrrræði til að bæta stöðuna í þessum málum. Við höfum ekki verkfallsrétt. Og við getum ekki vísað málum okkar til kjaradóms né höfum við gerðardómsúrræði. Alþjóða vinnumálastofnunin (ILO) telur flugumferðai'stjóra og flugmenn vera sambærilegar stéttir hvað varðar ábyrgð og álag. Alþjóða flugmálastofnunin (ICAO), sem borgar laun stórs hluta íslenskra flugumferðarstjóra, mælir með því að laun flugumferðarstjóra séu miðuð við laun sambærilegra stétta, t.d. flugmanna. Sú viðmiðun er notuð víða um heim. Þess vegna viljum við að laun okkar verði, þegar til lengri tíma er litið, miðuð við laun félaga okkar hjá ríkinu, flugstjóra hjá Landhelgisgæslunni, enda er ábyrgð okkar síst minni en þeirra. Mistök flugumferðarstjóra í starfi geta kostað hundruð mannslífa og jafnvel þótt enginn skaði hljótist af er okkur refsað með tímabundinni eða endanlegri brottvikningu úr starfi - eða jafnvel með fangelsisvist. Það er m.a. með vísan til þessarar ábyrgðar sem við sögðum upp störfum. Við getum ekki unnið við óbreytt ástand. En auðvitað viljum við helst starfa við fag okkar hér á landi. Við vonum því að innan tíðar takist að skapa hér eðlileg vinnuskilyrði fyrir flugumferðarstjóra. Við erum tilbúnir að leggja okkar af mörkum til að svo megi verða. Við trúum því ekki að íslenska þjóðin vilji búa við ástand í flugstjórnarmálum sem við, íslenskir flugumferðarstjórar, treystum okkur ekki til að bera ábyrgð á. V Gleðileg jól! FÉLAG ÍSLENSKRA FLUGUMFERÐARSTJÓRA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.