Morgunblaðið - 23.01.1996, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 23.01.1996, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ I DAG ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 1996 55 Árnað heilla Q P ARA afmæli. í dag, «/Oþriðjudaginn 23. jan- úar er níutíu og fimm ára Hjörleifur Sveinsson, fyrr- verandi útgerðarmaður í Vestmannaeyjum, til heim- ilis að Hraunbúðum, dvalar- heimili aldraðra í Vest- mannaeyjum. Eiginkona hans var Þóra Amheiður Þorbjörnsdóttír, sem lést árið 1970. Þau eignuðust 5 böm og eru 4 þeirra á lífi. Afkomendur þeirra eru nú 75 talsins. Hjörleifur mun taka á móti vinum og vanda- mönnum í dag milli kl. 14.30-17 í Hraunbúðum. BRIDS Umsjón Guömundur Páll Arnarson LESANDINN er í vestur og hefur það hlutverk að spila út gegn þremur grönd- um: Norður 4 4 ♦ ♦ Vestur Austur ♦ KG1042 ♦ V D105 ♦ 97 ♦ ÁD ♦ Ljósm. Stúdíó Péturs Péturssonar BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 16. september sl. í Háteigskirkju af sr. _ Val- geiri Ástráðssyni Ásdís Björk Jónsdóttir og Einar Þór Karlsson. Heimili þeirra er á Hrísateig 16, Reykjavík. Ljósm. MYND BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 30. desember sl. í Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði af sr. Áma Bergi Sigur- björnssyni Auður Erla Gunnarsdóttir og Jón Reykjalín Björnsson. Þau eru búsett í Luxemburg. Farsi Suður 4 V ♦ ♦ Vestur Norður Austur Suður 1 hjarta 1 spaði 3 spaðar* Pass 3 grönd Pass Pass Pass Það er enginn á hættu og stökk norðurs í þrjá spaða er spuming um spaðafyrirstöðu. Suður kveðst eiga hana með þrem- ur gröndum. Hvert er út- spilið? Spilið kom upp í fjórð- ungsúrslitum Reykjavíkur- mótsins og sagnir gengu eins og að ofan er rakið í leik Tímans og Landsbréfa. Jón Baldursson í sveit Landsbréfa fékk þetta vandamál við borðið og leysti það vel af hendi með því að leggja niður laufás! Norður 4 D7 V 93 ♦ ÁKDG106 ♦ 432 Vestur Austur 4 KG10642 4 93 ♦ ÁD 4 KG10986 Suður 4 Á85 4 ÁK872 ♦ 842 ♦ 75 Austur kallaði vongóður með sexunni (lág köll) og Jón spilaði drottningunni í öðrum slag: Tveir niður. Jón hugsaði dæmið þannig: Úr því norður hafði aðeins áhuga á spaðastöð- unni, hlaut hann að eiga rennandi láglit sem slaga- uppsprettu. Sá litur var augljóslega tígull, og þar með var eina von varnarinn- ar að austur ætti gott lauf. Bingó! LEIÐRETT Eimskip í FRÉTT um starfsemi Eim- skips erlendis s.l. laugardag var rangt eftir Herði Sigur- gestssyni haft um umfang starfseminnar hér á landi. Hið rétta er að umfang flutningamarkaðarins í heild geti vaxið úr u.þ.b. 12 milljörðum í 19-20 millj- arða, með nýjum áherslum. Þá misritaðist einnig nafn Benedikts I. Elíssonar. Beð- ist er velvirðingar á þessum mistökum. Bílaleiga Flugleiða VEGNA umfjöliunar um bílaleigur í Morgunblaðinu síðastliðinn laugardag óskar Grétar Kristjánsson, for- stöðumaður Bflaleigu Flug- leiða, að koma eftirfarandi á framfæri: „í Morgunblaðinu 20. jan- úar síðastliðinn var birt tafla með upplýsingum um verð á bílaleigubílum frá nokkrum íslenskum bílaleigum. Miðað var við að bíll væri tekinn á leigu í einn dag og ekið 100 km og upplýsingar um verð frá afgreiðslu bflaieiganna hafðar tii hliðsjónar við gerð töflunnar. Af einhveijum ástæðum hefur rétt verð frá Bílaleigu Flugleiða/Hertz ekki skilað sér til blaða- manns. Ódýrasti bílaleigubíll hjá Bflaleigu Flugleiða/Hertz kostar í einn sólarhring kr. 3.470 og kr. 2.970 fyrir_40 þúsund aðildarfélaga ASÍ. í báðum tilvikum er 100 kfló- metra akstur innifaliíin í verðinu. Þessi verð hafa ver- ið í gildi á markaðnum frá 1. september. Að auki hefur bflaleigan verið með ýmis enn hagstæðari tímabundin sértilboð t.d. yfir jól og ára- mót.“ Röng nöfn RÖNG nöfn birtust í mynda- texta við grein um skólaball FG á blaðsíðu 44 í blaðinu á sunnudaginn. Réttu nöfnin eru þessi: Þóra Ágústsdóttir, Anna Kristín Ólafsdóttir og Sigurlaug Vilhjálmsdóttir. Viðkomandi eru beðnir vel- virðingar á mistökunum. STJÖRNUSPÁ eftlr Frances Drake VATNSBERI Afmælisbarn dagsins: Þú ert heimakær og tekur fjölskylduna fram yfir allt annað. Hrútur (21. mars - 19. apríl) w* Haltu þínu striki í vinnunni, því þú ert á réttri leið og ráðamenn standa með þér. Varastu samt öfundsjúkan starfsfélaga. Naut (20. apríl - 20. maí) Láttu það ekki fara í skapið á þér þótt þú verðir fyrir töfum í vinninni í dag. Þér tekst það sem þú ætlaðir þér. Tvíburar (21.maí-20.júni) Þér reynist auðvelt að leysa erfitt verkefni í vinnunni í dag, og athygli ráðamanna beinist að þér. Treystu á eig- in getu. Krabbi (21. júní - 22. júlf) Eyddu ekki tíma þínum í að sinna þrasgjömum ættingja, sem ætti að geta leyst eigin vandamál. Hugsaðu frekar um þarfir ástvinar. Ljón (23. júlí — 22. ágúst) Verkefni, sem þér verður falið í dag, þarfnast mikillar undirbúningsvinnu áður en þér tekst að fínna réttu lausnina. Meyja (23. ágúst - 22. september) Þú hefur gaman af að um- gangast flesta starfsfélag- ana, en þarft að hafa gætur á einhveijum í hópnum, sem er þér andsnúinn. Vog (23. sept. - 22. október) Hugmyndir þínar eru góðar, en þú þarft að hafa þolin- mæði og sjálfstraust. Það getur tekið tíma að koma þeim í framkvæmd. Sþoródreki (23. okt. - 21. nóvember) ^$0 Þú ert fær um að leysa flók- in mál, og afköst þín eru mikil í vinnunni í dag. í kvöld þarf barn á aðstoð þinni að halda. Bogmadur (22. nóv. - 21. desember) m Bjartsýni ríkir hjá þér árdeg- is, en eitthvað verður til þess að draga úr henni þegar á daginn líður. Varastu deilur við ráðamenn. Steingeit (22. des..- 19. janúar) m Þér býðst óvænt tækifæri árdegis, en þú ættir að ræða málið við vin áður en þú tek- ur ákvörðun. Varastu deilur á vinnustað. Vatnsberi (20.janúar- 18. febrúar) tfh Taktu ekki mark á orðrómi sem berst þér til eyrna. Þú ættir að vita betur en að vantreysta góðum vini sem vill þér vel. Fiskar (19. febrúar-20. mars) Þér miðar vel áfram í vinn- unni fyrri hluta dags, en nokkuð dregur úr afköstum síðdegis. Ættingi þarfnast umhyggju í kvöld. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Helgi Áss kom- inn í gang SKAK Wijk aan Zee, II o 11 a n d i: ALÞJÓÐLEGA HOOGOV- ENSSKÁKMÓTIÐ Helgi Áss Grétarsson vann hol- lenska stórmeistarann Kuijf í fimmtu umferð í B flokki. ívant- sjúk er efstur í A flokki HELGI Áss teflir á mjög erf- iðu skákmóti í Wijk aan Zee í Hollandi. Hann er í B flokki og þar bítast tólf öflugir skákmenn um sæti í A flokki að ári. Þar tefla nú bestu skákmenn heims og gengur á ýmsu. Indveijinn Anand teflir á sínu fyrsta móti síðan hann tapaði heimsmeist- araeinvíginu fyrir Gary Ka- sparov í haust. Bosníumaðurinn Ivan Sokolov byijaði mjög vel með sigri yfir Anand, en mátti svo lúta í lægra haldi fyrir Úkra- ínumanninum sterka, Vasílí ívantsjúk. Það er nú líklegt að þess- ir þrír skákmenn beijist um sigur- inn. Staðan í A flokki að loknum 7 umferðum af 13-: 1. ívantsjúk 5 v 2—4. Anand, I. So- kolov og Tivjakov, Rússlandi 4'/« v. 5—6. Topalov, Búlgaríu og Drcjev, Rússlandi 4 v. 7—8. Hiibner, Þýskalandi og Leko, Ungveijalandi 3‘A v. 9—10. Gelfand, Hvita-Rússlandi og Shirov, Lettlandi 3 v. 11-13. Van Wely, Hollandi, Ad- ams, Englandi og Piket, Hollandi 2 Vt v. 14. Timman, HoIIandi 2 v. Staðan í B flokki er þessi, að loknum fimm umferðum af ell- efu: I. Bologan, Moldavíu 4'A v. af 5 2—4. Onísjúk og Stripunsky, Úkra- ínu og Van der Wiel, Hollandi 3 v. 5—8. Helgi Áss Grétarsson, Antu- nes, Portúgal, Delemarre og Van de Mortel, Hollandi 2‘A v. 9—10. Gild. Garcia, Kólumbíu og Nyboer, Hollandi 2 v. II. Miles, Englandi 1'/« v. 12. Kuijf, Hollandi 1 v. I ijórðu umferðinni gerði Helgi Áss jafntefli við hollenska stórmeistarann Nijboer. Stiga- hæsti keppandinn, Tony Miles (2.635) á ekki sjö dagana sæla. Helgi Áss átti að tefla við Oní- sjúk í gær og Van der Wiel í dag Við skulum líta á ævintýra- lega viðureign tveggja af stiga- hæstu skákmönnum heims frá mótinu: Hvítt: Anand, Indlandi Svart: Gelfand, Hvíta—Rússl. Sikileyjarvörn 1. e4 - c5 2. Rf3 - d6 3. f4 - g6 4. Rf3 - Bg7 5. Bc4 - Rc6 6. d3 — e6 7. 0-0 Anand beitir ensku árásinni sem varð vinsæl á breskum helgarskákmótum 1 áttunda áratugnum. Skákmenn eins og Short og Adams gerðu hana síðan vinsæla á alþjóðamótum, en hún þykir ekki byggjast á mjög traustum stöðulegum grunni. Gelfand hefur mikla reynslu í að verjast henni. 7. - Rge7 8. Del - h6 9. Bb3 - a6 10. e5!?— Rf5 11. Khl - Rd4 12. Re4! - Rxf3 13. Hxf3 - dxe5 14. fxe5 — Rxe5 15. Hfl - g5 16. Dg3 - 0-0 17. Bxg5!? í staðinn fyrir að taka peðið til baka fómar Anand manni! 17. — hxg5 18. Rxg5 — Rg6 19. Hael - De7 20. Hf5! - Bf6 21. Rxe6! - fxe6? Svartur missir hér af snjöllum vamarleik, 21. — He8! 22. He4 — Bxe6 23. Bxe6 — Dxe6! 24. Hxe6 — Hxe6 og þar sem hann hefur fengið hrók og tvo menn fyrir drottningu og tvö peð stendur hann síst lakar að vígi, enda er hvítur í nokkr- um vandræðum með kóngsstöð- una. 1 staðinn þiggur Gelfand fórnina og tap-1 ar strax 22. Hxe6! - Kg7 23. Hxe7+ — Bxe7 24. Hxf8 - Bxf8 25. h4 og Gelfand gafst upp. Stórglæsi- leg skák í Morphy stíl sem gleð- ur augað. Efasemdarmenn myndu hins vegar segja að Anand hafi teflt eins og hann væri á kaffihúsi, en Gelfand eins og hann væri á barnum. Skákþing Reykgavíkur Sigurganga Einars Hjalta Jenssonar, 15 ára Kópavogsbúa, var rofin á sunnudaginn þegar hann tapaði fyrir Sigurði Daða Sigfússyni, sem náði þar með af honum forystunni. Einar hafnaði jafnteflisboði, en lék síðan strax gróflega af sér og tapaði. Nú er að sjá hvernig hann bregst við mótlætinu. Sigurður Daði varð skák- meistari Reykjavíkur 1992, en síðan þá hefur skákin orðið að víkja fyrir ströngu háskóla- námi. Ungu skákmennimir Am- ar E. Gunnarsson og Jón Viktor Gunnarsson eru nú loksins komnir í gang eftir slaka byrjun. Staðan þegar sjö umferðir af ellefu hafa verið tefldar: 1. Sigurður D. Sigfússon 6'A v. 2—3. Einar Hjalti Jensson og Torfi Leósson 6 v. 4—9. Júlíus Friðjónsson, Sævar Bjarnason, Bjöm Þorfinnsson, Heimir Ásgeirsson, Arnar E. Gunn- arsson og Jón Viktor Gunnarsson 5 'A v. 10—14. Hrannar Baldursson, Berg- steinn Einarsson, Haraldur Bald- ursson, Atli Antonsson og Bogi Pálsson 5 v. 15—25. Bragi Þorfinnsson, Bragi Halldórsson, Páll Agnar Þórarins- son, Davíð Kjartansson, Kristján Eðvarðsson, Lárus Knútsson, Áskell Örn Kárason, Ólafur B. Þórsson, Halldór Pálsson, Siguijón Sigurbjömsosn og Hermann Gunn- arsson 4 'h v. Þeir sem hafa aðgang að Internetinu geta séð heildar- stöðuna og öll úrslit á íslenskri skáksíðu Daða Jónssonar. Slóð- in er http://www.vks.is/skak/ Margeir Pétursson HELGI Áss vann hollenskan stórmeistara.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.