Morgunblaðið - 24.12.1995, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 24.12.1995, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 1995 B 19 Bemskudraumurinn var að búa ein ÞAÐ VAR kalt og kyrrt og átta dagar til vetrarsól- hvarfa þegar við komum í Dagverðargerði. Sólin gægðist milli hnúkanna í suðri og í mýrinni framan við bæinn glitti á skæni. Léttur vestanblær strikaði Lagarfljótið. í fjarska mátti heyra hvernig tók í Rangána og einhvers staðar handan fljótsins gjammaði hundur. Við gengum heim að ómerktum bænum og veltum því fyrir okkur hvort við værum á réttri leið, ekki var að sjá að neinn byggi í húsinu. Skíðastafur og heykvísl hvíldu upp að vegg við útidyrnar. Gulur köttur mókti værðarlega í vetrarsólinni og gaf komumönnum auga. Þarna var þó lífsmark. Við knúðum dyra og von bráðar lauk Fríða upp og bauð okkur inn. í stofunni stóð rafmagnsofn á miðju gólfi og vermdi her- bergið. „Fáið ykkur sæti þarna á kistlinum," sagði Fríða og benti á kistil með mórauðri gæru. Framan við kistilinn var borð með nokkrum möppum. Fríða sló kröftuglega úr lúinni reykjarpípu svo buldi í stálösku: bakkanum og tróð í pípuna. „í þessum möppum eru svo til öll mín elstu og ég vil segja merki- legustu jólakort," sagði Fríða og benti á möppurnar umvafin reykskýi. Okkur var velkomið að skoða kortin og fletta möpp- unum en Fríða vildi helst ekki að við tækjum kortin úr plastvösunum. Ekki var það af því að hún drægi heiðarleika komumanna í efa heldur væri glanshúðin á kortunum farin að bila og þau viðkvæm fyrir hnjaski. Fríða er fædd í Dagverðar- gerði og hefur búið þar alla ævi. Hún er nú 73 ára. Foreldrar hennar voru Eiríkur Sigfússon bóndi og Anna Gunnarsdóttir kona hans. Tvö börn þeirra komust á legg, Málm- fríður (Fríða) og Eiríkur. Eiríkur bóndi dó 1957 og bjuggu þau Fríða og Eiríkur með móður sinni þar til hún dó 1975. Þá flutti Eiríkur til Reykjavíkur og gerðist bókavörður við Alþingi.- Síðan hefur Fríða lengstum búið ein, utan hvað kötturinn Davíð held- ur henni félagsskap. Hún tekur fram að fressið heiti ekki í höfuðið á forsætisráðherra. „Hans stjarna var ekki runnin þegar þegar ég fékk köttinn," segir Fríða. „Davíð er á 16. ári og ef að prestarnir hér væru ekki jafn húmorslausir og þeir eru þá hefði ég talfært það við einhvern þeirra að ferma greyið í fyrra - en það þýddi ekkert. Þeir eru algjörlega húmorslausir menn.“ Til að verða ekki vitlaus „Ætli ég hafi ekki byijað að safna kortum 1967,“ segir Fríða. „Þá var hætt að búa hér og kvikfén- aðurinn var mitt hálfa líf eða meira. Það er sjálfsagt af því að það er svo mikið skepnueðli í mér að ég hef alltaf verið svo feikilega mikið fyrir ferfætlinga, yfirleitt miklu meira en tvífætlinga. Ég sá það að til að verða ekki vitlaus varð ég að i fá mér eitthvert annað áhugamál í staðinn og fór í kortin'. Ætli ég eigi ekki rjúm 29 þúsund eintök, en náttúrlega margfalt Taktur tímans í Dagverðargerði í Hróars- tungu er líkur straumi Lagarfljótsins - þungur og hægur. Málmfríður Eiríksdóttir býr þar ein með kettinum Davíð. Hún safnar kortum af öllu tagi, jólakortum og póstkortum, og ferðast í huganum um landið sem hún gjörþekkir af bókum. Guðni Einarsson blaðamaður og Ragnar Axelsson ljósmyndari heimsóttu Fríðu í Dagverðargerði og fengu að glugga í korta- safnið sem telur tæp 30 þúsund eintök. „Þetta er viðbrigðafallegt kort,“ sagði Fríða um Kötlugoskortið. meira í tví- og þrítökum. Það reyni ég að hafa sér, en það er orðið dálítið erfitt því að ég man ekki nú orðið hvað ég á. Það verður að hafa Herkúlesarheila - og dugir ekki til!“ Fríða telur að jólakort séu ná- lægt því þriðjungur af safninu, en tæpast meira. „Þetta er dálítið óvíst hvað eru jólakort. Það voru gefin sem jólakort kort sem kannski ekki stóð á Gleðileg jól. Það var þá bara skrifað á bakhliðina og látið duga. Meiriparturinn mun nú hafa verið merktur einhvern veginn sem jóla- kortA Fríða segir að á mörgum elstu kortunum sé ekki neitt ártal og því veit hún ekki með vissu hvaða kort er elst. „Það elsta sem ég veit er frá 1899 og mun vera sumarkort. Það var algengt hér í gamla daga að senda sumarkort og sum þeirra eru mjög falleg.“ Fríða á nokkuð af kortum frá fyrstu áratugum aldarinnar og fjölgar þeim eftir því sem -------, nær dregur í tíma. „Ég eyðilagði svolítið af göml- um kortum, sem hér voru til, þegar ég var smá- krakki. Ég var svo lítil að " ég kunni ekki með það að fara,“ segir Fríða með söknuði. Hún seg- ist hafa haft óvenju mikinn áhuga á kortum frá því hún man fyrst eftir sér, þótt ekki færi hún strax að safna þeim. Kortanna hefur Fríða aflað með ýmsum hætti. „Ég sníkti fyrst og fremst en svo keypti ég og eigin- lega miklu meira en ég hafði efni á. Ég keypti alltaf dálítið fyrir hver jól. Svo hætti ég þvi, bæði vegna þess að fjármunir sögðu stopp og ekki síður vegna þess að svo fékk ég um jólin kannski sent eða gefins það sem ég var nýbúin að kaupa. Svo bara hætti þetta smám saman. Það er helst að ég kaupi eitt og eitt túristakort á sumrin, en það fer minnkandi." Fagurfræðina vantar Fríða á erfítt með að ákveða hvaða kort hún heldur mest upp á. „Ætli það sé ekki teikning Rík- arðar Jónssonar af Gvendi ralla Bjarnasyni. Ég er helst á því að hann hafi verið upprunninn sunnan úr Berufirði. Ég vissi um fólk sem átti það, en enginn vildi láta mig hafa það. Svo dettur mér allt í einu í hug að skrifa Ólöfu Ríkarðsdótt- ur. Hún sendi mér kortið bara í ágætu standi eftir lítinn tíma.“ Fríða fór að leita að kortinu og fletti --------- möppunum þar sem kort- unum var snyrtilega fyrir komið í plastvösum. Möppurnar eru orðnar margar og auk þess geymir Fríða kort í köss- um og kirnum. „Það þýðir ekkert að safna þessu upp á að láta það fara í gor og grút,“ sagði hún með- an á leitinm stóð, en Gvendur ralli fannst ekki i þetta sinn. Mörg gömlu jólakortanna voru fagurlega gyllt. Fríða segist sakna glanskortanna því gyllingin gerir myndina miklu hátíðlegri. Henni finnst kortaútgáfu ekki hafa farið fram í áranna rás. „Mér fínnst þau hafa versnað stórlega, - fyrir minn smekk auð- vitað,“ segir Fríða. „Það var svo mikil fagurfræði í mörgum gömlu kortunum, þau voru svo falleg. Fallegir litir, frágangur og heims- frægar helgimyndir í glansandi stíl. Þó að ég sé trúlaus hef ég gaman af fallegum helgimyndum. Það er nefnilega einn af mínum örgustu ókostum að ég er algjörlega trú- laus,“ segir Fríða og slær rösklega úr pípunni. Hætt í skiptipólitík Við færðum Fríðu vænan bunka af póstkortum sem við fengum hjá Eyþóri í Laxakortum og Jóni Pétri í Colin Baxter-útgáfunni. Nú vildi hún fá að líta á bunkann, þótt hún teldi víst að hún ætti flest af kortun- um fyrir. Við sögðum að hún gæti þá notað þau í skiptum. „Ég skipti ekki. Ég er hætt í skiptipólitík,“ svarar hún ákveðin. „Það er ekki hægt nema maður geti farið til þeirra sem eitthvað hafa og séð það.' Sjón er sögu ríkari. Ég prófaði svolítið að skipta með bréfa- skriftum en ég hætti því fljótt.“ Fríða segist vera hætt að hafa samband við aðra korta- safnara, sem hún gerði á tíma- bili. „Það var einkanlega einn kortasafnari sem ég hafði dáld- ið samband við. Hánn er nú dauður núna blessaður kallinn. Það sem ég eiginlega veit um póstkort fræddi hann mig um. Hann vissi allt um póstkort, sá karl.“ Fríða fletti bunkanum og bar kortin upp við vaxandi morgun- skímuna. „Jú, það er nú eitt- hvað hér sem ég á ekki,“ sagði hún og fletti áfram. „Ég á bara skarnlít- ið af þessu öllu saman,“ bætti hún svo við. Hún stoppaði við kort með mynd eftir Ragnar af fugli sem vakir yfir unga sínum. „Hvaða fugl er nú þetta góður- inn,“ spurði hún myndasmiðinn og rýndi í kortið. „Þetta er skúmur,“ svaraði Ragnar. „Já, hejvítis skúmurinn, fari hann í grængolandi." Áfram fletti hún kortunum og sá mörg sem hún ekki átti. „Þetta getur kannski orðið góður dagur eftir allt saman, enda veitir mér ekkert af því,“ sagði Fríða ánægð með þessa nýju viðbót í safnið. Þetta er minnisraun og hún ekkí lítil Vantar gömul og fáséð kort Fríða sagðist ekki hafa neitt á móti því að lesendur Morgunblaðs- ins sendu henni notuð póstkort og jólakort. Áritunin er Málmfríður Eiríksdóttir, Dagverðargerði, 701 Egilsstaðir. „Það er náttúrlega voðalega hætt við að það yrði mér ekki nema að takmörkuðum notum. Það sem fólk vill láta er kannski komið í mínar klær. Aftur eru það gömul og fáséð kort sem mig vant- ar tilfinnanlega. Þeir sem luma á svoleiðis láta það yfirleitt ekki. Oft eru þetta fjölskyldudýrgripir, búið að geyma þá i marga áratugi. Það er ekki von að fólk vilji spýta því í svona vitleysinga eins og mig.“ Fríða segist eiginlega ekki raða

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.